Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 ✝ Jakob Árnasonfæddist á Stokkseyri 4. júlí 1926. Hann lést á Hrafnistu Hlévangi 17. ágúst 2020. For- eldar hans voru Árni Tómasson, f. 13. okt. 1887, d. 28. okt. 1971, og Magn- ea Einarsdóttir, f. 2. nóv. 1890, d. 18. des. 1975. Jakob var yngstur 4 systkina: Halldór, f. 25. feb. 1909, d. 5. júní 1986, Guðrún, f. 3. júní 1916, d. 8. maí 2012, Sigríður, f. 22. apríl 1923, d. 16. mars 2013. Jakob giftist 2. apríl 1953 Jó- hönnu Kristinsdóttur, f. 11. okt. 1929, d. 21. jan. 2013. Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson, f. 3. feb. 1897, d. 11. okt. 1982, og Kamilla Jónsdóttir, f. 11. okt. 1904, d. 17. okt. 1958. Jakob og Jóhanna eignuðust sjö börn en tveir drengir létust stuttu eftir fæðingu. Börn þeirra eru: 1) Ísleifur Árni, f. 11. des. 1952, maki Laufey Hrönn Þor- steinsd., f. 27. nóv. 1952, börn þeirra: a) Jónheiður, f. 6. júní 1977, sambýlismaður Friðjón Elli Hafliðason, b) Bergrún, 23. feb. 1979, sambýlismaður Skúli inn, f. 9. apr. 1998, sambýliskona Margrét Ásta Valdimarsd. Jakob fæddist í Bræðratungu á Stokkseyri. Hann lauk barna- skóla þar og stundaði svo nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni. Jakob lærði húsasmíði hjá Óskari Eyjólfssyni í Stoð og útskrifaðist sem húsasmiður ár- ið 1947 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Jakob vann við Laxárvirkjun II 1950-1953 og kynntist Jó- hönnu þar. Þau hófu búskap í Keflavík 1953 og hann var þar byggingarmeistari í þrjátíu ár. Jakob byggði fjölda íbúða og húsa í Keflavík, og var sér- staklega umhugað um fyrstu kaup ungs fólks. Hann stofnaði loðdýrabú á Auðnum á Vatnsleysuströnd 1981 og rak það til ársins 1997. Jakob var mikill frumkvöðull í loðdýrarækt og var í samstarfi við þekktan grískan feldskera og seldi afurðir sínar í Jakobs- pelsum um árabil. Jakob var félagsforingi Heið- arbúa í fjögur ár, gildismeistari St. Georgsgildis í Keflavík í fjög- ur ár og var stjórnarformaður Byggingaverktaka Keflavíkur síðar Keflavíkurverktaka til fjölda ára. Útför Jakobs fer fram í dag, 27. ágúst 2020, kl. 11 og vegna aðstæðna er útförin einungis fyrir nánustu aðstandendur og vini. Leo Þórisson, börn: Embla, Júlía, Logi, Þórir Leo, c) Jakob Árni, f. 30. mars 1983, maki Andrea Lísa Kjartansdóttir, börn: Sara Maren og Dagur Elí. 2) Guðrún Sigríð- ur, f. 1. apr. 1956, maki Gunnar I. Baldvinsson, f. 10. mars 1956, börn: Baldvin Ingi, f. 5. apr. 1988, sam- býliskona Dagmar Dögg Ágústsd., barn Agla Sóley, b) Tómas Árni, f. 12. ágúst 1990, sambýliskona Linda Björg Guð- mundsd., barn Guðrún Eva. 3) Kristinn Þór, f. 27. apr. 1957 maki Ólöf Kristín Sveins- dóttir, f. 4. jún. 1965, börn: a) Unnur Ýr, f. 6. jan. 1988, maki Ástþór Óðinn Ólafsson , barn Ólöf Hlín, b) Jóhanna María, f. 16. okt. 1990, c) Sveinn Henrik, f. 6. apr. 1993. 4) Ásdís Ýr, f. 15. júlí 1963, maki Valur Kristinsson, f. 25. júlí 1960, barn: Arnar Freyr, f. 3. apr. 1992, fyrir á Valur Rakel, f. 8. mars 1977. 5. Sigrún Björk, f. 23. maí 1966, maki Jón Björnsson, f. 16. jan. 1966, börn: a) Kamilla Dóra, f. 23. apr. 1996, b) Björn Krist- Það er sérstök tilfinning í brjósti mínu er ég sest til að skrifa minningarorð um pabba minn, Jakob Árnason. Fyrir 2 mánuðum, er hann flutti á Hrafn- istu Hlévang, sá hann enga ástæðu sem gæti komið í veg fyr- ir að hann yrði 100 ára. Ég hafði náð að sannfæra hann um að það yrði hann örugglega ef hann færi á Hlévang, þar sem hann fengi al- mennilegt fæði og umönnun. Hann varð 94 ára 4. júlí og héld- um við upp á afmælið í Efra- Sandgerði, hvar amma Magnea, móðir hans, hafði fæðst. Stórfjöl- skyldan var samankomin til að halda upp á afmælið og voru allir sannfærðir um að hann mundi auðveldlega ná takmarki sínu, því þá var strax mikill munur að sjá hann. Svo varð hann fyrir því óhappi að detta illa og rifbeins- brotna og þegar hann var búinn að fá verkjalyf í viku, sagði hann nóg komið, nú væri kominn tími til að kveðja og það tók hann 5 daga. Pabbi var merkilegur maður, frumkvöðull á ótal sviðum, stór- tækur, víðsýnn, þver, með stórt hjarta, sögðum oft að hann væri aumingjagóður, en það lærði hann í uppvextinum í Bræðra- tungu hjá hreppstjórahjónunum. Hann var mikill jafnréttismaður, hann var stuðningsmaður nr. 1 í Keflavík fyrir forsetakosningu Vigdísar Finnbogadóttur 1980, gekk í hús til að sannfæra fólk. Hann var alltaf að hugsa um verkefni og lausnir. Ég held að ég hafi aldrei komið í heimsókn til hans án þess að heyra um eitt- hvert verkefni og hvernig ætti að framkvæma það. Hann var stór hluthafi í Keflavíkurverktökum og stjórn- arformaður þeirra um árabil. Ár- ið 1995 fól hann mér að taka við stjórnarsetu fyrir hans hönd og var það djörf ákvörðun á þeim tíma, þar sem ekki var algengt að konur sætu í stjórnum fyrir- tækja. Hann var byggingarmeistari í Keflavík í 30 ár og þegar hann hætti lét hann draum sinn um refabú rætast og átti það að vera „hobbíið“ hans í ellinni. Það varð fljótt að stóru loðdýrabúi því hon- um þótti þetta mjög skemmtilegt verkefni. Þegar skinnaverðið hríðféll þá þurfti að hugsa nýja lausn. Ákvað hann að frysta skinnin og gerði svo í 3 ár. Á með- an leitaði hann nýrra leiða. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Aþenu komst hann í samband við þekkta gríska feldskera og fórum við saman 2 ferðir til Grikklands, fyrst til Aþenu og síðan til Ka- storia. Í framhaldinu voru skinn- in send til sútunar og vinnslu í Grikklandi og Sistovaris og Mar- koupoulus saumuðu pelsa, sem síðan voru seldir frá Jakobspels- um. Pelsasalan gekk mjög vel þar til árið 2006 að skinnaverðið hækkaði um 100% og evran um 30%, það var ekki auðvelt að hækka verðið sem nam þessum hækkunum og var því ákveðið að hætta með verslunina, þetta var forsmekkurinn af hruninu 2008. Það er tómleiki í hjarta mínu þegar ég hugsa til þess að við Gunnar förum ekki lengur aðra hvora helgi í heimsókn til hans. Ég veit að hann fór sáttur, stoltur af fjölskyldu sinni og sérstaklega af öllum barnabörnunum. Takk fyrir mig, pabbi, minning þín lifir. Guðrún Sigríður. Pabbi var stór og sterkur per- sónuleiki og það þarf mörg lýs- ingarorð til að lýsa honum, dug- legur, ósérhlífinn, heiðarlegur, traustur, hugmyndaríkur, ráða- góður, leiðbeinandi, þorinn, jafn- réttissinni og svolítið stjórnsam- ur. Sumarvinnan mín með skóla var í byggingarvinnu hjá pabba. Ég fékk engan afslátt þó að ég væri stelpa, ég átti að geta gert allt það sama og strákarnir, pokapússa, járnabinda, vera handlangari hjá smiðunum, píp- ara og múrara o.fl. Ég tók krana- próf á byggingarkrana og var treyst til að stýra krananum í uppslætti og steypu, en ég þurfti að ávinna mér traustið, með því að æfa mig. Því pabbi setti ekki líf smiðanna sinna í hættu. Eitt sinn sinnaðist mér við pabba út af járnabindingu. Ég henti verk- færunum mínum í vinnuskúrinn og tilkynnti honum að ég ætlaði ekki að vinna fyrir hann lengur og labbaði heim. Þegar hann kom heim um kvöldið ræddum við at- vikið og hann viðurkenndi að ég hefði haft rétt fyrir mér og við sættumst á að ég myndi halda áfram að vinna hjá honum. Kosn- ingaaldur var lækkaður í 18 árið 1981 og árið 1982 var kosið til sveitarstjórna og ég gat kosið í fyrsta skiptið. Ég spurði pabba hvaða flokk ég ætti að kjósa og hann sagði að það væri ekki hann sem ætti að ákveða það. Hann sendi mig á framboðsfund í Fé- lagsbíó til að ég gæti myndað mér sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum og ákveða hverjum ég treysti til að framfylgja kosninga- loforðunum. Á heimilið komu bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn og landsmálin voru iðulega rædd af töluverðri víðsýni. Þegar pabbi rak refabúið bauð hann skóla- stjórnendum í Holtaskóla, sem einskonar þakklætisvott fyrir uppfræðslu okkar systkinanna, að hressa upp á líffræðikennsluna í skólanum. Hann kom með refa- skrokk sem nemendur í líffræði fengu að kryfja og gátu þar með kynnt sér leyndardóma líffær- anna. Fyrir marga nemendur var þetta ógleymanleg reynsla. Pabbi hafði tröllatrú á Dale Carnegie- námskeiðum, hann fór á eitt slíkt sjálfur og sagði að þetta hefði ver- ið það besta sem hann hefði gert fyrir sjálfan sig og þeir eru ófáir fjölskyldumeðlimir sem hann hef- ur kostað á slík námskeið. Þegar árin færðust yfir þá sagðist hann vera orðinn svo latur og við gönt- uðumst stundum með það hvort hann myndi láta segja það um sig að hann hefði drepist úr leti, ég hef samt ekki trú á að neinn sem þekkti til hans komi til með að segja að hann hafi verið latur. Pabbi sagði oft að mamma hefði komið okkur krökkunum til manns, hann hefði alltaf verið að vinna, ég held nú að hann hafi haft meiri áhrif á uppeldið á okk- ur en hann gerði sér grein fyrir. Ég kveð hér pabba minn og segi takk og minningin um hann mun lifa. Ásdís Ýr. Stokkseyri í sandinum hvíta fólkið mitt sefur allt hér sem tímanum tengdist farið eins förum við fjaran og lónin lifa (Ferdinand Jónsson) Ég sat við dánarbeð pabba míns, og horfði á hann þar sem hann svaf, orðinn svo grannur og veikbyggður, pabbi sem var alltaf svo stór og traustur. Hann var einn af þessum miklu mönnum í Keflavík, alltaf að djöflast eitthvað, féll aldrei verk úr hendi. Byggði á annað hundrað íbúðir og hús og lét til sín taka í svo mörgu við uppbyggingu sam- félagsins á Suðurnesjum. Ég hélt sem lítil stelpa að hann hefði byggt Laxárvirkjun einn og líka lagt alla hitaveituna í Reykjavík einn. Laxá og Norðurlandið áttu alltaf sérstakan stað í hjarta hans, þar hitti hann mömmu. Fyrir sex árum heimsóttum við Laxárvirkjun til að leita að sög og kúbeini sem hann hafði týnt þar árið 1950. Verkfærin fundust ekki en móttökurnar sem hann fékk hjá staðarstjóra Landsvirkjunar voru höfðingja sæmandi og sá fékk að heyra nokkrar sögur til baka. Hann lagði svo ótal mörgum lið í gegnum árin og yfirleitt fór það hljótt. Hann stappaði stálinu í margan loðdýrabóndann á erfið- um uppbyggingartímum. Hjálp- aði bændum bæði með góð frum- kvöðlaráð og fjármuni. Hann var útsjónarsamur með afbrigðum og sá alltaf tækifæri. Verkefni voru aldrei vandamál heldur tilefni til að finna nýjar leiðir og lausnir. Eftir sjötugt fór hann um land- ið einn á bílnum sínum sem hann notaði líka sem svefnpláss. Kom við hjá mér fyrir norðan og sagði fréttir af framkvæmdum sem hann sá á leiðinni, áhuginn var á skógrækt, virkjunum og vega- gerð. Hann fylgdist alltaf vel með og vildi sjá framfarir, aldrei aft- urför. Pabbi sagði frá sínu lífi og reynslu í sögum og miðlaði þeim óspart til hverra sem heyra vildu. Hann vann í áttatíu ár og fannst það bara nokkuð gott. Ætlaði að verða hundrað ára en hann þraut örendið að lokum. Smám saman urðu sögurnar lágværari og styttri en handa- bandið var enn þétt og traust þessa síðustu daga. Hann kvaddi sáttur við guð og menn og snýr nú aftur heim til Stokkseyrar. Blessuð sé um ókomin ár minningin hans pabba. Sigrún Björk Jakobsdóttir. „Ég sé eins og örn,“ sagði Jak- ob við mig með þjósti þegar ég leyfði mér að spyrja hann hvort sjónin væri nokkuð farin að dapr- ast. Ég hafði nefnilega tekið eftir því að bíllinn hans var aðeins dældaður og var að velta því fyrir mér hvort hann sæi nægilega vel til að keyra. Þar með var það mál útrætt og hann hélt áfram að keyra vel yfir nírætt. Eða þar til „einhver vitleysis læknir“ kvað upp úr með það að hann sæi svo illa að hann mætti alls ekki setj- ast undir stýri. Annað eins bull hafði Jakob ekki heyrt. Enda vanur að fara sínar leiðir í lífinu. Og það gerði hann vel. Jakob Árnason tengdafaðir minn var at- hafnamaður í besta skilningi þess orðs. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt gekk vel og vandamálin voru til að leysa þau. Framkvæmdir voru hans ær og kýr og hann fylgdist vel með þeim bæði í fréttum og tók þær svo út sjálfur. Hann keyrði hring- inn reglulega eftir hann fór á eft- irlaun og skoðaði framkvæmdir. Hann var alla tíð þeirrar skoð- unar að í hvert skipti sem ein jarðgöng væru kláruð, ætti að byrja strax á þeim næstu til að nýta tækin og þekkinguna sem best. Jakob hafði séð tímana tvenna og þekkti ekkert annað en að hafa fyrir hlutunum og vissi sem var að hver er sinnar gæfu smiður. Jakob var jafnréttissinni og studdi að jöfnu dætur sínar og syni og gerði sömu kröfur til beggja. Dætur hans fengu engan afslátt við járnabindingar eða önnur verk í byggingarvinnu og hann fór engum silkihönskum um þær og gekk út frá því að þær stæðu jafnfætis körlum til allra verka. Hann var einlægur stuðn- ingsmaður Vigdísar Finnboga- dóttur og gekk hús úr húsi til að tryggja henni kosningu til forseta Íslands. Jakob var afar stoltur af sínu fólki og vildi meina að það væri allt ágætasta fólk. „Þú ert ágætur,“ var mesta hrós sem nokkur fékk hjá honum. Jakob flíkaði ekki tilfinningum sínum en maður vissi að hann stóð alltaf með sínu fólki og var með stórt hjarta. Hann var heiðarlegur og treysti fólki og gaf því tækifæri. Það sem við hin getum meðal annars lært af honum er að láta verkin tala. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum góðu hjónum, Jóhönnu, sem lést 2013 og Jakobi og þakka þeim sam- fylgdina og stuðninginn við okkur Sigrúnu og börnin. Það var ómet- anlegt. Hvíl í guðs friði, Jakob Árnason. Jón Björnsson. Við vorum einhvernveginn viss um að þú myndir ekki fara, ekki núna. Ekki strax. Þú sem hefur alltaf verið samkvæmur sjálfum þér og varst búinn að ákveða að verða 100 ára. Þú sem sigraðir heiminn í augum okkar, litlu barnabarnanna. Við sem vorum viss um að þú hefðir byggt alla Keflavík eins og hún leggur sig, heila virkjun upp á þitt eindæmi og jafnvel voru kenningar á sveimi í litlum kollum að þú hefði byggt Hallgrímskirkju líka. Við vorum viss um að þú gætir allt. Þú sem sýndir ávallt staðfestu, þrautseigju og áræði. Þú sem varst framsækinn brautryðjandi og dugnaðarforkur allt þitt líf. Við vorum og erum stolt af þér. Stolt af því að geta kallað þig afa okkar. Nú þegar amma hefur tekið á móti þér í sumarlandinu fagra, elsku afi, minnumst við þín með þakklæti og alúð. Þú sem fórst þínar eigin leiðir og hvattir okkur að gera slíkt hið sama. Jóhanna María, Unnur Ýr og Sveinn Henrik. Jakob Árnason skátabróðir okkar, er „farinn heim“ eins og við skátar segjum þegar jarð- nesku lífi lýkur. Hann var ungur að árum þegar hann var skáti á Stokkseyri og hefur sagt skátum sögur frá þeim tíma. Um Jakob er hægt að segja „eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Hann flutti til Keflavíkur þegar hann hafði kvænst sinni ágætu eiginkonu, skátastúlkunni Jó- hönnu Kristinsdóttur sem var ein af stofnendum þriðju sveitar í Heiðabúum og síðar í St. Georgsgildinu, starfaði þar lengi bæði hér heima og í alþjóðastarfi St. Georgsgilda. Þau hjónin eign- uðust 5 mannvænleg börn. Jakob var mjög starfssamur í lífinu og hörkuduglegur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var starfandi Gildismeist- ari St. Georgsgildisins á árunum 1975-1978. Ég minnist nokkurra framkvæmda sem Jakob átti stóran hlut í að verða að veru- leika. Þegar skátahúsið var stækkað var hann í bygginga- nefndinni. Þegar minnisvarðinn til minningar um Helga S. Jóns- son var reistur var hann í fram- kvæmdanefnd. Árið 1982 byggði St. Georgsgildið sér Gildisskála sem staðsettur var á Hvalsnesi. Þar var Jakob primus motor og stjórnaði og vann að byggingu hans ásamt öðrum Gildisskátum. Skátagildið í Keflavík gerði hann að heiðursfélaga. Árið 1984-1990 kom hann aftur í skátastarfið og gerðist fé- lagsforingi Heiðabúa. Hann fékk þá hugmynd að láta skátadreng- ina byggja skátaskála og flytja hann á lóðarspildu sem skátarnir eiga við Snorrastaðatjarnir. Verkefnið varð að veruleika og stjórnaði Jakob því. Skátadreng- irnir 13 mættu á laugardags- morgnum í langan tíma til að smíða og reisa skálann á skáta- lóðinni við Hringbraut. Þar var húsasmíðameistarinn mættur, lagði á ráðin og leiðbeindi hvern- ig og hvað skyldi gera þá helgina. Skálinn var svo fluttur 27. febr- úar 1993, þar sem skemmtilegur vígslufundur var haldinn með mörgum gestum. Skálinn fékk nafnið Heiðaból. Skátafélagið Heiðabúar og Skátagildið í Keflavík minnast nú látins vinar með þakklæti í huga fyrir samstarfið gegnum árin og þökkum þér fyrir dugnað, atorku, vináttu og allt það sem þú lagðir til við skátastarfið í Keflavík í gegnum árin. Heiðabúar og Gildisskátar senda innilegar samúðarkveðjur til barna og fjölskyldu Jakobs. Farðu sæll kæri skátabróðir. Að leiðarlokum,vinur og látni heið- ursmaður er ljúft og skylt að þakka þér þín heilla- ríku störf. Í starfi félags okkar, til dáða gekkstu glaður, og gæfa þess var ávallt þín leiðsögn traust og djörf. Og bjart er yfir öllu, sem árin liðnu geyma, þú reyndist okkur foringi sem ungur skáti ann. Þér öðlingsdrengnum góða, við aldrei munum gleyma, í einhug, þökk og trega við kveðjum Heiðabúann. (EBE) Eydís B. Eyjólfsdóttir. Jakob Árnason Elskuleg stjúpmóðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGER GRÉTA STEFÁNSDÓTTIR, Kirkjubraut 36, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 23. ágúst. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Fjölskylda hinnar látnu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR frá Bolungarvík, Kópavogstúni 9, lengst af búsett á Digranesvegi 34, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 18. ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 2. september klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana langar okkur að biðja þá ættingja og vini sem hafa hug á að fylgja henni að hafa samband við okkur. Guðbjörg Emilsdóttir Pétur Karl Sigurbjörnsson Ástríður H. Emilsdóttir Pär Åhman Guðrún Emilsdóttir Emil, Kristín, María, Jónas, Dísa, Fríða, Anna Linnea, Emil Viktor og barnabarnabörnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.