Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
✝ Guðrún Ingv-eldur fæddist í
Reykjavík 13. júní
1930. Hún lést 20.
ágúst 2020 á Hrafn-
istu í Hafnarfirði,
þar hafði hún búið
sl. hálft ár.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Jónína
Sigríður Bjarna-
dóttir, f. 20. apríl
1898, d. 3. nóv.
1990, og Guðjón Bárðarson, f. 3.
nóv. 1883, d. 19. feb. 1963.
Alsystkin Guðrúnar eru Mar-
grét, fædd 9. apríl 1932, dáin 6.
júni 2017, og bróðir hennar Leif-
ur, fæddur 26. desember 1936.
Hálfsystkin Guðrúnar sam-
Margrét og Bryndís Inga. 2)
Jónas, f. 12. ág. 1960, maki El-
ísabet M. Jóhannesdóttir. Börn
þeirra eru Anton Rafn, Ágúst
Freyr og Rakel Ýr. 3) Guðjón, f.
24. júní 1962, d. 14. nóvember
1965. 4) Skúli Rúnar, f. 23. ág.
1963, maki Sigríður Bergsdótt-
ir. Börn þeirra eru Hjördís,
Unndís og Guðjón Fannar. 5)
Auður, f. 31. maí 1971, maki
Magnús V. Magnússon. Barn
þeirra er Magnús Skúli og fyrir
átti Magnús Rakel Sif og Þór-
höllu Mjöll. Barnabarnabörn
Guðrúnar og Skúla eru 12.
Guðrún lauk barnaskólaprófi
og starfaði alla sína ævi sem tal-
símakona hjá Landsímanum í
Reykjavík auk þess sem hún
starfaði í kvennasveit Flug-
björgunarsveitar.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 27. ágúst
2020, kl. 13. Í ljósi aðstæðna er
útförin aðeins fyrir nánustu fjöl-
skyldu.
feðra: Sigurður
Páll, f. 21. jan.
1907, d. 3. janúar
1908, Páll Breið-
fjörð, f. 20. maí
1910, d. 31. des.
1953, Guðborg
Svava, f. 15. apríl
1913, d. 12. sept.
2008 og Hulda, f.
12. ágúst 1916, d.
19. apríl 1939.
Guðrún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum 1.
ágúst 1959, Skúla Rúnari Guð-
jónssyni, f. 6. nóv. 1932. Þau
eignuðust fimm börn. 1) Páll, f.
31. jan. 1959, maki Agnes Kragh
Hansdóttir. Börn þeirra eru
Guðrún Íris, Hans Kragh, Anna
Elsku mamma, nú er komið
að kveðjustund.
Elskuleg móðir okkar kvaddi
okkur 20. ágúst eftir stutt veik-
indi. Þegar við setjumst niður
og skrifum minningarorð um
hana er fyrst og fremst þakk-
læti sem kemur upp í huga okk-
ar. Mamma var alltaf boðin og
búin að hjálpa til, elda, passa
börnin, baka fyrir afmæli eða
koma til hjálpar. Mamma hafði
gaman af að vera með fjölskyld-
unni og hún stækkaði hratt síð-
ustu árin. Ávallt þegar gesti bar
að garði var til eitthvað heima-
bakað eða fólki boðið í mat.
Börn, barnabörn og barna-
barnabörn nutu góðs af gest-
risni þeirra hjóna og hafa haft
hana sem fyrirmynd í eldhús-
inu. Mamma var mjög dugleg
að sinna hannyrðum og lá vel
fyrir henni að prjóna og sauma
og fylla upp í stólana sem hann
pabbi saumaði út í. Mamma og
pabbi ferðuðust mikið um landið
og á eldri árum ferðuðust þau
til útlanda með ferðaklúbbnum,
Garðabakka um öll heimsins
höf. Sumarbústaður þeirra
hjóna var líf þeirra og yndi síð-
ustu árin og nutu þau þess að
vera þar með fjölskyldunni.
Mamma glímdi við heilsubrest
síðastliðin ár en þrautseigjan
kom henni í gegnum erfið og sí-
endurtekin lærleggsbrot og á
fætur aftur síðustu tvö árin sem
hún lifði. Þrátt fyrir veikindi
síðustu ára fylgdist hún vel með
hvað fjölskyldumeðlimir tóku
sér fyrir hendur og vissi upp á
hár hvað allir hefðu fyrir stafni.
Þótt heilsuna þryti fór hún í
hárgreiðslu einu sinni í viku,
naglalakkaði sig, klæddi sig upp
á hvern dag og setti á sig vara-
litinn.
Takk fyrir allt, elsku
mamma, og við hugsum vel um
pabba.
Páll, Jónas, Skúli Rún-
ar og Auður.
Fallin er frá hún Inga
tengdamamma mín. Henni
kynntist ég er við Skúli byrj-
uðum saman fyrir tæpum 36 ár-
um. Hún Inga var yndisleg
tengdamamma og frábær amma
barnanna okkar. Á þessum tíma
vann hún vaktavinnu hjá Sím-
anum ásamt því að reka stórt
heimili af fádæma myndarskap.
Aldrei féll henni verk úr hendi.
Á milli þess sem hún eldaði og
bakaði af tærri snilld þá prjón-
aði hún af eldmóð. Á hvert
barnabarnið á fætur öðru komu
peysur, vettlingar, sokkar og
húfur að ógleymdum heimfara-
settum handa öllum nýfæddum
börnum sem fjölskyldunni
tengdust. Ekki munaði hana um
að prjóna á allar 4 stelpurnar
sem synir hennar eignuðust á
fjórum árum, samskonar peys-
ur, hver annarri fallegri. Að
auki voru hún og Skúli ávallt
tilbúin að rétta hjálparhönd.
Minnist ég þess þegar þau voru
komin á eftirlaun og við fluttum
í Garðabæinn, að dæturnar voru
áfram í leikskóla í Grafarvog-
inum og þeim þótti ekki tiltöku-
mál að sækja þær í leikskólann
þegar við vorum bundin í vinnu.
Síðan þetta var eru liðin 20
ár af yndislegri samveru og
góðum stundum. Með eindæm-
um fróðlegt og skemmtilegt var
að ræða gamla tíma við hana
Ingu og hún hafði stálminni
fram á síðustu stund.
Hún mundi í smáatriðum
hluti og atvik er hana höfðu
hent sem og mundi hún eftir
reiðarinnar ósköpum af fólki,
tengslum þess og hvaðan það
átti ættir sínar að rekja. Ekki
er ég frá því að minnið góða
tengdist áralangri vinnu hennar
hjá talsímanum en fram á síð-
asta dag mundi hún ógrynni af
símanúmerum hjá fólki og fyr-
irtækjum. Nú er komið að
kveðjustund og eftir standa
yndislegar minningar sem
munu lifa um aldur og ævi. Hvíl
í friði.
Sigríður (Sigga).
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Þann 20. ágúst kvaddi ég
yndislegu tengdamóður mína,
hana Guðrúnu Ingveldi eða
Ingu eins og flestir þekktu
hana. Ingu er sárt saknað og
mun ég virða yndislegu minn-
ingarnar sem við höfum skapað
saman undanfarin 37 ár. Ég er
afar þakklát fyrir að hafa fengið
þig í líf mitt.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Elísabet.
Elsku amma.
Takk fyrir öll árin sem við
áttum saman. Við gerðum
margt skemmtilegt eins og t.d.
réttarferðirnar, baka saman,
sumarbústaðaferðirnar og takk
fyrir umhyggjuna.
Við spiluðum mikið saman og
keppnisskapið var ekki langt
undan hjá okkur báðum. Ég
mun sakna þess að geta ekki
heimsótt þig á Hrafnistu en nú
ertu komin á betri stað og engir
verkir lengur að angra þig. Ég
sakna þín.
Þinn
Magnús Skúli.
Takk fyrir ástina. Takk fyrir
hlýjuna. Takk fyrir stuðninginn.
Takk fyrir hvatninguna. Takk
fyrir væntumþykjuna. Takk fyr-
ir faðmlögin.
Takk fyrir hreinskilnina.
Takk fyrir húmorinn. Takk fyr-
ir sögurnar. Takk fyrir að hafa
dyrnar alltaf opnar. Takk fyrir
besta heimalagaða brauðið með
heimalöguðu kæfunni.
Takk fyrir besta grjóna-
grautinn og slátrið. Takk fyrir
besta kjöt í karrí í heimi. Takk
fyrir bestu jólakökuna, púður-
sykurstertuna og pönnukökurn-
ar.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma mín.
Þín
Unndís.
Elsku amma okkar.
Nýorðin 90 ára glöddumst við
öll fjölskyldan saman. Við hugs-
uðum að þú ættir mörg ár eftir
og höfum við sagt það undan-
farin ár. Þú varst með stál-
hjarta og gafst ekki upp enda
mjög þrjósk kona en það er eitt
af því sem einkenndi þig og
elskuðum við það. Þú kenndir
okkur margt í gegnum árin,
hvort sem það var í gegnum
bakstur, eldamennsku, þraut-
seigju eða ákveðni.
Það var best að heimsækja
þig um kaffitíma því það var
alltaf til eitthvað heimabakað
með kaffinu. Það var unun að
sjá þig í eldhúsinu, notaðir eng-
in mælitæki, þú bara vissir
hversu mikið ætti að fara í skál-
ina.
Þú varst alltaf svo góð við
okkur barnabörnin, varst dug-
leg að gefa okkur knús og dekr-
aðir við okkur með fótanuddi.
Þú lést okkur líka heyra það ef
þú varst ekki alveg nógu sátt
við okkur og þá sérstaklega ef
við komum í heimsókn í rifnum
gallabuxum, því hver myndi
kaupa buxur sem væru nú þeg-
ar göt á.
Þó svo við fengjum yndisleg-
an tíma með þér og öll þessi ár
þá er ekkert sem undirbýr það
að missa þig.
Á svona stundum verður
maður svolítið sjálfselskur og
hugsar af hverju við fengum
ekki meiri tíma með þér. Við er-
um samt mjög þakklát fyrir
tímann okkar saman, að börnin
okkar hafi fengið að kynnast
þér og upplifað „ömmu dekur“.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar, púðursykurstertunum,
fiskibollunum og öllu því sem
þú kenndir okkur.
Þangað til næst.
Við elskum þig.
Guðrún Íris Pálsdóttir,
Anna Margrét Pálsdóttir
og Bryndís Inga Pálsdóttir.
Ég sit hérna og hugsa til þín,
gott er þín að minnast.
Þakklátur ég guði er
þér að fá að kynnast.
Brosað eða hlegið
margar góðir stundir.
Hvort sem það var á Strikinu
eða í Hörgslundi.
Sóttvarnareglur hertar,
heimsóknartíma skerta.
Fyrsta sem ég hugsa um
heimsins besta púðursykursterta
Stutt var ávallt í grín og glens,
oftast samt hjá mér, ekki Jens.
Yfirleitt fremur en ekki,
tókst mér að skemmta þér.
(Stundum ekki séns.)
Manneskjur fara
en minningar lifa.
Tárin gera vart við sig
þegar um þig ég skrifa.
Nú kveð ég þig, elsku amma mín,
minningarnar eru bjartar.
Þangað til við hittumst næst,
amma, ég elska þig af öllu hjarta.
Hans Kragh Pálsson.
Guðrún Ingveldur
Guðjónsdóttir
Elsku mamma,
25. ágúst var af-
mælisdagurinn
þinn, þú hefðir orð-
ið 90 ára ef þú værir á lífi.
Fyrir mér varst þú hraust og
dugnaðarforkur hinn mesti.
Þuríður Hulda
Sveinsdóttir
✝ Þuríður HuldaSveinsdóttir
fæddist 25. ágúst
1930. Hún lést 5.
febrúar 2020.
Útför Þuríðar
Huldu fór fram 17.
febrúar 2020.
Þú varst hvunn-
dagshetja sem
vannst heima með
börn og bú, við að-
stæður alls konar
eins og gengur og
ekki alltaf úr miklu
að moða en þú
kunnir að fara vel
með.
Okkur kom vel
saman en við vorum
samt ekki þessar
óaðskiljanlegu mæðgur sem
kemur vafalaust til af því að ég
fór snemma að heiman í bú-
skaparstúss og þið pabbi svo
miklir félagar.
Við áttum þó sameiginleg
áhugamál svo sem hannyrðir af
ýmsu tagi, matarstúss, upplifun
á íslenskri náttúru og öllu sem
fallegt er.
Árið 2010 fór að halla undan
fæti, þú vildir ekkert fara í
heilsufarsrannsóknir að óþörfu
svo við vissum svo sem ekki hvað
var að valda hverju. Var það rétt
ákvörðun? Því get ég ekki svarað
en þetta var þín leið.
Undir lokin voru það börn,
barnabörn og barnabarnabörn
sem glöddu þig mest, þú hafðir
tapað svo miklu, heyrnin mjög
slæm, sjónin orðin döpur og
verkstol mikið.
Þegar kom að því að sleppa
takinu 5. febrúar þá reyndist
mér það ekki svo erfitt, þetta var
líkn, tárabrunnurinn minn var
tómur.
Þú varst búin að eiga mjög
erfiðan tíma mánuðina fyrir and-
látið. Þú varst mjög ósátt við
heilsuleysið, líkaminn var að gefa
sig, vanmátturinn alger, ég held
þú hafir skilið og skynjað að
endalokin nálguðust enda varstu
búin að vinna á hjúkrunarheim-
ilinu Eir í 6 ár og þú vissir svo
vel – varst búin að sjá þetta allt.
Elsku mamma, 25. ágúst var
dagurinn þinn. Í stað þess að
halda upp á það, þá jarðsettum
við systkinin og pabbi duftker
með öskunni þinni.
Þú ert góð minning sem lifir í
hjörtum okkar, takk fyrir allt.
Við sjáumst í sumarlandinu
elsku mamma, þú verður í berja-
brekkunni er það ekki?
Þuríður Helgadóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
SVEINN STEFÁNSSON
húsasmiður,
Brekkuhvammi 8, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans 17. ágúst.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 1. september klukkan 13.
Hugheilar þakkir viljum við færa starfsfólki HERU og
líknardeildar LSH fyrir hlýju og ómetanlegan stuðning.
Hulda Kristinsdóttir
Bylgja Sveinsdóttir
Birkir Sveinsson
Bjartey Sveinsdóttir Kristján Andrésson
og barnabörn
Okkar elsku besti eiginmaður, pabbi, sonur,
bróðir og mágur,
FRANK MAGNÚS MICHELSEN,
Freyjubrunni 24,
lést fimmtudaginn 20. ágúst.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 31. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur vera
viðstaddir útförina, en athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/ospthorleifs.
Kristín Ösp Þorleifsdóttir
Frank Gabríel Michelsen
Almar Freyr Michelsen
Frank Úlfar Michelsen Inga S. Magnúsdóttir
Róbert F. Michelsen Anna Jónsdóttir
Magnús D. Michelsen Sigrún Benediktsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SKAFTI HANNESSON MCCLURE,
Hraunholti 4, Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 24. ágúst.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Elín Antonsdóttir
Hanna María Skaftadóttir McClure, Baldvin Birgisson
Sigurlaug Skaftadóttir Mclure, Ármann Þór Sigurvinsson
Hannes Jarl Skaftason McClure, Aldís Einarsdóttir
Lovisa Björk Skaftadóttir McClure, Sigþór Samúelsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HAFLIÐADÓTTIR
frá Dísukoti, Þykkvabæ,
Búðargerði 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. ágúst.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn
28. ágúst klukkan 15.
Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir
nánustu fjölskyldu. Athöfninni verður streymt á filadelfia.is og á
Facebook-síðu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.
Ásmundur Kristinsson Birna Kjartansdóttir
Hafliði Kristinsson Steinunn Þorvaldsdóttir
Katrín Kristinsdóttir
Ólafur Kristinsson Regína Heincke
Hrönn Kristinsdóttir Rúdólf Jóhannsson
Óskar Kristinsson Sigrún Leifsdóttir
Líney Kristinsdóttir Guðjón Hafliðason
Árni Kristinsson Vaka Steindórsdóttir
Magnús Kristinsson Ásta Hjálmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
fóstursonur og félagi,
STEFÁN HAFSTEIN GUNNARSSON,
lést 15. ágúst.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 28. ágúst klukkan 15.
Vegna fjöldatakmarkana er einungis fjölskyldu og nánum
vinum boðið.
Mary Nakayiza
Heiðar Smári Stefánsson
Ísak Geir Stefánsson
Bjarnheiður Ragnarsdóttir Ólafur Hermannsson
Gunnar Egilsson Sigrún Halldórsdóttir
S.R.F.F.S.R.