Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 ✝ Maren Finns-dóttir fæddist á Akranesi 22. júní 1969. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 16. ágúst 2020. Hún var dóttir hjónanna Krist- bjargar Ólafs- dóttur, f. 1952, fyrrverandi kaup- manns, og Finns Gísla Garð- arssonar, f. 1952, líffræðings og framkvæmdarstjóra. Bróðir Marenar, Ólafur Magnús, f. 1979, er kvæntur Gunnþóru Sveinsdóttur, f. 1977. Þau eiga þrjá syni, Leo, f. 2005, Ara, f. 2008 og Þór, f. 2012. Eftir stúdentspróf fór hún til Ítalíu til frekara söng- og tón- listarnáms og útskrifaðist frá Conservatorio G. Nicolini í Pia- cenza. Árið 1994 giftist Maren Andrea Bettaglio og eignuðust þau tvö börn, Finn Matteo, f. 1997, og Þóru Lucreziu, f. 1999. Maren og Andrea slitu sam- vistum 2006 og fluttist Maren heim til Íslands með börnin 2007 og bjó þeim heimili á Austur- strönd 10, Seltjarnarnesi. Í 10 ár stundaði Maren ýmis störf, kennslu, leiðsögn, skrifstofu- störf og þýðingar til framfærslu litlu fjölskyldunnar sinnar. Fyr- ir rúmum tveimur árum greind- ist hún með krabbamein sem hún barðist hetjulega gegn en bar lægri hlut 16. ágúst sl. Útför hennar fer fram í Akra- neskirkju í dag, 27. ágúst 2020, kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni streymt frá: www.akraneskirkja.is. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Börn Marenar eru: Finnur Matteo, f. 1997, grafískur hönnuður, og Þóra Lucrezia, f. 1999, læknanemi. Maren ólst upp á Akranesi fyrstu þrjú árin í faðmi ömmu og afa. Flutt- ist svo til Reykja- víkur þegar for- eldrar hennar stofnuðu heimili og gekk þar í Melaskóla, Hagaskóla og MR. Hún ásamt fjölskyldunni dvaldi í Osló um tveggja og hálfs árs skeið frá 11 til 13 ára. Á menntaskólaárunum stundaði hún söngnám við Söngskólann í Reykjavík og æfði sund í KR. Við Krissa vorum nýorðin 17 ára þegar Maren kom í heiminn. Auðvitað olli þetta uppistandi í fjölskyldunni þar sem við bæði vorum byrjuð í Menntaskólum í Reykjavík. Mikil áhersla var lögð á að upp úr náminu slitnaði ekki og foreldrar Krissu, Þóra og Búddi, tóku að sér uppeldið fyrstu þrjú árin. Maren bast þeim sterk- um böndum, sérstaklega ömmu Þóru sem var í miklu uppáhaldi. Við Krissa giftum okkur og stofn- uðum heimili í Vesturbænum þeg- ar Maren var 3ja ára. Fyrstu árin var hún á leikskólum og svo lá leið hennar í Melaskóla, Hagaskóla og MR. Fjölskyldan stofnaði heimili og hóf búskap í Vesturbænum þegar mamma fór að vinna á skrifstofu Coca Cola. Snemma í skólagöngu sinni eignaðist Maren vinkonur, vinabönd mynduðust sem haldist hafa alla tíð síðan. Hún eignaðist langþráðan bróður, Búdda, 1979 og snemma árs 1981 lá leið fjölskyldunnar til Noregs. Í Noregi leið Maren vel, eignaðist þar góða skólafélaga og þá kom í ljós hæfileiki hennar til að læra tungumál en þegar við fluttum heim 1983 var okkar manneskja hæst í norsku í bekknum. Við tók hefðbundin leið í Hagaskóla og þaðan í MR. Með menntaskóla- námi stundaði Maren nám við Söngskólann í Reykjavík en hún hafði mikla hæfileika á sviði söng- listarinnar. Hún lauk stúdents- prófi 1989 samhliða 6. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Hugur hennar stóð til frekara náms í óperusöng. Eftir stúdents- próf flutti Maren til Ítalíu og hóf þar nám í tónlistarfræðum og óp- erusöng við Conservatorio G. Ni- colini í Piacenza og lauk þar námi. Á meðan á söngnáminu stóð hélt Maren nokkra einsöngstónleika sem vöktu miklar væntingar. Til að afla sér aukatekna með námi kenndi hún Ítölum ensku og þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Andrea Bettaglio. Þau giftu sig á Akranesi og hófu bú- skap saman rétt utan Piacenza þar sem fjölskylda Andrea rekur fyrirtæki. Þau eignuðust soninn Finn Matteo 1997 og Þóru Lucre- ziu 1999, bæði mikil efnisbörn og dýrmætustu djásn mömmu sinn- ar. Framan af voru árin hennar á Italíu hamingjurík. Auk okkar foreldranna tók Maren á móti fjölda vina og ættingja sem heim- sóttu hana. Hún var höfðingi heim að sækja, hafði yndi af að taka á móti gestum og lék á als oddi meðan hún töfraði fram dýrindis rétti, hún var frábær kokkur. Hjónabandið endaði með skilnaði og í framhaldinu forræðisdeilu en það tímabil reyndist Maren erfitt og tók mjög á hana. Hún fluttist til Íslands 2007 með börnin eftir sautján ára dvöl á Ítalíu. Árið 2018 greindist Maren með illvígan sjúkdóm sem dró hana til dauða rúmum tveimur árum síðar eftir hetjulega baráttu. Hún bar sig ótrúlega vel og kvartaði aldrei þennan erfiða tíma. Maren var vinmörg og trygglynd, naut sín best í góðra vina hópi, var fé- lagslynd og mikill húmoristi. Hún var fagurkeri, hafði unun af leik- húsferðum og listum. Hún var lestrarhestur, dáði klassískar bókmenntir, erlendar jafnt sem íslenskar. Hún var afskaplega pólitísk og hafði mikla réttlætis- kennd. Hún var framúrskarandi málamanneskja og vann sem leið- sögumaður í hjáverkum um tíma. Lífið hennar var ekki alltaf dans á rósum og sannast þar að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Við Krissa, foreldrar Marenar, viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt hana af fá- dæma örlæti og góðum hug síð- ustu árin. Sérstakar þakkir til Rannsýjar, Ernu og fjölskyldu. Elsku Maren, hvíl í friði. Pabbi. Í dag kveðjum við Mæsu frænku, sem hefur verið stór partur af lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Það var svo gott að koma í heimsókn og fá hlýtt og innilegt Mæsuknús, góðan mat, tala um allt milli himins og jarðar, gott kaffi og hlæja. Sumarið 2000 bauðst mér að koma og eyða sumrinu með Mar- en og krökkunum á Ítalíu og í Frakklandi og það stendur upp úr í þeim fjölmörgu minningum sem rifjast upp. Þetta sumar dekraði Maren við frænku sína í nauts- merkinu og við eyddum heilu dög- unum í að upplifa svo margt sem tengdi okkur. Borða góðan mat, skoða listaverk og skartgripi, lesa um stjörnumerkin, ræða bók- menntir, fylgjast með mannlífinu og hlæja. Þetta var ómetanlegur tími sem við áttum saman og hann hefur mótað mig á fullorðinsár- um. Í heimi þar sem allt snýst um hraða og meiri vinnu, þá var ekk- ert betra en að hafa Mæsu til að minna mann á að njóta lífsins, fjölskyldunnar og gera það sem maður elskar. Við munum sakna þín, elsku besta Mæsa. Takk fyrir allt. Þín Emilía (Emmý). Lukka manns í lífinu er að eignast trausta vini sem fylgja manni gegnum súrt og sætt. Vin- átta okkar Marenar hefur verið óslitin í rúm 40 ár. Við vorum samferða alla skólagönguna, í Melaskóla, Hagaskóla og síðar MR. Vinaböndin styrktust enn meir í menntaskóla og við vinkon- urnar hittumst allar flest kvöld vikunnar. Við rúntuðum á lánsbíl- um, rifumst um pólitík, ortum klámvísur, töluðum um stjörnu- speki, stráka og kennarana okkar, hversu óþörf stærðfræði væri, at- burði síðustu helgar og framtíð- ardrauma okkar. Af nógu var að taka því allt lífið var framundan og við gátum ekki beðið. Maren lærði söng í Söngskól- anum í Reykjavík og að námi loknu valdi hún að læra óperu- söng á Ítalíu. Hún var mikil mála- manneskja og var fljót að læra ítölsku. Hún bjó í Piacenza en þar kynntist hún fyrrverandi eigin- manni sínum og eignuðust þau tvö börn, Finn Matteo og Þóru Lucreziu. Maren flutti heim til Íslands með Finn og Þóru og bjó þeim fal- legt og hlýlegt heimili á Seltjarn- arnesi. Hún hvatti þau áfram í skóla og frístundum, las með þeim og ræddi Íslendingasögurnar, bækur Nóbelsskáldsins og fór yf- ir ritgerðir þeirra. Hún sýndi þeim ást sína og umhyggju dag hvern með því að elda gómsætan mat fyrir þau. Hún var snilldar- kokkur og töfraði fram geggjaðan mat á nokkrum mínútum. Það heyrðist skark í pönnum og pott- um og allt í einu var veisla á borð borin enda var hún gestgjafi af guðs náð. Maren hafði áhuga á tónlist, leiklist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum og stjórnmálum, bæði heima fyrir og erlendis. Hún þoldi ekki meðalmennsku og vildi ætíð gæði fram yfir magn. Það var gaman að ræða við hana um þjóðfélagsmál en þær umræður voru ekki alltaf hljóðlátar. Stund- um hröktum við aðra frá þegar leikar æstust og raddir hækkuðu. Maren vann við kennslu, á leik- skóla, í móttöku, sem leiðsögu- maður og stundaði nám eftir að hún kom heim til Íslands. Við nut- um oft samverunnar, hittumst í sundi og einstaka saumaklúbb, fórum í bústað og skíðaferðir. En það kom að því að Maren hætti að koma með. Hún hafði ekki kraft til þess en gat ekki sett fingur á hvað olli þessari breytingu. Það var hart að komast að því að hósti sem hafði plagað hana í meira en ár reyndist vera einkenni um meinvörp í lungum. Í tvö ár var Maren í krefjandi og erfiðri með- ferð. Hún tókst á við krabbamein- ið og meðferðina af æðruleysi. Ég heyrði hana aldrei kvarta. Stór hópur skólasystkina, vina, ætt- ingja, vinnufélaga og velgjörðar- manna studdi við Maren svo að fjárhagsáhyggjur yrðu ekki við- bótarálag. Það verður seint full- þakkað. Foreldrar hennar, Krissa og Finnur, voru henni ómetanleg- ur stuðningur sem og börnin, Þóra og Finnur. Hennar gleði og hamingja var að fylgjast með þeim blómstra og fást við það sem þeim er hugleikið. Ég kveð Maren vinkonu mína með trega og sárum söknuði. Ég þakka vináttuna, hlýjuna, sam- ræðurnar og gleðina. Hún hefur auðgað líf mitt og anda. Elsku Finnur og Þóra, Krissa og Finnur, Búddi og fjölskylda. Megi gleðistundir og minningar veita ykkur huggun og styrk um ókomna tíma. Ragnheiður Guðmundsdóttir (Ransý). Elskuleg Maren Finnsdóttir, vinkona dætra minna og mín, er látin. Á stundu sem þessari streyma minningarnar fram í hugann; ljúfar, góðar og eftir- minnilegar. Ein af mörgum minn- ingum er frá desembermánuði 1991. Maren er komin heim í jólafrí, er á öðru ári í söngnámi á Ítalíu. Talið berst að námslánum og peningaleysi. Það vantar skot- silfur fyrir næstu önn. Á þeirri stundu, í stofunni heima, kviknaði hugmyndin að heimatónleikum. Við Maren ákváðum í sameiningu að halda tónleika á Sæbraut 3 og „selja inn“ við útidyr. Vinir og vanda- menn fengu boðskort á „stórtón- leikana“ a la Scala-Sæbraut. Við- tökurnar voru frábærar fyrir fullu húsi! Ég mun seint gleyma stemn- ingunni sem ríkti á þessum „heimatónleikum“ á Sæbrautinni. Rósir, jólastjörnur og kertaljós um allt hús. Hátíðleikinn allt í kringum ungu söngkonuna sem stóð við flygilinn niðri í stofunni og sló í gegn. Maren svo örugg, falleg og frábær. Söngur hennar hélt uppi næstum því 2ja tíma söngprógrammi með undirleik pí- anista sem að sjálfsögðu fékk ekk- ert borgað fyrir undirleikinn. Inn- gangseyririnn á tónleikana skyldi algjörlega vera eyrnamerktur næstu skólaönn á nýju ári. Við Krissa, mamma Marenar, höfðum undirbúið hlaðborð sem svignaði undan kræsingum og tónleikagestum var boðið upp á veitingar í hléinu. Þetta voru meira en alvörutónleikar. Barátta Marenar síðustu árin gagnvart sjúkdómnum tók allan hennar kraft. Það var barist þar til hinn slyngi sláttumaður hafði betur. Ég kveð Maren mína með eft- irfarandi erfiljóði sem mér finnst lýsa svo vel styrk hennar og per- sónuleika á einstaklega fallegan og ljóðrænan hátt. Misskipt er manns gæðum, örlög þung ýmsir bera, ætíð sýna æðruleysi, hug stóran þó halli undan. Augnaljós innri hlýja, göfug sál, góður hugur. Hetju fylgir hjarta einlægt, blíð lund bundin fjötrum. Lokið er lífshlaupi, fallinn er að foldu svanur. Faðmur guðs fullur hlýju fagnar vini að ferðalokum. (Hákon Aðalsteinsson) Að ferðalokum sendi ég börn- um Marenar, foreldrum, bróður og öðrum aðstandendum samúð- arkveðjur mínar. Guðrún Sverrisdóttir. Í dag fylgjum við elsku bestu Mæsu síðasta spölinn. Þó að við höfum vitað í dágóðan tíma að þessi dagur kæmi reynist hann mér þó enn erfiðari en ég hélt að hann yrði. Maren hefur verið stór partur af lífi mínu síðan ég man eftir mér. Sem barn skírði ég dúkkuna mína eftir henni og var alltaf spennt þegar hún kom í heim- sóknir frá Ítalíu. Ég hélt mikið upp á hana enda var hún barngóð og virtist hafa endalausa þolin- mæði og áhuga á að tala við litla fólkið. Það sá ég svo seinna enn betur þegar dætur mínar fengu að kynnast henni. Þegar ég flutti heim til Íslands árið 2010 og bjó ein í Reykjavík tók hún mig algjörlega að sér. Hún bauð mér reglulega í mat þar sem hún eldaði veislumat og við skildum aldrei án þess að fá að minnsta kosti eitt grenjandi hlát- urskast. Maren hafði óbilandi áhuga á fólki og eyddum við mörgum stundum í að greina fólk úr ýmsum áttum, og var hún alltaf fljót að persónugreina fólk út frá stjörnumerkjum þess. Það var alltaf gott að tala við Maren því hún var fyndin, hvetjandi, hlý og dugleg að minna mann á að lifa í núinu og njóta stundarinnar (og að vera ekki í neinum óþarfa hamagangi). Elsku besta Mæsa, tilhugsunin um að kvöldin á Austurströndinni og klukkutíma símtölin verði ekki fleiri er erfið og sár en ég er þakk- lát fyrir tímann sem við fengum saman síðustu árin. Takk fyrir allt, við eigum öll eftir að sakna þín rosalega mikið. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness) Þín Bryndís (Dísa). Með söknuði minnist ég Mar- enar, minnar framúrskarandi vin- konu í besta skilningi þeirra orða. Margt var henni til lista lagt og eitt af því var að vera góður vinur. Hún fór létt með það vegna þess að hún var að eðlisfari hlý, um- burðarlynd, traust, einlæg og svo var hún alveg stórskemmtileg í þokkabót. Í Hávamálum segir eitthvað á þá leið að við vini sína skuli maður blanda geði, skiptast á gjöfum og fara að finna oft. Við Maren blönduðum sannarlega geði, deildum gleði og sorg og sjaldan leið langt á milli samfunda okkar. Við hana var hægt að ræða allt milli himins og jarðar. Maren var fagurkeri á listir og menningu. Hún var vandlát og lá ekki á skoð- unum sínum hvort sem um var að ræða bækur, listsýningar, stjórn- mál eða hvaðeina. Hún var sann- kallaður matgæðingur og að sama skapi snilldarkokkur. Fyrir kom að ég hringdi í hana að spyrja ráða þegar andleysið í eldhúsinu var algert. Hún hlýddi mér þá yfir hvað væri til og snaraði fram upp- skrift úr hugarfylgsnum sínum. Aldrei hefði mér dottið í hug að réttur þar sem uppistaðan var rósakál úr frysti og kapers myndi falla svo í kramið hjá strákunum mínum, þá á barns- og unglings- aldri, að úr yrði einn af eftirlæt- isréttum fjölskyldunnar. Hvar sem Maren kom var hún hrókur alls fagnaðar. Hún sýndi samferðafólki sínu alúð og áhuga og gaf jafnframt mikið af sjálfri sér. Hún talaði hátt og hló dátt. Faðmlag hennar var fast og hlýtt. Þegar Maren veiktist kom í ljós hversu marga og góða vini og vel- gjörðarmenn hún átti. Allir vildu henni vel og hún fékk mikilvægan stuðning úr öllum áttum. Fyrir það ber að þakka. Mína dýpstu samúð votta ég fjölskyldu Marenar sem orðið hefur fyrir sárum missi. Jóhanna Arnórsdóttir. Í dag verður borin til hinstu hvíldar vinkona mín, Maren Finnsdóttir, en hún lést langt fyr- ir aldur fram aðeins 51 árs að aldri. Maren kynntist ég fyrst í Mela- skólanum. Hún var eins og ég, heimagangur á heimili systranna Ransýjar og Ernu en þær Ransý voru saman í bekk og við Erna vorum í sama bekk. Maren flutti til Noregs með fjölskyldu sinni og var þar í nokkur ár en leiðir okkar lágu svo aftur saman í Hagaskóla. Á þeim árum styrktust vina- böndin og vinahópurinn stækkaði. Flestar fórum við í Menntaskól- ann í Reykjavík eftir grunnskóla- nám og enn stækkaði og styrktist hópurinn þegar þangað var kom- ið. Minningar um skemmtilegar bústaðaferðir, útilegu og útskrift- arferð til Ibiza eru ómetanlegar. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur og mikið hlegið. Maren hafði sterkar skoðanir á mörgu og var ófeimin við að láta þær í ljósi, það var því ósjaldan sem vinkonuhópurinn rökræddi hin ýmsu mál. Maren hafði líka mikinn áhuga á andlegum málefn- um og stjörnuspeki var henni hugleikin. Áhugasvið Marenar í námi lágu á bókmennta- og lista- sviði og hún hóf söngnám í Söng- skóla Reykjavíkur samhliða námi í MR. Við vinkonurnar fengum oft að njóta hæfileika hennar þegar einhver átti afmæli eða á öðrum tyllidögum. Eftir menntaskóla fórum við vinkonurnar í ólíkar áttir og það kom engum á óvart þegar Maren ákvað að fylgja draumi sínum og hefja söngnám á Ítalíu. Þar bjó hún í hartnær 20 ár og eignaðist hún þar börnin sín Finn Matteo og Þóru Lucreziu. Maren og fjölskylda heimsóttu Ís- land reglulega á þeim árum sem hún bjó á Ítalíu og var alltaf gam- an þegar hópurinn kom aftur saman. Fyrir rúmlega fjórum árum hóf Maren störf hjá sama fyrir- tæki og ég, HB Granda. Það var skemmtileg tilviljun og okkur gáf- ust mörg tækifæri til að spjalla saman. Maren var vel að sér á mörgum sviðum en hún fylgdist vel með þjóðfélags- og heimsmál- um. Fyrir rúmum tveimur árum greindist Maren með illvígan sjúkdóm. Hún tókst á við þessi erfiðu veikindi af miklu æðruleysi en varð því miður að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Nú þegar komið er að leiðar- lokum er ég þakklát fyrir allar dýrmætu minningarnar um Mar- en, ómetanlegar minningar sem munu lifa um ókomna tíð. Elsku Finnur Matteo, Þóra Lucrezia, Finnur, Kristbjörg, Búddi og fjölskylda, megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Unnur Ingibjörg. Maren Finnsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.