Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 46

Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 46
FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi þegar KR og Valur mættust í Vest- urbænum í gær í Pepsí Max- deildinni í knattspyrnu. Eftir einn mesta markaleik í deildinni í seinni tíð landaði Valur þremur stigum og höfðu þá níu mörk verið skoruð. Valur sigraði 5:4 eftir að staðan hafði verið 3:3 að loknum fyrri hálf- leik. Valur er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar og hefur nú fimm stiga forskot á Stjörnuna, Breiða- blik og FH. Valur er með 25 stig en KR með 17 stig en á leik til góða á Val. Gömlu vopnabræðurnir sem stýra liðunum, Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson, geta verið ánægðir með árangurinn af sókn- um sinna manna en velta líklega vöngum yfir varnarleiknum. Leik- urinn var ekki bara fjörugur því mörg skemmtileg tilþrif sáust. Kennie Chopart skoraði með glæsi- legum þrumufleyg fyrir KR og Patrick Pedersen sýndi „berg- kampska“ takta þegar hann tók mjúklega á móti stungusendingu og sendi boltann yfir Beiti markvörð.  Valgeir Lunddal Friðriksson skoraði sögulegt mark þegar hann jafnaði metin fyrir Val í 2:2. Var þetta þúsundasta markið sem Val- ur skorar í efstu deild Íslandsmóts- ins frá upphafi, eða frá því félagið lék þar fyrst árið 1915.  Aðeins þrisvar áður hafa níu mörk eða fleiri verið skoruð í 156 viðureignum KR og Vals á Íslands- mótinu frá 2015. Síðast gerðist það á Hlíðarenda árið 1992 þegar KR vann þar risasigur, 9:1. Áður vann KR sigur á Val, 7:2, á Laugardals- vellinum árið 1963 og árið 1933 vann Valur sigur á KR, 6:3, á Melavellinum. Stjarnan enn án taps Mörgum þykir líklegt að Vals- menn endurheimti Íslandsmeist- aratitilinn. Ekki er þó víst að þeirra gamli þjálfari, Ólafur Jó- hannesson, hafi sagt sitt síðasta orð. Stýrir hann nú Stjörnunni ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni og lið Stjörnunnar er enn án taps eftir tíu leiki. Jafnteflin eru hins vegar orðin fimm eða helmingur sem er fullmikið í titilbaráttu. Stjarnan gerði 1:1 jafntefli gegn KA þar sem fyrrverandi leikmaður liðsins, Guðmundur Steinn Haf- steinsson, jafnaði fyrir KA.  Halldór Orri Björnsson fékk rauða spjaldið hjá Stjörnunni eftir aðeins fjörutíu mínútna leik og er á leið í leikbann. „Glórulaust brot á Almari sem var kominn einn í gegn. Sá ekki betur en að þetta hafi verið réttur dómur,“ skrifaði Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir meðal annars í umfjöllun sinni á mbl.is. Mikilvægur sigur HK Birnir Snær Ingason virðist vera kominn í gang fyrir alvöru í liði HK og skoraði tvívegis þegar HK vann Gróttu 3:0 í Kórnum. HK var yfir að loknum fyrri hálfleik eftir að Stefan Ljubicic kom liðinu yfir en mörk Birnis komu í síðari hálf- leik en hið fyrra var úr vítaspyrnu. Með sigrinum sleit HK sig nokk- uð frá neðstu liðunum en liðið er með 14 stig eins og ÍA og Vík- ingur. Fyrir neðan HK er KA í 10. sæti með 10 stig en Grótta er með 6 stig í 11. sæti.  Birnir Snær Ingason skoraði einnig tvö mörk fyrir HK gegn Fjölni í næstsíðustu umferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg 4:5 Aron Bjarnason skoraði síðasta mark Vals í gær. Stefán Árni Geirsson sækir hér að honum. Valssigur í níu marka leik  Valur með fimm stiga forskot eftir ótrúlegan leik gegn KR  Guðmundur Steinn skoraði gegn Stjörnunni  HK sleit sig frá neðstu liðunum 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Pepsi Max-deild karla KR – Valur ................................................ 4:5 Stjarnan – KA........................................... 1:1 HK – Grótta .............................................. 3:0 Staðan: Valur 11 8 1 2 27:12 25 Stjarnan 10 5 5 0 18:9 20 Breiðablik 11 6 2 3 24:17 20 FH 11 6 2 3 22:16 20 Fylkir 12 6 1 5 19:18 19 KR 10 5 2 3 18:14 17 ÍA 11 4 2 5 26:25 14 Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14 HK 12 4 2 6 21:27 14 KA 11 1 7 3 9:14 10 Grótta 12 1 3 8 10:25 6 Fjölnir 12 0 4 8 10:28 4 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit: París St. Germain – Lyon ....................... 0:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Lyon.  Lyon leikur til úrslita gegn Wolfsburg. 2. umferð: AZ Alkmaar – Plzen................................ 3:1  Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 65. mínútu og skoraði tvívegis. Ludogorets – Midtjylland....................... 0:1  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 75. mínútu. Qarabag – Sheriff ..................................... 2:1 Celje – Molde ............................................ 1:2 Süduva – Maccabi Tel Aviv ..................... 0:3 Lokomotiva Zagreb – Rapid Vín ............ 0:1 Dinamo Brest – Sarajevo ........................ 2:1 Legia Varsjá – Omonia Nicosia .............. 0:2 CFR Cluj – Dinamo Zagreb.................... 2:2 Young Boys – KÍ ...................................... 3:1 Celtic – Ferencváros................................ 1:2 Rússland Krasnodar – CSKA Moskva.................... 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA Arnór Sigurðsson fyrstu 79 mínúturnar. Svíþjóð B-deild: Kalmar – Bollstanås ................................ 1:0  Andrea Thorisson skoraði eina markið og lék allan leikinn. Möron – Mallbacken................................ 3:0  Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leik- inn með Mallbacken. Noregur Vålerenga – Lyn ...................................... 2:0  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. KNATTSPYRNA Danmörk Vendsyssel – Nykøbing....................... 25:39  Steinunn Hansdóttir skoraði skoraði ekki fyrir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteins- dóttir varði 4 skot í marki liðsins. HANDBOLTI NBA-deildin LA Clippers – Dallas........................ 154:111  Staðan er 3:2 fyrir Clippers. Denver – Utah .................................. 117:107  Staðan er 3:2 fyrir Denver. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA: Kaplakriki: FH Dunajska Streda........17:15 Lengjudeild kvenna: Akraneshöllin: ÍA – Haukar......................18 Varmá: Afturelding – Grótta................19:15 Kópavogsvöllur: Augnablik – Keflavík ....20 Í KVÖLD! Sara Björk Gunnarsdóttir leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu með franska stórliðinu Lyon gegn sínum gömlu samherjum í Wolfsburg. Lyon vann í gær París Saint Germain í undanúrslitum keppn- innar 1:0 á Spáni en Wolfsburg sló Barcelona út úr keppninni. Fyr- irliðinn Wendie Renard skoraði sig- urmarkið í leiknum með skalla á 67. mínútu. Mikið gekk á í leiknum því rauða spjaldið fór tvívegis á loft. Grace Geyoro hjá París fékk rauða spjaldið á 65. mínútu og Nikita Parris hjá Lyon á 75. mínútu og missir því af úrslitaleiknum. Sara lék allan leikinn með Lyon og leikur til úrslita í keppninni í annað sinn á ferlinum. Hún lék með Wolfsburg gegn Lyon árið 2018 en tapaði. Lyon hefur raunar sigrað í keppninni síðustu fjögur ár. Sara tók stöðu Amandine Henry í byrjunarliðinu sem meiddist í síð- asta leik og þá kom Sara inn á fyrir hana. Henry glímir við meiðsli í kálfa en Ada Hegerberg var ekki heldur með Lyon vegna meiðsla. Sara fór illa með gott færi í fyrri hálfleik samkvæmt lýsingunni hjá UEFA. Var óvölduð í teignum en skallaði fram hjá. kris@mbl.is Sara leikur aftur til úrslita AFP Á Spáni Sara Björk skýlir boltanum frá Paulinu Dudek í gær. KR – VALUR 4:5 0:1 Kristinn Freyr Sigurðsson 10. 1:1 Atli Sigurjónsson 27. 2:1 Óskar Örn Hauksson 31. 2:2 Valgeir Lunddal Friðriksson 32. 2:3 Patrick Pedersen 35. 3:3 Kennie Chopart 43. 3:4 Patrick Pedersen 51. 3:5 Aron Bjarnason 68. 4:5 Atli Sigurjónsson 78. MM Atli Sigurjónsson (KR) Patrick Pedersen (Val) M Kennie Chopart (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Kristján Flóki Finnbogason (KR) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Aron Bjarnason (Val) Lasse Petry (Val) Valgeir Lunddal Friðriksson (Val) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: Ekki leyfðir. STJARNAN – KA 1:1 1:0 Emil Atlason 45. 1:1 Guðm. Steinn Hafsteinsson 90. (víti). M Kristófer Konráðsson (Stjörnunni) Guðjón Pétur Lýðsson (Stjörnunni) Emil Atlason (Stjörnunni) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Almarr Ormarsson (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Dómari: Erlendur Eiríksson – 6. Áhorfendur: Ekki leyfðir. HK – GRÓTTA 3:0 1:0 Stefan Ljubicic 41. 2:0 Birnir Snær Ingason 57. 3:0 Birnir Snær Ingason 79. MM Birnir Snær Ingason (HK) M Leifur Andri Leifsson (HK) Arnar Freyr Ólafsson (HK)Jón Arnar Barðdal (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Þórður Þorsteinn Þórðarson (HK) Stefan Ljubicic (HK) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Valtýr Már Michaelsson (Gróttu) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 7. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Enska knattspyrnufélagið Chelsea er búið að ganga frá kaupum á varn- armanninum Ben Chilwell frá Leic- ester á 50 milljónir punda. Chelsea tryggði sér sæti í Meist- aradeild Evrópu á síðustu leiktíð á kostnað Leicester og nú er Lund- únafélagið búið að kaupa einn besta leikmann Leicester-liðsins. Chilwell, sem er 23 ára, er uppal- inn hjá Leicester og hefur alla tíð leikið með liðinu, að undanskildum átta leikjum með Huddersfield að láni árið 2016. Hefur Chilwell alls leikið 99 leiki með Leicester í ensku úrvalsdeild- inni og ellefu með enska landsliðinu. bjarnih@mbl.is Chilwell til Chelsea

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.