Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 50

Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 JóiPé og Króli hafa veriðáberandi í íslensku tónlist-arlífi síðan þeir skutust uppá stjörnuhimininn með hinu stórskemmtilega lagi „B.O.B.A“ árið 2017. Þeir hafa verið iðnir við kolann síðan þá því þessi nýjasta plata þeirra sem kom út fyrr á árinu, Í miðjum kjarnorkuvetri, er sú fjórða í fullri lengd. Sú síðasta, Afsakið hlé, tryggði þeim Íslensku tónlist- arverðlaunin fyrir bestu rapp- og hip hop-pötuna, auk þess sem „Í átt að tunglinu“ var valið besta rapplagið. Það getur verið erfitt að fylgja góðum árangri eftir en JóiPé og Króli eru ekki í neinni krísu á nýju plötunni, nema þá kannski sam- bandskrísu. Erfiðleikar í sam- skiptum við hitt kynið eru áberandi í textunum með tilheyrandi tilvistarkreppu og vangaveltum um einmanaleikann. „Tveir koddar en ég er ennþá einn,“ syngur JóiPé í „Tveir koddar“, „Er ég heigullinn sem skemmdi allt eða er ég höfn- unin sem þú þarft?“ heyrist frá gestasöngkonunni GDRN í „Sól- skininu“ og í „Reykmerki“ bætir Króli við, miður sín eftir sambands- slit: „Ég hélt að tilvistarkreppa væri bara fyrir gamalt fólk en hringrásin mín pyntingartól“ og „Ég er eins og fánastöng í logni, algjörlega tilgangslaus“. Hvað finnst ykkur svo um þessa setningu?: „Ég hræðist einmana- leikann, kveikti í kofa og hann brann“. Maður veit ekki hvort mað- ur á að hlæja eða gráta. Ætli Króli þurfi á knúsi að halda? Æi nei, tveggja metra reglan, muniði! Þunglyndi og vangaveltur um til- gang lífsins eru umfjöllunarefni „Við deyjum öll á endanum“, þar sem Króli vonar að hann „endi ekki í hafinu“. Prýðilegt lag. Léttara er yfir „On“, einu skemmtilegasta lagi plötunnar, þar sem Króli biður um líflínu mitt í öllum erfiðleikunum enda er hann með „sár í heilanum sem að vonandi grær, markmiðið er að líða betur í dag en í gær“. Gestirnir sem koma við sögu á Í miðjum kjarnorkuvetri eiga yfirleitt góða innkomu og má þar nefna lagatvennuna sam- tengdu „Bara þú“ og „Sjáum til“ með Auði og „Spurning frá mér til mín“ með Auði og Bríeti. Silki- mjúkt og fallegt þar sem lifandi hljóðfæraleikurinn gerir mikið fyrir heildarmyndina, eins og víða annars staðar á plöt- unni. Í „Ósvöruðu símtali“ er gesta- gangurinn einnig mikill og góður. Þrælgott lag og vel saumað saman. Fjarskipti koma eðlilega við sögu í laginu, rétt eins og víða annars staðar, enda símar og tölvur okkur nánast samtengd í dag. Bréfdúfa og reykmerki fá meira að segja sitt pláss („Reykmerki“). Eru JóiPé og Króli mögulega að segja okkur að sama hvernig fjarskiptin breytast með tímanum og verða háþróaðri verður púsluspilið í kringum ástina alltaf jafn vanþróað og flókið? Kannski, kannski ekki. Hver er þá niðurstaðan? Króli virðist lifa í voninni um að hitta þá einu réttu, eignast hús og spila með henni golf, þrátt fyrir að hver hindrunin á fætur annarri, hvort sem hún er raunveruleg eða ímynduð, standi í veg- inum. Fín skilaboð út í kosmosið. Mín niðurstaða? Skemmtileg plata fyrst og fremst með vel sömdum textum sem fá mann til að staldra aðeins við. Jú, þetta er sannarlega hugarheimur stráka um tvítugt en hann getur samt sem áður vel átt við hvern sem er. Í miðjum kjarnorkuvetri er klukku- tíma löng og kannski hefðu tvö til þrjú lög mátt missa sín en verkið er samt sem áður sannfærandi, vel framreitt og tilgerðarlaust. Listin að vera í sambandi Hip hop Í miðjum kjarnorkuvetri bbbbm Breiðskífa JóaPé & Króla, Jóhannesar Damian Patrekssonar og Kristins Óla Haraldssonar. Um upptökustjórn sáu Þormóður Eiríks- son, Starri Snær Valdimarsson o.fl. Lög og textar eftir JóaPé og Króla. KJÓI gefur út. 2020. FREYR BJARNASON TÓNLIST Tvíeyki „Kannski hefðu tvö til þrjú lög mátt missa sín en verkið er samt sem áður sannfærandi,“ segir um breiðskífu JóaPé og Króla. Sviðslistahátíðin Safe-Fest hefst í dag, 27. ágúst, í sýningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi. Á hátíðinni er lögð áhersla á nýsköp- un og öryggi og var hún stofnuð af nýútskrifuðum bekkjarsystkinum af sviðshöfundabraut Listaháskóla Ís- lands og hugsuð sem tilraunavett- vangur og viðbragð við skorti á sýn- ingarrýmum fyrir sviðslistir, skv. tilkynningu. Í stað hefðbundinna leiksýninga eða gjörninga með mörgum áhorfendum verða framdir gjörningar í rýminu áður en gestir mæta og einn til þrír geta svo skoð- að ummerki eftir gjörningana og upptökur af þeim. Í dag frá kl. 18 til 20 verður opnunarhátíð, á morgun kl. 15-20 lifandi sýning opin gestum og líka á laugardag og sunnudag kl. 13-18. Sviðslistafólkið sem sýnir verk sín eru Snæfríður Sól Gunnars- dóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Aron Martin Ásgerðarson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Helgi Grímur Her- mannsson, Adolf Smári Unnarsson og Tómas Helgi Baldursson. Hátíðin stendur yfir til 30. ágúst. Hátíðin Safe-Fest hefst í Midpunkt Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður og Sigríður Þorgeirsdóttir heim- spekingur opnuðu sýningu í Ásmundarsal laugardaginn, 22. ágúst, sem ber titilinn Minisophy/ Smáspeki og er lýst sem blöndu vís- inda, lista, hönnunar, tækni, sam- félags/umhverfis og samskipta. Min- isophy/Smáspeki er heimspeki litlu hlutanna, að því er segir í tilkynn- ingu. „Öll fyrirbæri geta haft heim- spekilega vídd, sama hversu hvers- dagsleg og fábreytt þau virðast í fyrstu. Það er hægt að mínísófera um allt sem snertir við okkur eða kemur við kvikuna á okkur. Öll get- um við verið smáspekingar!“ segir þar og að gengið sé inn í heimspeki- lega vídd hversdagsins þar sem litlir hlutir séu teknir úr sínu hefðbundna samhengi og virtir að verðleikum. Minisophy/Smáspeki er miðlað með vefriti á slóðinni minisophy.com og er dreift bæði á Facebook og Instagram. Í tengslum við sýninguna verða drög að Minisophy-smáforriti kynnt sem hafa verið í þróun undan- farið en María Elísabet Bragadóttir rithöfundur, Vikram Pradhan vef- hönnuður og Luke Jaanist, listamað- ur og heimspekingur, hafa unnið með Katrínu og Sigríði að undir- búningi sýningarinnar. Í leiðslu Kettir eru smáspekileg dýr að því er fram kemur á Facebook-síðu Smáspeki. Allt getur verið smáspekilegur efniviður Tónlistarhátíðinni Iceland Airwa- ves hefur verið frestað fram á næsta ár og mun hún fara fram 3.-6. nóvember 2021. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að ör- yggið skipti öllu máli þegar komi að hátíðinni og nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hert- ar aðgerðir við landamærin geri það að verkum að ekki sé hægt að halda hátíðina í ár. Skipuleggj- endur hátíðarinnar vilji leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veir- unnar. „Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öll- um reglum sé fylgt,“ segir í til- kynningunni og allir möguleikar hafi verið skoðaðir áður en sú ákvörðun var tekin að aflýsa há- tíðinni í ár. Listamennirnir sem koma áttu fram á hátíðinni munu gera það á næsta ári og hafa 25 atriði nú bæst við dagskrána. Skiljanlegar aðgerðir „Við héldum í vonina mjög lengi, þá von að þetta gæti verið ein af fáum alvöru hátíðum heims sem myndu fara fram í ár,“ segir Ísleifur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Þegar 100 manna hámarksfjöldi á sam- komum hafi verið boðaður á ný, tveggja metra regla og hertar reglur á landamærum hafi skipu- leggjendum orðið ljóst að ómögu- legt væri að halda hátíðina í ár. „En við skiljum þessar aðgerðir allar og kvörtum ekkert yfir þeim, eina leiðin út úr þessu ástandi er að ná tökum á vírusnum og það þarf einfaldlega gera það sem þarf til þess; við viljum sýna ábyrgð og höfum núna 15 mánuði til að skipuleggja flotta hátíð árið 2021,“ segir Ísleifur. Þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina á næsta ári þurfa ekkert að aðhafast því aðgöngumiðinn gildir áfram. „Okkur þætti vænt um að miða- hafar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við íslenska tón- listargeirann og tónleika- og skemmtanahald á Íslandi sem á undir högg að sækja þessa dag- ana, eins og svo margir aðrir,“ segir í tilkynningu og segir Ísleif- ur að rekstur hátíðarinnar hafi verið erfiður fjárhagslega í mörg ár. Tapið hafi þó verið mun minna í fyrra en árið áður. „Þetta er auð- vitað erfitt og sorglegt því í fyrra vorum við að ná tökum á hátíðinni, náðum að gera virkilega flotta há- tíð sem allir voru ánægðir með án þess að tapa stórfé. En við erum bara í sömu sporum og allur tónlistarbransinn og menning- argeirinn,“ segir Ísleifur. „Það eru allir tekjulausir og/eða að brenna peningum og reyna að finna út úr því hvernig hægt er að tóra þar til hlutirnir komast af stað aftur. En okkur þykir það sérstaklega ánægjulegt hvað allir listamenn sýndu þessu mikinn skilning og erum afskaplega ánægð að geta staðfest að allir sem voru bókaðir koma fram 2021 og við tilkynnum m.a.s. 25 ný atriði til leiks í dag.“ Ef miðahafar geta ekki nýtt miðana á næsta ári geta þeir ósk- að eftir endurgreiðslu fyrir 9. september með því að senda póst á info@tix.is. Þeir sem keyptu pakkaferð í gegn um Icelandair munu munu fá tölvupóst frá Ice- landair Holidays með frekari upp- lýsingum. helgisnaer@mbl.is Iceland Airwaves frestað til næsta árs Morgunblaðið/Eggert Frestað Ísleifur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Airwaves.  Hátíðin haldin 3.-6. nóvember 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.