Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 56
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 20-50% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 20. ágúst - 7. september 20-25% Sparadu- af öllum borðbúnaði ZAMORA SKENKUR Svartur málmur og gler. L 167 x D37 x H80 cm. 129.900 kr. Nú 89.900 kr. FAME BEKKURMustard gult velúr. Svartir fætur. Einnig til grár. 79.900 kr. Nú 63.900 kr. SPAraðu 16.000 Nú63.900 SPAraðu 40.000 Nú89.900 ARIANA BORÐSTOFUSTÓLL Grár eða grænn, svartir fætur. 14.900 kr.Nú 11.900 kr. PRATO BORÐSTOFUSTÓLL Svart textílleður, krómfætur. Áður 29.900 kr. NÚ 14.950 kr. SPAraðu 14.950 Nú14.950 Tónleikar GG blús á Cadillac-klúbbnum verða sýndir í streymi á Facebook í kvöld og hefjast kl. 20.30. GG blús er blúsaður rokkdúett af Álftanesi og skipa hann Guðmundur Jónsson sem leikur á gítar og Guð- mundur Gunnlaugsson sem leikur á trommur og báðir syngja þeir með sínu nefi. Guðmundur og Guðmundur hafa undanfarin ár spilað sambland af sígrænum ábreiðum og frumsömdu efni hér og hvar, um borg og bý en þeirra fyrsta plata, Punch, kom út í fyrra. Þeir nafnar lofa heilmiklu fjöri í streyminu, þar sem frasa- skotin gítarvinna tekst á við óhaminn trommuslátt- inn og grípandi sönglínur fljóta yfir, innblásnar af tregafullum textum og lit- aðir með hljóðbrotum og þankagangi úr ýms- um áttum, eins og þeir lýsa því sjálfir í tilkynn- ingu. GG blús í streymi frá Cadillac FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Morgunblaðið birtir í dag úrvalslið fyrri umferðar í efstu deild kvenna, Pepsí Max-deildinni, á Íslands- mótinu í knattspyrnu. Valið er byggt á einkunnagjöf blaðsins en sem kunnugt er fjalla Morgunblaðið og mbl.is um alla leiki í efstu deild karla og kvenna. Breiðablik á fjóra leikmenn í liðinu enda fór liðið á kost- um í fyrri hluta mótsins og vann þá alla sína leiki. Suma hverja með miklum mun. Valur og Fylkir eiga tvo leik- menn hvort lið. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur fengið flest M á þessum tímapunkti. »46 Fjórar úr toppliði Breiðabliks í úr- valsliði fyrri hluta Íslandsmótsins ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rósa Ingibjörg Oddsdóttir, fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, hefur sinnt garðyrkju í hjáverkum í yfir 60 ár og er enn að, þótt áttræð sé. „Aldurinn skiptir engu máli heldur heilsan og best er að sleppa reykingum,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið sterkbyggð og þótt ég finni til í bakinu að loknu dagsverki er verkurinn farinn að morgni.“ Við Kringlumýrarbraut sunnan Miklubrautar er nýlegur hljóð- veggur. Í fyrra var fyrirtækið Hellur og lagnir ehf. fengið til þess að setja niður gróður við vegginn og halda honum við í tvö ár. Hólmar Ingi Guðmundsson, skrúðgarð- yrkjumeistari og eigandi fyrir- tækisins, bauð Rósu, móður sinni, sem var nýflutt úr húsi sínu í Kópa- vogi, þar sem hún hafði ræktað garðinn sinn í um 30 ár, að taka þátt í verkinu og hún þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar. „Garðyrkja og umönnun plantna er mitt líf og yndi og það hefur verið skemmtilegt að annast gróðurinn við vegginn, en rætt hefur verið um að verkinu ljúki samfara lauffallinu í haust,“ segir hún stolt. Má vera það því borgin tekur við góðu búi. Sparimold Fyrri tengdamóðir Rósu, Þórunn Pálsdóttir, amma Hólmars, hafði mikil áhrif á hana og ráðlagði henni við garðræktina, þegar hún hóf bú- skap í Garðabæ með syni hennar. „Hún var langt á undan sinni sam- tíð, eldheit manneskja um garð- yrkju,“ segir Rósa. „Hún þótti skrýtin eins og ég, en sagt hefur verið að við höfum alltaf verið með hausinn ofan í moldinni.“ Hún upp- lýsir að Þórunn hafi byrjað á líf- rænni ræktun við sumarhús fjöl- skyldunnar við Rauðavatn. „Hún fór alltaf í strætó á milli, klædd svartri drakt og með hatt. Í tösku var hún með matarúrgang, sem hún notaði við moltugerð, kallaði hana spari- moldina, kom gróðri til og annaðist hann. Hún notaði líka lúpínu til þess að bæta jarðveginn, skar hana áður en hún blómstraði, en þá sáði hún sér ekki.“ Rósa segist alltaf hafa verið á móti plöntum sem sá sér og þegar hún flutti í Kópavoginn byrjaði hún að fjarlægja valmúa úr garðinum. „Fyrir mér er hann eins og arfi,“ út- skýrir hún. Í sólhúsinu var vínber- japlanta og þau létu sér sérstaklega annt um hana. „Þar gátum við setið og tínt upp í okkur sæt og góð vín- ber, en eitt sinn taldi elsta barna- barnið, garðyrkjufræðingurinn Guð- rún Rósa, dóttir Hólmars, 120 klasa á plöntunni.“ Járnteinar í fyrrnefndum vegg eru hugsaðir til þess að styðja við gróðurinn en í miklum hita hafa þeir hitnað svo mikið að efsti hluti plantnanna hefur brunnið. Rósa sá við því, setti bambus undir skógar- toppinn, sem blómstrar mest, og vandinn hvarf. „Það hefur líka verið mjög skemmtilegt að vinna við gróðurinn í kringum gluggana í veggnum.“ Skógartoppur er ein af uppá- haldsplöntum Rósu. „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á honum, því hann blómstrar á fyrsta árssprota.“ Hún segir að vegna mikilla þurrka í fyrrasumar hafi þá verið erfiðara að sjá um plönturnar við vegginn en í sumar. „Ég hef haft fyrir sið að klippa af þar sem hefur blómstrað til þess að blöðin verði fallegri og það er það sem ég hef verið að gera að undanförnu.“ Lífið er garðyrkja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Snyrting Rósa I. Oddsdóttir klippir af plöntum þar sem hefur blómstrað.  Áhugamál Rósu Ingibjargar Oddsdóttur í yfir 60 ár  Hefur séð um að snyrta plöntur við hljóðvegginn Vinna Veggurinn er um 400 metra langur og verk Rósu ærið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.