Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 6

Ægir - 2019, Blaðsíða 6
Efling grunnrannsókna á loðnustofninum er fyrir löngu orð- in tímabær. Það hefur nánast verið líkt og náttúrulögmál að mikil óvissa sé um loðnustofninn, stærð hans og mögulegar veiðar á næstu vertíð. Oftar en ekki hefur ræst úr þegar loðnan er mæld í upphafi árs og gefinn út byrjunarkvóti á veiðar sem svo aftur hefur gjarnan verið aukinn. Svona er staðan einmitt núna að loknum haustmælingum á loðnu. Ekki eru forsendur til að mæla með upphafskvóta að óbreyttu og eina vonin er sú að meira sjáist í mælingum þegar kemur fram yfir áramótin. Gerist það ekki verður loðnuleysisár – annað árið í röð. Fyrir það fyrsta er stóra áhyggjuefnið hvort staðan á loðnustofninum muni til lengri tíma hafa áhrif á okkar helstu nytjategund, þorskinn. Líkt og Siggeir Stefánsson, fram- leiðslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn, bendir á hér í blaðinu vekur það athygli margra sem með þessum mál- um fylgjast náið hvaða breyting hefur orðið á göngumynstri loðnunnar miðað við síðustu áratugi. Í ljósi þess hversu mik- ilvæg undirstaða loðnan er í fæðukeðju þorsksins hljóta að vakna spurningar sem þær hvort með breyttu mynstri loðn- unnar verði breyting á hefðbundnum uppeldis- og hrygning- arstöðum þorsksins við landið. Og í því ljósi er að sjálfsögðu mikilvægust sú spurning hvort niðursveiflan í loðnunni sem augljóslega er þessa stundina geti staðið öllu lengur án þess að hafa áhrif á þorskstofninn. Síðan er hitt atriðið; afleiðingar þess að hinar mikilvægu útflutningsvörur sem loðnuafurðirnar eru hverfa úr tekjuöfl- un þjóðarbúsins. Áhrifanna gætir um allt samfélagið en af sjálfu leiðir að þau eru allra sýnilegust í nærsamfélagi sjávar- byggðanna sem að stórum hluta byggja á veiðum og vinnslu loðnu. Tekjur hverfa úr heimilisbókhaldi starfsfólks, fyrirtæk- in þurfa að bregðast við, hafnirnar missa spón úr sínum aski, sveitarfélögin þurfa að endurskoða síðar útgjaldaáætlanir, þjónustu og framkvæmdir vegna minni tekna. Þjónustufyrir- tækin í sjávarútvegi finna strax fyrir minni umsvifum, áhrif- in sjást í sölustarfi, flutningum og þannig mætti lengi telja. Útflutningstekjur sjávarafurða árið 2017 námu um 18 millj- örðum króna og munar um minna. Þrátt fyrir að sjávarút- vegsgreininni hafi tekist að styrkja undirstöður uppsjávar- veiða- og vinnslu á undanförnum árum frá því sem var þeg- ar nánast eingöngu var sótt í loðnu og síld eru loðnuveiðarn- ar engu að síður vertíð sem hefur verið burðarásinn í at- vinnulífi margra byggðarlaga á fyrstu mánuðum ársins. Ekk- ert getur komið í staðinn. Liggur skýringin í breytingum í náttúrunni, loftslagsþró- un, of miklum veiðum, formi veiða eða einhverju allt öðru? Svör við þeim spurningum þurfa að fást en það mun ekki gerast nema grunnrannsóknir á loðnu verði auknar. Lífríkis- ins vegna, ekki síst. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Loðnurannsóknir verður að efla Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 515-5215. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr. Áskriftar símar 515-5215 & 515-5205. Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.