Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 9

Ægir - 2019, Blaðsíða 9
9 sköpun og vera í fararbroddi í þróun tæknilausna. Þetta er hugsað sem sam- starfsvettvangur fyrirtækja í matvæla- framleiðslu, þróun tæknilausna, rann- sóknum, háskóla og annarra hagsmuna- aðila. Norðurland hefur mikla iðnaðar- sögu og Háskólinn á Akureyri gæti stutt þennan vettvang með tæknitengdu námi á háskólastigi. Störf eru að breytast hratt sem og þarfir iðnaðarins. Við sem kennum þessar námsgreinar verðum að halda okkur á tánum og sennilega kunn- um við ekki í dag margt það sem iðnað- urinn kallar á eftir 5-10 ár. Einnig er ljóst að við keppum ekki við stærri þjóðir í magni afurða eða rekstri sem byggir á lágum launum. Þannig verðum við að huga að gæðum og matvælaöryggi ann- ars vegar og hins vegar að framþróun tæknilausna. Þær stuðla síðan að aukn- um útflutningsverðmætum eða hag- kvæmari framleiðslu innanlands, eins og sést með aukinni sjálfvirknivæðingu. Þetta hefur sýnt sig nú nýlega í upp- byggingu sjávarútvegs í Rússlandi þar sem íslenskar tæknilausnir eru mikið nýttar. Við Íslendingar þurfum hins veg- ar að vera á tánum til að halda okkar forskoti í þróuninni,“ segir Sæmundur. Bolfiskáherslan greinileg á Norðurlandi „Ef við horfum til sjávarútvegsins og skoðum landið sem heild þá er áhuga- vert að sjá hvernig þróast hafa mismun- andi áherslur eftir landssvæðum. Þannig sjáum við hér á Norðurlandi mjög öfluga bolfiskvinnslu og raunar er þessi lands- hluti einnig með sterka stöðu í kjöt- vinnslu. Stórum hluta af bolfiskafla Ís- lendinga er landað á Norðurlandi og hann unninn í fiskvinnslum sem telja nú til tæknivæddustu vinnsluhúsa á heims- vísu hvað varðar sjálfvirknivæðingu. Hér er því góður grunnur til að vinna að þróun tæknilausna og gagnasafna til aukinnar verðmætasköpunar. Samfélag- ið býr að aðstöðu til líftæknirannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs- fræða, þar sem Matís kemur að kennslu og rannsóknum í samstarfi við Háskól- ann á Akureyri. Hér eru því vafalítið mörg tækifæri til að nýta,” segir Sæ- mundur. Austfirðir öflugasta uppsjávarlandsvæðið Þegar svo aftur er litið til Austfjarða blasir þar við öflugasta uppsjávar- vinnslusvæði landsins. „Þar hafa bæði byggst upp öflugar manneldisvinnslur á uppsjávarfiski, sem og hliðargreinar á borð við mjöl- og lýs- isvinnslu. Þetta hefur leitt af sér aukna þekkingu á uppsjávarfiskum þar með talið samspil vinnslu og náttúrulegs breytileika hráefnis. Einnig hefur byggst upp grunnþekking á nýjum tegundum sem þrífast innan lífríkis miðsjávarlaga s.s. rauðátu, ljósátu og gulldeplu. Fram- þróunin felst að mínu mati í að horfa nú til strauma manneldisvinnslunnar og endurhönnunar framleiðsluferla fisk- mjöls og lýsis,“ segir Sæmundur. Rannsóknir geta stutt fiskeldið á Vestfjörðum Einn helsti vaxtarsproti sjávarútvegs- greinarinnar nú um stundir er fiskeldið á Vestfjörðum sem er að verða kjölfesta í atvinnuuppbyggingu svæðisins og hefur skapað gríðarleg verðmæti á stuttum tíma. „Það kallar á nýjar lausnir í nýt- ingu hliðarstrauma hráefnis, fóðurgerð og framþróun umhverfismála. Horfa þarf heildstætt á fiskeldistækni og virðiskeðju eldisfisks frá Íslandi. Rannsóknir á af- urðum ættu að miða að því að tryggja gæði flaka og heils fisks á markaði þar sem flutningaleiðir geta verið langar og ólíkar. Þekkingaruppbygging á vinnslu- leiðum eldisfisks hefur í för með sér aukna verðmætasköpun, sem skapast af lægri flutningskostnaði, verðmætari af- urðum, nýtingu hliðarhráefna, þróun vinnsluferla og minna sótspor. Fjölbreytileiki á Suðurlandi Meiri fjölbreytileiki einkennir matvæla- vinnsluna á suðvesturhorni landsins með öflugum landbúnaði á Suðurlandi en sterkum sjávarútvegi í t.d. Vest- mannaeyjum, Grindavík og Reykjavík. „Landssvæðin hafa þannig mismunandi áherslur og þarfir sem mikilvægt er að horfa til í rannsóknum og uppbyggingu. Framtíðarsýn okkar er að starfstöðvar Matís á landsbyggðinni byggi á styrk og sérstöðu hvers svæðis en geti jafnframt nýtt öll þau tækifæri sem gefast og það kallar á góða samvinnu milli landshluta,” segir Sæmundur. ■ Þegar landið í heild er skoðað sést að mismunandi áherslur eru að þróast milli landssvæða. Þannig er bolfiskvinnsla áberandi á Norðurlandi, uppsjávaráhersl- an mest á Austurlandi og fiskeldið á Vestfjörðum. Í bígerð er stofnun þróunar- vettvangs í vinnslutækni á Norðurlandi sem hefði það markmið að stuðla að nýsköpun og aukinni verðmætasköpun. ■ Sjókvíaeldi á Vestfjörðum er í mikilli sókn. „Þekkingaruppbygging á vinnsluleiðum eldisfisks hefur í för með sér aukna verðmætasköpun,“ segir Sæmundur. Nýsköpun í sjávarútvegi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.