Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 8

Ægir - 2019, Blaðsíða 8
8 Rannsóknir eru mikilvægur hluti þró- unar og uppbyggingar atvinnugreina og á það ekki síst við um sjávarútveg- inn. Matís hefur unnið að mörgum rannsóknarverkefnum í greininni á undanförnum árum og hefur átt mik- inn þátt í framþróun í vinnslutækni, kælingu, nýtingu og fleiri þáttum. Sæ- mundur Elíasson, starfsmaður Matís á Akureyri, segir alltaf tækifæri til að gera betur og almennt vilji Matís vinna á víðum grunni með matvæla- iðnaðinum til að missa ekki af tæki- færum til nýsköpunar og verðmæta- aukningar. Spennandi hugmyndir um þróunarvettvang í vinnslutækni Í samstarfi Matís, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og fleiri eru hugmyndir um stofnun sér- staks þróunarvettvangs á Norðurlandi með áherslu á vinnslutækni. Það segir Sæmundur spennandi verkefni, en hann kennir einnig áfangann Vinnslutækni við Háskólann á Akureyri. „Þar væri unnið að nýsköpun og rannsóknum á sviði framleiðslu og vinnslu hráefnis til matvælavinnslu í þeim tilgangi að stuðla að verðmæta- Hugmyndir uppi um stofnun þróunarvettvang í vinnslutækni á Norðurlandi Tækifæri í öllum greinum sjávarútvegs til nýsköpunar og verðmætaaukningar Rætt við Sæmund Elíasson, starfsmann Matís á Akureyri ■ Sæmundur Elíasson, starfsmaður Matís á Akureyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.