Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 30

Ægir - 2019, Blaðsíða 30
30 Fyrr í haust var skuttogur- unum Snæfelli EA og Hjalt- eyrinni EA siglt til niðurrifs í Belgíu og luku þeir þar með sinni þjónustu í sjávar- útvegi hér á landi. Snæfell EA, sem áður hét Sléttbakur EA 304, hafði ekki verið í útgerð allra síðustu ár en skipið var smíðað í Noregi árið 1968. Útgerðarfélag Ak- ureyringa keypti það frá Fær- eyjum árið 1973 og hét það þá Stella Kristina. Skipið var síð- an lengt og því breytt í frysti- togara árið 1987. Samherji eignaðist Sléttbak árið 2002 og fékk skipið nafnið Akur- eyrin EA 10 og síðar Snæfell EA 310. Hjalteyrin EA 306 hét áður Björgúlfur EA 312. Skrokkur togarans var smíðaður árið 1977 í Noregi en skipið síðan fullklárað hjá Slippstöðinni á Akureyri. Eigandi var Útgerð- arfélag Dalvíkinga hf. Skipið var síðan gert út undir merki Samherja hf. eftir að fyrir- tækið eignaðist ÚD en fékk nafnið Hjalteyrin EA árið 2017 þegar ný Björgúlfur EA kom til Dalvíkur. Skipið landaði síðast 115 tonna afla þann 28. ágúst í sinni gömlu heimahöfn á Dalvík, 42 árum eftir að það landaði þar í fyrsta sinn. Gömlu skipin hverfa eitt af öðru Snæfell EA 310. Lengstum bar skipið nafnið Sléttbakur EA 304. ■ Hjalteyrin EA 306, áður Björgúlfur EA 312. Fréttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.