Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 19

Ægir - 2019, Blaðsíða 19
19 Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar á ver- tíðinni í vetur. Þetta er niðurstaða haustleiðangurs Íslands og Noregs á hafsvæðinu milli Íslands og Græn- lands og norðan Íslands. Heildarmagn loðnu mældist 795 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíð- arinnar 2019/2020 einungis um 186 þúsund tonn. Það nægir ekki til að veiðar séu ráðlegar. Stórt svæði kannað Bergmálsmælingar á stærð loðnustofns- ins vorgu gerðar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávar- skipinu Erosi dagana 9. september – 21. október. Rannsóknasvæðið náði frá landgrunninu við Austur-Grænland frá um 75°00’N og suðvestur með land- grunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, en auk þess til Grænlandssunds, Íslands- hafs, hafsvæðisins vestan Jan Mayen auk Norðurmiða. Loðna fannst víða á rannsóknasvæð- inu. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2020/2021, var vestast og sunnan til á svæðinu en eldri loðna var mest áberandi norðar á landgrunni Grænlands, austan við Sco- resbysund. Lítið fannst af fullorðinni loðnu innan íslenskrar lögsögu og var útbreiðsla loðnunnar vestlæg, líkt og verið hefur undanfarin ár. Þó var minna um loðnu norðanvert á rannsóknasvæð- inu en verið hefur undanfarin ár og ekk- ert fannst norðan við 71°30. Talsvert af ungloðnu Heildarmagn loðnu mældist 795 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiði- stofns vertíðarinnar 2019/2020 einungis um 186 þúsund tonn. Töluvert var hins- vegar um ungloðnu og mældust tæplega 83 milljarðar eða 608 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en samkvæmt afla- reglu þarf yfir 50 milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fiskveiði- ársins 2020/2021. Gögn um niðurstöður ungloðnumælinganna verða lögð fyrir Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) sem mun veita ráð um upphafsaflamark ver- tíðarinnar 2020/2021 þann 29. nóvember. 150.000 tonn verði til hrygningar Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2020 með 95% líkum. Tekur afla- reglan tillit til óvissumats útreikning- anna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við aflaregluna ráð- leggur Hafrannsóknastofnun að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2019/2020. Hafrannsóknastofnun mun að vanda mæla veiðistofn loðnu í janúar/febrúar 2020 og endurskoða ráðgjöfina í ljósi þeirra mælinga, gefi niðurstöður mæl- inganna tilefni til. Hafrannsóknastofnun Loðnuveiðar ekki að óbreyttu í vetur ■ Loðna var mæld á stóru svæði fyrir vestan og norðan Ísland. Hér má sjá útbreiðslu hennar í haustmælingunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.