Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 15

Ægir - 2019, Blaðsíða 15
15 ■ Smábátar landa í Grindavík. Þar eru skráðir um 10 stórir beitningavélarbátar og nokkrir minni sem stunda meðal annars strandveiðar og grásleppuveiðar. þangað. Þessu er stýrt í boði stjórnvalda. Svo einfalt er það. Við höfum ekkert haft með þetta að gera sjálfir. Það er svolítið erfitt að taka við formennsku í Lands- sambandi smábátaeigenda undir þessum kringumstæðum. Auðvitað vill maður gera sitt allra besta til að snúa þessari óheillaþróun við. En það verður mjög erfitt.“ Grásleppan fari ekki í kvóta Nú liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um kvótasetningu á grásleppu og Þorlák- ur segir að verði það niðurstaðan sé hætt við því að það sama gerist og í þorskinum. Afstaðan til þessa frumvarps skiptist í tvær fylkingar. Stöku útgerðir geti komið ágætlega út úr kvótasetningu á grásleppu en flestir illa. „Það munu margir fá mjög lítið þannig að rekstrar- grundvöllurinn verður lélegur og þá leiðir það til samþjöppunar. Það segir sig alveg sjálft en hversu mikillar treysti ég mér ekki til að segja. Ef við lítum á þró- unina þarf ekki margar útgerðir til að taka það sem verður í boði. Það er líka mikill ágreiningur um það á Alþingi hvaða leið skuli fara í þessari veiði- stjórnun á grásleppu. Ráðherra stefnir ótrauður á kvótasetningu meðan meiri- hluti sjávarútvegsnefndar er á móti því. Við vinnum í þessu máli eftir samþykkt- um Landssambandsins um að grásleppan fari ekki í kvóta. Náum við ekki að stöðva það munum við reyna að vinna þannig að kvótasetning komi sem best út fyrir karlana.“ Strandveiðikerfið enn í þróun Eins og undanfarin ár samþykkti aðal- fundur LS að ýmsar breytingar yrðu gerðar á strandveiðikerfinu. „Þó Ísland sé lítið land þá er aðstöðumunur strand- veiðiflotans hringinn í kringum landið mjög breytilegur, bara frá náttúrunnar hendi. Það er svo misjafnt hvar og hve- nær veiðin er á árinu. Hér suðvestan- lands eru apríl og maí bestu mánuðirnir, maí og júní fyrir vestan, júlí og ágúst fyrir norðan og ágúst og september fyrir austan. Nú, þegar aflaheimildirnar eru í einum potti, þá er mjög misjafnt að hverju menn ganga. Því komu fram hug- myndir um að færa veiðitímabilið til, hvenær menn byrja og hvenær þeir hætta. Þannig geti menn valið fjóra mánuði af sex á tímabilinu apríl-septem- ber í staðinn fyrir að vera að sprikla í tvo mánuði af fjórum þegar varla fæst bein úr sjó. Það er náttúran sem stjórnar fiski- gengdinni algjörlega. Með þessu vali geta menn frekar verið í einhverri veiði allt tímabilið á sínu svæði og þurfa ekki að færa sig á milli staða. Menn vilja helst ekki þurfa það til að fá sömu aðstöðu og hinir eru í. En í það stefnir, verði veiði- tímabilið óbreytt. Menn vilja helst róa frá heimahöfn þannig að líf kvikni í hverri höfn á sumrin eins og ætlunin var þegar byrjað var með þetta kerfi. Það gerist ekki ef veiðinni verður stýrt á örfáar hafnir á endanum. Að öðru leyti er strandveiðikerfið orðið nokkuð gott í dag og víðast hvar góð sátt um það.“ Mikilvæg keðja Tillögur um leyfi til netaveiða krókabáta voru felldar á aðalfundinum. Þorlákur segir að þeir sem vilja fara á net vilji fyrst og fremst lækka útgerðarkostnað sinn. Það séu mjög sanngjörn sjónarmið. Á móti komi að um sé að ræða aflahlut- deild sem var úthlutað fyrir króka. Því væri verið að gjörbreyta kerfinu ef leyft yrði að fara á net. Línuveiðar myndu dragast mikið saman en þessir bátar hafi skapað sér jákvæða ímynd með vistvæn- um veiðum og hágæða hráefni. Mikið af heimildum hafi fengist á þeim forsend- um. Mjög góður markaður hafi einnig skapast fyrir fiskinn og mörg fyrirtæki kaupi þennan fisk á mörkuðum vegna gæðanna og selji hann utan á þeim for- sendum. Mörg fyrirtæki sækist eftir handfærafiskinum vegna heppilegrar stærðar hans og hafi hreinlega byggt af- komu sína á honum. Yrði netaveiðin leyfð væri hætt við verulegu bakslagi í markaðsmálunum og stærðarsamsetning aflans myndi gjörbreytast. Þá myndu gæðin slakna og verið væri að ógna miklu meiri en eigin virðisauka. „Þetta er orðin mikilvæg keðja frá veiðum til neytenda. Það er hún sem hefur skapað hærra aflaverðmæti fyrir okkur krókakarla,“ segir Þorlákur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.