Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 13

Ægir - 2019, Blaðsíða 13
13 staðan sú að ég sá fram á að geta sinnt þessari formennsku með góðu móti. Ég er með góða áhöfn á Guðmundi á Hópi GK og er með góðan mann, Guðna Má Þorsteinsson, sem rekur harðfiskverkun- ina Stjörnufisk fyrir mig og hef því rýmri tíma í annað. Markmið hjá mér þegar ég hætti á sjónum var að fara ekki beint í annað starf sem ég væri rígbund- inn yfir. Þess vegna ákvað ég að taka að mér embætti formanns LS og spreyta mig á því, vonandi í nokkur ár. Þá gengi þetta allt vel upp saman, ég geti sinnt hvoru tveggja sómasamlega, en þurfi ekki að láta eigin rekstur sitja á hakan- um vegna formennskunnar. Ég var varaformaður Landssambandsins í tvö ár 2015 0g 2016 og svo hef ég verið for- maður Félags smábáta á Reykjanesi til margra ára, en hætti því í fyrra þannig að ég bý að nokkurri reynslu í þessum málum,“ segir Þorlákur. Fjölbreyttur hópur Miklar umræður urðu um stjórn veiða í krókaaflamarkinu á aðalfundi Lands- sambands smábáteigenda fyrr í haust og skiptar skoðanir um ýmsa þætti enda hagsmunir innan sambandsins nokkuð ólíkir. Þorlákur segir að það sé skemmti- lega við Landssambandið hve fjölbreytt- ur hópurinn innan þess er. Slíkt bjóði þó alltaf upp á ákveðin átök, sem betur fer. Menn standi með sínum hagsmunum á fundunum. „Það er strandveiðiflotinn eins og hann er í dag, sem áður voru svokallaðir dagabátar. Það hafa verið alls konar stjórnkerfi í kringum þessa báta og nú er það strandveiðikerfið sem tekið hefur töluverðum breytingum síðan það kom fyrst á. Svo er það grásleppuflotinn, krókaaflamarksbátar og loks bátar með aflamark í stóra kerfinu. Hagsmunir milli þessara útgerðarflokka eru mjög mis- jafnir og því er tekist mikið á. Bæði á réttum og röngum forsendum. Það er alltaf þannig, þegar verið er að vinna fyrir fjölbreyttan hóp, að ein- hverjum í hópnum finnast þeir stundum vera útundan og svo koll af kolli. En auð- vitað er Landssambandið að vinna fyrir alla aðila innan þess. Um það er engin spurning þó mönnum hafi stundum fundist halla á sig af því þeir hafa ekki fengið allt sem þeir vilja. En þannig er þetta ekki, maður labbar ekki bara niður í ráðuneyti til redda hverju sem er.“ Stórútgerðin kaupir einyrkjana upp Margt hefur áunnist á síðustu 20 árum sem ekki hefði fengist í gegn nema fyrir atbeina Landssambands smábátaeig- enda. Fyrir það fyrsta hefur hlutdeild smábátanna í þorskaflanum aukist alveg gríðarlega. „Því miður hefur mikið af heimildum farið út úr krókakerfinu líka því það eru svo margir stórir aðilar sem hafa keypt þær heimildir upp. Þessir einyrkjar sem áður voru undirstaðan í kerfinu hafa verið keyptir upp af stórútgerðinni sem kaupir bátana með aflaheimildum. Vandamálið er að þegar leyfð var stækk- un á bátunum upp í 30 tonn, byrjaði fyr- ir alvöru áhugi stórútgerðarinnar á að kaupa bátana og heimildir upp í 2.000 til 3.000 tonn á bát. Það hefur gerst í ■ Þorlákur Halldórsson nýr formaður Landssambands smábátaeigenda, gerir út einn bát og rekur harðfiskverkun samhliða formennskunni. Ægisviðtalið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.