Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 8

Ægir - 2019, Page 8
8 Rannsóknir eru mikilvægur hluti þró- unar og uppbyggingar atvinnugreina og á það ekki síst við um sjávarútveg- inn. Matís hefur unnið að mörgum rannsóknarverkefnum í greininni á undanförnum árum og hefur átt mik- inn þátt í framþróun í vinnslutækni, kælingu, nýtingu og fleiri þáttum. Sæ- mundur Elíasson, starfsmaður Matís á Akureyri, segir alltaf tækifæri til að gera betur og almennt vilji Matís vinna á víðum grunni með matvæla- iðnaðinum til að missa ekki af tæki- færum til nýsköpunar og verðmæta- aukningar. Spennandi hugmyndir um þróunarvettvang í vinnslutækni Í samstarfi Matís, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og fleiri eru hugmyndir um stofnun sér- staks þróunarvettvangs á Norðurlandi með áherslu á vinnslutækni. Það segir Sæmundur spennandi verkefni, en hann kennir einnig áfangann Vinnslutækni við Háskólann á Akureyri. „Þar væri unnið að nýsköpun og rannsóknum á sviði framleiðslu og vinnslu hráefnis til matvælavinnslu í þeim tilgangi að stuðla að verðmæta- Hugmyndir uppi um stofnun þróunarvettvang í vinnslutækni á Norðurlandi Tækifæri í öllum greinum sjávarútvegs til nýsköpunar og verðmætaaukningar Rætt við Sæmund Elíasson, starfsmann Matís á Akureyri ■ Sæmundur Elíasson, starfsmaður Matís á Akureyri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.