Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Qupperneq 13
Hún víkur næst að blessuðum þingmönnunum
okkar. „Hvað heldur þú að margir þeirra hafi
dottið út af þingi út af röddinni? Það yrði fróð-
legt að kynna sér það. Þegar manni leiðist rödd-
in gefst maður bara upp á því að hlusta. Þing-
maður sem misbeitir röddinni í málþófi er eins
og óþjálfaður maður í maraþonhlaupi. Það getur
ekki farið vel. Röddin er söluvara hjá þingmönn-
um og þeir ættu að meðhöndla hana sem slíka.“
Þetta á líka við um hljóðmiðlamenn. „Tökum
einn vinsælan þáttastjórnanda sem dæmi,“ segir
Valdís. „Hann er bráðskemmtilegur og eldhress
sjónvarpsmaður en samt sem áður á ég erfitt
með að hlusta á hann. Hann er alltaf að öskra á
mig; liggur svo ofboðslega hátt rómur og mis-
beitir röddinni. Röddin er ekkert annað en lag
og ef mér líkar ekki lagið þá hætti ég að hlusta.
Það dugar skammt að þreyta hlustandann.“
Spurð á móti um hljóðmiðlamann sem kann að
beita röddinni rétt nefnir hún Illuga Jökulsson.
„Bæði er röddin góð og henni rétt beitt. Þá er
hann alltaf yfirvegaður í útvarpinu og fram-
sögnin skýr. Það fangar mann.“
Valdís bendir á að röddin sé ekki bara at-
vinnutæki, í henni séu líka fólgin mikil lífsgæði.
Lífsgæðin eru farin þegar við getum ekki lengur
talað. Þrálát hæsi án kvefs sé ekkert annað en
yfirkeyrð raddbönd sem leiðir af misbeitingu.
„Það misbjóða allt of margir röddinni. Það verð-
um við að laga,“ segir hún.
Alltaf með óværu í hálsinum
Að sögn Valdísar nær þekkingarleysið einnig til
þeirrar stéttar sem síst skyldi, lækna. „Þegar
fólk verður hást eða missir röddina eru til
læknar sem segja því bara að fara heim og hvíla
raddböndin. Það nær auðvitað engri átt. Fólk
gegnir því en fer svo bara beint í sama farið aft-
ur. Misbeitir raddfærum og er fyrr en varir orð-
ið hást á ný. Það er alltaf með einhverja óværu í
hálsinum sem það losnar ekki við vegna þess að
ekki er hugsað um að kenna þessu fólki að beita
radd- og talfærum rétt. Raddböndin sem slík
eru tilfinningalaus og því er hætt við að fólk mis-
beiti þeim. Annað sem er athyglisvert er að þeg-
ar við tölum notum við útöndunarloftið til að
mynda röddina og ef við gætum okkar ekki og
tölum án þess að draga inn loft þá sveltum við
líkamann af súrefni og afleiðingin verður
þreyta.“
Hún tekur samlíkingu við þarfasta þjóninn,
einkabílinn. Okkur finnist sjálfsagt og nauðsyn-
legt að smyrja bílvélina reglulega og missum
frekar úr slag en tíma á smurstöð. Þá gætum við
þess af kostgæfni að inngjöfin sé passleg á veg-
um landsins og rétt gíraskipting. „Það dytti ekki
nokkrum manni í hug að misbjóða bílnum sínum
með því að þjösnast í fyrsta gír á Vesturlands-
veginum. En við sjáum ekkert athugavert við
það að þjösnast sýknt og heilagt á röddinni.“
– Hvers vegna sækist þessi slagur svona hægt?
„Vegna þess að það er enginn skilningur á
þessu og skilningsleysi er alltaf byggt á þekking-
arleysi,“ segir Valdís og slær létt í borðið til að
leggja áherslu á mál sitt. „Við verðum að koma
þessu vandamáli inn í lýðheilsuna, þannig að
leita megi heildstæðra lausna. Það þarf að taka
þetta fyrir á þingi.“
Skal fara í gegn!
– Finnst þér þú enn þá tala fyrir daufum eyrum?
„Það er aðeins að rofa til eftir tuttugu ár.
Skárra væri það nú. En betur má ef duga skal.
Það þarf auðvitað sæmilega geggjaða hugsjóna-
manneskju til að standa í þessu en mér rennur
einfaldlega blóðið til skyldunnar sem raddfræð-
ingi. Mér finnst oft eins og sé sú eina sem geri
mér fullkomlega grein fyrir því hversu alvarlegt
ástandið er. Það fer að vísu að koma tími á mig
en ég vil helst ekki yfirgefa þetta líf fyrr en ég er
búin að koma fólki í skilning um þetta. Þetta mál
skal fara í gegn!“
Valdís hvetur þingmenn til að beita röddinni rétt. Ella gætu þeir átt á hættu að falla út af þingi.
Morgunblaðið/Eggert
23.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Dr. Valdís sendi árið 2018 frá sér bókina Talandinn, er hann í lagi? Vísindi á mannamáli.
Grípum aðeins niður í bókina, þar sem höfundur ræðir um kringumstæður sem bjóða
upp á misbeitingu raddar í tali eða söng.
Þegar höfuð situr ekki rétt á hálsi (hallar til hliðar, fram eða reigist aftur).
Röng líkamsstaða (t.d. bogra yfir einhverju).
Talað í tilfinningaróti eins og streitu, reiði eða með miklum sannfæringarkrafti.
Talað eða sungið í rangri raddhæð t.d. sungið í annarri tónhæð en manni er eðlislægt.
Talað eða sungið í of mikilli fjarlægð frá hlustanda.
Talað eða sungið yfir stórum hópi.
Öskrað eða gólað, t.d. á kappleikjum, íþróttum eða í erobik.
Talað eða sungið þar sem hljómburður er lélegur, eins og í of miklu bergmáli eða
þegar hljóð berst illa um húsakynni.
Talað eða sungið í bakgrunnshávaða (stöðugur hávaði t.d. eins og frá tækjum).
Talað eða sungið í erilshávaða (hávaði sem lifandi verur mynda, t.d. raddbeiting,
athafnir).
Talað eða sungið í þurru, köldu eða menguðu andrúmslofti.
ÞEGAR HÖFUÐ SITUR EKKI RÉTT Á HÁLSI
Fáðu tilboð
Íslenska gámafélagið igf@igf.is www.gamafelagid.is
s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
ER PLANIÐ SKÍTUGT?