Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 F rændur okkar Írar ráku landbún- aðarráðherrann sinn í gær fyrir að sýna kórónuveirunni ekki tilhlýðilega virð- ingu. Reyndar var ástæðan sögð vera sú að hann hefði afhjúpað dómgreindar- leysi sitt. Eins og alþekkt er þurfa menn ekki að afhjúpa dómgreindarleysi nema einu sinni til að fá örðugan stimpil í lífskladdann. Og það er gild ástæða til þess. Þetta er allt annað en margvísleg afbrot af ýmsu tagi. Þarna gæti hafa opin- berast persónugalli sem gæti birst aftur og aftur og ætíð þegar menn ættu þess seinast von. Það kann því að verða meiriháttar hömlun og ekki síst fyrir þá sem fara með völd og ábyrgð að opna á glufu dómgreindar- skorts. Ríkisstjórn innan marka. Áhyggjur af öðru Töluverð fréttagleði braust út þegar upplýst var að ís- lenska ríkisstjórnin hefði fengið sér dögurð á prýðilegu hóteli, kenndu við Rangá, á fallegum degi eftir vinnu- fund sinn í sveitinni. Menn geta haft þá skoðun að þetta hafi verið óheppi- legt, en það er þá þyngsti dómur sem hægt er að fella um atvikið og ekki verður séð að efni séu til þess. Ekkert bendir til annars en að ríkisstjórnin, og þeir sem skipulögðu atvikið í hennar þágu, hafi gætt eðli- legrar varúðar. Erlendir aðilar lokuðu landinu og ákváðu mánuðum síðar að opna það aftur og innlend stjórnvöld brugðust við af því afli sem tiltækt var. Hver maður gat þó séð á því sem þá var í farvatninu að fráleitt væri að ætla að halda landinu veiruhreinu í framhaldinu. Fréttir voru sagðar um að Rúmenar sem hingað komu í misgóðum tilgangi hefðu ekki verið vaktaðir vegna þess að þeir komu ekki beint frá Rúmeníu en höfðu skipt um vél. Sú afsökun sagði svo sem ekki alla söguna, en þó sláandi stóran hluta hennar. Hrópað á stóra stefnumarkandi ákvörðun Öðru hvoru heyrum við öll frá „yfirvöldum“ að við verðum að búa okkur undir að lifa við veiruna um all- langa hríð, jafnvel mörg misseri. Ekki er ljóst hvað þetta þýðir á mannamáli. Freistandi er að líta á þetta tal sem ábendingu um að við verðum að grípa næsta kostinn á eftir „hjarðónæminu“ sem rætt var um og einhenda okkur í að fletja út yfirferð veirunnar og segja það upphátt og gæta þá einungis þeirra sem varnarlausastir eru. Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundruðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar teg- undir af sóttkví, sem sífellt verður ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið al- gjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax. Á meðan svo margar óljósar ráðagerðir og mark- mið eru uppi á borðinu, verður sífellt óhægara að sameina þjóðina um viðbrögð. Vonandi hefur ríkis- stjórnin rætt einmitt það úrlausnarefni á þessum fundi sínum, þegar hún horfði vonglöð austur yfir fengsælustu veiðiá landsins, með leiktjöld allt um kring, skartandi Heklu, Tindfjöllum, Eyjafjallajökli, Vestmannaeyjum og fleiri perlum sem hinn mikli heimshönnuður ákvað af örlæti sínu að hafa á þessum stað, til að gleðja Sæmund fróða, Snorra Sturluson í fóstri og öldum síðar jöfurinn Jochumsson og okkur öll hin sem höfum átt þarna lengri eða skemmri dvöl frá því að land byggðist. Hafi á þessum fundum þar syðra verið mörkuð skiljanleg leið sem fólkinu verður boðið, með sannfærandi rökum, að fylgja héðan í frá, þá hefur engu verið kastað þar á glæ. Við skulum sjá hvað gerist. Glittir í Biden Vestur í Bandaríkjunum var Joe Biden sóttur í kjall- arann og látinn lesa ræðu af spjöldum sem saminn hafði verið á texti ofan í hann. Forsetinn, andstæðingur hans, er óþægur sínum mönnum, enda sannfærður um að enginn eigi hægara með að komast inn fyrir skelina á löndum sínum en hann sjálfur. Örpóstar hans sem sendir eru út um miðja nótt hafa svo sannarlega iðulega náð um- ræðunni svo ekkert annað kemst að, þótt hinu sé ekki að neita að stundum þarf nokkra snúninga fjölda að- stoðarmanna hans til að koma tilverunni á beinu brautina aftur. En fjendur hans á áróðursstöðvunum, sem fyrir löngu eru hættar að segja fréttir, hafa ekki fyllilega náð að nýta þessi tæpu 4 ár til að læra á spilverkið Trump. Þegar þeir eru rétt búnir að vekja upp sárhneyksl- aða menn um öll Bandaríkin til að fordæma hin „hræðilegu“ ummæli forsetans eru komin önnur úr sömu átt og um allt annað, sem þarf að fara í strax svo að áhangendur stöðvanna, sem hefur fækkað verulega, komi henni heim og saman, áður en sú þriðja birtist. En vandamálin við ræðuna sem Joe Biden kreisti upp úr sér og kjallaranum þola illa skoðun. Hann var að sjálfsögðu með kafla um það hve Trump væri vondur og vafalaust að samherjar hans og stuðnings- menn vildu endilega fá að heyra um það, þótt þar væri ekkert nýtt. En svo fóru hjólin undir Biden að spóla í eðjunni. Biden benti nefnilega á að hann, Bi- den, væri maður lausna og breytinga. Það var ekki fallega gert að láta Biden segja þetta um sjálfan sig við þá sem eru á miðjum aldri eða meira. Biden hefur verið í fremstu röð bandarískra stjórnmála í 47 ár. Allan þann tíma hefur hann aldrei snert það að kall- ast brautryðjandi eða burðarklár nýrra tíma. Jú, Obama fól honum að sjá um málefni Úkraínu og Kína fyrir sína hönd og Bandaríkjanna. Hann var þá iðju- samari en endranær því að hann kom Hunter syni sínum að á launaskrá hjá báðum og sá er þar enn og hefur haft óheyrilegar upphæðir upp úr krafsinu, þótt vafist hafi fyrir öllum, og er Biden þá meðtalinn, að útskýra hvað sonurinn hefði fram að færa í þau verkefni og fyrir þennan rosalega reikning. Hunter Biden var látinn segja nokkrar setningar á flokksþinginu svo að ekki yrði hægt að saka flokkinn um að fela hann. Hunter sagði þar að Joe Biden væri ekki maður sem ylli mönnum vonbrigðum og þótti áheyrendum hann trútt um tala frá eigin brjósti. Ein- hverjir nefndu í framhaldinu hvort ekki væri örugg- ara að hafa Hunter næstu vikurnar í kjallaranum með þeim gamla til að afstýra slysum beggja. En veiran er höfð sem afsökun fyrir því að hafa þurfi Biden í margra mánaða sóttkví á meðan allir aðrir eru í kosningabaráttu. Og svo er því slegið fram sem bónus að veiran sé auðvitað Donald Trump og aumingjadómi hans að kenna. En Trump er á fleygiferð alls staðar og er raunar skammaður fyrir að ganga ekki um með grím- ur. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi mál öll eiga eftir að þróast. Veiran óræða, Ronnie Sullivan, Wood og bunker B ’ Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundr- uðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar tegundir af sóttkví, sem sífellt verð- ur ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið algjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax. Reykjavíkurbréf21.08.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.