Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Síða 29
Margar fleiri týpur mætti tína til úr Boston Legal en höldum okkur við eina aukapersónu á hvern þátt. Annað væri svindl. Talandi um róf, þá kemur Sheila Jackson úr bandarísku útgáfunni af spédramanu Shameless upp í hug- ann. Hreint gull af konu og reiðubú- in að greiða götu hvers einasta manns í hvívetna. Það var bara eitt vandamál; Sheila var með fóbíu gagnvart því að fara út úr húsi. Fylltist móðursýkislegri skelfingu þá sjaldan þær snúnu aðstæður komu upp. Það kom sér vel fyrir okkar mann, Frank Gallagher, sem gerðist eins konar samþykktur hús- tökumaður hjá Sheilu um hríð, gegn því að reka fyrir hana eitt og eitt er- indi úti í bæ. Svo endaði hann auð- vitað undir voðum með henni – eins og vill verða með flestar konur sem hann kemst í kynni við. Kemst, segi ég í nútíð, en ein sería er eftir af Shameless. Góðu heilli. Svo við missum okkur ekki alveg í jaðarsettu fólki (mér hættir ósjálf- rátt til þess) þá skulum við snöggv- ast venda kvæði okkar í kross. Láta hugann reika til Vestur-Þýskalands heitins og þáttanna góðu um Der- rick rannsóknarlögregluforingja. Harry Klein er kannski ekki beint aukapersóna en hann var samt eins konar vængmaður hjá Derrick og því látum við það sleppa. Kurteisari, ábyggilegri og upplitsdjarfari mað- ur er vandfundinn í sjónvarpi, að ekki sé talað um hvernig hann knús- aði hjörtu húsmæðra um allan hinn siðmenntaða heim. Þeir búa þá ekki til lengur, menn eins og Harry Klein. Aðþrengdar eiginkonur bjuggu að alls kyns kynlegum kvistum og of- boðslega erfitt verk að gera upp á milli. Ég ætla samt að gerast svo djarfur að velja Edie Britt; vinkon- una sem í reynd stóð alla sína hunds- og kattartíð utan klíkunnar á Bláregnsslóð. Nú verðlauna ég mig með marmarakökusneið fyrir að muna hvað gatan hét – án þess að gúggla. Edie var skemmtilega ill- kvittin og úrræðagóð þegar kom að því að kvelja hinar pæjurnar í hverf- inu, einkum Susan Mayer, sem hún lagði fæð á. Eins og við munum fór illa fyrir Edie Britt en óþarfi að rifja það nánar upp yfir morgunkaffinu. Enginn gúmmelaðifýr Ég veit ekki með ykkur en mér fannst lögreglustjórinn í Miami Vice alltaf dálítið töff. Hann var ekki sami gúmmelaðifýrinn og Crockett og Tubbs, heldur hæglátur muldrari með erfiða húð; akkúrat týpan sem ég ber yfirleitt virðingu fyrir. Ástæðan fyrir því að nafn hans er ekki enn þá komið fram er sú að ég er að reyna að muna það meðan ég skrifa þessar línur. Og það er ekki að takast. Því miður. Marty Castillo, hvernig læt ég. Takk Wikipedia! Hvar getum við endað þennan pistil annars staðar en í Húsinu á sléttunni, tárvot en valhoppandi? Og þið vitið hver! Heldur betur! Nellie Oleson, hver önnur? Móðir allra sjónvarpstæfna. Heil þjóð elskaði að hata Nellie þegar hún tróð hinum hjartahlýju Ingalls-systrum ítrekað um tær. Það hreinlega fýkur í mig við tilhugsunina. Joð Err hvað ... Jerry Espenson úr Boston Legal. Nellie Oleson úr Húsinu á sléttunni. Sheila Jackson úr Shameless. Laura Palmer úr Twin Peaks. 23.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 w w w. i t r. i s L augarnar í Reykjaví k 2m Höldum bilinu ogsýnumhvert öðru tillitssemi SYSTRAÞEL Systurnar Alissa og Jasamine White-Gluz snúa í fyrsta skipti bökum saman í lagi á nýjustu plötu hljómsveitar þeirrar síðar- nefndu, No Joy, sem kom út í vik- unni. Motherhood heitir platan en lagið Dream Rats. Systurnar flytja gjörólíka tónlist, No Joy er svokall- að „shoegaze“-band en Arch Enemy, sem Alissa er í, grjótharður málmur. „„Shoegaze“ er framandi heimur fyrir mér en systir mín gef- ur allt í vinnuna og ég fílaði þetta í tætlur,“ sagði Alissa um samstarfið. Samstarf White-Gluz-systra Alissa White-Gluz styður systur sína. AFP BÓKSALA 12.-18. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Verstu kennarar í heimi David Walliams 2 Curious Incident Of The Dog In the Night Time Mark Haddon 3 Essential Academic Vocabulary Helen Kalkstein Huntley 4 Stjáni og stríðnispúkarnir 6 Zanna Davidson 5 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 6 Stormboði Maria Adolfsson 7 Essentials of Chemistry Ýmsir höfundar 8 Inquiry into Life Sylvia Mader 9 Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Sombína og sumarfríið við Myrkravatn Barbara Cantini 1 Aldrei nema kona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir 2 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 3 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 4 Ungfrú Ísland Auður Ava Ólafsdóttir 5 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 6 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 7 Hvítidauði Ragnar Jónasson 8 Íslandsklukkan Halldór Laxness 9 Staða pundsins Bragi Ólafsson 10 Heimsljós Halldór Laxness Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Í langþráðu sumarfríi mínu í Frakklandi hef ég verið að lesa bókina Extinction eftir Thomas Bernhard, sem þykir vera hans magnum opus. Erfitt er að útskýra töfrana sem felast í skrifum Bernhard en hann skrifar í belg og biðu og notar ekki enter-takkann sem gera bæk- ur hans lengstu stystu bækur sem ég hef lesið. Bækur Bernhards fylgja flestar svipaðri formúlu þar sem sjálf atburðarásin skiptir ekki höfuð- máli. Aðalpersóna sögunnar lít- ur um öxl og gerir upp skoðanir sínar á öllu milli himins og jarð- ar. Lýsingarnar einkennast jafn- an af mikilli andúð, hatri og hryllingi þar sem öll sund eru lokuð. Þetta myndi varla teljast lýs- ing á uppörvandi lestri en höf- undinum væri hægt að lýsa sem bókmenntalegu skrímsli með svarta beltið í tuði. Að mínu mati er þó ákveðin útrás fólgin í því að lesa texta Bernhards. Líkja má lestrinum við eins konar leiðslu. Hér fyrir neðan er áhugavert brot úr bókinni í lauslegri þýð- ingu. „Ég hef aldrei átt myndavél. Ég fyrirlít fók sem gengur um með myndavélar lafandi um hálsinn og er í sífelldri leit að næsta viðfangsefni. Hversu kjánalegt! Allan tímann er þetta fólk algjörlega ómeðvitað, hel- tekið af því að sýna sig á eins smekklausan hátt og hægt er. Það eina sem það nær á end- anum að festa á filmu er hrylli- leg bjögun á viðfangsefninu sem hefur enga stoð í raunveruleik- anum, bjögun sem þau sjálf bera ábyrgð á. Ljósmyndun er ósmekkleg fíkn sem hægt og örugglega er að ná tökum á mannkyninu, sem ekki aðeins heillast af tálsýninni heldur er ofurselt henni, og þegar fram líða stundir mun fólk, vegna út- breiðslunnar, taka falska ljós- myndaheiminn fram yfir raun- veruleikann. Þeir sem stunda ljósmyndun eru sekir um einn versta glæp sem hægt er að fremja – að afskræma náttúr- una. Fólkið á ljósmyndunum eru eins og aumkunarverðar dúkkur, afmyndaðar og óþekkjanlegar, og stara inn í miskunnarlausa linsu sem er fráhrindandi og heilalaus. Ljósmyndun er grunn ástríða sem náð hefur fótfestu alls staðar, sjúkdómur sem hrjá- ir gjörvallt mannkyn og er ekki lengur hægt að uppræta. Upp- hafsmaður ljósmyndunar sem listform fann því upp ómann- úðlega skopmyndalist sem er fullkomin bjögun á náttúru og mannverum til minnkunar.“ BENEDIKT SKÚLASON ER AÐ LESA Bókmenntalegt skrímsli með svarta beltið í tuði Benedikt Skúlason er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.