Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Undirbúningur er nú að hefjast við skipulag nýs grafreits á Akureyri. Fyrr á þessu ári úthlutuðu bæjar- yfirvöld um 20 hektara svæði fyrir greftr- unarstað í Naustaborgum, sem eru sunnan við bæinn nærri Kjarnaskógi. Skógurinn er úti- vistarsvæði rétt eins og hugsunin er að garðurinn nýi verði. „Kirkjugarðar eiga líka að vera fyrir lifandi fólk,“ segir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið. Annar tveggja kirkjugarða á Akureyri er á Naustahöfða, sem er á brekkubrún sunnarlega í bænum. Þar var fyrst jarðsett árið 1863 og alls eru um 9.000 grafir í garðinum, sem senn er fullnýttur. Kirkjugarð- urinn í Lögmannshlíð í Glerárhverfi er mun minni og grafir þar færri. Aðlagist landslagi Um hálfur annar áratugur er síð- an farið var að svipast um eftir svæði fyrir nýjan grafreit á Akureyri. Smári Sigurðsson segir að augu fólks hafi fljótt beinst að Nausta- borgum, sem eru ekki langt frá nú- verandi aðalkirkjugarði „Í Naustaborgum eru móar, mýr- ar, klettar og skógarrjóður. Hug- myndin er að greftrunarsvæðin að- lagist þessu landslagi og tengist með göngustígum, reiðvegum og öðru sem fyrir er á svæðinu,“ segir Smári. „Við gerð greftrunarstaða í dag þarf líka að taka tillit til breyt- inga á samfélaginu. Dauðinn er ef til vill ekki sama feimnismál í dag og sömuleiðis eru æ fleiri í dag utan þjóðkirkjunnar, Ísland er orðið fjöl- menningarsamfélag og margir hafa aðra lífsskoðun en kristna trú.“ Útfarir fjórðungi færri Í kirkjugarðinum á Naustahöfða eru útfarir um 140 á ári, en hefur fjölgað lítið eitt yfir lengra tímabil, sbr. mannfjöldaþróun á svæðinu. Í ár bregður hins vegar svo við að greftrarnir eru um fjórðungi færri en í meðalári. Spurður um skýringar bendir Smári á að meðan fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins gekk yfir á útmánuðum hafi við- kvæmustu hópar samfélagsins verið í skjóli. Vetrarflensan hafi ekki vitj- að gamla fólksins, sem er sérstak- lega berskjaldað fyrir umgangpest- um sem leiði oft til andláts. Þá hafi umsvif í samfélaginu verið mun minni á veirutímanum en við eðlileg- ar aðstæður og því banaslys hugsan- lega færri af þeim sökum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjugarður Á Naustahöfða á Akureyri hvíla um 9.000 manns og nú er horft til þess að útbúa nýjan greftrunarstað. Kirkjugarðar verði líka fyrir lifandi fólk  Unnið að undirbúningi nýs greftrunarstaðar á Akureyri Smári Sigurðsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verulegar tafir hafa að undanförnu orðið á sendingum á pökkum til og frá landinu. Morgunblaðið hefur dæmi um sendingar sem áttu að fara til Noregs og voru innskráðar á pósthúsi, önnur fyrir þremur vik- um og hin nokkrum dögum síðar. Sendendur hafa svo fylgst með framvindunni á netinu og séð að pakkarnir eru enn á Íslandi. Á meðan bíður viðtakandinn eftir bögglunum og er orðinn langeygur því sendingar milli Íslands og Nor- egs eru yfirleitt innan við vikutíma að berast. Birgir Jónsson, forstjóri Pósts- ins, segir í samtali við Morgunblað- ið að vegna kór- ónuveirunnar og ráðstafana til varnar henni hafi póst- og pakka- sendingar til og frá landinu verið í ólagi síðustu mánuði. Í vor hafi þær nánast stöðvast, þegar aðeins voru flognar örfáar ferðir til og frá land- inu í viku. Þá hafi verið reynt að koma sendingum í flutningaskip – en alltaf taki nokkurn tíma að slípa málin svo gagnvegir verði greiðir. „Þegar sjóflutningarnir, sem taka kannski 4-5 daga frá Evrópu, voru komnir í lag opnaðist smuga aftur með fluginu, en boðleiðirnar þar reyndust stirðar og hlekkirnir í keðjunni veikir. Satt að segja eru alls konar tappar í þessu æðakerfi flutninga í heiminum. Hér hjá Póst- inum er á hverjum degi leitað leiða til að koma pósti áfram, sem geng- ur mjög misjafnlega,“ segir Birgir. Fraktin bíður í Frankfurt Netverslun færist sífellt í vöxt og Vesturlandabúar eiga þar mikil við- skipti við Kína. Vörur þaðan hafa eftir pöntun verið fluttar til Evrópu – en eru þar stopp. Gríðarmikið magn af fraktsendingum að austan bíður nú til dæmis í dreifingar- miðstöð á flugvellinum í Frankfurt, vörur sem eiga að fara áfram vítt og breitt um veröldina. „Við verð- um bara að vona að rætist úr, það tekur tíma að vinna sig út úr svona vandamálum og slíkt gerist hægt meðan veiruástand varir,“ segir for- stjóri Íslandspósts. Pakkar í pósti lengi að skila sér  Vikur að berast frá Íslandi til Noregs  Tappar eru í æðakerfi flutninganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Færiband Flutningakerfi heimsins eru seinvirk um þessar mundir en allt er gert hjá Póstinum til þess að finna möguleika svo að sendingarnar skili sér. Birgir Jónsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Skjal sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fundu er varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við Krabbameinsfélagið (KÍ) var ófullbú- ið vinnugagn. Í því er að finna mis- skilning og ranga hugtakanotkun. Embætti landlæknis, Sjúkratrygg- ingar og Krabbameinsfélagið segja óábyrgt að birta skjalið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis, Sjúkratrygging- um og Krabbameinsfélaginu. Skimun flókið viðfangsefni Fulltrúar þeirra funduðu sameigin- lega í gær til að fara yfir skjalið sem er níu blaðsíður. Það var unnið í des- ember árið 2017 á greiningardeild Sjúkratrygginga. „Augljóst er að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggist á gögnum frá KÍ og samskiptum starfs- manna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar,“ segir í tilkynn- ingunni. Umrætt skjal var sent velferðar- ráðuneytinu í febrúar árið 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki ver- ið sent Krabbameinsfélaginu til yfir- lestrar áður en því var komið til ráðu- neytisins. „Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nán- ari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ,“ segir í tilkynningunni. „Það er mat landlæknis eftir sam- eiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðis- yfirvalda umfram þá skoðun sem þeg- ar er hafin hjá embætti landlæknis.“ Misskilningur í gagni um KÍ  Um ófullbúið vinnugagn að ræða Morgunblaðið/Árni Sæberg KÍ Félagið hefur sætt gagnrýni vegna mistaka í leghálsskimun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.