Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 6

Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fulltrúar Samgöngustofu og Isavia undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um tilraunaverkefni um íblöndun ís- lenskrar repjuolíu á olíutanka stór- virkra tækja á Keflavíkurflugvelli. Er verkefnið liður í viðleitni til orku- skipta á stórum tækjum og skipum sem Samgöngustofa vinnur að. Fáeinir bændur rækta repju, meðal annars á Þorvaldseyri og Sandhóli. Jón Bernódusson, verk- fræðingur hjá Samgöngustofu, sem lengi hefur unnið að athugunum á möguleikum orkuskipta á fiskiskipa- flotanum og staðið fyrir tilraunum um notkun lífdísils úr repjuolíu, seg- ir að ræktunin hafi gengið þokka- lega í sumar og uppskeran verið sæmileg það sem af er, en þó lakari en oft áður. Telur að kalt vor ráði því. Notuð eru tvö afbrigði af repju eða nepju, vornepja og haustnepja. Þarf að stíga næsta skref Haustnepjan er fyrri til endað sáð haustið áður. „Við erum búnir að uppskera haustafbrigðið. Það var fallegt og þokkalegt magn,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri. Nepjan sem sáð var í vor er ekki hæf til uppskeru fyrr en seinna í haust. „Við erum búin að vera í þessari tilraunaræktun í tíu ár. Það er spurning hvort ekki þurfi að koma þessu á næsta stig, kanna hvort áhugi er á að nýta þessa jurt og gera verðmæti fyrir bændur og spara gjaldeyri fyrir þjóðarbúið,“ segir Ólafur. Jón Bernódusson er í starfshópi sérfræðinga sem samgöngu- ráðherra skipaði til að fjalla um þessi mál. Jón segir að verið sé að setja upp aðgerðaáætlun um upp- setningu innviða þannig að hægt verði að auka ræktunina og koma framleiðslunni í verð. Bændur geti aukið ræktun og sá sem tekur við fræjunum geti pressað úr þeim olí- una og einnig átt markað fyrir fóð- urmjölið sem til verður við fram- leiðsluna. Ólafur Eggertsson segir að tölu- verð fjárfesting sé í afkastamikilli pressu. Telur hann að slíkt tæki þurfi að vera á félagslegum grund- velli því verksmiðjan geti þjónað mörgum bændum, sérstaklega ef hún væri færanleg á milli lands- hluta. Síðan þurfi innviði til að koma olíunni á markað og gera mjölið að söluvöru. Gerðar hafa verið tilraunir með notkun repjuolíu á vélar. Þannig hefur Skinney-Þinganes á Höfn gert tilraunir með íblöndun repjuolíu frá búi sínu í Flatey á Mýrum í dísilolíu til notkunar á vélar skipa fyrir- tækisins og bændurnir á Þorvalds- eyri nota repjuolíu á dráttarvél. Jóni Bernódussyni líst vel á sam- starfið við Isavia um notkun ís- lenskrar repjuolíu til íblöndunar á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Í upphafi verður 5% repjuolía notuð á móti dísilolíu, á eitt tæki. Hann segir að gerðar verði mælingar á áhrifum blöndunarinnar, ekki síst á út- blástur vélarinnar en markmið Isavia er að minnka notkun jarð- efnaeldsneytis og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Meginhluti notkunar jarðefnaeldsneytis er á stórvirku tækin sem notuð eru til að þjónusta flugbrautir og athafna- svæði flugvalla og viðhalda þeim, tæki sem ekki eru fáanleg rafknúin. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Samgöngustofu, undirrituðu yfirlýsinguna. Íslensk repjuolía á tæki á Vellinum  Tilraunaverkefni hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli  Áhrif á útblástur vélanna könnuð  Ræktunin gekk þokkalega í ár  Unnið að aðgerðaáætlun um innviði til að gera meiri verðmæti úr hráefninu Ljósmynd/Isavia Íblöndun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra setur fyrstu repjuolíuna frá Þorvaldseyri á olíutank gröfunnar í skýli Isavia á Keflavíkurflugvelli. Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í gær var ákveðið að framlengja skertan þjónustutíma leikskóla borgarinnar til 31. október til þess að starfsfólk hafi tíma í lok hvers dags til að sinna sóttvörnum á leikskólunum. Almennur þjónustutími leikskóla borgarinnar verður þannig frá klukkan 7:30-16:30. Breytingar- tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld, en hún kvað á um að þjón- ustutíminn yrði ekki skertur og starfsmenn leikskóla sæju um sótt- varnir að vinnudegi loknum. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun og því taldi Sjálfstæðisflokkurinn að kostnaðurinn við það ætti ekki að vera hár. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram við afgreiðslu málsins segir að skertur þjónustu- tími komi einkar illa niður á við- kvæmum hópum. Frekar eigi að verja fjármunum í að halda leik- skólum opnum til klukkan 17:00 í stað þess að eyða þeim í gæluverk- efni. oddurth@mbl.is Framlengja skert- an þjónustutíma  Leikskólar áfram opnir til 16:30 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stytting Opið verður til 16:30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.