Morgunblaðið - 09.09.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
„Fyrir tæpum áratug settu stjórn-
völd sér það markmið að ná 10 pró-
senta hlutdeild endurnýjanlegra
orkugjafa í samgöngum á landi fyrir
árið 2020. Á þeim tíma var hlutfallið
nálægt núlli og okkur þótti árið 2020
vera dálítið langt í burtu,“ sagði Þór-
dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra, á ársfundi Samorku í gær-
morgun.
Á fundinum var fjallað um orku-
skipti í samgöngum; hvað þyrfti til
svo Ísland stæðist Parísarsamning
um minnkun útblásturs frá sam-
göngum og fleira. Þórdís sagði vel til
fundið hjá Samorku að tileinka dag-
skrána orkuskiptum.
„Orkuskipti eru algjör forsenda í
vegferð okkar að kolefnishlutlausu
Íslandi. Við erum á fleygiferð, margt
er búið að gera og margt spennandi
er fram undan á þeirri vegferð,“
sagði Þórdís.
„Frábær árangur“
Ráðherra bætti því við að þótt árið
2020 væri kannski ekki besta ár
mannkynssögunnar í ýmsu tilliti
gætum við þó glaðst yfir því að spár
gæfu til kynna að markmiðið um
orkuskipti í samgöngum á landi
myndi nást.
„Það eitt og sér er frábær árangur
og betri en menn sáu fyrir og spár
gáfu til kynna á tímabili. Fyrir ári
var hlutfallið í kringum 9,5 prósent
og allar líkur eru á því að niðurstaða
þessa árs verði mjög nálægt 10 pró-
sentum,“ sagði Þórdís.
Hún benti á að fyrir áratug hefðu
Íslendingar verið á eftir öðrum þjóð-
um Evrópu og hinum Norðurlanda-
þjóðunum en í dag værum við fremst
í flokki. Einn mælikvarði sem við
höfum miðað okkur við í þessu sam-
hengi er hlutfall vistvænna bifreiða í
nýskráningum þar sem við höfum
undanfarin ár vermt annað sætið á
heimsvísu á eftir frændum okkar
Norðmönnum.
„Stjórnvöld hafa stutt við þessi
markmið um framgang orkuskipta
með ýmsum hætti. Til dæmis í formi
skattalegra hvata og ívilnana,
styrkja til innviðauppbyggingar víða
um land og almenns stuðnings við
nýsköpun og rannsóknir á þessu
sviði,“ sagði Þórdís.
Þórdís sagði markmið orkuskipta
þau að Ísland verði óháð jarðefna-
eldsneyti og að öll starfsemi, hvort
sem er á landi, í lofti eða á legi verði
knúin endurnýjanlegum orkugjöf-
um.
Markmið um
orkuskipti náist
Eru forsenda kolefnishlutleysis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samorka Þórdís Kolbrún snerti meðal annars á orkuskiptum í ræðu sinni.
Samspil margra þátta
» Orkuskiptin munu aldrei
vera borin af opinberum að-
ilum eingöngu, sagði Þórdís.
» Orkufyrirtæki, sprotafyrir-
tæki, bílaumboð, bílaleigur og
fleiri hafa lagt sín lóð á vogar-
skálarnar.
» Almenningur hefur einnig
tekið vel við sér og er opinn
fyrir því að kaupa rafbíla og
tengiltvinnbíla.
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Háspegill 143.000.- / Hringspegill 63.000.-
SPEGLAR
Matarbúðin Nándin hlaut í gær
Bláskelina, viðurkenningu um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins,
fyrir framúrskarandi plastlausa
lausn og prýðilegt fordæmi, eins og
það er orðað í tilkynningu um af-
hendinguna.
Kolbeinn Lárus Sigurðsson hjá
Matarbúðinni tók við viðurkenning-
unni úr hendi Guðmundar Inga
Guðbrandssonar umhverfis-
ráðherra. Var athöfninni streymt
beint á vef Umhverfisstofnunar.
Matarbúðin Nándin er fjölskyldu-
fyrirtæki staðsett við Austurgötu í
Hafnarfirði og í Kolaportinu í
Reykjavík. Markmið fjölskyldunnar
er að skapa sjálfbært matvælakerfi
þar sem sett er upp hringrás fyrir
gler, ásamt því að selja matvöru í
niðurbrjótanlegum og moltuhæfum
umbúðum. Fjölskyldan leggur
áherslu á að hvetja viðskiptavini og
samstarfsaðila til að vinna að plast-
lausum heimi með sér og um leið að
vekja fólk til umhugsunar um áhrif
umbúða á náttúruna og framtíðina.
„Í því vandasama verkefni að setja
upp plastlausa matarbúð, finna og
flytja inn umbúðir, þróa ferla og
pakka nánast öllum vörum er það
ómetanleg hvatning að fá opinbera
viðurkenningu sem þessa,“ sagði
Kolbeinn Lárus við athöfnina.
Í úrslitahóp dómnefndar komust
einnig fyrirtækin Bioplastic skin,
Krónan og Plastplan.
Matarbúðin Nándin fékk Bláskelina fyrir plastlausnir sínar
Viðurkenning Kolbeinn Lárus tekur við
Bláskelinni frá umhverfisráðherra.