Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 10

Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps hefur ekki áhuga á að taka yfir rekstur Vopnafjarðarflugvallar af Isavia og leggur áherslu á að það sé ekki hlutverk sveitarfélagsins. Isavia rekur flugvöllinn. Starfs- maður vallarins fer á eftirlaun á næsta ári og vörpuðu stjórnendur Isasvia fram þeirri hugmynd hvort Vopnafjarðarhreppur myndi vilja taka reksturinn að sér, á svipuðum forsendum og Langanesbyggð sem rekur flugvöllinn á Þórshöfn sam- kvæmt samningum við Isavia og fær greitt fyrir. Hefur sá rekstur gengið vel, samkvæmt upplýsingum Isavia. Hreppsráð hafnaði þessu, sér ekki hag í því fyrir sveitarfélagið að taka yfir rekstur flugvallarins, mið- að við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Bendir hreppsráð á að rekst- ur flugvalla sé ekki hlutverk sveit- arfélaga. Ráðið hvetur ríkið jafn- framt til að standa vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Sara Elísabet Svansdóttir, sveit- arstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir áður en slík ákvörðun er tekin. Hún nefnir að hreppsráðið vilji ekki lenda í aukakostnaði. Hún bendir á að styttri afgreiðslutími sé á flug- vellinum á Þórshöfn en Vopnafirði. Auglýst eftir starfsmanni Vopnafjarðarflugvöllur er á bakka Hofsár, fyrir miðjum botni Vopnafjarðar, um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu. Þangað er áætlunar- flug Norlandair frá Akureyri en einnig koma þangað einkaflugvélar með laxveiðimenn og hann nýtist til sjúkraflugs. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að málið nái ekki lengra. Niðurstaða sé fengin með samþykkt hreppsráðs. Kveðst hann gera ráð fyrir að auglýst verði eftir nýjum starfsmanni. Þórshafnarflugvöllur er rekinn af Langanesbyggð, eins og fyrr segir. Norðfjarðarflugvöllur sem raunar er aðeins fyrir sjúkraflug er rekinn af Fjarðabyggð. Guðjón neitar því að Isavia sé að reyna að koma inn- anlandsflugvöllum almennt yfir á sveitarfélögin. Breyting á rekstri Vopnafjarðarflugvallar hafi aðeins verið hugmynd til umræðu. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Vopnafjörður Flugvöllurinn er á bökkum hinnar gjöfulu laxveiðiár, Hofsár í Vopnafirði, skammt frá þorpinu. Vilja ekki taka yfir rekstur flugvallarins  Isavia bauð Vopnafjarðarhreppi að annast flugvöllinn Unnið er að því að skylda flokkun á úrgangi og samræma flokkunar- merkingar skv. frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi í vetur. Þá á að auka endurvinnslu á plasti með hagrænum hvötum. Aðgerðir í þessa veru voru reif- aðar á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- ráðherra þegar hann kynnti áætl- unina Úr viðjum plastsins. Hún samanstendur af 18 aðgerðum sem miða að því að draga úr plastnotkun í samfélaginu, auka endurvinnslu plasts og sporna við plastmengun í hafi. Meira en helmingur aðgerðanna er þegar kominn til framkvæmda, til að mynda bann við afhendingu burðarpoka án gjaldtöku. Í sumar samþykkti Alþingi frumvarp um- hverfis- og auðlindaráðherra þar sem bann var lagt við markaðs- setningu ýmissa einnota plastvara, svo sem bómullarpinna, hnífapara og blöðruprika. Á næsta áratug mun ríkið aðstoða sveitarfélög á landinu fjárhagslega svo hægt sé að ráðast í frekari end- urbætur á fráveitukerfum og hefta þannig losun örplasts í hafið, til að mynda með grænum ofanvatns- lausnum. Auglýst verður eftir verk- efnum á heimasíðu ráðuneytisins í haust. Um allar þessar aðgerðir er nánar fjallað í áætluninni. Aðgerðirnar byggjast á tillögum samráðsvettvangs um aðgerðaáætl- un í plastmálefnum sem ráðherra skipaði árið 2018 og í sátu fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs, félaga- samtaka og þingflokka. „Að ráðast gegn plastmengun er áskorun sem allar þjóðir heimsins standa frammi fyrir og hafa óæski- leg áhrif plastmengunar á lífríki komið æ betur í ljós á síðustu árum. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að grípa til aðgerða til að draga úr óábyrgri og óþarfri notkun plasts,“ segir í tilkynningu, haft eftir Guð- mundi Inga umhverfisráðherra. Skylt að flokka úrgang  Ráðherrann ætlar að setja reglur  Ýmsar einnota vörur eru bannaðar  Úr viðjum plastsins  Áskorun þjóðanna Morgunblaðið/Stefán Einar Úrgangur Gríðarlegt magn af plasti fellur til á hverju ári sem búa má til verðmætar vörur úr eins og vilji og viðleitni stjórnvalda stendur til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.