Morgunblaðið - 09.09.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.09.2020, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. september Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 21. sept. Hópur kvenna hefur sakað Jón Baldvin Hannibalsson um gróf kynferðisleg brot. Sami hópur hefur sak- að eiginkonu hans, Bryndísi Schram, um yfirhylmingu – að hún hafi vitandi vits ekki bara þagað um brotin heldur jafnframt logið til í því skyni að leyna alvarlegum brotum hans gegn öðrum konum. Meðal þess, sem hann er sakaður um, er að níðast kynferðislega á dætrum sín- um og dótturdóttur. Þær ásakanir eru fram settar af einni dóttur hans, en gegn hörðum mótmælum hinna dætranna, sem segja allar þær ásak- anir uppspunnar lygisögur búnar til af sjúkum huga í ætluðu hefndar- skyni sem engar ástæður séu fyrir. Þau hjónin hafi þvert á móti sýnt sjúkri dóttur allan sinn stuðning í hvívetna, en hafi af sjúkum huga ver- ið talin bera ábyrgð á öllum sjúk- dómnum og afleiðingum hans. Þess- ar ásakanir hafa m.a. orðið til þess, að margir vinir og kunningjar þeirra hjóna hafa ekki talið á annað hætt- andi en að slíta gömlum vinskap við þau, margir samferðamenn snúið við þeim baki, margir samtíðarmenn gert ásakanirnar annarra að sínum. Tekið undir. Þessi saga er um afleið- ingar hatursherferðar og óttans, sem hún vekur hjá samferðamönn- um um að taki þeir ekki undir þurfi þeir að sæta þess hins sama. Ofsókn- ar sama hóps, níðs hans og illmælgi. Ákæra – loksins! Tvisvar sinnum hafa allar þessar ásakanir verið sendar ákæruvaldinu í viðkomandi landi. Niðurstaðan hef- ur verið sú hin sama. Að mati ákæru- valdsins engin ástæða til málshöfð- unar. Slíkri kæru var líka vísað frá af ákæruvaldinu á Íslandi. Engin ástæða fannst fyrir ákæru. Eitt þessara mála hefur verið sent ákæruvaldinu í tveimur löndum. Ákæruvaldinu á Spáni. Þar var mál- inu vísað frá. Engin ástæða talin til ákæru. Það sama mál var líka sent ákæruvaldinu á Íslandi. Ákæruefnið: Að Jón Baldvin Hannibalsson hafi strokið konu um rassinn – utan klæða. Sigur unninn? Fjórar konur hafa haft beina að- komu að rannsókn og meðferð máls- ins. Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, lög- fræðingur ákærandans, Carmenar Jóhannesdóttur, sem bar fram hinar alvarlegu sakir um strok um rass, ut- anklæða. Kolbrún Benediktsdóttir, yfirmaður rannsóknardeildar kyn- ferðisafbrota, sem hefur nú rann- sakað þetta alvarlega mál í tvö ár. Anna B. Andradóttir, varasaksókn- ari, sem ákvað svo að stefna Jóni Baldvin fyrir rétt fyrir þessar alvar- legu sakir. Í viðtali við fjölmiðla í dag segir sú, sem sakirnar ber, Car- men Jóhannesdóttir, að með ákærunni, sem þessir framansögðu fjórir hafa saman staðið að, hafi ákærendur Jóns Baldvins Hanni- balssonar unnið stór- sigur. Ákæruna, máls- meðferðina, álítur sá, sem kærði, stórsigur fyrir alla þá, sem borið hafa þau hjón þungum sökum – þ.á m. þá, sem sakað hafa þau hjónin um kynferðislega mis- notkun á dætrum sínum og dótt- urdóttur. Niðurstaða réttarhaldanna skipti ekki máli. Sigurinn sé unninn. Alveg eins og ákærendur hafa talið að sigurinn sé að vinnast þegar aðrir; vinir, samstarfsmenn og samferða- menn, lúta ákærunni, illnælginni og níðinu og apa það jafnvel eftir. Loksins, loksins Þessi ákæra þar sem engin slík hefur áður fram komið af öllum þeim ásökunum, sem á þeim hjónum hefur dunið, gefur okkur áhorfendum hins vegar tækifæri, sem við höfum ekki áður haft. Málið verður lagt fyrir dómstóla. Þar verða sakargiftir ann- aðhvort sannaðar – eða ef þær verða ekki sannaðar þá verða þær hraktar. Löngu er kominn tími til þess, að ill- mælgi og níð af því tagi, sem á þau hjónin hefur verið borið og fjalla um verstu hliðar mannlegrar sálar fái þá umfjöllun sem þeim ber í réttarríki. Að slíkt níð sé lagt fyrir dómstóla og sannað – sé það satt – en hrakið ella. Sigurinn er ekki unnin, Carmen Jó- hannesdóttir og Aldís Schram. Sig- urinn verður ekki unninn í svona máli nema fyrir dómstólum þar sem ykkur gefst kostur á að færa heim sannir um grófar ásakanir ykkar. Því myndi ég ekki fagna ákærunni sem sigri heldur bíða úrslitanna. Aftur og enn Það hefur svo sem áður gerst, að samtakamáttur um illmælgi, ósann- ar ákærur, níð og rangsleitni hafi orðið þess valdandi, að saklaust fólk hafi orðið fyrir ofsóknum, vinslitum, afneitun samborgara og hörmung- um, jafnvel af ákæruvaldinu í eigin landi. Þær ásakanir voru aldrei lagð- ar fyrir neina dómstóla. Aldrei nein- ar sönnur færðar. En kristalsnóttin er enn í minningu minnar kynlóðar. Eru það þau örlög, sem þið, ásak- endur, vilduð að biði þeirra hjóna, Bryndísar og Jóns Baldvins? Önnur kristalsnótt – í öðru landi og á haust- dögum mörgum áratugum síðar? Kristalsnóttin endurvakin? Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Ásakanirnar gegn Bryndísi og Jóni Baldvin. Höfundur er fv. ráðherra. Nú eru undarlegir tímar og ýmsar blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stór- fyrirtækja sem eiga fátt skylt við það sem einu sinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra ein- ræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukk- uriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri en klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddara, hags- munapotara og velmeinandi hug- sjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beita þarf valdi og greiða hagnaði og hagsmunum og valdakerfum leið eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfn- uðum enda auðvelt að kaupa til þess lögfræðinga og kunnáttusamt PR-lið. Lýðræði er, eins og hug- takið gefur til kynna, annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja og verja fólk gegn misbeitingu valds, og leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði verður að þróast og breytast með sam- félaginu, í átt að al- mannaheillum, með því að efla og virkja breiðari hópa sam- félagsins. Og ljós- glætur leynast víða. Drjúgur hluti verka- lýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærn- ar með glæsilegum hætti, öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggist á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungið ramakvein valda- stéttanna og þjóna hennar kveður nú við. Greta Thunberg er eitt merkilegasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Sjálfs- prottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Og fyrir nærri áratug var blásið til þjóðfundar 6. nóvem- ber árið 2010 þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi al- mennings smíðuðu tillögur að nýrri stjórnarskrá sem afhent var forseta alþingis 27. júlí árið 2011 og lands- menn samþykktu í þjóðaratkvæða- greiðslu 20. október árið 2012. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almanna- heillum tókst að stöðva þennan fer- il nýrrar og framsækinnar stjórn- arskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á al- þingi með aðstoð nytsamra sakleys- ingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Við eigum drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er stöðugt verið að benda á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En nýja stjórn- arskráin er lykilatriði í því að þróa lýðræði þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði þær hug- myndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og sam- band við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjöl- breyttum grasrótarsamtökum, öfl- ugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Það er lífsspursmál að ljúka því verki sem hafið var með þjóðfund- inum og koma í veg fyrir þá út- vötnun sem nú er í gangi. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að skrifa hér undir: https://nystjornarskra.is/ Stjórnarskrá og undarlegir tímar Eftir Viðar Hreinsson »Ný stjórnarskrá er öflugt og mikilvægt viðnám við óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds. Viðar Hreinsson Höfundur er bókmenntafræðingur og rithöfundur. vidar@akademia.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Þegar hringt er í Landsbankann býður karl- mannsrödd mann velkominn, en ryður síðan út úr sér upplýsingum um bankann og þjónustu hans fyrst á íslensku, síðan á ensku. Svo kemur tónlist, en þá kemur röddin aftur með nýjar tilkynningar og nú um netbankann, netspjallið og netpóstinn, en segir síðan, að maður geti skilið eftir nafn og símanúmer, og þjónustufulltrúarnir muni hringja til manns eins fljótt og auðið er. En til hvers er verið að segja fólki þetta, þar sem þetta gefur enga raun? Ég ákvað að prófa þetta einu sinni, og beið heilan dag, án þess að væri nokkurn tíma hringt til mín, og aldrei var netspjalli ansað heldur, og var þetta þó á þeim tíma, sem full starf- semi var í gangi í bankanum andstætt því, sem nú er á þessum síðustu og verstu tímum. Nú veit ég ekki, hvort útlendingum er frekar ansað en okkur íslensku fastakúnnunum, en ég skil ekki, hvað verið er að auglýsa svona þjónustu, þegar hún virkar greinilega ekki. Ég vildi því beina þeim vinsamlegu tilmælum um að losa okkur við þetta raus og mas, meðan beðið er. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Óþarfa raus og mas meðan beðið er Bið „Þú ert númer 17 í röðinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.