Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 16

Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 ✝ Geir ViðarSvavarsson fæddist í Reykja- vík 16. janúar 1940. Hann lést á líknardeild Land- spítalans þann 29. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Svavar Gísla- son,, f. 2. des. 1914, d. 25. apríl 2005, og Oktavía Jóhannesdóttir, f. 2. okt. 1909, d. 1. nóv. 1983 Systkini Geirs voru Ellen, f. 2. maí 1929, Skúli, f. 8. sept. 1932, d. 18. feb. 2009, Svava, f. 21. júlí 1935, Jóhannes, f. 2. jan. 1944, d. 7. feb. 2006, Svan- hildur, f. 2. jan. 1944, d. 28. júní 1984, og Esther, f. 24. maí 1949. Hinn 28. desember 1963 ólst upp við Spítalastíg en fjöl- skyldan fluttist síðar á Bústaðaveg. Hann lauk gagn- fræðiprófi frá Gagnfræðiskóla Austurbæjar. Hann útskrif- aðist sem loftskeytamaður 1959 og vann sem slíkur í 2 ár, á togurum og á veðurskipi. Ár- ið 1963 fluttu Geir og Jóhanna til Noregs þar sem Geir hóf starfsnám hjá RadioNet. Þau fluttu aftur heim 1965. Árið 1966 lauk hann námi í sigl- ingafræði. Hann hóf störf hjá Loftleiðum 1967 í flugeftirlits- deild og síðar við áhafnar- skráningu og starfaði hann þar allt til ársins 1986. Árið 1977 stofnaði hann, ásamt Stefáni Guðjohnsen, fyrirtækið Rafís hf. sem starfaði til ársins 1998. Á árunum 1999 til 2010 starfaði hann sem lagermaður hjá Hýsingu, þar til hann fór á eftirlaun 70 ára. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju 9. september 2020 klukkan 13. Vegna fjölda- takmarkana verða einungis fjölskylda og nánir vinir við- staddir athöfnina. kvæntist Geir Jó- hönnu Svavars- dóttur, f. 21. júní 1940, og eignuðust þau tvö börn: 1) Hildigunnur Geirs- dóttir, f. 6. nóv. 1964 og giftist hún Alberti Guð- brandssyni, f. 8. okt. 1965. Eiga þau tvö börn, Daníel Frey, f. 19. apríl 1989, og Brynju Dís, f. 4. mars 1992. Daníel er kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur, f. 8. okt. 1988, og eiga þau tvö börn, Elvar Leó, f. 24. apríl 2014, og Remí Þór, f. 9. des. 2019. 2) Viðar Rúnar, f. 2. ágúst 1967, en hann er kvænt- ur Gerði Ísberg, f. 27. maí 1967. Geir fæddist í Reykjavík og Elsku pabbi er farinn til Sumarlandsins. Engin orð fá lýst hversu sárt það er að hafa ekki kost á að fylgja þér í dag. Ljúfur, ástríkur, umhyggju- samur, bóngóður, glaðlyndur, fjölhæfur, stríðinn og staðfast- ur eru nokkur orð sem koma strax upp í hugann. Hann var alltaf til staðar fyr- ir okkur fjölskylduna og marga fleiri. Það var sama hvað þurfti að gera, hann virtist geta gert allt. Hann var umhyggjusamur eiginmaður, góður faðir og seinna afi og langafi. Þegar við systkinin vorum að alast upp áttum við margar góðar stundir saman fjölskyld- an. Þó að pabbi hafi alltaf unnið mikið úti var alltaf tími fyrir fjölskylduna. Hann aðstoðaði með heimalærdóminn og var góður kennari. Hann náði til dæmis að kenna mér heils árs stærðfræði á einum sólarhring fyrir samræmd próf í grunn- skóla. Pabba þótti gaman að fara með okkur fjölskylduna út fyrir bæinn í sunnudagsbíltúra. Þá var mikilvægt að smyrja gott nesti fyrir ferðina. Við vorum oft í Ártúnsbrekkunni þegar pabbi byrjaði að tala um hvort það mætti ekki fá bita af nest- inu! Þetta varð til þess að barnabörnin þekkja vel tilvitn- unina: „Það verður ekkert nesti fyrr en eftir Ártúnsbrekkuna.“ Pabba líkaði að hafa reglu á hlutunum. Hann var ekki mikill kyrrsetumaður. Það var yfir- leitt hægt að finna ýmsa lista á skrifborðinu hans. Hann gerði matseðla til að auðvelda inn- kaup, skráði hjá sér ef það var eitthvað sem stóð til hjá okkur hinum svo að hann myndi eftir að kanna hvernig hefði gengið. Hann vildi að hafa reiðu á hlut- um, að þeir væru aðgengilegir og vel merktir. Það segir sitt að þegar hann hringdi til mín á fimmtudegi fyrir andlátið talaði hann um að haka í kassana. Ég var ekki alveg með á nótunum hvað hann meinti þá en þegar hann yfirgaf okkur svo á laug- ardagsmorguninn skildist mér að hann hafði verið með enn einn listann í höfðinu. Hann hafði ekki hringt í mig í meira en mánuð vegna veikinda sinna en þarna var hann að krossa af þá sem hann vildi kveðja. Hjálpsemi var honum í blóði borin. Var hann alltaf boðinn og búinn. Þegar barnabörnin komu taldi hann það ekki eftir sér að mæta á ótal tónleika, íþrótta- viðburði og sýningar þar sem þau komu fram. Þessi ljúfi maður átti það til að vera einstaklega stríðinn. Þegar honum datt eitthvað í hug kom sérstakur glampi í augun á honum og hann iðaði allur. Hann átti það til að vera þrætugjarn og fannst gaman að kynda aðeins undir. Sérstak- lega þegar kom að stjórnmál- um. Hann sagði oft: „Ég hef kannski ekki alltaf rétt fyrir mér, en aldrei rangt“! Þetta árið urðu þau bæði átt- ræð og fengu ömurlegustu af- mælisgjafir sem um getur. Krabbamein. Fyrst pabbi í byrjun árs rétt eftir afmælið sitt og svo mamma í vor rétt fyrir sitt. Sem betur fer er mamma að ná sér eftir sitt mein. Það eru ótal minningar sem koma fram í hugann þegar maður kveður ástvin. Ég er þakklát og glöð fyrir að geta dregið þær fram til að minnast þessa manns sem ég var svo heppin að fá sem pabba. Hvíl í friði, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Hildigunnur. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (GJ) Í dag kveðjum við bróður minn Geir Viðar Svavarsson. Mig langar að skrifa hér smá kveðju og þakka fyrir alla hans ást og umhyggju, sem hann sýndi mér alla tíð. Hann og Jonna komu í heimsókn til okk- ar í nokkra daga fyrir ári og ég var eins og lítill krakki, ég hlakkaði svo mikið til og gat ekki beðið. En þessir dagar liðu allt of fljótt. Þetta voru yndislegir dagar með góðar minningar. En hvern óraði fyrir að þetta væri í síðasta skipti sem við sæjumst? Geir var alltaf mín stoð og stytta í gegnum lífið, alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og taldi það ekki eftir sér. Þau voru ófá skiptin sem hann og Jonna hjálpuðu okkur, bæði við að flytja og með veisl- ur. Það var alltaf sama setn- ingin: „Vantar ykkur ekki hjálp? Við Jonna komum.“ Eða þegar ég var að koma í heim- sókn til Íslands þá sagði hann: „Hver sækir þig, megum við ekki sækja þig?“ Oft vorum við búin að ræða það hvað við ætl- uðum að hafa það gaman þegar við Jói værum flutt aftur til Ís- lands, og alltaf sama spurning- in: „Hvenær komið þið?“ Við erum á leiðinni, en við náðum ekki áður en kallið kom til hans. Sorgin er sár og missirinn mikill, en enn meiri má hann vera hjá Jonnu, Hildigunni, Viðari og fjölskyldum þeirra. Við Jói þökkum samfylgdina í gegnum árin og biðjum Guð að vera með ykkur öllum. Saknaðarkveðjur, Esther. Þegar Jonna hans Geirs hringdi og tilkynnti okkur lát hans streymdu minningar að. Við Geir kynntumst í Oslo Tekniske skole. Tækninám var að ryðja sér til rúms hér heima og við sem hófum nám í OTS á árunum 1963 og ’64 vorum fyrstu Íslendingarnir til að hefja tækninám þar. Á árum mínum þar voru átta nemendur að heiman við skól- ann. Við vorum sumir komnir með fjölskyldu og fleiri börn fæddust á námstímanum sem tengdi þá sem nánastir voru eiginlega einskonar fjölskyldu- böndum. Ekki var farið heim um jól og skólinn stóð fulla tíu mán- uði. Þá var gott að eiga góða vini sem hlupu undir bagga með börnin. Við hittumst mikið og auk annarrar samveru buðum við hvert öðru heim um jól og aðr- ar hátíðir þegar söknuður eftir fjölskyldunni heima er mestur. Við fyrstu fimm í skólanum og fjölskyldur okkar tengdumst miklum tryggðaböndum á þess- um árum og eftir að heim var komið áttu Stebbi og Adda, Geir og Jonna, Villi og Vigdís, Gautur og Svanhildur lengi eft- ir að verða ríkur þáttur í vina- og félagslífi okkar Veigu. Geir var traustur og góður vinur sem var skemmtilegur í vinahópi, glettinn og gat verið meinfyndinn. Hann var mikill vinur vina sinna. Við Geir og Stebbi geng- um til liðs við Round Table sem Mats vinur okkar innleiddi hér- lendis og störfuðum af kappi í RT tveimur fram yfir fertugt en það voru aldursmörkin. Í framhaldi gengum við í hjóna- klúbb eldri félaga sem lifir reyndar enn. Smám saman þrengdist hóp- urinn og við Adda og Stebbi og Jonna og Geir urðum nánari. Það var yndislegt að fylgjast með börnum hvert annars vaxa úr grasi og við tókum þátt í gleði og sorgum hvert annars. Við skemmtum okkur alltaf ein- staklega vel saman. Ógleyman- leg er menningarreisa okkar sex til New York, heimsborg- arinnar miklu, sem ekkert okk- ar hafði áður sótt heim. Allt var upplifun. Við fórum á frægar söngleikja- og óperusýningar og reyndum að skoða allt það markverðasta í borginni á einni viku. Vinátta og gleði umvefur minningarnar um þessa stóru ferð okkar saman. Fjölskyldurnar stækkuðu, áhugamál breyttust og smám saman jókst fjarlægð. Sam- verustundunum fækkaði. Ánægjustund í anda gömlu góðu daganna áttum við saman þegar við hjónin birtumst óvænt hjá Jonnu og Geir eftir að þau fluttu í Kópavog og heit- ið var meiri samveru. Í stað þess erum við að kveðja hann. Við leiðarlok er okkur hjónun- um efst í huga einlægnin og hlýjan í vináttunni sem við mát- um svo mikils og hvað var gam- an að fylgjast að á lífsins braut. Við vottum Jonnu, Viðari og Hildigunni og allri fjölskyld- unni innilega samúð. Geir Svav- arsson var drengur góður. Blessuð sé minning hans. Sverrir og Rannveig. Þegar við kveðjum góðan vin í hinsta sinn getur okkur fund- ist við vera að kveðja ákveðinn hluta af okkur sjálfum. Þegar við getum ekki notið samveru- stunda lengur verðum við að láta minningarnar duga. Einlægur og góður vinur okkar hefur kvatt þetta líf. Við áttum margar góðar samveru- stundir. Geir og Jonna var alltaf sagt, þótt við ættum við annað þeirra, svo samheldin voru þau í huga okkar. Á þessari lífsins göngu er ómetanlegt að eiga góðan vin. Það var Geir sannarlega, hann var traustur og einlægur og að útliti glæsilegur maður. Hann var hagleiksmaður mikill, sama hvort það voru smíðar eða að gróðursetja tré og plöntur, allt gerði hann af mikilli smekkvísi. Hann var einstaklega barngóð- ur og var mikill unnandi góðrar tónlistar af ýmsu tagi. Þau voru ófá ferðalögin sem við fórum saman og var Geir yfirleitt bílstjórinn. Þegar kom- ið var í bústað þótti alveg sjálf- sagt að Geir færi að huga að hvað ætti að fara á grillið því hann var sannarlega grillmeist- arinn í öllum okkar ferðum. Við Jonna höfum verið vin- konur frá barnsaldri. Þegar Jonna og Geir kynntust kom hann inn í líf okkar og tókst góð vinátta á milli okkar allra sem hefur haldist síðan. Ofar- lega eru í huga samverustundir í sumarhúsi Viðars sem þeir feðgar smíðuðu saman og greinilegt að vandaðar hendur voru að verki. Þar er einstak- lega gott að vera, fallegt hús og hlýlegt umhverfi, hvort sem var að sumri í sól eða að vetri í snjó. Við áttum margar góðar samverustundir þar sem við borðuðum góðan mat saman og undantekningalaust fundum við hjónin hversu velkomin við vor- um á þeirra heimili alla tíð. Ég geri mér vel grein fyrir hversu dýrmæt hver stund er í samveru við þá sem eru okkur kærir því hver einstök mann- eskja er svo dýrmæt. Það er aðeins þessi stund; gærdagur- inn er liðinn og morgundag- urinn ekki vís. Minningin um Geir mun lifa hjá okkur eins og ljósið sem lýsti frá honum. Við biðjum fyrir styrk til fjölskyldu Geirs og vina á kom- andi tímum. Kristjana R. Birgis og Mikael Fransson. Geir Viðar SvavarssonOkkar ástkæri JÓN ÁRMANN ÁRNASON, Strandbergi, Húsavík, lést á sjúkradeild HSN Húsavík þriðjudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 11. september klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðu Húsavíkurkirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á hollvinasamtökin Heiltón eða Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þórhildur Sigurðardóttir Árni Jónsson Sigríður Kristín Sverrisdóttir Margrét Kristín Jónsdóttir Árni Sveinn Sigurðsson Sigvaldi Óskar Jónsson Sigrún Birna Sigtryggsdóttir Anna Sigrún Jónsdóttir Magnús Hermannsson barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VIKTOR ÞÓR ÚRANÍUSSON, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést fimmtudaginn 27. ágúst á hjúkrunarheimilinu Grund. Að ósk hins látna hefur útförin farið fram í kyrrþey. Hulda Jensdóttir Laufey Jóhannsdóttir Ingvar Hreinsson Viktor Viktorsson Erla Edvardsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDGEIR ÍSAKSSON, Hagamel, Grenivík, lést sunnudaginn 30. ágúst á Grenilundi, Grenivík. Útför hans mun fara fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 12. september klukkan 13:30. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða einungis boðsgestir í kirkju og safnaðarheimili en allir eru hjartanlega velkomnir að útförinni þar sem henni verður útvarpað. Einnig verður útförinni streymt á jarðarfarir í Grenivíkurkirkju - beinar útsendingar. Margrét Sigríður Jóhannsdóttir Jóhann Oddgeirsson Herdís Anna Friðfinnsdóttir Alma Oddgeirsdóttir Ísak Oddgeirsson Svanhildur Bragadóttir Gísli Gunnar Oddgeirsson Margrét Ósk Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar og frænka, ÁSTA KRISTÍN ÞORLEIFSDÓTTIR frá Naustahvammi, Neskaupstað, Hlévangi, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þriðjudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsfélög. Stefán Þorleifsson Guðbjörg Þorleifsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir Vilhjálmur N. Þorleifsson systkinabörn og fjölskyldur Eiginmaður minn og faðir, ÓLAFUR E. FRIÐRIKSSON lögfræðingur, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 1. september. Jarðsett var í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Barnaspítala Hringsins. Þórdís Zoëga Kristján Geir Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.