Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 21

Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 „EFTIR KVARTANIR VORU YFIRHEYRSLUAÐFERÐIR MILDAÐAR – KANNSKI FULLMIKIÐ.” „VIÐ HÖFUM VERIÐ HAMINGJUSAMLEGA GIFT Í TVÖ ÁR — 2007 OG 2009.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann sendir þér réttu lyndistáknin. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ ERT HEPPIN AÐ VIÐ EIGUM EKKI KÖTT! EKKI SATT, GRETTIR? ÆTLUM VIÐ AÐ FÁ OKKUR KÖTT? FÉLAGAR, ÞIÐ ERUÐ HUGRÖKKUSTU VÍKINGAR Í ÖLLUM HEIMINUM! ÞURFTIR ÞÚ AÐ SEGJA ÞETTA ÞEGAR ÞEIR STÓÐU OG BIÐU Í RÖÐ EFTIR KVÖLDMATNUM? ERU EKKI ALLIR BARA HRESSIR? sem margir þekkja úr aðalhlutverk- inu í Rocky Horror Picture Show bar Lindu mjög vel söguna þegar hann sagði að „Guð er til og hún klæðir mig daglega“. Þegar Linda er spurð hver hafi nú verið mesti sjarmörinn af þessum kvikmyndaleikurum nefnir hún George Clooney og eins Brad Pitt sem hafi báðir verið skemmtilegir og ekki með neina stjörnustæla. Linda var að vinna við sjónvarps- þættina Castle Rock fyrir sjón- varpsveituna Hulu, en þættirnir voru teknir upp í Boston síðustu tvö árin. „Núna er ég að fara til Boston að vinna við þætti fyrir AMC- sjónvarpsstöðina.“ Hún segir að hún hafi saknað Íslands meira síðustu árin. „Mamma dó árið 2012 og þá ákvað ég að kaupa íbúð á Íslandi því ég vildi vera meira með pabba og fjölskyldunni. Þá er bara spurningin hvort ekki sé hægt að fá vinnu hér- lendis.“ Fjölskylda Linda var gift Steinþóri Stef- ánssyni tónlistarmanni, f. 10.11. 1961, d. 28.2. 1988. Þau skildu. Seinni eiginmaður hennar var Jeff- rey Sanford Krones, f. 26.2. 1967, listamaður. Þau skildu. Systkini Lindu eru Björk, f. 28.2. 1962, fulltrúi (License Operations) hjá LS Retail, og hún býr í Garðabæ. Bróðir Lindu er Jón Páll, f. 10.7. 1963, framkvæmdastjóri í Noregi. Móðir Lindu var Guðlaug Jónsdóttir, f. 3.11. 1937, d. 5.12. 2012. Seinni mað- ur hennar var Tómas Einarsson, f. 10.11. 1929, d. 12.2. 2006. Faðir Lindu er Garðar Svavar Hannesson, f. 15.2. 1934, fv. pípulagningameist- ari í Hafnarfirði. Seinni kona hans er Jóhanna Gísladóttir, f. 24.2. 1940. Linda Garðar Anna Jónasdóttir húsfreyja í Skjaldarbjarnarvík Guðjón Kristjánsson bóndi í Skjaldabjarnarvík á Ströndum Pálína Sigurrós Guðjónsdóttir húsfreyja í Munaðarnesi á Ströndum Guðlaug Jónsdóttir póststarfsmaður í Hafnarfi rði og Reykjavík. Jón Jens Guðmundsson bóndi í Munaðarnesi á Ströndum Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja á Munaðarnesi Guðmundur Gísli Jónsson bóndi á Munaðarnesi Ástríður Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Reykhólasókn Björn Björnsson bóndi og járnsmiður í Reykhólasókn Valgerður Björnsdóttir húsfreyja í Hnífsdal Hannes Ólason verkamaður í Hnífsdal Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Ísafi rði Óli Hannesson sjómaður á Ísafi rði við Skutulsfjörð Úr frændgarði Lindu Garðar Garðar Svavar Hannesson pípulagningameistari í Hafnarfi rði Páll Jónasson í Hlíð á Langanesirekur „Sólskríkjuraunir á Súlubar“: Hann kráku frá Kráká þar hitti hún var kolsvört með gullspöng um mitti, svo hann breiddi út sitt stél, og bauð henni vel, en hún vildi ekki snjótittlingstitti. Helgi R. Einarsson sendi póst og lét þess getið, að landlæknir í Kan- ada hefði varað við of miklu sam- neyti kynjanna vegna veirunnar. Sem ógnvald sumir sjá ’ða. Sig menn spyrja. Má ’ða? Í veiruvá er vert að spá. Því frestum því að fá ’ða. Rétt er að sýna „Tillitssemi“: Trygglynda stúlkan hún Tara tók sér Pétur til vara, sem ku stafa af því, að komist í frí, karlinn hægt væri’ að spara. Pétur Stefánsson sendi mér gamlar vísur, sagðist hafa fundið þær í gamalli stílabók og gefur þessar skýringar: „Úr síðustu ferð minni í Sléttuhlíð í Skagafirði fyrir nokkrum árum þá stóð ég við gamla ættaróðalið að Keldum. Þessar vísur urðu til er ég leit yfir sviðið: Hlíðin er fögur og himneskt er svið með haustlegu litamynstri. Blasir mér Heiðarhyrnan við horfi ég ögn til vinstri. Til hægri blasir margt við mér, – magnast sveita skjallið – afar fagurt augað sér Arnarstaðafjallið. Hér gefur Pétur þá skýringu, að á milli þessara fjalla séu Miðhóls- fjall, Breiðafjall og Tungufjall. Lengra til hægri frá Keldum séð sést í Róðhólshnjúk og Skálahnjúk. Næstu stöku skýrir Pétur svo, að „vatnið með veiði afar góða“ sé Sléttuhlíðarfjall. Svo er þarna vatnið vænt, með veiði afar góða. Lækir, þúfur, grasið grænt sem gleðja skáldið fróða. Á Boðnarmiði yrkir Hallmundur Guðmundsson fallegt „Kvöldverð- arljóð“: Á hungri varð að lokum lát, ligg að fullu mettur. Í kvöld ég linnulítið át; lambakótelettur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Samneyti kynjanna og fjöllin í Sléttuhlíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.