Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Handknattleikssamband Íslands hleypti af stokkunum átakinu „Breytum leiknum“ í gær þar sem markmiðið er að fjölga stúlkum í íþróttinni og þá sérstaklega að fá ungar stúlkur til að hefja æfingar. Á vef HSÍ segir að markmiðið með átakinu sé að bæta ímynd kvenna- handboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til að byrja að æfa handbolta og stunda íþróttina lengur. Bent er á að fjórtán ára stúlkur séu tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar. Nánar um átakið á hsi.is. Átak til að fjölga stúlkum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brottfall HSÍ freistar þess að halda stúlkum lengur í handboltanum. Helgi Kolviðsson fagnaði í gær- kvöld sínum fyrsta sigri sem lands- liðsþjálfari Liechtenstein í knatt- spyrnu. Liechtenstein sótti San Marínó heim í D-deild Þjóðadeildar UEFA og sigraði 2:0. Þetta var fyrsti leikur Liechtenstein í keppn- inni en þriðja lið riðilsins er Gíbr- altar sem vann San Marínó 1:0 í fyrsta leiknum. Þetta var ellefti leikur liðsins undir stjórn Helga en það fékk tvö stig í undankeppni EM á síðasta ári. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Liechtenstein í mótsleik á útivelli í sex ár. Helgi fagnaði fyrsta sigrinum Morgunblaðið/Eggert Áfangi Tímamót urðu hjá Helga Kolviðssyni í gærkvöldi. Afturelding er með fína breidd, frá- bæra varnarmenn, öflugan mark- mann og mörg ólík sóknarvopn. Sé varla hvernig þetta á að klikka, nema þeir nái ekki einfaldlega ekki takti sem lið. Þetta er jú liðssport. ÍBV Þrátt fyrir að vera hálfskyttulaus- ir og ekki alveg jafn vel mannaðir og áður reikna ég með ÍBV mjög sterkum enda með besta heimavöll- inn í deildinni og fullt af frábærum leikmönnum. Ég er sérstaklega spenntur að sjá hvernig frábærir þjálfarar liðsins eiga eftir að leysa varnarleikinn í vetur, þar sem bæði Magnús Stefánsson og Elliði Snær Viðarsson eru horfnir á braut en þeir félagar hafa verið algjörir lyk- ilmenn í þessari ótrúlegu ÍBV-vörn. Selfoss Selfoss er eitt af mínum uppá- haldsliðum í deildinni. Klúbburinn vinnur eftir frábærum gildum og leikmennirnir í liðinu eru svo heilir í því sem þeir eru að gera að það er ekki hægt annað en hrífast með. Ég sé þá verða í hálfgerðu miðjumoði í vetur og á ekki von á að þeir geti strítt toppliðunum en það má hins- vegar aldrei afskrifa Selfyssinga. Það hafa þeir sýnt okkur ítrekað. Stjarnan Stjörnumenn mæta til leiks með son Garðabæjar, Patrek Jóhann- esson, við stýrið og svakalega öfl- ugan og spennandi leikmannahóp. Þeir eiga svo sannarlega séns í að eiga gott mót, sérstaklega ef þeir fá góða markvörslu. Ég vona hins- vegar fyrst og fremst að þeir nái upp stemningu og gleði í sínu bæjarfélagi og rífi handboltann al- mennilega upp í Garðabænum. Fram Það verður spennandi að sjá liðið í vetur undir stjórn Sebastians Al- exanderssonar. Mér fannst Guð- mundur Pálsson ná frábærum árangri með liðið síðastliðin ár, þar sem hann bjó til svakalegt stemn- ingslið sem var rosalegt erfitt við að eiga. Það hafa orðið töluverðar breytingar á liðinu og því er það smá spurningarmerki. En það kæmi mér á óvart ef Framliðið yrði í ein- hverri fallbaráttu og vonandi ná þeir að berjast um úrslitakeppn- issæti. KA Eftir frekar erfiðan vetur í fyrra hafa mínir menn fyrir norðan spýtt aðeins í lófana og mæta með feiki- sterkt lið til leiks. Með þennan leik- mannahóp og frábært stuðningsfólk á pöllunum kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu narta í hælana á toppliðunum. Það sem ég óttast mest fyrir þeirra hönd er breiddin og svo væri ég til í að sjá þá lækka aðeins spennustigið hjá sér og halda betur haus í gegnum leikina. Þór Ég reikna með Þórsurunum í svipuðum pakka og ÍR og Gróttu. Það sem Þór hefur hinsvegar fram yfir þau tvö lið er erfiður heimavöll- ur og ef þeim tekst að búa til öfluga stemningu í Höllinni gætu þeir kannski haldið sér uppi. ÍR Mínir menn í ÍR mæta með alveg glænýtt lið til leiks og ljóst að vet- urinn verður þeim erfiður. Það verð- ur algjört lykilatriði hjá þeim að ná góðum úrslitum til að byrja með og ná í stig á móti liðum eins og Gróttu og Þór, til þess að sleppa við fall. Grótta Gróttumenn eru búnir að sækja ansi mikið af leikmönnum, eina níu talsins, marga hverja ansi góða. Nú er pressa á þjálfaranum, Arnari Daða Arnarssyni, að slökkva á hljóðnemanum í Handkastinu og sýna úr hverju hann er gerður. Það væri gaman að sjá Gróttu eiga gott tímabil og halda sér uppi, nokkuð sem ég sé alveg gerast. Ógnarsterkir Haukarnir gætu rúllað deildinni upp  Bjarni Fritzson telur Val, FH og Aftureldingu líka tilbúin í toppslaginn í vetur Morgunblaðið/Árni Sæberg Líklegir Atli Már Báruson úr Haukum og Anton Rúnarsson úr Val verða í toppbaráttunni með sínum liðum í vetur ef að líkum lætur. HANDBOLTINN Bjarni Helgason Víðir Sigurðsson Bjarni Fritzson, fyrrverandi lands- liðsmaður í handknattleik og þjálf- ari ÍR undanfarin ár, telur Hauka afar sigurstranglega á Íslandsmóti karla í handknattleik í vetur en keppni í Olísdeild karla hefst annað kvöld. Valur, FH og Afturelding geti þó öll veitt Haukum harða keppni og ljóst sé að þau stefni öll á toppinn á komandi keppnistímabili. Grótta, ÍR og Þór séu hinsvegar þau þrjú lið sem líklegast sé að verði í erfiðri fallbaráttu, þar sem heimavöllur Þórsara geti gert gæfu- muninn. Hér á eftir eru umsagnir Bjarna um liðin tólf í deildinni og þeim er raðað upp samkvæmt spánni fyrir deildina sem birt var í fyrradag. Valur Valsarar mæta líkt og áður afar öflugir til leiks og stefna pottþétt á að vinna titilinn sem þeir ætluðu sér að ná í í fyrra. Mér sýnist líka fullt af hrikalega ungum og efnilegum leikmönnum fá tækifæri hjá þeim í vetur, sem mér finnst afar ánægju- legt. Ég hef hinsvegar áhyggjur af markvörslunni hjá þeim og það kæmi mér reyndar ekkert á óvart að sjá Hreiðar Levý á parketinu þegar líður á tímabilið. Haukar Haukarnir eru ógnarsterkir og sagan segir okkur það að þeir eigi eftir að rúlla upp þessari deild. Enda man ég varla eftir því að Aron Kristjánsson hafi þjálfað liðið án þess að hafa orðið Íslandsmeistari. Ekki veikan blett að finna á þessu liði og það þyrfti bara eitthvað ótrú- legt að gerast til þess að Haukarnir muni ekki gera alvörutilkall til að vinna þetta allt saman. FH FH-ingar skarta nánast sama liði og í fyrra, sem vinnur klárlega með þeim í byrjun móts. Þeir ættu að geta byggt ofan á það sem þeir voru að gera í fyrra og mætt í góðum takti inn í mótið. Ég reikna með þeim við toppinn og FH-ingar ættu klárlega að geta orðið Íslandsmeist- arar. Það eina sem ég sé að gæti skemmt möguleika þeirra er ef lyk- ilmenn liðsins fara að meiðast. Afturelding Mosfellingar fóru mikinn á leik- mannamarkaðinum fyrir þetta tíma- bil og ljóst að þeir ætla sér harða at- lögu að titlinum. Ef allt er eðlilegt verða þeir í hópi fjögurra efstu liða og gætu að mínu mati unnið mótið. Sjö íslenskir handboltamenn sem hafa leikið erlendis undanfarin ár spila með liðum í Olísdeild karla á komandi tímabili og fjórir þeirra koma frá Danmörku. Haukar fengu landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústafsson frá Skjern og línumanninn Þráin Orra Jónsson frá Bjerringbro- Silkeborg. KA fékk skyttuna og varnartröllið Ólaf Gústafsson og horna- manninn Árna Braga Eyjólfsson frá Kolding. ÍBV fékk miðjumanninn Sigtrygg Daða Rúnarsson frá Lübeck-Schwartau í Þýskalandi, Geir Guð- mundsson er kominn til Hauka frá Cesson-Rennes í Frakklandi og Guð- mundur Hólmar Helgason er kominn til Selfyssinga frá West Wien í Austurríki. Sjö eru komnir frá útlöndum Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Belgía – Ísland.......................................... 5:1 Danmörk – England................................. 0:0 Staðan: Belgía 2 2 0 0 7:1 6 England 2 1 1 0 1:0 4 Danmörk 2 0 1 1 0:1 1 Ísland 2 0 0 2 1:6 0 A-deild, 3. riðill: Frakkland – Króatía ................................ 4:2 Svíþjóð – Portúgal .................................... 0:2  Portúgal 6 stig, Frakkland 6, Svíþjóð 0, Króatía 0. C-deild, 1. riðill: Kýpur – Aserbaídsjan.............................. 0:1 Lúxemborg – Svartfjallaland.................. 0:1  Svartfjallaland 6 stig, Lúxemborg 3, Aserbaídsjan 3, Kýpur 0. C-deild, 2. riðill: Armenía – Eistland .................................. 2:0 Georgía – Norður Makedónía ................. 1.1  Norður-Makedónía 4 stig, Georgía 4, Ar- menía 3, Eistland 0. D-deild, 2. riðill: San Marínó – Liechtenstein ................... 0:2  Helgi Kolviðsson þjálfar lið Liechten- stein.  Liechtenstein 3 stig, Gíbraltar 3, San Marínó 0. EM U21 karla 1. riðill: Lúxemborg – Armenía............................. 2:1 Svíþjóð – Ítalía.......................................... 3:0 Staðan: Írland 7 5 1 1 12:3 16 Ítalía 6 4 1 1 15:3 13 Ísland 6 4 0 2 11:9 12 Svíþjóð 6 3 0 3 13:8 9 Armenía 7 1 0 6 4:17 3 Lúxemborg 6 1 0 5 2:17 3 Katar Al Ahli Doha – Al-Arabi.......................... 2:0  Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al- Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið sem er með eitt stig eftir tvær umferðir. Noregur B-deild: Lilleström – Ranheim ............................. 3:1  Björn Bergmann Sigurðarson fór af velli á 61. mínútu hjá Lilleström sem er í 5. sæti en Arnór Smárason lék ekki með. KFUM Ósló – Tromsö ............................. 1:1  Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsö sem er efst í deildinni. Svíþjóð Bikarkeppnin, 2. umferð: Norrstrand – Mallbacken ....................... 4:0  Kristrún Rut Antonsdóttir var í byrjun- arliði Mallbacken.  Danmörk Skjern – Skanderborg ........................ 28:31  Elvar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Skjern og átti 3 stoðsendingar. Ringsted – SönderjyskE..................... 26:28  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SönderjyskE. Evrópudeild karla Dregið til 2. umferðar: Holstebro – Rhein-Neckar Löwen Azoty Pulawy – Kristianstad GOG – Pfadi Winterthur Skjern – Montpellier Dobrogea Constanta – Sporting Lissabon Benidorm – AON Fivers Bjerringbro-Silkeborg – CSKA Moskva Potaissa Turda – Toulouse Bidasoa Irun – Nexe Metalurg Skopje – Kriens-Luzern Gyöngyösi – Füchse Berlín Trimo Trebnje – Balatonfüredi   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Boston................................ 89:111 Staðan er 3:2 fyrir Boston. Vesturdeild, undanúrslit: Denver – LA Clippers...................... 107:113  Staðan er 2:1 fyrir Clippers.   KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – ÍBV ......................... 17 Jáverksvöllur: Selfoss – Valur ................. 17 Kaplakriki: FH – Fylkir ........................... 17 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Þór/KA ..... 18 Kópavogsv.: Breiðablik – Stjarnan..... 19.15 2. deild karla: Ólafsfjarðarvöllur: KF – Kórdrengir ...... 17 Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Völsungur .. 17 Rafholtsv.: Njarðvík – Fjarðabyggð .. 17.15 Nesfiskvöllur: Víðir – Selfoss .............. 17.15 Hertz-völlur: ÍR – Þróttur V ............... 17.15 Akraneshöll: Kári – Haukar..................... 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.