Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Milli 17:00–19:00 af völdum drykkjum og réttum HAPPY HOUR Andrés Magnússon andres@mbl.is Lögmaður Samherja hefur skrifað útvarpsstjóra bréf, þar sem furðu er lýst á málsmeðferð á kæru félagsins á hendur ellefu starfsmönnum Ríkis- útvarpsins (Rúv.) til siðanefndar stofnunarinnar vegna framgöngu þeirra á félagsmiðlum. Er þar fundið að því að siðanefnd skuli ekki hafa verið að störfum síðan í fyrra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli siðareglna um það, og þó ekki síður að nú standi til að skipa nýja siðanefnd til þess að fjalla um þessa kæru, sem veki ríkar efasemdir um óhlutdrægni hennar. Arnar Þór Stefánsson hrl. ritar bréfið fyrir hönd Samherja til Stef- áns Eiríkssonar útvarpsstjóra og gerir að umtalsefni orð, sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum, um að ekki hefði verið endurskipað í siða- nefndina þar sem siðareglur hefðu verið til endurskoðunar síðan í fyrra, en að úr því yrði bætt í ljósi fram- kominnar kæru Samherja. Lögmaðurinn bendir á að endur- skoðun siðareglna komi ekki í veg fyrir að farið sé eftir þeim reglum, sem í gildi séu, þar á meðal hvað varðar skipun siðanefndar, sem hefði átt að eiga sér stað árið 2019. Þá mæli siðareglurnar fyrir um að tveir nefndarmenn af þremur skuli „skipaðir af aðilum nátengdum Rík- isútvarpinu,“ en útvarpsstjóri skipar sjálfur formann hennar og starfs- mannafélag Rúv. annan hinna. Þann- ig verði meirihluti siðanefndar skip- aður af yfirmanni hinna kærðu og hagsmunagæslusamtaka hinna kærðu. Þessa málsmeðferð alla telur Sam- herji „til þess fallna að draga megi óhlutdrægni siðanefndar í efa og að óeðlilegt sé að kærandi þurfi að sæta slíku“. Er talið nærtækara að nefndin yrði skipuð þeim nefndarmönnum, sem hana skipuðu til ársins 2019. Siðareglur í uppnámi Ljóst er að Stefáni Eiríkssyni út- varpsstjóra er nokkur vandi á hönd- um. Þarna hefur augljóslega orðið misbrestur í stjórnsýslu Rúv. og erf- itt úr að bæta svo óhlutdrægni og vandaðrar málsmeðferðar sé gætt. Og lítið réttlæti að kærandi beri hall- ann af því. Við bætist að þar er um að ræða vanda sem segja má að Stefán hafi fengið í arf, því hann kom ekki til starfa fyrr en 1. mars síðastliðið vor, en það var í útvarpsstjóratíð Magn- úsar Geirs Þórðarsonar, sem endur- skoðunin hófst, og það var hann sem lét undir höfuð leggjast að skipa nýja nefnd, enda mögulega kominn með hugann á nýjan stað. Ekki hefur fengist upplýst hvers vegna ráðast þurfti í endurskoðun siðareglnanna, sem þá voru aðeins um þriggja ára gamlar. Nefnt hefur verið að ekki sé í þeim tiltekinn neinn fyrningartími, þ.e.a.s. hversu langt megi líða frá birtingu til kæru; eins sé óljóst til hvaða starfsmanna siðaregl- urnar nái, fréttamenn, dagskrárfólk og yfirmenn séu þar ljóslega á meðal, en ekki hvort þær nái líka t.d. til tæknifólks eða auglýsingasala. Þá sé óvíst hvernig þær tengist öðrum reglum Rúv. um kærur og kæruleið- ir. Efast um óhlut- drægni nýrrar siðanefndar  Lögmaður Samherja mótmælir málsmeðferð Ríkisútvarpsins  Vill frekar hafa gömlu siðanefndina en nýja Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siðanefndarkæra Stefán Eiríksson útvarpsstjóri á úr vöndu að ráða. Ásakanir & kærur » Kastljós fjallar um Samherja 2012 og Kveikur 2019. Op- inberar rannsóknir sigla í kjöl- farið. » 11. ágúst 2020 birtir Sam- herji ásakanir um óvönduð vinnubrögð Helga Seljan og Rúv. » Ellefu starfsmenn Rúv. mót- mæla því hástöfum á fé- lagsmiðlum næstu daga. » 1. september kærir Samherji þá fyrir brot á siðareglum. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Hlutfall þeirra sem greinast með virk smit við landamærin fer vaxandi og skýrist það líklega af vaxandi út- breiðslu kórónuveirunnar erlendis. Hlutfall þeirra sem höfðu virk smit við greiningu á landamærunum í júní og júlí var 0,03% en undanfarnar þrjár vikur er hlutfallið 0,3%. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upp- lýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær. Hvað varðar stöðuna innanlands sagði Þórólfur að virkum smitum fækkaði hægt og örugglega og sama mætti segja um fjölda í sóttkví. Áfram megi búast við því að tvö til sex ný innanlandssmit greinist dag- lega, auk hugsanlegra lítilla hópsýk- inga. 60% þeirra sem greinast með virk smit við landamærin eru búsett á Ís- landi og 24% eru íslenskir ríkisborg- arar. Þórólfur sagði veiruna í sókn í ná- grannalöndum okkar, svo sem Dan- mörku, Noregi og Bretlandi þar sem stjórnvöld eru að grípa til hertra að- gerða. Takmarkanir innanlands gilda til 27. september, en Þórólfur heldur að horft sé fram á að að aflétta þurfi takmörkunum í litlum skrefum. Eins metra reglan sé mjög mikilvæg og ein sú mikilvægasta í að hefta út- breiðslu veirunnar. Þórólfur stefnir að því að leggja til að slakað verði á tilmælum innan- lands eftir tvær til þrjár vikur ef allt gengur vel. Þá hefur Þórólfur sent tillögur til ráðherra um að stytta 14 daga sóttkví, en gögn og rannsóknir sýna að stytta megi sóttkví með sýnatöku á sjöunda degi. Það þurfi þá að setja það í reglugerð, sem sé hlutverk heilbrigðisráðherra. Að sögn Þórólfs er skynsamlegast að fara mjög hægt í að aflétta tak- mörkunum á landamærum og að ekki sé rétt að aflétta ráðstöfunum samtímis innanlands og á landamær- um. Vinna við framtíðarútfærslu á skimunum með tilliti til mismunandi hagsmuna þarf að fara fram sem fyrst, að sögn Þórólfs. Fjögur ný innanlandssmit kórónu- veirunnar greindust í fyrradag. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu en hinir tveir utan sóttkvíar. Þrír greindust smit- aðir á landamærum og bíða sýni þeirra mótefnamælingar. 75 manns eru nú í einangrun, 302 eru í sóttkví en 2.879 í svokallaðri skimunarsóttkví eftir komu til lands- ins. Einn liggur inni á sjúkrahúsi. Tekin voru 516 sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu og sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans og 1.068 sýni tengd landamæraskimun. Ljósmynd/Almannavarnir Fundur Rögnvaldur, Þórólfur og Alma fóru yfir stöðuna á útbreiðslu kórónuveiru á upplýsingafundi gærdagsins. Hlutfall virkra smita við landamæri tífaldast  Úr 0,03% í 0,3%  60% þeirra sem greinst hafa búsett hér Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa borist ábendingar um að enn séu víða uppi skilti þar sem kveðið er á um að halda skuli tveimur metr- um á milli fólks til að fyrirbyggja smit, þrátt fyrir að núgildandi reglur kveði aðeins á um metra. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki standa til að þrýsta á að merkingum verði breytt, að því er fram kom á upplýs- ingafundi. Sagði Rögnvaldur tvo metra vissulega enn betri heldur en einn, en eins og Þórólfi sóttvarnalækni hefur verið tíðrætt um minnka líkur á smiti fimmfalt með eins metra fjarlægð, og svo enn meira með meiri fjarlægð. Breytingar ástæðulausar BETRA AÐ HALDA MEIRI FJARLÆGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.