Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Ólafur Einar Frið- riksson, lögfræðingur og fv. fréttamaður, lést á Landspítalanum 1. september, 66 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Ólafur var fæddur 6. apríl 1954 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Friðrik Einar Björg- vinsson húsgagna- bólstrari og María Árnadóttir matráðs- kona. Ólafur hóf störf í blaðamennsku, var fyrst á DV og síðar á RÚV. Árið 1984 var hann meðal fréttamanna á útvarpsstöðinni Fréttaútvarpinu sem rekin var í verkfalli opinberra starfsmanna og prentara árið 1984. Hann var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 og starfaði þar í nokkur ár. Einbeitti Ólafur sér að stjórnmálafréttum og var ásamt Helga Péturssyni spyrjandi í eftirminnilegum þætti 2. september 1988 þegar Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hanni- balsson voru til viðtals í beinni út- sendingu í myndveri Stöðvar 2 og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk í kjölfarið. Ólafur skrifaði bókina „Skotveið- ar í íslenskri náttúru“ og var hún tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna árið 1996 í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Árið 1991 kom út bók- in „Læknir á vígvelli“ þar sem Ólafur skrif- aði um störf Gísla H. Sigurðssonar læknis á átakasvæðum í Kúveit. Einnig vann Ólafur að gerð nokkurra heim- ildarmynda. Meðal þeirra má nefna mynd um haförninn, „Hinn helgi örn“, og myndina „Tvennir tímar“, sem fjallaði um Gvend jaka, Guðmund J. Guðmundsson, og verkalýðshreyfinguna. Ólafur nam stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eft- ir að hann hætti í fréttamennsku 1990 starfaði hann um tíma hjá Ís- lenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Þórdís Zoëga, hönnuður FHI, og sonur þeirra er Kristján Geir Ólafs- son. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Andlát Ólafur E. Friðriksson, fv. fréttamaður Brynjólfur Gíslason, fyrrverandi sóknar- prestur í Stafholti í Borgarfirði, lést sl. mánudag, 82 ára að aldri. Brynjólfur var fædd- ur 26. desember 1938 á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, sonur hjónanna Gísla Brynjólfssonar, prests og prófasts þar og síðar fulltrúa í land- búnaðarráðuneytinu, og Ástu Þóru Valdi- marsdóttur húsfreyju. Brynjólfur lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1968. Áður starfaði hann sem kennari við Gagnfræðaskólann í Keflavík, Gagnfræðaskólann við Lindargötu og Gagnfræðaskóla Austurbæjar og var um tíma blaða- maður á Vísi. Hann var í tvö ár fram- kvæmdastjóri félagasamtakanna Verndar eða þar til hann var vígður til Stafholtsprestakalls árið 1969. Hann þjónaði í prestakallinu í tæp- lega fjóra áratugi, lét af störfum fyr- ir aldurs sakir 2008. Brynjólfur var með búskap í Stafholti og var stundakennari við Varmalandsskóla og Hússtjórnarskólann á Varmalandi og fleiri skóla. Hann var frétta- ritari Morgunblaðsins í Borgarfirði í mörg ár. Brynjólfur var virk- ur í félagsmálum, var formaður Ungmenna- félags Stafholtstungna, í skólanefndum Varmalandsskóla og Hússtjórnarskólans á Varmalandi, formaður Sjálfstæð- isfélags Mýrasýslu og í stjórn kjör- dæmisráðs, forseti Rótarýklúbbs Borgarness og endurskoðandi Kaup- félags Borgfirðinga, auk þess að vera í ritnefnd Borgfirðingabókar. Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Áslaug Pálsdóttir, húsfeyja og fyrr- verandi leikskólastarfsmaður, frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Þau hjónin hafa búið í Borgarnesi frá árinu 2008. Brynjólfur Gíslason, fv. sóknarprestur í Stafholti Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipsbjallan af línuveiðaranum Erni GK úr Hafnarfirði kom upp með rækjutrolli Klakks ÍS á Skjálfanda síðasta föstudag. Örn- inn fórst með 19 manna áhöfn í ágústmánuði 1936 og fréttist síð- ast til skipsins við Mánáreyjar, skammt frá þeim stað þar sem bjallan fannst. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 11. ágúst 1936 er sagt frá því að gufuskipsins Arnar sé saknað, en skipið var á síldveiðum. Það var eitt þeirra skipa sem lentu í af- taka norðvestan illviðri fyrir Norðurlandi á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags [9. ágúst]. „Ekkert hefir til skipsins spurst síðan á sunnudagsmorgun kl. 10. En þá sigldi línuveiðarinn „Jarl- inn“ framhjá Erninum við Mán- áreyjar. Örninn var þá á leið vest- ur með landinu og virtist alt vera í lagi hjá honum, nema hann var búinn að missa annan nótabátinn,“ segir í Morgunblaðinu, en á sunnudagsmorgninum var veðrinu farið að slota töluvert. Noregur, Færeyjar, Ísland Menn gerðu sér vonir um að vélarbilun hefði tafið fyrir Ern- inum og í versta falli að menn hefðu komist í báta ef skipið hefði sokkið. Svo fór þó ekki, nótabát- arnir fundust báðir, sömuleiðis bjarghringur og koddi, og áhöfnin var talin af. Örn GK-5 var smíðaður í Noregi árið 1903 og bar fyrst nafnið Bat- alder og var í fyrstu gerður út til síldveiða við Noreg á sumrin og makrílveiða á vetrum. Skipið var selt til Færeyja og var um tíma gert út frá Klakksvík, en keypt til Íslands 1927. Hér fékk skipið nafnið Pétursey og síðar Örn GK og var síðustu árin gert út af Samvinnufélaginu Erni í Hafn- arfirði. Skipið var rúmlega 100 brúttótonna stálskip. Örugglega varðveitt Farið var með skipsbjölluna í Byggðasafnið á Ísafirði, þar sem bjallan var sett í bleyti og stærstu sandklumparnir barðir utan af henni. Þegar búið var að fjarlægja sand og annað sem þakti gripinn eftir áratugi á hafsbotni kom nafn- ið Batalder í ljós skýrum stöfum. Jóna Símonía Bjarnadóttir, for- stöðumaður safnsins, segir óljóst hvað gert verði við skipsbjölluna, en hún verði örugglega varðveitt, hvort sem það verður á Ísafirði eða annars staðar. Fánum prýtt Skipið var smíðað í Noregi árið 1903 og bar þá nafnið Batalder, en síðar Pétursey og Örn. Bjallan af hafsbotni 84 ár- um eftir að Örn GK sökk  Skýrir stafir eftir að sandklumpar höfðu verið barðir af Ljósmyndir/Guðbjartur Jónsson Skipsbjallan Eftir að hafa legið á hafsbotni í áratugi þurfti að berja sand og annað af bjöllunni. Að því loknu kom nafn skipsins greinilega í ljós. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sjómaður og safnstjóri Torfi Bjarnason og Jóna Símonía Bjarna- dóttir lesa sér til um sögu Arnarins, en afi Torfa fórst með skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.