Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 ✝ Ása Hólm-fríður Sig- urjónsdóttir fædd- ist í Skógum í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1944. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 28. ágúst 2020. Foreldrar Ásu voru Sigurjón Ingvarsson frá Klömbru, f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986, og Hólmfríður Guðjóns- dóttir frá Stokkseyri, f. 2. nóv- ember 1906, d. 11. mars 1991. Systkini Ásu voru þrjú: 1) Ingvar, f. 1926, d. 2015, 2) Jó- hanna, f. 1928, d. 1990, 3) son. 2) Guðmundur Ágústsson, f. 12. nóvember 1964, maki Andrea Inga Sigurðardóttir. 3) Ágúst Grétar Ágústsson, f. 3. apríl 1973, maki Erna Ósk Grímsdóttir. 4) Sæþór Ágústs- son, f. 18. október 1979, maki Rampai Kasa. Barnabörn eru 12 og barnabarnabörn 3. Ása helgaði heimili og barnauppeldi starfskrafta sína. Árið 1971 hófu þau hjón útgerð ásamt Einari Ólafssyni og Viktoríu Ágústu Ágústs- dóttur og stofnuðu þau félagið Bessa sf. Keyptu Kap II VE-4 og gerðu út til ársins 1987 þegar þau hættu útgerð. Eftir það ráku þau fyrirtækið Bessa ehf. til ársins 2015 þegar það var selt. Með fyrrgreindu starfaði Ása í áraraðir fyrir Kvenfélag Landakirkju. Útför hennar verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 11. sept- ember 2020, klukkan 13. Kristbjörg, f. 1931. Ása giftist Ágústi Guðmunds- syni frá Djúpavík þann 1. júní 1963. Ágúst fæddist í Djúpavík á Ströndum 16. júní 1942, d. 23. maí 2020. Foreldrar hans voru Guð- mundur Pétur Ágústsson, f. 11. des. 1912, d. 30. október 1997, og Ester Lára Magnúsdóttir, f. 29. apríl 1917, d. 20. júní 2002. Börn þeirra eru: 1) Ester Fríða Ágústsdóttir, f. 25. mars 1963, maki Guðlaugur Ólafs- Elsku besta mamma mín, ég veit að þú hefur saknað pabba í allt sumar, ég veit að þú vildir komast í faðm hans aftur en mér finnst þú samt hafa verið að drífa þig aðeins of mikið á eftir honum. Hann pabbi kom kannski bara og sótti þig? Eða hjálpaði þér einhver yfir til hans? Ég fæ víst seint svar við því. Mér fannst nú ekkert farar- snið á þér er við Erna Ósk og Katla Sif kvöddum þig í síðasta skipti í video-samtali okkar að- eins fjórum tímum áður en þú sofnaðir svefninum langa við hlið litlu fallegu Fríðu Láru þinnar. Það situr greypt í huga mér hvað Katla Sif okkar kvaddi þig vel og bauð þér góða nótt með nokkrum innilegum og fallegum fingur- kossum sem komu þér til að brosa út að eyrum. Þetta var falleg kveðjustund þó að við hefðum viljað vera nær þér og viljað hafa kveðjurnar og góða nótt kossana mikið fleiri. Ég gæfi mikið fyrir að úr plön- um okkar, sem við ræddum þetta kvöld, hefði orðið. Að þú hefðir komið út til okkar með Sæþóri og fjölskyldu að sjá litla drenginn sem við Erna Ósk eigum von á. Mér finnst svo sárt að hann nái ekki smá Ásu-ömmu- knúsi eins og eldri systkinin hafa fengið helling af. Nú sit ég hér við eldhúsborðið þitt og reyni að sætta mig við orð- inn hlut. Það er ekki auðvelt en það hjálpar mikið að þú skiljir eft- ir þig yndislegar minningar sem munu lifa með okkur áfram. Ég er þér svo þakklátur fyrir hversu góð mamma og góður vinur þú varst. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa átt mömmu sem maður gerði svo margt skemmti- legt með allt frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Allar Strandaferðirnar, heimsóknir til mín til útlanda, þjóhátíðirnar, áramótapartíin, gullbrúðkaupið ykkar og svo má lengi telja. Það eru forréttindi að hafa átt for- eldra sem mann langaði og fékk að gera svo skemmtilega hluti með, foreldra sem höfðu heimilið opið fyrir vinum manns. Ég hef oft fengið að heyra það frá vinum mínum hversu vinalegt og skemmtilegt þeim fannst að koma inn á heimilið til Ásu og Gústa, hvað þeim var tekið opn- um örmum, boðið í mat, boðið í áramótapartí, boðið í hvíta tjaldið og bara boðið að vera vinir ykkar en ekki bara vinir mínir. Ég veit að Ágúst Einar, Hafdís Ósk og Katla Sif eiga eftir að sakna ömmu sinnar mikið. Eldri börnin hafa hugsað mikið til ömmu sinnar í sumar eftir að afi þeirra kvaddi. Hafdís Ósk var til dæmis nýbúin að biðja mig um að hjálpa sér að panta púða á netinu handa ömmu með mynd af ykkur pabba á. Hún var svo spennt yfir þessu að hún bað mig um að video yrði tekið af því þegar þú opnaðir pakkann með púðanum í, hún var svo spennt yfir að geta glatt ömmu sína sem hún skynjaði að væri enn í sorg eftir fráfall afa. Þessi hugsun segir svo mikið. Pabbi hafði enn á ný rétt fyrir sér er hann sagði rétt fyrir andlát sitt að þú kæmir fljótt á eftir hon- um, en ekki láta hann grobba sig of mikið af því að hafa haft rétt fyrir sér. Ég skal lofa þér mamma mín að minning þín mun lifa, lifa með mér, Ernu Ósk og börnunum. Ég sakna þín og elska þig mamma mín og skilaðu kveðju til pabba. Þinn sonur, Ágúst Grétar. Ja hérna hér… Mér finnst ansi ótrúlegt að sitja hér að skrifa um þig minn- ingargrein elsku mamma, aðeins þremur mánuðum eftir fráfall pabba. Ég er einhvern veginn varla búinn að kyngja fráfalli hans. Ég hef mikið hugsað um hvernig þetta sumar hefur verið hjá þér án hans. Þið gerðuð allt saman. Þið hugsuðuð og lifðuð sem ein heild, eitthvað sem við yngri kyn- slóðin mættum tileinka okkur. Ætli megi bara ekki segja að helmingurinn ef þér hafi farið þegar hann fór og nú séuð þið aft- ur orðin „heil“? Sitjið í góðu spjalli, spilið rommí á kvöldin og takið hvern einasta fréttatíma. Mér er að minnsta kosti mikil huggun í því að hugsa málin þannig, þótt það sé einhvern veg- inn fáránleg tilhugsun að þið séuð bæði farin. Oft finnst mér eins og þið séuð bara í Vestmannaeyjum. Það er eitthvað svo furðuleg tilfinning sem bærist um mig þegar ég horfi á myndirnar af ykkur í stofunni hjá mér og segi sjálfum mér að þið séuð farin og komið ekki aftur. Eftir sitja samt bara hlýjar og góðar minningar. Vinskapurinn sem við höfum átt undanfarin ár er mér ómetanleg- ur. Það gerir einhvern veginn allt betra og fallegra að við skulum hafa átt mörg ár af góðri fortíð áður en yfir lauk. Minningar mín- ar úr æsku einkennast af því að maður hafði alltaf allt sem maður þurfti þar sem þú varst heima og hugsaðir um heimilið af mikilli al- úð. Það er eitthvað sem er langt í frá að vera sjálfgefið. Alltaf nóg að bíta og brenna, alltaf allt hreint og fínt, alltaf nóg jóla- skraut, alltaf nóg páskaskraut og síðast en ekki síst alltaf nóg af ást og umhyggju. Dálæti á börnum sem hefur einkennt þig alla tíð gerir svo ótrúlega fallegt að það síðasta sem þú sást á þinni ævi var yngsta barnabarnið hún Hólmfríður Lára. Það bjóst eng- inn við því þegar þú labbaðir inn í herbergið okkar til að kjamsa að- eins í litlu dúllunni fyrir svefninn að það yrði þitt síðasta. Endalok- in verða að vísu ekki mikið fal- legri en það. Seinustu orðin voru: Nok, náðu í Sæþór, mér líður eitthvað ekki vel. Endirinn á þessum frábæra degi sem við eyddum að miklu leyti saman reyndist því miður verða þinn síðasti, elsku mamma. Sem minnir mann svo óþægilega mikið á endanleikann í öllu. Ég mun nýta mér margt af þínum trixum til að koma börnunum mínum á legg og mun reyna að standa mig eins vel gagnvart þeim og þú gerðir gagnvart okk- ur. Fyrir mig var heiður að fá að eyða með þér síðasta deginum og sitja þér við hlið síðustu metrana. Þótt maður hafi kannski ekki verið alveg klár í að kveðja þig strax, ætla ég bara að virða að þú vildir bara komast til pabba, eins og þú hafðir oft orð á sjálf síðustu dagana. Mamma og pabbi saman komin, í sumarlandi andans. Partýspil þau komin í, og syngja sér til gamans. Ása og Gústi eitt á ný, eftir einmanalegt sumar. Í þeim hlakkar enn á ný, að geta verið saman. Hvíldu í friði, elsku mamma, og knúsaðu pabba frá okkur. Hinsta kveðja, Sæþór og fjölskylda. Ása í Skógum var einstakur karakter, hún var skemmtilega dramatísk og með allt litrófið í skapgerðinni sinni. Hún var fljót að ná athygli flestra og ekki lengi að lenda á spjalli við ókunnuga, þótt hún segði gjarnan að hún væri ofsalega feimin. Henni fannst gaman að vera í mannfögnuðum og þar sem var nóg af lífi og fjöri. Það þurfti reyndar að ganga svolítið á eftir henni fyrir slíka viðburði. Hún sagði alltaf fyrir Kanaríferðirnar að hún væri ekki spennt að fara í þetta skiptið og „nennti“ sjaldn- ast í húsbílaferðalögin, hana langaði mest bara að vera heima og ætlaði alla vega alls ekki að fara á næsta ári. En Gústi dreif hana með sér því hann vissi að það væri ekki alvara í þessu hjá henni og skemmti hún sér auð- vitað vel þegar á hólminn var komið. Þau hjónin voru samrýnd og gerðu mikið saman, það var allt- af opið hús hjá þeim, nóg pláss fyrir alla og allir velkomnir. Það var enginn staður betri að kjafta yfir kaffibolla en í eldhúsinu heima hjá þeim og ég hugsa líka að það hafi verið uppáhaldsstað- urinn hennar, sérstaklega ef nóg var af gestum við borðið. Heimilið hennar var vel skreytt, hún elskaði blóm og fannst aldrei vera nóg af punti og glingri í kringum sig. Þegar kom að jólum var svo ekki lengur þverfótað fyrir öllu skrautinu. Hún elskaði að gleðja aðra, var einstaklega gjafmild og var byrjuð að spá í afmælisgjöfum með margra vikna fyrirvara því hún vildi velja góða gjöf. Það var passað vel upp á að engum væri gleymt. Eitt sinn þegar við kom- um í helgarheimsókn til Eyja þá beið mín blómvöndur frá henni, bara af því að hana langaði til að gleðja mig. Hún var alveg svakalega hrif- in af börnum og talaði iðulega óskiljanlegt barnamál við öll börn sem hún hitti. Það var óspart gert grín að því og þar sem hún gat alveg haft húmor fyrir sjálfri sér líka sagði hún í eitt skiptið „ég skildi ekki einu sinni sjálf hvað ég var að segja núna,“ og sprakk svo úr hlátri. En mest af öllu elskaði hún fjöl- skylduna sína, börnin sín og barnabörn, hún talaði oft um hvað hún væri heppin að eiga svona marga góða að og var svo stolt af öllu sínu fólki. Hún var mér og okkur fjölskyldunni alltaf góð, hún lét okkur líka vita af því hvað henni þætti vænt um okk- ur. Hún var ofsalega hrifin af stelpunni minni og hrifningin var gagnkvæm, mér finnst því voða- lega sorglegt að börnin mín fái ekki að kynnast ömmu sinni bet- ur. Ég á eftir að sakna þess að sitja í kaffispjalli með Ásu og heyra hláturinn hennar sem var svo einlægur og smitandi. Þrátt fyrir að það væri ekki alltaf logn í skapinu hjá Ásu þá sýndi hún ótrúlegt æðruleysi og jafnaðargeð í kringum veikindin hjá Gústa, hún stóð sig best af öllum og var öðrum í fjölskyld- unni fyrirmynd í því. Ég veit að hún saknaði Gústa síns afar mik- ið og vona ég því að þau séu sam- einuð á ný, spilandi rommí og að plana einhvern skemmtilegan fögnuð. Takk fyrir samfylgdina, elsku Ása mín, og guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Erna Ósk. Elsku Ása. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okk- ur, aðeins þremur mánuðum á eftir Gústa þínum. Þetta voru erfiðir mánuðir fyrir þig og söknuðurinn svo mikill. Nú eru það minningarnar sem við eigum eftir að ylja okkur við um ókomin ár, brosa við og hlæja. Þú hafðir mjög sterkan persónuleika, ekki alltaf auðveld en skemmtileg og oft fyndin. Sumir dagar voru þér erfiðari en aðrir. Þú talaðir um svarta hund- inn sem væri hjá þér og þú þyrft- ir að reka hann í burtu. Þrátt fyrir að vera glæsileg kona hafð- ir þú lítið sjálfstraust og tókst því ekki alltaf vel þegar þér var hrósað en undanfarið varstu far- in að taka því betur og þakka fyr- ir. Þú varst svo mikil jólakona. Þú varst oft búin að skrifa jóla- kortin í október. Húsið var tekið í gegn. Allt varð að vera spikk og span og hvergi blett að sjá. Meira að segja fjöltengin voru eitthvert árið tekin í sundur og þrifin. Rauðu gardínurnar í stof- unni, grindin í eldhúsglugganum sem þú vandaðir þig svo við að skreyta. Kanilhringirnir, hálfmánarnir og ekki mátti gleyma tíglatert- unni sem Gústa þótti svo góð. Já, það mátti ekki klikka á neinu. Ása mín, það er ekki annað hægt en að tala um öll milliverk- in og blúndurnar sem þú hekl- aðir í gegnum árin. Þvílík lista- verk og margir njóta þess að eiga. Svo eru það góðu brauðtert- urnar sem þú skreyttir svo fal- lega og það var engin almennileg veisla nema hafa brauðtertu frá þér á borðinu. Ég hef sjaldan kynnst eins mikilli barnakonu og þér. Þú varst sjúk í lítil börn. Þegar þú eignaðist ömmubörnin þín elsk- aðir þú að kyssa og knúsa þau og andlitin á þeim urðu öll í skær- bleikum strikum eftir kossana þína. Svo þegar langömmubörn- in fæddust varstu farin að þurrka varalitinn af svo þau yrðu ekki eins bleik í framan. Það hef- ur oft verið hlegið yfir þessu. Eyjahjartað í þér var stórt og þú vildir hvergi annars staðar búa. Það verður skrítið að koma í Vigtarhúsið og hitta þig ekki, sitjandi á stólnum þínum við litla gluggann, með kaffibolla og Capri. Ég trúi því að nú sértu komin á góðan stað, þar sem engar þrautir eru og þú sért búin að hitta Gústa þinn aftur. Elsku Ása mín, takk fyrir allt, ég á eftir að sakna þín mikið. Skilaðu kveðju frá mér til Gústa okkar. Þið eigið stað í hjarta mínu. Þín tengdadóttir, Andrea Inga. Elsku Ása amma mín. Mikið er sárt að þurfa að horfa á eftir þér svona fljótt. Þegar afi dó var það svo mikil huggun að þú værir enn þá hjá okkur, en söknuður- inn hefur verið of mikill. Það er þó gott að þú þurfir ekki að sakna hans lengur. Ég man svo skýrt eftir því á Sóleyjargötunni, þegar þú kenndir mér hvað „I love you“ þýddi á íslensku. Á margan hátt hefur þú líka kennt mér hvað það er að elska og vera elskaður. Það var fátt betra en að finna hlýjuna í faðminum þínum, þá var maður kominn heim. Þú hafðir einstakan hæfileika til að láta manni líða vel. Á yngri árum mínum þegar ég var búinn að gera eitthvað af mér og allir að skammast í manni, þá varst þú fyrst til að gefa manni knús og strjúka mér um kinn og þá vissi ég að allt yrði í lagi á ný. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þú hafir náð að koma í brúðkaupið hjá mér og Jóhönnu, núna rétt áður en þú kvaddir okkur. Þetta var svo fal- legur dagur og svo bjart yfir þér. Mikið á ég eftir að sakna þess að fá eina „bláa“, spila rommí og bara að sitja og spjalla við þig um lífið og tilveruna. Takk fyrir allt, amma mín. Æ lov jú. Ágúst Einar. Elsku amma mín, ég man þeg- ar við komum alltaf til ykkar til Vestmannaeyja og þú varst allt- af með kökur eða kleinur handa mér. Einnig vorum við oft að baka saman, mér fannst það alltaf vera mjög skemmtilegt. Man líka að alltaf þegar við vorum að fara frá Vestmannaeyjum þá stóðuð þið afi í dyrunum og vink- uðuð til okkar. Á jólunum var alltaf mjög mikið af smáu jólaskrauti í glugganum hjá þér, mér fannst það vera svo fallegt. Mér fannst alltaf svo gaman að fara til Djúpavíkur með ykkur, við vor- um svo oft í fortjaldinu á hús- bílnum ykkar og vorum að syngja og borða kökur. Ása Hólmfríður Sigurjónsdóttir ✝ Hulda SólrúnGústafsdóttir fæddist 8. maí 1946 í Hafnarfirði. Hún lést á Landspítal- anum 31. ágúst 2020. Móðir hennar var Kristín Mikka- lína Kjærnested Konráðsdóttir, f. 11. apríl 1924, d. 16. sept. 2009, faðir óþekktur. Sammæðra systkin Huldu eru Konráð Foster, fæddur 7. sept. 1943. Nancy, Róbert og Philip sem búa í Bandaríkjunum. Kjörforeldrar hennar voru Guðrún Jóhanna Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8. maí 1919, d. 15. sept. 2007, og Gúst- af Adolf Hjartarson verkamað- ur, f. 12. sept. 1904, d. 30. jan. 1985. Hulda ólst upp í Reykjavík á Njarðargötunni með tveimur kjörbræðrum, Jónasi Gúst- afssyni, f. 19. júní 1948, og Ein- ari Gústafassyni, f. 31. mars 1955, d. 22. ágúst.1979. Börn Huldu eru Hrafnhildur Proppé, fædd 13. jan. 1965, faðir Sævar Proppé, f. 24. sept. 1945. Hrafnhildur á 4 börn og 5 barna- börn. Hulda giftist Halldóri Steinari Hestnes, fæddum 16. mars 1946, og eign- uðust þau tvær dætur, Ágústu Björk Hestnes, fædda 10. júní 1970. Hún á 4 börn og 2 barna- börn. Hólmfríði Erlu Hestnes, fædda 9. júlí 1971. Á hún einn son. Hulda lauk sjúkraliðanámi og vann sem sjúkraliði í nokkur ár. Hulda og Halldór slitu sam- vistir 2001. Hulda bjó í Skipholti þar til hún lést. Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. sept- ember 2020, klukkan 15. Besta vinkona mín og elsku- lega móðir er látin. Það hvarflaði ekki að mér þegar þú hringdir um miðja nótt að þú ættir bara þrjá daga eftir. Þú talaðir aldrei um að þér liði illa fyrr en þessa nótt. Við töluðum reglulega saman og lengi í senn. Ræddum við um málefni líðandi dags og oft hlegið mikið. Þú varst vel að þér í flest- um málefnum, ekki var komið að tómum kofunum sama hvar borið var niður. Hvort sem það var ætt- fræði eða fréttir dagsins. Oft á erfðum tímum hvattir þú mig áfram, áttir alltaf réttu orðin þegar það átti við og varst góður hlustandi þegar þess var þörf. Þetta örlagaríka kvöld þegar þú fórst með sjúkrabílnum á spít- alann situr enn í mér. Ég lofaði að koma með þér á spítalann, en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu var það ekki leyfilegt. Það var sárt að horfa á eftir þér á spítalann og mega ekki koma með. Við vorum rifnar hratt í sundur og svo varstu farin sömu nótt. Þín verður sárt saknað, elsku mamma mín, kallið kom óvænt og allt of fljótt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Hrafnhildur Proppé. Hulda Sólrún Gústafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.