Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Sýning á verkum myndlistarkon- unnar Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur verður opnuð í Gallery Gudmundsdottir í Berlín í dag. Galleríið er rekið af Guðnýju Guðmundsdóttur myndlistarkonu sem hefur verið búsett í Berlínar- borg um árabil. Sýninguna kallar Katrín Inga „Land self love - Your self is land of love.“ Í tilkynningu segir að í verk- unum kanni listakonan ferla ástar, eignarhalds og tjáningar gegnum eigin líkamleika, „í leit að jafnvægi milli Erosar og Thanatosar“. Síðan Katrín Inga lauk MFA-námi við School of Visual Arts í New York hefur hún sýnt víða. Sjálfsást Hluti eins verks Katrínar Ingu. Katrín Inga opnar sýningu í Berlín Einn dáðasti djassbassaleikari síð- ustu sex áratuga, Bandaríkjamað- urinn Gary Peacock, er látinn, 85 ára að aldri. Peacock kom víða við á löngum og litríkum ferli en er ekki síst þekktur fyrir tjáningarríkan leik sinn, sem hann sagði mótaðan af zen-búddískri iðkun sinni, og þátt- tökuna í hinu fræga Standards-tríói píanóleikarans Keiths Jarrett þar sem Jack DeJohnette hefur leikið á trommurnar. Peacock gat sér fyrst orð í frjáls- um djassi, í sveitum með Paul Bley og Albert Ayler, en átti eftir að sýna djassgeggjurum að hann gat tekist listavel á við öll form tónlist- arinnar. Á sjöunda áratugnum lék Peacock til að mynda um tíma með rómuðu tríói Bills Evans og leysti einnig af í kvintetti Miles Davis. Á áttunda áratugnum bjó Pea- cock um tíma í Japan, hellti sér í búddísk fræði og lék með þarlend- um djössurum. Síðustu áratugina var tríó Jarretts hans aðalsveit. Ljósmynd/Olivier Bruchez Dáður Peacock leikur á bassann árið 2003. Gary Peacock bassaleikari látinn Stelpur úr 8. og 9. bekk í grunn- skólum Reykjavíkur hafa nú í vik- unni sótt námskeiðið Stelpur filma! í Norræna húsinu og notið þar handleiðslu fagfólks í kvikmynda- geiranum og lært nokkur undir- stöðuatriði kvikmyndagerðar. Námskeiðið er nú haldið í þriðja sinn og unnið í samstarfi Mixtúru margmiðlunarvers og alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík, RIFF, auk þess að hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði. Margir reyndustu handritshöf- undar og kvikmyndagerðarmenn landsins leiðbeina stelpunum og er verkefnið liður í að rétta af kynja- hallann sem ríkir í kvikmyndagerð á Íslandi, eins og segir í tilkynn- ingu. Margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til þess að prófa sig áfram í greininni og láta rödd sína heyr- ast, segir þar, og með námskeiðinu er ætlunin að stelpur fá næði til að þroska sína hæfileika. Meðal kenn- ara á námskeiðinu eru Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur, Nanna Kristín Magnúsdóttir, leik- kona og leikstjóri, Valdís Ósk- arsdóttir klippari, Erla Stefáns- dóttir kvikmyndagerðarkona, Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi, og Margrét Jónasar framleiðandi. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í Norræna húsinu í gær og myndaði glaðbeittar stúlkur og kennara. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Liður í að rétta af kynjahallann Ronald „Khalis“ Bell, einn stofn- enda og söngvari Kool & the Gang, einnar vinsælustu dægursveitar áttunda áratugarins, er látinn, 68 ára að aldri. Bell samdi mörg vin- sælustu lög hljómsveitarinnar, eins og Celebration, Cherish, Jungle Boogie og Summer Madness. Rætur stofnenda Kool & the Gang lágu í djasstónlist en bræð- ingur þeirra úr djassi, fönki, sálar- tónlist og R&B sló í gegn á diskó- tímum áttunda áratugarins. Vin- sældirnar döluðu um tíma en sveitin náði lögum aftur á vinsæld- arlista á níunda áratugnum og þau voru iðulega notuð í vinsælum kvik- myndum. Á síðustu árum vann Bell að ýmsum samstarfsverkefnum en starfrækti einnig hljómsveitina Kool Baby Brotha Band. Söngvari Kool & the Gang allur Lagahöfundur Ronald „Khalis“ Bell samdi lögin og var söngvarinn. hún hefur þó áhyggjur af fólki sem hefur starfað á þessu sviði en margir hafa misst vinnuna. Yfir 90 prósent galleríanna lokuðu fyrir gestum á fyrstu mánuðum faraldursins og þá hafði það mikil áhrif á sölu að hætt var við allar stóru listkaupstefnurnar sem fyrirhugaðar voru víða um lönd. Smám saman hafa gallerí og kaup- stefnur styrkt sölu á netinu, með nokkrum árangri. Í fyrra fóru um 10 prósent viðskipta gallería fram á netinu en um mitt þetta ár var talan komin upp í 37 prósent. Í skýrslunni kemur fram að um þriðjungur gallería hafi dregið úr starfseminni og sagt upp hluta starfs- manna. Ekki er gefið upp hversu mörg gallerí hafi hætt rekstri en spáð er að þeim fari fjölgandi. Samkvæmt nýrri skýrslu um áhrif kór- ónuveirufaraldursins á sölu samtíma- myndlistar, hefur markaðurinn dregist saman um 36 prósent síðan í mars. Í skýrslunni, sem kynnt var í The New York Times, segir að þrátt fyrir að markaðurinn hafi dregist þetta mikið saman séu efnaðir safnarar enn að kaupa myndlist. Skýrslan er byggð á upplýsingum frá 795 galleríum í 60 löndum og gefur því góða mynd af ástandinu. Áætlað er að í fyrra hafi heims- markaðurinn með listaverk og forngripi velt 64 millj- örðum dala og hafi myndlistargallerí höndlað með 58 prósent af þeirri upphæð. Vitnað er í aðalhöfund skýrslunar sem telur að mark- aðurinn muni jafna sig, þegar bönd nást á veiruna, en Myndlistarmarkaðurinn hefur dregist saman um þriðjung Markaður Á listkaupstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.