Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 NÝJ UNG ! Hlæðu, hoppaðu, hóstaðu og hnerraðu áhyggjulaus! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Leigusamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið í sumar samanborið við sein- asta ár. Í júlí var þinglýst 596 leigu- samningum og í ágúst voru þeir 578 samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Ís- lands hefur birt yfir fjölda þinglýstra leigusamninga. Í ágústmánuði í fyrra var fjöldi leigusamninga 443 á höfuðborgarsvæðinu og er aukning- in milli ára því 30,5%. Töluverðar breytingar urðu einnig í öðrum landshlutum í leigu íbúðar- húsnæðis í sumar, ýmist til hækk- unar eða lækkunar frá því í fyrra, en í sumum tilvikum er þó um mjög fáa leigusamninga að ræða. „Heildar- fjöldi samninga á landinu var 844 í ágúst 2020 og fækkar þeim um 1,9% frá júlí 2020 en fjölgar um 22,7% frá ágúst 2019,“ segir í frétt Þjóðskrár. 0,7% lækkun milli mánaða Hagdeild Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar birti í gær mánaðar- skýrslu um stöðuna á húsnæðis- markaði. Þar kemur m.a. fram að leiguverð hefur nánast staðið í stað á höfuðborgarsvæðinu í sumar en ef litið er yfir eins árs tímabil hefur leiguverðið lækkað að raungildi um 2% á milli ára. Á öðrum landsvæðum mælast lækkanir á milli mánaðanna júní og júlí. Mest á Austurlandi og Vestfjörðum. „Vísitala leiguverðs lækkaði um 0,7% á milli mánaða í júlí síðastliðn- um ef horft er til landsins alls. Ef horft er til einstakra landshluta mælist þó 1,9% hækkun frá júní til júlí á Suðurlandi og 1,6% hækkun á Vesturlandi. Einnig mælist 0,4% hækkun á milli mánaða á Norðaust- urlandi,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að ef horft er yfir 12 mánaða tímabil þá hefur vísitala leiguverðs hækkað um 1,6% yfir landið allt frá í júlí í fyrra sem þýði um 1,4% raunverðslækkun á milli ára. Frá maí til júlí sl. hækkaði vísi- tala leiguverðs um tæpt 31% á Aust- urlandi miðað við sama tímabil í fyrra. Á Vestfjörðum mælist um 7% lækkun á sama tíma. omfr@mbl.is Leigusamningum fer fjölgandi  Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í stað í sumar og lækkað að raungildi um 2 prósent frá í fyrra  Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,6% yfir landið frá júlí í fyrra sem þýðir 1,4% raunverðslækkun Fjöldi leigusamninga um íbúðarhúsnæði Þinglýstir leigusamningar eftir landshlutum Heimild: Þjóðskrá Íslands Breyting Ágúst 2019 Júlí 2020 Ágúst 2020 Ágúst 2019 til ágúst 2020 Júlí til ágúst 2020 Höfuðborgarsvæðið 443 596 578 30,5% -3,0% Suðurnes 81 75 76 -6,2% 1,3% Vesturland 20 28 33 65,0% 17,9% Vestfirðir 8 8 7 -12,5% -12,5% Norðurland 102 94 102 0,0% 8,5% Austurland 9 20 6 -33,3% -70,0% Suðurland 25 39 42 68,0% 7,7% Samtals 688 860 844 22,7% -1,9% Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Kirkjuþing hófst síðdegis í gær og mun standa fram yfir helgi. Þar sem ekki náðist að klára framhaldsfund kirkjuþings í fyrra, sem frestaðist í vor vegna kórónuveirunnar, verður að ljúka þeim fundi fyrst. Það verður gert í dag og mun hið eiginlega kirkjuþing ársins 2020 fara fram um helgina. Biskup Íslands leggur fram tillögu á þinginu þar sem stjórnvöld eru hvött er til endurskoða lagaumhverfi um hælisleitendur og flóttafólk. Pétur Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, segir að það sem upp úr standi á framhaldsfundi kirkjuþings sé líklega sameining sókna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. „Þetta er í raun ekkert ósvipað og þegar sveitarfélög eru sameinuð,“ segir Pétur. „Það er einfaldlega ver- ið að styrkja sóknir sem hægt er að sameina og skapa öflugri einingar innan kirkjunnar með því. Þjónusta þeirra sókna við sín sóknarbörn mun því bara verða betri.“ Kynna fleiri kristsgervinga Spurður um myndbirtingu þjóð- kirkjunnar frá því í síðustu viku af Kristi með brjóst og andlitsfarða segir Pétur að hann telji að margir hafi fyrst verið slegnir vegna máls- ins en síðan hugleitt málið og komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að þjóðkirkjan fagni fjölbreytileika mannfólks. „Þetta er gott dæmi um hvað það er hollt að iðka guðfræðiumræðu og umræðu um kristsgervinga. Við munum á næstunni kynna fleiri Kristsgervinga þar sem til að mynda má sjá Jesú taka til hendinni í um- hverfismálum. Við vitum þó að ekki eru allir sammála um að Kristur eigi að birtast svona og við berum auðvit- að virðingu fyrir því.“ Biskup hvetur til endurskoðunar laga  Kirkjuþing hófst í gær  Sameining sókna stendur upp úr Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Agnes M. Sigurðardóttir biskup mætir hér á kirkjuþing sem hófst í gær. Henni á hægri hönd er Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. Krafa var lögð fram í gær í Hér- aðsdómi Reykja- ness þar sem far- ið var fram á gjaldþrotaskipti flugfélagsins Play. Arnar Már Magnússon, for- stjóri Play, stað- festir þetta í sam- tali við Morgunblaðið. Arnar segir að þetta muni ekki hafa áhrif á rekstur fé- lagsins og segir í tilkynningu hans til fjölmiðla að „Play sé komið til að vera“. Krafan um gjaldþrotaskiptin er lögð fram af Boga Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Play. Í frétt Fréttablaðsins um málið er fullyrt að krafa Boga hljóði upp á um 30 milljónir króna vegna vangold- inna launa og láns sem Bogi veitti fé- laginu. Arnar Már segir hins vegar bæði í samtali við mbl.is og í fréttatilkynn- ingu að öll laun til Boga hafi verið greidd ásamt uppsagnarfresti. Að- spurður vildi Arnar ekki tjá sig um ástæðu þess að Boga var sagt upp. Fer fram á gjaldþrota- skipti Play Arnar Már Magnússon  Greinir á um vangoldin laun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.