Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningin Listþræðir verður opnuð í tveimur sölum efstu hæðar Lista- safns Íslands á morgun, laugardag. Á henni má sjá 60 verk eftir 37 lista- menn sem eiga það sameiginlegt að nota þráð með einum eða öðrum hætti í verkum sínum. Flest verkin eru komin á sinn stað þegar blaða- mann ber að garði og fjölbreytnin mikil. Að sögn sýningarstjóranna, þeirra Hörpu Þórsdóttur og Dagnýj- ar Heiðdal, er tilefni sýningarinnar aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur á þessu ári, en hún lést árið 2014, 93 ára að aldri. Verk eftir Ásgerði má sjá innan um önnur á sýningunni, til- komumikil og tignarleg. Og verkin eftir listamennina 37 eru sannarlega af öllum toga, til dæmis eitt unnið úr rafmagnsvír og ljósaperu. Um helmingur eign safnsins „Útgangspunkturinn eru verkin í safneign Listasafns Íslands, um helmingur verkanna er úr okkar safneign og við völdum líka verk úr öðrum söfnum, frá einkaaðilum og nokkur verk frá listamönnunum sjálfum. Við erum að láta verkin tala saman og oft kallast þau á við verk Ásgerðar,“ segir Dagný þar sem við göngum um sýninguna og bætir við að þetta séu verk frá sjötta áratugn- um og fram til dagsins í dag. „Ásgerður var brautryðjandi í textíllist samtímans hér á landi og átti stóran þátt í að þessi listgrein á sinn sess í íslenskri listasögu. Þó að verk Ásgerðar séu ofin þá höfum við ekki einskorðað okkur við vefnað heldur lítum fyrst og fremst á efni- viðinn sem hún notaði eins og ull og hrosshár og bættum svo við verkum úr öðrum þráðum,“ útskýrir Harpa. Oft að fást við það sama –Út frá hverju hugsið þið upp- hengingu verkanna á sýningunni? ,,Það kemur vonandi í ljós, þegar fólk fer að skoða,“ svarar Dagný. „Þetta eru fjölbreytt verk en það kemur samt fljótt í ljós að listamenn eru oft að fást við sömu hlutina. Eins og í íslenskri myndlist almennt er náttúran mjög stór hluti, margir að fjalla um hana eða tengsl mannsins við hana. Það kom því af sjálfu sér að í öðr- um salnum eru verk þar sem mikið er um náttúruna en svo er það líka maðurinn sjálfur, tilfinningar, draumar og þrár og jafnvel mar- traðir. Annað þema tengist kvenna- baráttunni á áttunda áratugnum sem helst í hendur við upphafsár textíl- deildarinnar við Myndlista- og hand- íðaskólann. Þú sérð hérna nokkur slík verk,“ segir Dagný og bendir blaðamanni á verkin „Konur og menn“ eftir Sigrúnu Sverrisdóttur frá árinu 1976 og „Eldhús“ eftir Önnu Þóru Karlsdóttur frá 1978. Titlar lýsa því sem fyrir augu ber. Líka karlar Listamenn hafa notað þráðinn á margvíslegan hátt, bæði spunnið hann, litað, ofið og formað og í dag er mikil gróska í þráðlistinni, eins og bent er á í texta um sýninguna. Hafa yngri kynslóðir listamanna sýnt þræðinum áhuga og þá ekki bara konur heldur líka karlar, þeirra á meðal Loji Höskuldsson og á sýning- unni má sjá meðal annars sjá verk eftir Pétur Magnússon sem er ekki dæmigert fyrir hann heldur ofið í stafrænum vefstól. Sýnir það konu með barn á hestbaki og folald. Verkið er eflaust gott dæmi um „tilrauna- kenndar leiðir og uppbrot á viðtekn- um aðferðum textíllistar“, svo vitnað sé aftur í sýningartexta. „Hann fær hugmynd og hugmyndin krefst þess að hann sé með veggteppi, kallar á þráðinn,“ segir Dagný um þetta til- tekna verk. Harpa nefnir að á sýningunni megi líka sjá verk listamanna eins og Hild- ar Bjarnadóttur sem marki ákveðin kaflaskipti. „Hún tengir hannyrðir við listrænt myndmál og þetta er eitt af þessum verkum sem hún gerði og vakti mikla athygli á sínum tíma,“ segir Harpa og bendir á samhverft, hringlaga verk sem er heklað og greinilegt að Hildur er framúrskar- andi í þeirri list. Harpa segir þráðinn í raun aldrei slitna milli ólíkra kyn- slóða listamanna því ákveðin þróun og tilraunamennska hafi átt sér stað. Vísað í Viktoríutímann Eitt tilkomumesta verk sýning- arinnar er eftir Hrafnhildi Arnar- dóttur - Shoplifter, unnið úr hári. Verkið er frá árinu 2005 og samsett úr ótalmörgum fléttum. Safnið keypti það nýverið. „Þetta tengist þessu gamla handverki,“ segir Dagný og að verkið heiti „The Right Brain“ eða „Hægra heilahvelið“. Verkið vísi í handverk Viktoríutímans, þegar fólk hafi byrjað að búa til minningargripi úr mannshári, blóm og myndir. Dagný gengur að verki eftir Guð- rúnu Marinósdóttur þar sem unnið er með hrosshár. Útkoman er allt önnur en kveikjan sú sama, útskýrir Dagný. Þannig liggur þráðurinn milli ólíkra listamanna og kynslóða. Land sauðanna Talið berst aftur að Ásgerði og Harpa segir aðdáunarvert að hún hafi hvergi kvikað í sinni listsköpun sem er mjög krefjandi. „Þessi sýning, Listþræðir, heiðrar minningu hennar en við erum ekki að segja að Ásgerð- ur hafi haft bein áhrif á þessa lista- menn,“ bendir Harpa á. En líkt og Ásgerður búi listamennirnir sem eiga verk á sýningunni yfir mikilli færni og margir hverjir leiki þeir sér með vefnaðarhefðina. Ádeila kemur líka við sögu í nokkrum verkanna og má þar nefna „Land sauðanna“ eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur frá 2012, unnið úr ull í sauðalitunum og gert með röggvarfeldstækni. Í fjarlægð sést að myndefnið er Ísland og Dagný segir listakonuna hafa við gerð þess meðal annars verið að hugsa um hversu miklir sauðir við Íslendingar værum. Það var og. Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, og lýkur 24. janúar 2021. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Anna Líndal, Anna Þóra Karlsdóttir, Arna Ótt- arsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Ásgerður Búa- dóttir, G. Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Guðrún Marinósdóttir, Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, Hildur Bjarnadóttir, Hildur Há- konardóttir, Hólmfríður Árna- dóttir, Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Kristinn G. Harðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá, Lilý Erla Adamsdóttir, Loji Höskuldsson, Nína Gautadóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Pétur Magnússon, Ragna Ró- bertsdóttir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Rósa Sigrún Jóns- dóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Sig- urlaug Jóhannesdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Þorbjörg Þórð- ardóttir, Þór Vigfússon og Þór- dís Alda Sigurðardóttir. Listþræðir 37 LISTAMENN Gegnumgangandi þráður  Verk eftir 37 listamenn má sjá á sýningunni Listþræðir í Listasafni Íslands  Þráður kemur við sögu með einum eða öðrum hætti í verkunum  Tilefni sýningarinnar aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýningarstjórar Harpa og Dagný við verk Hrafnhildar „Shoplifter“ Arnardóttur, „Hægra heilahvelið“. Sauðalitir „Land sauðanna“ eftir Ragnheiði B. Þórsdótt- ur er unnið úr ull með svokallaðri röggvarfeldstækni. Þræðir „Fífur í Galtalæk og útilegudót“, verk frá 2018 eftir Loja Höskuldsson. Blönduð tækni á Hessian-striga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.