Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
✝ Hannes Har-aldsson fædd-
ist á Akureyri 7.
ágúst 1949. Hann
lést á heimili sínu,
Furulundi 47 á Ak-
ureyri, 1. sept-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Haraldur
Kjartansson og El-
ín Hannesdóttir.
Systkini Hannesar
eru 1) Einar Rafn, eiginkona
hans er Freyja Kristjánsdóttir.
Fyrri eiginkona Einars er Guð-
laug Ólafsdóttir og eiga þau
saman 4 börn og einnig á Einar
dóttur. 2) Helga Björg, eig-
inmaður hennar er Hjörtur
Haraldsson og eiga þau 3 börn.
Hannes kvæntist Guðrúnu
Guðmundsdóttur 8. ágúst 1969.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Jónsson og Jóhanna
Gunnlaugsdóttir.
Hannes og Guðrún hófu bú-
skap 1969 í Akurgerði 5b á Ak-
Hannes ólst upp í Oddeyr-
argötu 4 og síðar í Víðimýri 6 á
Akureyri. Hann fór mjög
snemma að vinna fyrir sér og
kom fljótt í ljós vinnusemi hans
og dugnaður. Hann stundaði
nám í Iðnskólanum á Akureyri
og lærði þar vélvirkjun. Hannes
vann lengst af hjá Vélsmiðjunni
Odda sem vélvirki. Seinna kom
hann að stofnun Kælismiðjunn-
ar Frosts og starfaði þar um
árabil. Síðan vann hann í Mjólk-
ursamlagi KEA sem viðhalds-
maður og endaði starfsferil
sinn hjá Norðlenska sem við-
haldsstjóri. Meðfram daglegum
störfum vann hann sem dyra-
vörður í Sjallanum á Akureyri
til fjölda ára. Hugðarefni Hann-
esar voru sumarbústaður fjöl-
skyldunnar í Vaðlaheiði. Frí-
múrarareglan á Íslandi var stór
þáttur í lífi hans þar sem hann
gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um.
Útför Hannesar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 11
september 2020, kl. 13.30.
Verður útförinni streymt hér:
https://www.facebook.com/
utfariraakureyri/.
Virkan hlekk inn á streymið
má nálgast hér: https://
www.mbl.is/andlat/.
ureyri og bjuggu
þar í 36 ár. Þau
fluttu síðan í Furu-
lund 47.
Börn þeirra eru
1) Haraldur Örn,
eiginkona hans er
Björk Birkisdóttir
og eiga þau eina
dóttur. Haraldur á
einn son úr fyrra
sambandi.
2) Guðmundur
Heiðar, eiginkona hans er Her-
dís Arnórsdóttir og eiga þau
þrjú börn og fimm barnabörn.
3) Gauti Már, eiginkona hans er
Brynja Eysteinsdóttir og eiga
þau tvö börn. Gauti á einn son
úr fyrra sambandi. 4) Hannes
Rúnar, eiginkona hans er Vil-
borg Einarsdóttir og eiga þau
tvær dætur. 5) Elín Helga, d. 21.
október 2018, gift Eðvarði Þór
Eðvarðssyni og eiga þau tvö
börn.
Hannes á einnig son, Sverri,
og á hann einn son.
Elsku pabbi minn.
Pabbi vann alltaf mikið frá því
ég man eftir mér og þá fyrst hjá
Vélsmiðjunni Odda á Akureyri
þar sem hann lærði vélvirkjun og
starfaði þar svo áfram eftir að
námi lauk, starfinu fylgdi mikil
fjarvera frá heimilinu á mínum
bernskuárum og var það þannig
að hann kom yfirleitt heim aðra
hverja helgi og ég man hvað ég
var spenntur daginn sem hann
átti að koma heim. Ég beið í
glugganum heima til að sjá þeg-
ar bíllinn kæmi og þá stökk ég út
og beint í fangið á honum en
hann átti það til að gabba mann
og kom fyrir að hann gat komið
degi fyrr heim en það sagði mér
enginn frá því. Það átti að koma
mér á óvart sem það gerði en ég
þekkti hljóðið í Rúbbanum þegar
hann kom og það voru bestu
heimkomurnar hans.
Pabbi var mikill bíladellukall
og átti marga bíla um ævina,
misgóða reyndar og fóru margar
stundir í að skrúfa og laga, hann
var duglegur að leyfa mér að
koma með þegar hann fór að
dytta að bílunum og kenndi mér
að skipta um dekk og ýmislegt
um bíla, þrífa þá og bóna.
Ég var svo lánsamur að fá að
starfa með pabba hjá Mjólkur-
samlagi KEA í nokkur ár og það
gerðist einu sinni að það kom
maður í samlagið og hitti okkur
tvo og spurði hvort við værum
bræður, það fannst mér ekkert
fyndið þá, pabbi varð kíminn til
augnanna og brosti.
Við feðgar störfuðum einnig
saman í Frímúrarareglunni á Ís-
landi sem var okkur mjög mikils
virði og áttum þar ómetanlegan
tíma saman og sérstaklega síð-
astliðinn vetur.
Bónbetri manni hef ég ekki
kynnst, ef ég þurfti hjálp þá
hringdi ég í pabba því hann gat
allt.
Pabbi var oft spurður: Hvern-
ig ertu Hannes minn? og stóð
aldrei á svari: Ég er bestur.
Þarna var hann í raun að lýsa sér
best sjálfur því hann var og er
bestur fyrir mér.
Pabbi gaf mér þá bestu gjöf
sem hægt er að gefa, hann trúði
á mig.
Megi hinn HHHoJ fylgja þér,
pabbi minn.
Gauti Már.
Elsku pabbi minn, það var
ansi snúið að vakna daginn eftir
andlát þitt og hugsa til þess að
geta ekki hringt í þig.
Ég var svo heppinn að eiga þig
ekki bara sem pabba heldur sem
besta vin, eftir á lærði maður hve
dýrmæta hluti þú kenndir mér í
uppvexti mínum þegar ég var að
misstíga mig í lífinu. Þú vissir að
ég þurfti að reka mig á frekar en
að reyna að vera með forvarnir
við mig. Alltaf þolinmóður og
beiðst eftir að ég væri tilbúinn að
hlusta, þá gátum við setið og far-
ið yfir hlutina.
Þú leyfðir mér alltaf að hafa
trú á sjálfum mér og hafðir ótrú-
lega þolinmæði fyrir mig þrátt
fyrir margar miður gáfulegar
hugmyndir sem framkvæmdar
voru sérstaklega á unglingsárun-
um.
Vinnan leiddi okkur svo enn
frekar saman þar sem við unnum
saman bæði á Odda og seinna hjá
Frosti, það hefur alla tíð fyllt mig
stolti að feta í fótspor þín og
koma á þá staði sem þú hafðir
unnið á á undan mér og heyra
menn tala um þennan Hannes
sem allt gat og skildi eftir sig góð
verk alls staðar sem hann kom.
Svona maður vildi ég líka verða
þegar ég yrði stór.
Vinnusemi þín, dugnaður og
hjálpsemi við aðra hefur alltaf
verið mitt leiðarljós í lífinu og
það hugarfar að reyna alltaf og
gefast ekki upp. Stundum spurði
ég þig hvernig förum við að
þessu?
„Jaa, ég veit það ekki en við
gerum þetta bara.“ Þetta var
ávalt þitt hugarfar sem hefur
fleytt mér yfir margar hindranir
í lífinu.
Ég mun nú stíga næstu skref í
lífinu án þín án þess að vita
hvernig, en ég ætla bara að gera
það eins og þú kenndir mér.
Ég trúi því að þú sért á góðum
stað núna með systur mína þér
við hlið og passið upp á hvort
annað.
Þangað til næst, hvíl í friði,
elsku pabbi minn.
Guðmundur Heiðar
Hannesson.
Bestur! Þannig myndi ég lýsa
pabba. Hann gerði það líka
stundum sjálfur, glettinn á svip,
eftir að hafa lagað eitthvað sem
hafði vafist fyrir mér í lengri
tíma. Þá heyrðist oftar en ekki
frá honum „Jess, bestur“ og ég
sé fyrir mér ljómandi andlitið.
Pabbi var mörgum hæfileikum
gæddur og sérstaklega þegar
kom að vélum, tólum og tækjum.
Hann var líka óspar á þessa
hæfni sína og ávallt tilbúinn til
þess að rétta fram hjálparhönd.
Ég man hvað það gladdi mig og
Elínu oft sem börn þegar hann
hafði stokkið til eftir vinnu til að
laga einhverja vél í Brynju og
kom svo færandi hendi heim með
ís handa okkur. Á
seinni árum nutum við Vilborg
svo framkvæmdagleði pabba í
meira mæli.
Hann kom sjaldnast í heim-
sókn án þess að laga eða stússast
í einhverju, oftar en ekki óum-
beðinn. Þannig bara leið honum
vel, hann vildi hjálpa og ég hef
aldrei kynnst annarri eins
ánægju af því að ganga frá vel
kláruðu verki. Það hefur verið
yndislegt að fylgjast með honum
síðustu ár viðhalda 34 ára göml-
um Galantinum og orkuna sem
hann sótti með því að nýta heila
daga í sumarbústaðnum við slátt
og önnur verkefni. Í öllu þessu
held ég að hans besti eiginleiki
hafi verið hvernig hann nálgaðist
öll verkefni af jákvæðni; fyrir
honum voru engin vandamál
bara verkefni sem þurfti að
leysa, og helst strax.
Rætur jákvæðninnar leyndust
í hjónabandi hans og mömmu.
Kærleikur og ást hefur alltaf ein-
kennt samband þeirra og það fór
ekki fram hjá neinum hversu
vænt þeim þótti hvoru um annað.
Að alast upp við þannig kærleik
eru forréttindi sem ég verð ávallt
þakklátur fyrir og hefur verið
sjálfum mér leiðarljós út í lífið;
að reynast mínu fólki jafn vel og
mamma og pabbi hafa reynst
sínu samferðafólki. Það er nefni-
lega svo yndislegt að þessi ósér-
hlífni verkmaður af gamla skól-
anum var einstaklega
kærleiksríkur og umhyggjusam-
ur. Hann var líka óhræddur við
að sýna það í verki. Á unglings-
árunum sátum við mörg kvöld
með mömmu og Elínu þar sem
skipst var á að sinna fjölskyldu-
hefðinni, nudda fætur hvert ann-
ars fyrir framan sjónvarpið. Af-
slöppuð kvöld í góðri samveru.
Við feðgar áttum frábæra slíka
stund í sumar en saman áttum
við það líka til að verða klökkir
og fella tár yfir saklausum bíó-
myndum. Þessi umhyggja teygði
sig víða, því á menntaskólaárun-
um tóku pabbi og mamma svo
einlæglega á móti vinum mínum
að margir þeirra leituðu enn til
þeirra fram á síðustu ár.
Vilborg og stelpurnar okkar,
Guðný Hekla og Hugrún Svala,
upplifðu þessa sömu ást og um-
hyggju; hversu góður og hlýr
maður hann var. Þær áttu
skemmtilegar stundir í sumar
með afa þar sem hann kenndi
Guðnýju að leggja kapal, iðja
sem hann dundaði sér mikið við í
seinni tíð.
Með Hugrúnu gat hann setið
lengi yfir margs konar púslum
þar sem þau rökræddu hvar hin-
ir og þessir hlutar áttu heima,
ekki ólíkt því þegar hann var að
raða saman vélarhlutum.
Pabbi, þú varst svo sannar-
lega bestur og ég trúi því að nú
taki við yndislegur tími þar sem
þú og Elín njótið samverunnar
og vakið yfir okkur öllum.
Hannes Rúnar, Vilborg,
Guðný Hekla og Hugrún
Svala.
Hannes
Haraldsson
Þann 19. ágúst
var Íslandi í raun
lokað fyrir ferða-
mönnum. Ferða-
þjónusta hefur
nánast stöðvast.
Verslun og þjón-
usta verður fyrir
miklum skakka-
föllum. Fast-
eignafélög lenda í
vanda. Bankarnir
fá skuldirnar í fangið. Skatt-
tekjur ríkisins hrynja. Getan
til að halda uppi mennta-,
heilbrigðis- og velferðarþjón-
ustu skerðist. Þúsundir missa
vinnuna, enda stór hluti starfa
háður ferðaþjónustu. Margir
hafa hvatt til að aðgerðirnar
verði endurskoðaðar. Við-
brögðin lofa ekki góðu:
Fyrir skömmu spurði smit-
sjúkdómalæknir einn hvort
fólk sætti sig í alvöru við að
einhver legðist á spítala
vegna Covid-19. Um daginn
sagði sóttvarnalæknir í ásök-
unartóni að þeir sem töluðu
fyrir hófsamari aðgerðum á
landamærunum skyldu þá
bara svara því hver væri
ásættanlegur fjöldi dauðs-
falla! Forsætisráðherra mær-
ir árangur aðgerðanna.
Samhengi atvinnuleysis
og dauðsfalla
Það er löngu sannað að at-
vinnuleysi veldur dauðs-
föllum. Hjartasjúkdómar eru
fyrirferðarmestir. Samkvæmt
nýlegri rannsókn veldur 1%
aukning atvinnuleysis 6%
aukningu á dánarlíkum ári
síðar. Fjöldi annarra rann-
sókna víða um heim sýnir
slíkt samhengi.
Í annarri skimun á landa-
mærum hefur 21 smit greinst.
Því færri ferðamenn, því
færri smit greinast. Og því
færri ferðamenn, því færri
störf. Það er kaldhæðnislegt
að því betri sem „árangur“ að-
gerðanna verður - færri
ferðamenn og færri greind
smit – því fleiri dregur at-
vinnuleysið til dauða fyrir
hvert smit sem forðað er.
Þegar fókusinn brenglast
Enginn má leggjast á spít-
ala vegna Covid-19. En eng-
inn hefur misst vinnuna til að
fækka í þeim 25.000 manna
hópi sem árlega þarf að leggj-
ast á spítala af öðrum orsök-
um. Enginn krefst allsherj-
arútgöngbanns til að fækka
þeim 2.300
dauðsföllum
sem verða af
öðru en Co-
vid-19.
Hvers vegna
þetta hrópandi
misræmi?
Ástæðan er að
fókusinn á það
sem máli skipt-
ir er horfinn.
Eitthvað eitt
fær skyndilega
vægi úr öllum
takti við tilefnið. Þetta er ekki
í fyrsta sinn: Í galdrafárinu
varð galdrakukl, sem mið-
aldakirkjan leit á sem hind-
urvitni og fæstir höfðu
áhyggjur af, skyndilega und-
irrót alls ills. Orsök hung-
ursneyðarinnar í Úkraínu á
Stalínstímanum lá að stórum
hluta í villukenningum Lýsen-
kós í erfðafræði, sem náðu
flugi vegna þess að þær töld-
ust „sósíalískar“, og sá merki-
miði skipti öllu. Stundum eiga
einstaklingar hlut að máli, líkt
og þegar ofsatrúarmunkurinn
Raspútín náði slíku tang-
arhaldi á rússnesku keis-
arafjölskyldunni að talið var
ógna friði í Evrópu.
Þegar Covid-faraldurinn
hófst var talið að sjúkdóm-
urinn væri langtum hættu-
legri en nú hefur komið í ljós
og því allt reynt til að hindra
útbreiðsluna. Það mistókst,
en samt var haldið áfram að
reyna, með æ örvænting-
arfyllri aðgerðum. Síðar kom
á daginn að dánartölurnar
voru miklu lægri en fyrst var
álitið. Dánartíðni hérlendis er
til dæmis 0,3%. En aðgerð-
irnar voru hafnar, ofsa-
hræðslan búin að grípa um
sig, og þá varð ekki aftur snú-
ið. Við sjáum áhrif rangra
upplýsinga allt í kringum okk-
ur. Á dögunum sýndi til dæm-
is könnun að Bretar teldu að
fimm milljónir manns hefðu
látist úr veirunni. Rétta talan
er fjörutíu þúsund.
Bjögun markmiða
og mælikvarða
Um leið og fókusinn
brenglast bjagast mælikvarð-
arnir. Stríðsfyrirsagnir um
mikla fjölgun smita fara nú
eins og eldur í sinu um heims-
byggðina. Í þessum fréttum
er ekkert minnst á að dauðs-
föll standa ýmist í stað eða
snarfækkar. Því áherslan er
aðeins á fjölda smita og þá
verða þau það eina sem máli
skiptir. Ekki dauðsföllin. Og
þaðan af síður afkoma, líf og
heilsa almennings. Bara fjöldi
smita.
Athugasemdum er ekki vel
tekið þegar fókusinn hefur
tapast. Nýlega setti íslenskur
læknaprófessor fram hóg-
væra gagnrýni á stefnu
stjórnvalda og lagði á borðið
nokkrar staðreyndir um far-
aldurinn. Hann fékk um-
svifalaust yfir sig dembu
óhróðurs. Árásirnar voru svo
sjúklega ómálefnalegar að
mann setti hljóðan. Í galdra-
fárinu var bannað að efast um
tilvist galdra. Og hvernig ætli
rússneska keisaraynjan hafi
tekið þeim sem efuðust um
visku Raspútíns?
Fleygur í
samfélagsvefinn
Nú er lífi, heilsu og afkomu
almennings fórnað til að
þjóna ofurþröngsýnni og
bjagaðri markmiðasetningu,
sem er rekin líkt og fleygur í
þann flókna og viðkvæma vef
sem mannlegt samfélag er.
Orð læknanna tveggja sem
vitnað er til bera því glöggt
vitni hvernig fókusinn hefur
brenglast. Athugum að hér
eru virtir vísindamenn að tala,
ekki „virkir í athuga-
semdum“. Yfirlýsingar for-
sætisráðherra um meintan
„árangur“ sýna hvernig
stjórnmálamenn geta misst
sjónar á ábyrgð sinni gagn-
vart heildarhagsmunum sam-
félagsins. Ekkert skiptir leng-
ur máli nema fjöldi smita. Hið
upphaflega markmið, að
tryggja afkastagetu heil-
brigðiskerfisins og verja um
leið þá hópa sem viðkvæm-
astir eru, er löngu fokið út í
veður og vind hérlendis.
Að endingu kemst fókusinn
í samt lag. En hversu mikið
verður búið að leggja í rúst
áður en að því kemur? Hversu
mörgum verður búið að fórna
á altari brenglaðra mark-
miða?
Eftir Þorstein
Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson
»Nú er lífi, heilsu
og afkomu al-
mennings fórnað til
að þjóna ofurþröng-
sýnni og bjagaðri
markmiða-
setningu.
Höfundur er hagfræðingur.
thorsteinn.siglaugsson-
@insead.edu
Þegar fókusinn brenglast
Að vera á sama báti er ansi
myndræn og auðskilin mynd-
líking sem þýðir sömu örlög
og afdrif ef í harðbakkann
slær. Þetta er það sem er að
ganga yfir heiminn núna og
enginn er undanskilinn. Fá-
menn eyríki hafa kannski
meiri möguleika á að verjast
en hin þéttbýlli lönd og þá er
sjálfsagt að nota sér það, því
hver er sjálfum sér næstur og
hefur alltaf verið.
En það ætti að vera óþarft
að metast milli atvinnugreina.
Við, og heimurinn allur, finn-
um fyrir þessari vá og munum
gera um langa hríð. Þetta er
svo óvenjulegt ástand að eng-
ir þekktir mælikvarðar eða
hagfræðikenningar ná yfir
fyrirbærið.
Helst gæti maður hugsað
sér að eftir veiru yrði byrjað
upp á nýtt á degi 1, þar sem
oligarka eins og varð við fall
Sovétsins. Þar eru víti að var-
ast. En það er ekki alveg
komið að því, fyrst er að
kljúfa skaflinn í sátt.
Sunnlendingur.
hverjum og einum væri réttur
fimmþúsundkall (eins og
ferðagjöfin) og mönnum sagt
að bjarga sér. Þá þarf bara að
gæta þess að þrotaeignir
heimsins komist ekki á vald
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Á sama báti
Samtaka Bestur árangur næst ef allir róa í sömu áttina.