Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020  Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gælir enn við þann möguleika að leika erlendis á keppnis- tímabilinu sem senn fer að hefjast. Kári lék með Haukum á síðasta tíma- bili en er nú samningslaus. Sam- kvæmt heimildum mbl.is eru Haukar tilbúnir að semja við Kára en hann hef- ur viljað bíða með að skrifa undir ef eitthvað skyldi vera í boði í atvinnu- mennskunni. Kári hefur æft á fullu með Haukum og netmiðillinn Karfan.is hefur eftir honum að líklegast sé að hann spili með Haukum verði hann hér heima í vetur. Hann útiloki þó ekki neitt og í forgangi hafi verið hjá hon- um að reyna fyrir sér erlendis.  Crystal Palace fékk í gær belgíska landsliðsmanninn Michy Batshuayi lánaðan frá Chelsea en Batshuayi skoraði tvö mörk gegn Íslandi í Bruss- el í vikunni. Batshuayi lék með Palace tímabilið 2018-2019 og skoraði þá sex mörk í þrettán leikjum. Um leið og hann var lánaður til Palace framlengdi hann samning sinn við Chelsea um eitt ár.  Afturelding varð fyrir áfalli rétt áð- ur en Íslandsmótið í handknattleik hófst því aðalskytta liðsins meiddist á æfingu á miðvikudag. Handbolti.is greindi frá því að Birkir Benediktsson hefði slitið hásin og verður hann því væntanlega frá keppni í átta til tólf mánuði. Birkir hefur í mörg ár verið ein mesta skytta deildarinnar en hefur verið heldur seinheppinn varðandi meiðsli. Puttabrotnaði þrívegis fyrir nokkrum árum og fór í aðgerð á mjöðm sumarið 2019. Á handbolti.is kemur einnig fram að Guðmundur Árni Ólafsson, horna- maður Aftureldingar, sé fingurbrotinn og hafi félagið fengið Halldór Inga Jónasson að láni frá Haukum til að leysa hann af.  Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka getur ekki tekið þátt í Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst eftir viku á Winged Foot-vellinum í New York. Koepka sigraði á mótinu tvö ár í röð 2017 og 2018 en glímir nú við meiðsli. Koepka greindi frá ákvörð- un sinni á Twitter en segist vonast til að ná fullri heilsu fljótlega. Koepka vann PGA-meistaramótið 2018 og 2019 og hefur því fjórum sinnum fagnað sigri á risamótum. Eftir þessa velgengni var hann í efsta sæti heims- listans í upphafi þess árs en meiðsli í mjöðm og hné hafa gert honum erfitt fyrir á þessu ári. Er hann nú í áttunda sæti listans.  Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir mun ekki leika með Vals- konum í úrvalsdeild kvenna, Olísdeild- inni, á komandi keppnistímabili eftir að hafa slitið krossband á æfingu í vik- unni en það var handbolti.is sem greindi frá. Ragnheiður gekk til liðs við Valskonur á síðustu leiktíð frá Haukum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning á Hlíðarenda í júní en hún er línu- maður og einnig öflugur varnarmaður. Ragnheiður var um tíma fyrirliði Hauka. Er þetta áfall fyrir Valsliðið sem hef- ur leik í Olísdeild- inni á laug- ardaginn kem- ur þegar Haukar koma í heimsókn. Eitt ogannað Fjögur KR-mörk í Kópavogi KR-ingar gerðu góða ferð á Kópa- vogsvöll og lögðu Breiðablik 4:2 í átta liða úrslitunum í gærkvöld. Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir með hörkuskalla eftir hornspyrnu og Atli Sigurjónsson bætti við marki með lokaspyrnu fyrri hálfleiks, glæsilegu skoti af 20 metra færi. Ægir skoraði sitt annað mark með laglegu skoti utan vítateigs snemma í seinni hálfleik og hefur nú gert fimm mörk fyrir KR í bikarkeppn- inni í ár. Brynjólfur Willumsson kom Blikum inní leikinn á ný þegar hann minnkaði muninn í 3:1 en Kristján Flóki Finnbogason gerði út um mál- in með fjórða marki KR. Stefán Ingi Sigurðarson náði síðan að laga stöð- una fyrir Breiðablik í 4:2. Valur þurfti framlengingu Valsmenn voru fljótir að ná for- ystunni gegn HK á Hlíðarenda því Kaj Leo i Bartalsstovu skoraði með laglegu skoti utarlega úr víta- teignum strax á 6. mínútu. Allt stefndi í 1:0 sigur þar til Bjarni Gunnarsson jafnaði fyrir HK, 1:1, með fallegum skalla rétt fyrir leikslok. Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir á ný þegar hann slapp innfyrir vörn HK undir lok fyrri hálfleiks framlengingar, 2:1. Það reyndist sig- urmarkið en HK fékk dauðafæri til að jafna í lokin þegar Bjarni slapp einn gegn Hannesi í marki Vals en skaut framhjá markinu. Sannfærandi FH-ingar FH-ingar unnu Stjörnuna á all- sannfærandi hátt í Kaplakrika, 3:0, en þeir komust í 2:0 rétt fyrir hlé eft- ir jafnan fyrri hálfleik. Steven Len- non skoraði á 24. mínútu og Ólafur Karl Finsen með síðustu snertingu fyrri hálfleiks. Þórir Jóhann Helga- son, sem lagði upp markið fyrir Len- non, innsiglaði sigurinn með skoti beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu, 3:0, og eftir það áttu Garðbæingar aldrei möguleika.  Steven Lennon skoraði sitt 17. mark í bikarkeppninni og er marka- hæstur þeirra sem eru virkir leik- menn í dag. Hann á þó enn langt í að ná markakóngi allra tíma í bikar- keppninni því Guðmundur Steinsson skoraði á sínum tíma 29 mörk í aðal- keppni bikarsins, fyrir Fram, Víking og Stjörnuna. Reykjavíkurslagur í bikarnum  Valur mætir KR og ÍBV mætir FH  Selfoss gegn Blikum í bikar kvenna Morgunblaðið/Eggert Útisigur KR-ingar fagna einu af fjórum mörkum sínum gegn Breiðabliki. BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur og KR, liðin sem oftast hafa unnið bikarkeppni karla í fótbolta, drógust saman í gærkvöld þegar dregið var til undanúrslitanna í Mjólkurbikarnum. Rétt eftir að þau höfðu slegið Kópavogsliðin HK og Breiðablik út í átta liða úrslitum keppninnar sem lauk í gærkvöld. KR hefur unnið bikarinn 14 sinn- um og Valur ellefu sinnum en Valur vann úrslitaleik liðanna í keppninni árið 2015. ÍBV og FH mætast í hinum und- anúrslitaleiknum en Eyjamenn, sem leika í 1. deild, sigruðu Framara í átta liða úrslitum 25. ágúst. ÍBV vann FH í úrslitaleik keppninnar ár- ið 2017. Leikið er á hlutlausum völlum miðvikudaginn 4. nóvember og úr- slitaleikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli sunnudaginn 8. nóvember. Um leið var dregið til undanúrslit- anna í bikarkeppni kvenna. Bikar- meistarar Selfoss mæta Breiðabliki og KR mætir Þór/KA en leikirnir fara fram sunnudaginn 1. nóvember og úrslitaleikurinn síðan 7. nóv- ember. voru eftir en Afturelding hafði bet- ur 24:22 og skoraði Úlfar Páll Monsi Þórðarson síðustu tvö mörk- in. Var hann markahæstur með 6 mörk ásamt Bergvini Þór Gísla- syni. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur Þórsara með 8 mörk. Áhugavert verður að sjá hvernig Þór og Grótta fylgja þessu eftir. Mikið var skorað í Austurberg- inu þegar ÍBV vann ÍR 38:31. Bikarmeistararnir úr Eyjum tefla fram sterku liði eins og undanfarin ár. Hákon Daði Styrmisson skoraði 13 mörk fyrir ÍBV en bróðir hans Andri Heimir Friðriksson var markahæstur hjá ÍR með 7 mörk. „Leikmenn ÍBV voru seinir í gang og ÍR-ingar voru með yfir- höndina framan af. Eftir að liðið fór hins vegar úr 5-1 vörn í 6-0 vörn fóru hlutirnir að tikka hjá Eyjamönnum og þeir tóku yf- irhöndina. Skoruðu fimm mörk og leiddu með fimm mörkum í hálf- leik sem skóp sigur þeirra þegar upp var staðið,“ skrifaði Bjarni Helgason meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Reyndur Kári Kristjánsson í leiknum í gær en hann skoraði 7 mörk. Nýliðarnir létu ekki valta yfir sig HANDBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýliðarnir í Gróttu áttu alla mögu- leika á því að ná í stig eða tvö þeg- ar þeir fengu Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið þegar Olís-deild karla í handknattleik hófst í gær með þremur leikjum. Haukar unnu 20:19 og skoraði línumaðurinn Heimir Óli Heim- isson sigurmarkið þegar sjö sek- úndur voru eftir. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Gróttu. Lengi vel í síðari hálfleik var Grótta einu til tveimur mörkum yfir en skorti ef til vill reynslu til að landa sigr- inum gegn reyndu liði Hauka. Lúðvík Thorberg Arnkelsson var markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk en þeir Jón Karl Einarsson og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu 4 mörk fyrir Hauka. Nýliðarnir í deildinni komu báð- ir nokkuð á óvart í gær því Þórs- arar voru í jöfnum leik í Mos- fellsbæ gegn Aftureldingu. Þar var staðan 22:22 þegar tvær mínútur LANDSLIÐIÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tvær stúlkur fæddar árið 2001 sem hafa látið mikið að sér kveða í sum- ar voru í gær valdar í A-lands- liðshóp Íslands í knattspyrnu í fyrsta skipti í gær. Jón Þór Hauks- son landsliðsþjálfari tilkynnti þá hópinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum á Laugardalsvellinum 17. og 22. september, í undankeppni EM. Sveindís hefur verið besti leik- maður Íslandsmótsins, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins eins og sjá má vinstra megin í opnunni. Hún hefur skorað 24 mörk fyrir yngri landslið Íslands og sló í gegn með Keflavík í úrvalsdeildinni í fyrra. Barbára hefur verið í stóru hlut- verki, oft sem hægri bakvörður, hjá Selfossi þriðja tímabilið í röð þótt ung sé. Hún er líka þrautreynd með yngri landsliðunum og nálgast 50 leiki í efstu deild þótt ung sé. Í hópinn vantar Fanndísi Frið- riksdóttur, sem er í barneignafríi, en annars er þetta að grunni til sami hópur og í fyrstu leikjum EM síðasta haust og á alþjóðlega mótinu á Spáni í marsmánuði. Ísland hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í undankeppninni, eins og Svíar, og ljóst er að þjóðirnar heyja einvígi um sigur í riðlinum og beint sæti á EM 2021. Jafnar Sara landsleikjametið? Sara Björk Gunnarsdóttir fyr- irliði getur jafnað landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í leiknum við Svía. Katrín lék 133 landsleiki en Sara er komin með 131 leik í öðru sæti. Hópurinn sem Jón Þór valdi í gær er þannig skipaður: Markverðir: Sandra Sigurðardóttir, Val 29 Sonný Lára Þráinsd., Breiðab. 7 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki 1 Varnarmenn: Hallbera Gísladóttir, Val 112 Glódís P. Viggósd., Rosengård 84 Anna B. Kristjánsd., Selfossi 43 Elísa Viðarsdóttir, Val 38 Ingibjörg Sigurðard., Vålerenga 30 Guðný Árnadóttir, Val 7 Barbára Sól Gíslad., Selfossi 0 Miðjumenn: Sara B. Gunnarsdóttir, Lyon 131 Rakel Hönnudóttir, Breiðab. 102 Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi 88 Gunnhildur Y. Jónsdóttir, Val 71 Alexandra Jóhannsd., Breiðab. 5 Karólína Lea Vilhjálmsd., Breið. 1 Framherjar: Elín Metta Jensen, Val 49 Berglind Þorvaldsd., Le Havre 44 Sandra M. Jessen, Leverkusen 31 Agla María Albertsd., Breiðab. 30 Svava R. Guðm.d., Kristianstad 22 Hlín Eiríksdóttir, Val 14 Sveindís Jane Jónsdóttir, Breiðab. 0 Verðlaunaðar fyrir flotta frammistöðu Morgunblaðið/Eggert Nýliði Sveindís Jane Jónsdóttir er komin í A-landslið Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.