Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta kemur nú bara til af æv-intýraþrá og löngun eftirnýjum áskorunum, en égfór fyrir fjórum árum ásamt hópi af frábæru fólki í hesta- ferð hringinn í kringum Vatnajökul. Sennilega var það ein lengsta hesta- ferð sem farin hefur verið með skipu- lagðan hóp af erlendum ferðamönn- um, þúsund kílómetra reið á 24 dögum. Í þeirri ferð fórum við austurhlutann af Íslandi og þar sem mig hefur alltaf langað til að ríða um Vesturland og Vestfirði, þá ákvað ég að teikna upp þessa nýju risaferð í vor ekki síst til að hressa við and- rúmsloftið og sína smá lífsmark og bjartsýni í allri þokunni sem umlukti ferðaþjónustuna í vor. Við ætlum að fara þessa mögnuðu ferð sumarið 2021 og loka þannig hringnum í kringum landið,“ segir Bjarni Páll Vilhjálmsson sem ásamt fjölskyldu sinni er með mikla hestaferðaútgerð á bænum Saltvík í S-Þingeyjarsýslu. „Við gefum okkur um 50 daga til að ríða þessa leið sem er um 1.500 kílómetrar og mikil útgerð og skipu- lag sem fylgir framkvæmdinni. Þetta verður ákveðin prófraun á bæði hesta og fólk. Ég er nokkuð viss um að ekki hefur áður verið farinn svona mikill leiðangur á Íslandi með ferðamenn á hestum. Við verðum með 60 til 70 hesta og þeir verða allir sérvaldir og þrautþjálfaðir og mjög reyndir í lang- ferðum. Það er mikið atriði í svona ferð að vera með öfluga fullorðna hesta sem hafa margra ára reynslu af hestaferðum. Þessi íslenski ferða- hestur er í raun sérstök gerð af hesti, þegar hann er kominn í sitt besta stand, tíu til tólf vetra og búinn að hlaupa um hálendið og kynnast alls- kyns torfærum, veðráttu og að- stæðum. Slíkir hestar þurfa að vera fótvissir, sterkir, traustir og kjark- aðir í fjölbreyttu landslagi og slíkt kemur fyrst og fremst með reynslu og aldri hestanna.“ Spenntur fyrir Vestfjörðum Bjarni segir að þau skipti ferð- inni upp í sex hluta og fólk geti þá keypt sig inn í ferðina í staka áfanga. „Við gerum í raun ráð fyrir að það sé að mestu nýtt fólk í hverjum hluta ferðarinnar. Við verðum með tólf til fimmtán manns í einu í hverj- um legg. Í heildina munu því um 100 reiðmenn taka þátt í ævintýrinu að leiðsögumönnum meðtöldum,“ segir Bjarni og bætir við að reynslan úr fyrri langferðum komi sér vel við skipulagninguna og ekki síst reynslan af stóru ferðinni um Vatnajökul þar sem sumar dagleiðir urðu mun lengri en til stóð af ýmsum ástæðum, og álagið varð þvi mikið á hesta og menn þó að allt hafi gengið vel og allir komið heilir heim. „Í þessari ferð förum við heldur hægar yfir og gefum hest- unum góðan hvíldartíma milli leggja. Fyrsti áfanginn er 9 daga ferð frá Saltvík yfir hálendið um Sprengisand. Að því loknu hvíl- um við hestana í uppsveitum Árnes- sýslu. Leggur tvö er léttari sveitaferð í byggð, riðið um Laugardalinn og Þingvöll og við endum í uppsveitum Borgarfjarðar. Næst kemur Vestur- landið þar sem við ríðum m.a. um Snæfellsnesið og Löngufjörur og endum í Búðardal. Þar á eftir tekur við heljarinnar leiðangur á Vestfirð- ina sem ég er mjög spenntur fyrir enda aldrei riðið þar um áður og reyndar ekki heldur Vesturlandið. Svo þetta svæði er nýtt fyrir mér og ákveðin áskorun. Vestfjarðaleggur- inn verður tólf daga ferð, lengsta ferðin innan þessarar hringferðar og nú þegar uppselt í þann hluta,“ segir Bjarni og bætir við að allt séu það er- lendir ferðamenn sem hafi bókað sig í þá ferð. „Allnokkrir góðir félagar sem hafa riðið með mér í gegnum tíðina á hestaferðum ætla að slást í hópinn einhverja daga og hjálpa til og hugs- anlega kemur íslenskur kvennahópur inn í lokaáfangann.“ Ákveðin pílagrímsför Bjarni segist hafa verið í sam- bandi við heimamenn og félaga sína á nýjum slóðum, til að velja reiðleiðir. „Sérstaklega vil ég nefna Páll Svansson vin minn sem hefur verið mér innanhandar við að skipuleggja ferðina og alveg lagt upp Vestfjarða- legginn sem hann þekkir vel. Ég hlakka mikið til að ríða um þetta stór- brotna landslag, við förum til dæmis um Ísafjarðardjúp, Skjaldfannardal og yfir sporðinn á Drangajökli. Síðan ríðum við suður eftir Ströndum og endum á Hólmavík. Að því loknu tek- ur við áfangi sem endar í Skagafirði og þaðan kemur svo lokaspretturinn heim.“ Bjarni leggur mikið upp úr því að vera sögufróður um þær slóðir sem riðið er um, hann kynnir sér sög- una og kryddar sínar hestaferðir með því að segja frá. „Ég hef gaman að því að eltast við slóðir sem eru sögulegar, bæði frá landnámstíð og sem Íslendingar hafa ferðast eftir í gegnum aldirnar. Það er hægt að finna sögur í kringum flestar leiðir og ýmis ævintýri gerast á slíkum ferðalögum sem gaman er að segja meðreiðarfólki frá. Ég leggst í töluvert grúsk, til dæmis reið ég með hóp um Flateyjardal um dag- inn en þar gerist m.a. saga Finnboga ramma, sem var allra manna hraust- astur og helsti víkingur og hetja okk- ar Þingeyinga á söguöld. Hann hraktist norður á Strandir og endaði á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Fyrir mig er það ákveðin pílagríms- för að ríða hans leið að hluta til næsta sumar í þessari vesturferð. Ég hef mjög gaman af því segja sögur sem hugsanlega hafa gerst á þeim slóðum sem við förum um, og hleypa þannig meira lífi í umhverfið.“ Sumarið slapp vel Bjarni segir að þau í Saltvík hafi vissulega fundið fyrir samdrætti í covid-ástandinu. „Bandaríkja- menn sem voru búnir að bóka sig töluvert margir hjá okkur í ferðir, afbókuðu eðlilega allir , en samt sem áður náðum við að keyra á ótrú- lega flott sumar. Við fórum í 11 lengri hestaferðir í júlí og ágúst og náðum að halda nánast öllum bók- unum frá Norður Evrópu, Þýska- landi, Hollandi og löndum þar í kring. Íslendingar komu töluvert í dagsferðir hjá okkur og svo fór ég með nokkra Íslendingahópa í lengri ferðir í lok sumars, til dæmis frábær- an kvennahóp sem kallar sig Drottn- ingarnar sem komu í sína sjöundu ferð með okkur og söngelska sunn- anmenn og gleðigjafa sem riðu með mér áðurnefnda ferð á Flateyjardal,“ segir Bjarni sem fer ekki á fjall í haust að smala saman sauðfé, því engar heldur hann kindurnar, en Saltvíkurfjölskyldan lánar hins vegar bændum fjölda hesta ár hvert til smalamennsku í Þingeyjarsýslu enda þrautþjálfaðir ferðahestar eft- irsóttir til slíkra starfa. Eltist við slóðir sem eru sögulegar Bjarni Páll hefur ásamt fjölskyldu sinni í Saltvík teiknað upp 1.500 km hestaferð um vesturhluta Íslands næsta sumar. Ferðin mun taka um 50 daga og fólk getur keypt sig inn í einstaka áfanga. Ljósmynd/Einar Sæmundsen Leiðsögumaður Bjarni glaður á góðum degi í sumar í hestaferð. Hér leiðir hann hópinn upp Gönguskarð, á leið þeirra í Flateyjardal við Skjálfanda. Ljósmynd/Björn Bússi Á baki Ferðahestar í langferðum þurfa að vera sterkir og reyndir. Hér er Bjarni í einni af ótal hestaferðum sínum. Ljósmynd/Einar Sæmundsen Sögustund Bjarni nýtur þess að segja samferðafólki sínu sögur, hér í Flateyjardal í hestaferð í sumar. Hringferð 2021 Hér má sjá hvar reiðleiðin mun liggja um landið. Nánar á heimasíðum Saltvíkurfjölskyldunnar: saltvik.is & riding-iceland.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.