Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 24

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 24
Borgarstjórann burt! Staðan í miðbæ Reykjavíkur er ískyggileg. Laugavegurinn, sem áður var aðalverslunargata bæjarins, hefur á ör- skömmum tíma orðið að draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda. Fjöldi rótgróinna verslana hefur flúið miðbæinn nú að undanförnu, ótal fyrirtæki lagt upp laupana og eftir stendur auðnin ein. Þarna ræður mestu heft aðgengi með lokunum gatna og fækkun bílastæða, en allt að 4000 stæði hafa verið tekin af okkur borgarbúum á síðustu árum. Viðskiptavinir komast ekki í bæinn og leita annað. Verslanir og veitingahús fá því engin viðskipti. Um þessar mundir eru yfir 30 verslunarpláss tóm við Laugaveginn og gætu trúlega orðið 50 í vetur. Þetta ástand verður ekki skrifað á neina farsótt eða aukna netverslun. Borgarstjórn Reykjavíkur með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar ber fulla ábyrgð á því sem hér hefur átt sér stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.