Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 26

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrri hluta ársins var hlutfall um- búða drykkjarvara sem skilað var til Endurvinnslunnar hærra en nokkru sinni. Á þessu tímabili voru skilin um 93% af seldum einingum, en þau hafa aðeins einu sinni áður verið í námunda við þetta hlutfall og yfir- leitt verið 83-89% á sama tímabili ársins. Helgi Lárusson, framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar, gerir sér vonir um að hlutfallið í árslok verði um 90% . Hlutfallslega séu skilin mest í ársbyrjun, en lækki síðan er líður á árið. „Endurvinnslan hf. hef- ur sett sér markmið um að ná 90% skilum í áli og plasti og 85% í gleri,“ segir Helgi. Hann segir að markmiðin séu metnaðarfull og ef litið sé til hinna Norðurlandaþjóðanna þá séu skil í skilakerfum þeirra oft 86-87% miðað við sama vinnulag og er hér á landi. „Umhverfisávinningur af endur- vinnslu er mikill og kemur einnig í veg fyrir sóun á hráefni og rusl á víðavangi,“ segir Helgi. Margt skýrir aukin skil Helgi telur að líklegar skýringar á þessum góðu heimtum fyrri hluta ársins geti verið nokkrar. Hann nefnir að þegar kreppi að aukist skil á flöskum og dósum, en greiddar eru 16 krónur fyrir hvert stykki sem skilar sér til endurvinnslu. Þá hafi vitund fólks gagnvart umhverfi og endurvinnslu aukist með hverju árinu. Færri útlendingar hafi verið á ferðinni hérlendis í ár, en þeir kunni síður á skilakerfið. Síðustu ár hafi Endurvinnslan hf. bætt þjónustu sína með tæknivæð- ingu og aukinni þjónustu, m.a. með því að hætta að handtelja umbúðir í gömlum skúrum og opna í staðinn nýjar tæknivæddar móttökustöðvar. Þá segir Helgi að skátarnir, sam- starfsaðilar Endurvinnslunnar, hafi einnig aukið sína þjónustu með fleiri söfnunarkössum og þjónustu við fjölbýlishús og fyrirtæki. Þeir bjóði þannig fjölbýlishúsum upp á að safna flöskum og dósum fyrir hús- félagið og skipta ávinningi. Alls var skilað um 157 milljón flöskum og dósum 2019, sem er meira en nokkru sinni áður, og var skilahlutfallið rúmlega 85%. Í fyrra voru seldar um 183 milljónir drykkjarumbúða í skilakerfinu. Árið 2018 var hlutfall endurheimta um 83%. Á síðasta ári endurgreiddi Endur- vinnslan hf. um 2,5 milljarða fyrir drykkjarvöruumbúðir til við- skiptavina. Ef miðað er við skila- gjald eins og það er núna hefur End- urvinnslan endurgreitt yfir 43 milljarða króna þau rúmlega 30 ár sem fyrirtækið hefur safnað flöskum og dósum. Ljósmynd/Endurvinnslan Skilagjald Baggar með dósum í Knarrarvogi, en á rúmum 30 árum hafa 43 milljarðar verið endurgreiddir. Góðar endurheimtur á flöskum og dósum  Metnaðarfull markmið hjá Endurvinnslunni Pétur Magnússon Ágúst Ingi Jónsson „Mér finnst mjög sérstakt hvernig maður sér, jafnvel alveg fram á síð- ustu daga, talað um sjávarútveginn. Hvernig er litið fram hjá þeim drif- krafti sem hefur óneitanlega leitt fram meiri samhljóm við lífríkið, betri nýtingu og meira verðmæti, þar sem árangurinn hefur komið af sjálfu sér í huga sumra, og hann jafnvel lit- inn hornauga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, meðal annars í ræðu á sjávarútvegsdeginum í gær. Ráðherra sagðist ekki sjá betur en svo að svarið sem boðað væri á sam- félagsmiðlum væri þjóðnýting og upptaka alls hagnaðar í sjávarútvegi, og að ný stjórnarskrá væri kynnt sem veghefill fyrir þá leið. „Ég leyfi mér að vona að rót þessarar umræðu sé einfaldlega skortur á uppýsingum. Að fólk einfaldlega átti sig ekki á mikilvægi greinarinnar [...] og hverju það skiptir fyrir samfélagið að grein- in búi áfram við almenn og hagkvæm rekstrarskilyrði til að greinin geti haldið áfram að skapa veðmæti fyrir þjóðina alla,“ sagði Bjarni. Reksturinn gekk vel í fyrra Í ræðu sinni sagði Bjarni að sjáv- arútvegurinn væri aflvaki stöðug- leika í efnahagslífinu. Þegar aðrar at- vinnugreinar í samfélaginu styrkist varpi það gjarnan skugga á mikil- vægi sjávarútvegsins í íslensku sam- félagi, en þegar samfélagið upplifði lægðir sæist hvað sjávarútvegurinn væri mikilvægur. Þá sagði Bjarni að hvergi annars staðar hefði verið sett saman fisk- veiðistjórnunarkerfi sem tæki því ís- lenska fram þegar kæmi að því að skapa verðmæti fyrir þjóðina. Í kynningu frá Deloitte kom meðal annars fram að rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Heildartekjur í sjávarútvegi námu 280 milljörðum króna í fyrra og jókst framlegð hlutfallslega úr 22% í 26%. Hagnaður jókst einnig, úr 27 milljörð- um í rúma 43 milljarða. Fjárhæð veiðigjalds fór úr 11,3 milljörðum króna í 6,6 milljarða króna, enda var afkoma í fiskveiðum árið 2017 óvið- unandi sem var viðmiðunarár við veiðigjald ársins 2019, segir í frétt á heimasíðu SFS. Reiknaður tekjuskattur hækkar um 50%, úr 6 milljörðum í 9 milljarða. Arðgreiðslur námu 10,7 milljörðum, borið saman við 12,3 milljarða 2018. Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa und- anfarin fimm ár numið 110 milljörð- um, eða að meðaltali 22 milljörðum króna á ári. Traustum fótum í ólgusjó Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði á fund- inum að það væri mjög ánægjulegt að sjá hvað íslenskur sjávarútvegur stæði traustum fótum í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan sigldi nú. „Það er ýmislegt sem skýrir þessa niður- stöðu, en stærstan þátt eiga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin sjálf sem eru vakin og sofin við að auka verðmæti afurða með ýmsu móti og í þrotlausri vinnu við að bæta virðiskeðjuna, allt frá skipulagi veiða til lokasölu,“ sagði Heiðrún Lind meðal annars. Litið fram hjá drifkraftinum  Ný stjórnarskrá kynnt sem veghefill fyrir þjóðnýtingu og upptöku hagnaðar  Sjávarútvegsdagurinn haldinn á netinu Bjarni Benediktsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sirrý Ágústsdóttir og Snjódríf- urnar afhentu fulltrúum styrkt- arfélaganna Lífs og Krafts afrakst- ur söfnunar Lífskrafts, samtals sex milljónir króna, á Kjarvalsstöðum í gær. Í byrjun sumars gengu þær 165 km leið yfir Vatnajökul og söfnuðu áheitum fyrir félögin Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Sirrý Ágústsdóttir, upphafskona átaksins, greindist með legháls- krabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabba- meinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólif- að. Sirrý ákvað að fagna þessum tímamótum með því að ganga yfir Vatnajökul ásamt útivistarvinkon- um sínum og á sama tíma hvetja konur um land allt til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu. Snjódrífurnar skipa, auk Sirrýj- ar, leiðangursstjórarnir Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Eve- restfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og fjallaleið- sögumaður; Anna Sigríður Arn- ardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálm- arsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé. Ljósmynd/Kraftur Kraftur Snjódrífurnar ásamt fulltrúum félaganna Lífs og Krafts. Söfnuðu sex millj- ónum á jökulgöngu  Snjódrífurnar gáfu Lífi og Krafti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.