Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Síðustu vikurnar hefur vinnsla í fisk-
iðjuveri Brims hf. á Norðurgarði auk-
ist smátt og smátt eftir sumarhlé.
Unnið hefur verið að gagngerri end-
urnýjun í vinnslunni og ný tæki frá
Marel, Curio og fleiri fyrirtækjum
hafa leyst þau eldri af hólmi. Upp-
setningu og prófunum lýkur á næst-
unni og er gert
ráð fyrir að fullum
afköstum verði
náð er líður á
októbermánuð.
Ægir Páll Frið-
bertsson, fram-
kvæmdastjóri
Brims, segir að
aukin sjálfvirkni
einkenni breyt-
ingarnar. Hann
nefnir þrjár
vatnsskurðarvélar frá Marel sem
skeri flakið. Róbótar raði fisknum í
kassa og aðrir róbótar raði kössunum
síðan á bretti.
Um 130 starfsmenn
Í dag vinna um 130 starfsmenn við
fiskvinnsluna á Norðurgarði. Ægir
Páll segir að störf hluta starfsfólks
muni breytast með aukinni sjálfvirkni
þó svo að fjöldi starfsmanna verði
svipaður gangi áætlanir um unnið
magn eftir. Eitt af markmiðunum sé
að vinna fleiri kíló í fiskiðjuverinu á
hvern starfsmann heldur en áður.
Nýi búnaðurinn er einkum ætlaður
fyrir vinnslu á þorski og ufsa, en ekki
hafa verið gerðar breytingar á karfa-
vinnslunni.
Starfsemi var tímabundið hætt á
Norðurgarði í lok apríl þegar undir-
búningur hófst að uppsetningu á full-
komnum vinnslu- og hugbúnaði fyrir
bolfiskvinnslu, auk endurbóta og
nauðsynlegra lagfæringa á húsnæð-
inu. Uppkeyrsla vinnslunnar hófst
svo 22. júlí. Áætlað er að ljúka síðustu
verkþáttum framkvæmdanna í lok
september og að vinnslan verði þá
komin á fullt í lok október.
Tæknifyrirtæki í fremstu röð
Meðan lokað var á Norðurgarði
var aukinn kraftur settur í fisk-
vinnslu Kambs í Hafnarfirði, en Brim
keypti það fyrirtæki á síðasta ári.
Kambur gerir út tvo línubáta og er
afli þeirra unninn í fiskvinnslunni í
Hafnarfirði.
Ægir Páll segir að öllum reglum
vegna kórónuveikinnar sé fylgt í hví-
vetna. Ekki sé tekið á móti gestum og
neysluhléum starfsfólks sé skipt
þannig að hópurinn fari ekki allur í
mat eða kaffi á sama tíma.
Fyrr á þessu ári tók Samherji í
notkun fullkomið fiskiðjuver á Dalvík.
Þar eins og hjá Brimi á Norðurgarði
voru íslensk tæknifyrirtæki áberandi
við tæknilausnir. Aðspurður segir
Ægir Páll að það sé engin tilviljun, ís-
lensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi
séu meðal þeirra fremstu í heiminum.
Áætlað hefur verið að endurbæt-
urnar á Grandagarði kosti um þrjá
milljarða króna, þ.e. tækjabúnaður
og breytingar á húsnæði. Þegar
greint var frá samnningi Brims og
Marels á síðasta ári sagði m.a. í frétt
á heimasíðu fyrirtækisins: „Kerfið
felur í sér ýmsar nýjungar, þar á
meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og
nýjustu róbótatækni sem mun sjálf-
virknivæða og straumlínulaga
vinnsluna til muna.
Meðal þess sem Brim hefur fest
kaup á er háþróað pökkunarkerfi
með tíu róbótahausum sem mun
straumlínulaga allt pökkunarferlið.
Jafnframt felur vinnslukerfið í sér
þrjár FleXicut-vatnsskurðarvélar
ásamt tilheyrandi forsnyrtilínum og
sjálfvirkri afurðadreifingu, auk þess
sem Brim verður fyrst til að innleiða
nýtt SensorX-beinaleitarkerfi fyrir
ferskar afurðir.
Hugbúnaður verður í lykilhlut-
verki í nýja vinnslukerfinu, þar sem
hann tengir tækin í hverju vinnslu-
þrepi hvert við annað og tryggir
jafnframt rekjanleika gegnum allt
vinnsluferlið.“
Aukin sjálfvirkni á Norðurgarði
Brim tekur tæknivætt fiskiðjuver í
notkun Kraftur að komast í vinnslu
eftir endurbætur Störfin breytast
Ljósmyndir/Brim hf.
Norðurgarður Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur FleXicut-vatnsskurðarvélum.
Brim hf. er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og nam úthlutun afla-
heimilda til fyrirtækisins rúmlega 33.700 þorskígildistonnum í byrjun
fiskveiðiársins sem hófst 1. september. Inni í þeirri tölu eru ekki úthlut-
anir í loðnu, deilistofnunum, makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld, né
þorskkvótinn í Barentshafinu.
Fyrirtækið gerir út ísfisktogarana Viðey, Akurey og Helgu Maríu,
frystitogarana Vigra, Höfrung og Örfirisey og uppsjávarskipin Venus og
Víking. Auk skrifstofu og fiskiðjuvers á Norðurgarði rekur Brim m.a.
uppsjávarfrystihús, fiskimjölsverksmiðju og aðra starfsemi á Vopnafirði.
Fjölbreytt útgerð og vinnsla
STÆRSTA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ
Ægir Páll
Friðbertsson
Tækni Vélmenni eða róbót sem
matar hráefniskör inn í vinnslu.
Vel hefur gengið á síldveiðum fyrir
austan land undanfarið og skipin
yfirleitt verið fljót að ná skammt-
inum, oft í tveimur til fjórum holum.
Ekki skemmir fyrir að veður hefur
verið þokkalegt það sem af er vertíð
og stutt að sigla til löndunar fyrir
Austfjarðaskipin.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar
var í vikunni rætt við Birki Hreins-
son, skipstjóra á Margréti EA, sem
kom til löndunar síðasta laugardag.
„Við stoppuðum í átta og hálfan
klukkutíma á miðunum og fengum
þessi 1.150 tonn í tveimur 100 mín-
útna holum. Fyrra holið var 105 mín-
útur og hið seinna 110. Aflinn fékkst
norðarlega og ofarlega á Glettinga-
nesgrunni. Þarna var gríðarmikið af
síld að sjá og engin vandræði að fá
góðan afla. Síldin er líka eins og best
verður á kosið,“ sagði Birkir.
Uppsjávarskipin hafa lokið
makrílvertíð og er búið að landa um
150 þúsund tonnum.
Góð byrjun
á síldar-
vertíðinni
Margrét EA Landað í Neskaupstað.
Ljósmynd/Smári Geirsson