Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Immortelle blómið. Fyrir 200.000 árum síðan bjó náttúran til betri valkost en tilbúið retínól. Nú hefur nýtt ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum verið bætt við formúlu Divine kremsins. Það virkar jafn vel og retínól sem gefur húðinni fyllingu og sléttir hana en er jafnframt mildara fyrir húðina. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? g wwKrin lan 4-12 | s. 577-7040 | w .loccitane.is aeilíf ! Tilefni þessa grein- arkorns er ekki dul- arfullt ljós á himni heldur jarðbundnara fyrirbæri sem daglega ber fyrir augu. Á ég þá við gangbraut- arljós sem standa við Miklubraut á móts við Klambratún. Það sér- kennilega við þessi ljós er hve lengi þau loga á rauðu þegar gangandi vegfarendum er hleypt yfir götuna. Biðtími bifreiða við þessi ljós er um það bil tvöfalt lengri en við önnur sambærileg ljós. Af því leiðir að biðraðir bifreiða myndast í báðar áttir löngu eftir að allir gangandi og hjólandi eru komnir yfir. Ég hafði samband við þá aðila hjá Reykjavíkurborg sem stjórna þessum málum og spurði hvort ekki mætti breyta þessum ljósum þannig að tími rauða ljóssins styttist, en á eftir kæmi gult blikk- andi ljós eins og sums staðar tíðk- ast, t.d. á Hofsvallagötu. Gætu þá ökumenn haldið för sinni áfram þegar ljóst væri að gangbrautin væri auð. Mér var tjáð að slíkt væri tæknilega ómögulegt. Í seinna viðtali reyndi ég að sannfæra viðkomandi um að biðtíminn á þessum stað væri allt of langur, en talaði þar fyrir daufum eyrum. Viðbrögðin gætu bent til þess að ljósastill- ingin á þessum stað sé einungis liður í þeirri stefnu borg- aryfirvalda að hindra sem mest um- ferð einkabíla og fá borgarbúa til að nýta aðra kosti. Furðuljós Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson » Stilling tiltekinna gangbrautarljósa virðist hafa það mark- mið að tefja umferð einkabíla. Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Það kemur ekki á óvart að margir séu vel áttavilltir um þró- un umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu eftir umræðuna und- anfarið sem hefur ver- ið mjög misvísandi. Ekki bætti úr skák að á þriðjudag gat borg- arstjóri ekki svarað þeirri spurningu odd- vita sjálfstæðismanna í borgarstjórn með fullnægjandi hætti hvort borgin gæti tryggt skipulag Sundabrautar svo brautin gæti orðið að veruleika. Það er hins vegar staðreynd að Sunda- braut er órjúfanlegur hluti sam- göngusáttmálans eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár- málaráðherra hefur bent á. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu hafa komið sér saman um að uppbygging borgarlínu sé mikilvægt skref í bættu umferð- arflæði um höfuðborgarsvæðið. Það eru allir sammála því að bætt- ar almenningssamgöngur séu mik- ilvægar, en hvort það verði best útfært með svokallaðri borgarlínu efast ég um. Nágrannasveitarfélögin hafa einnig kallað eftir enn frekari sam- gönguuppbyggingu eins og Arnarnesvegi, styrkingu stofnbrauta t.d. með gerð mis- lægra gatnamóta og færa hluta stofnbraut- anna í stokk. Þá hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkurborgar einnig kallað eftir samræmdri ljósastýr- ingu um allt höf- uðborgarsvæðið, en það eitt gæti dregið úr umferðartöfum um allt að 30%. Höfuðborgarsáttmálinn eða „konfektkassinn“ Staðreyndin er sú að ríkið hefur sýnt vilja í langan tíma til fjár- magna og fara í þær framkvæmdir sem taldar eru upp í samgöngu- sáttmálanum. Það má t.d. sjá á þeim framkvæmdum sem hefur verið ráðist í að undanförnu. Þetta eru framkvæmdir eins og mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg, tvö- földun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð og Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin, en þetta eru þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem hafa sýnt vilja í verki fyrir samgöngu- bótum, annað en höfuðborgin, Reykjavík. Þar hafa borgaryfirvöld barið hausnum við steininn í mörg herr- ans ár og barist gegn raunveruleg- um samgöngubótum. Þetta sýna þær fjármögnuðu tillögur til fram- kvæmda á mislægum gatnamótum á Bústaðavegi við Reykjanesbraut sem hafa legið fyrir svo árum skiptir. Þrátt fyrir að ríkið hafi í langan tíma verið reiðubúið til þess að fjármagna framkvæmdina hefur borgin staðið í vegi fyrir því. Sveit- arfélögin – hvert um sig – fara nefnilega með skipulagsvaldið og sameiginlega með svæðisskipulagið en ríkið ber einungis ábyrgð á stofnbrautunum og fjármagnar framkvæmdir þeirra lögum skv. Höfuðborgarsáttmálinn eða „konfektkassinn“ sem mikið hefur verið rætt um undanfarið – þá sér- staklega hvert innihald hans er og hvaða konfektmola vantar í hann – er heiðarleg tilraun til að þoka helstu áherslumálum þessara tveggja stjórnsýslustiga áfram: Annars vegar vilja ríkisins til að byggja upp og þróa þær stofn- brautir sem það ber ábyrgð á, tengja saman byggðir og um leið stuðla að fjölbreyttari og umhverf- isvænni samgöngum. Og hins veg- ar þeirri kröfu sveitarfélaganna um fjármögnun og uppbyggingu borgarlínu. Þess skal getið að upp- bygging borgarlínu í sáttmála þessum nær einungis til uppbygg- ingar innviða eins og breikkun ak- reina og tengdra mannvirkja, rekstur borgarlínu er algjörlega undanskilinn. Samkomulag þetta þýðir að sjálfsögðu þá að báðir að- ilar þurfa að gefa eftir af sínum ýtrustu kröfum og mætast á miðri leið til að ná árangri í samgöngu- málum höfuðborgarsvæðisins. Túlka samkomulagið eins og þeim hentar hverju sinni Um sáttmálann og efni hans hef- ur verið fjallað um við vinnslu síð- ustu tveggja samgönguáætlana, við setningu laga um opinbert hluta- félag sem á að fara með fram- kvæmd samningsins og svo jafn- framt var samtal og umræða í sveitarstjórnum og ríkisstjórn við gerð sáttmálans sjálfs. Samgöngu- ráðherra hefur verið skýr um áherslu ríkisstjórnarinnar á Sunda- braut, samgönguása og betri um- ferðarstýringu. Fjármálaráðherra hefur tekið í sama streng og sagt að konfektmolarnir verði ekki bara Borgaryfirvöld barið hausnum við steininn í mörg ár Eftir Vilhjálm Árnason » Það er því ótrúlegt að heyra borgar- stjóra og formann skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavík- urborgar lifa í sínum eigin heimi. Þau túlka samkomulagið eins og þeim hentar hverju sinni.Vilhjálmur Árnason SMARTLAND Matur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.