Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 45

Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðrún Ingi-björg Jónsdóttir fæddist í Gunnhild- argerði í Hróars- tungu 18. október 1928. Hún lést 7. september 2020. Hún var næstelsta barn hjónanna Jóns Sigmundssonar, f. 25. október 1898, og Önnu Ólafsdóttur, 29. ágúst 1902. Systkini Guðrúnar: Margrét, f. 30. maí 1927, d. 24. nóvember 1988, Sigmundur Þráinn, f. 5. október 1930, d. 11. desember 2007, Þór- unn Kristbjörg, f. 28. maí 1932, Ólafur Heiðar, f. 25. nóvember 1934, Sesselja Hildigunnur, f. 4. nóvember 1936, Soffía Hrafnhild- sinni og hélt suður, fyrst sem kaupakona í Ölfusi en svo til Reykjavíkur. Þar hóf hún nám í hjúkrun en starfaði einnig við framreiðslu m.a. á Gildaskálanum. Þótt ekki væri hún lang- skólagengin var hún fróðleiksfús, vel lesin og áhugasöm um marg- breytileg málefni. Hún var andlega sinnuð og hafði mikinn áhuga á guðspeki og andlegum málefnum, stundaði jóga og var virk í Frímúr- arareglu karla og kvenna. Hún var félagslynd og ættrækin og var heimili hennar um langt árabil nokkurs konar félagsmiðstöð ætt- ingja og vina, úr bænum og utan af landi. Síðustu árin, þegar heilsu hennar fór að hraka, dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 17. september 2020, kl. 13, að viðstöddum nánum aðstandendum og vinum en einnig verður streymt frá afhöfninni: https://tinyurl.com/y23lrv8c/. Virkan hlekk á streymi má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat/. ur, f. 15. ágúst 1939, og Jóndóra Elísabet, f. 25. maí 1947, d. 3. maí 2007. Hinn 9. júlí 1960 giftist Guðrún Mar- teini Nevel Rúriks- syni vélstjóra, f. 16. apríl 1933. Börn þeirra eru: 1) Ína Þórunn, f. 6. október 1960, maður hennar er Bengt Nyman, barn þeirra er Alexandra Rut Nyman, f. 2. apríl 2002. 2) Mar- teinn Arnar, f. 19. maí 1965. Guðrún ólst upp í stórum systk- inahópi í Gunnhildargerði á milli- stríðsárunum. Að loknu námi í Eiðaskóla hleypti Guðrún heim- draganum ásamt Margréti systur Hún hefur verið stór hluti af mínu lífi frá fyrsta degi. Hún var sú fyrsta sem sá mig nýfædda, feð- ur voru ekkert sérstaklega vel- komnir á fæðingardeildina á sjö- unda áratugnum, en Frænka mætti hins vegar galvösk til elstu systur sinnar á Landspítalann á undan öllum öðrum í fjölskyldunni til að berja frumburð hennar aug- um. Barnæska mín litaðist af þessu nána systrasambandi, þær töluðu saman daglega, og það sem þær gátu talað. Klukkutímunum saman glóðu símalínurnar á með- an systurnar fóru yfir stórt og smátt í lífi hvor annarrar; veittu stuðning, hlustuðu og lögðu á ráð- in. Við bjuggum heima hjá Frænku þegar erfiðleikar steðjuðu að, og vörðum afmælum, jólum og ára- mótum saman. Hún ól mig upp, ekki síður en mamma. Hún var alltaf til staðar, og þegar tánings- árin dundu yfir talaði hún máli unglingsins gagnvart langþreyttri móður. Hún skildi betur en aðrir þörf sextánáringsins fyrir frelsi og sýndi ábyrgðarleysinu og eigin- girninni umburðarlyndi, svona upp að ákveðnu marki. Þegar mamma dó langt fyrir aldur fram tók Frænka að sér að klára upp- eldið á mér. Hún var kletturinn minn. Nótt eftir nótt sátum við í eldhúsinu á Hofteignum og töluð- um okkur í gegnum sorgina. Ég get aldrei nógsamlega þakkað henni fyrir. Hún bar sæmdarheitið Frænka, með stórum staf, því hún var frænka sem bragð var að. Hún hafði með ófá systkinabörn sín að gera og henni alls óskylt fólk átti það til að kalla hana Frænku. Hjá henni áttu margir athvarf, þeir sem áttu undir högg að sækja rétt eins og þeir sem allt gekk í haginn hjá. Þeir sóttu á Hofteiginn til Frænku, sem lét ekki sitt eftir liggja, hafði skoðanir á ýmsu, átti nóg af tei og ógrynni af tíma. Frænka var áhugasöm um lífið í öllum sínum margbreytileik. Hún var andlega sinnuð og pældi í heimspeki, guðspeki og fram- haldslífi. Hún byrjaði að stunda jóga upp úr 1970 þegar það þótti eingöngu fyrir stórskrýtið fólk og gerðist grænmetisæta um svipað leyti, nema rétt um jólin, svo hún gæti fengið sér hangikjöt. Hún var kona þversagna, hún hafði áhuga á ætt- fræði og talaði mikið um liðna tíma á Austurlandi, en hún vildi ekki fyrir nokkurn mun búa þar. Hún þreifst í borginni og í útlöndum, hún var með munninn fyrir neðan nefið, stríðin, smart og voguð í lita- vali en á seinni árum leitaði hug- urinn meira og meira til uppeldis- áranna, til gamla tímans, og litirnir dofnuðu. Drapplitað tók við af appelsínurauðu. Frænka var stór karakter, stór- veldi. Hún hundskammaði þá sem henni þótti vera að níðast á minni- máttar, og lét mann heyra það ef hún var ekki ánægð. Það var henni ekki auðvelt að eldast, þegar minnið hvarf og með því öryggið um hver maður er. Hún bar höf- uðið hátt, leyfði engum að ráðsk- ast með sig en var líka þakklát fyrir heimsóknir og ísbíltúra. En svo hætti hún smám saman að „finna á sér“ hver væri að koma í heimsókn, að muna allar sögurn- ar, öll stóru og smáu atriðin. Nú- tíminn rann í gegn án viðkomu og fortíðin varð smám saman ósýni- leg. Hún var alltaf forvitin um loka- ferðina. Nú er hún hafin. Góða ferð, elsku Frænka. Góða ferð. Urður Gunnarsdóttir. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í fjölskylduhúsi. Í meira en 10 ár bjuggu þær syst- urnar Frænka og mamma í sama húsi ásamt sínum fjölskyldum. Hún Frænka tók mér vel strax frá fæðingu. Hún passaði mig á daginn þegar ég var á fyrsta ári og ég átti alltaf athvarf hjá henni. Framan af kallaði ég hana mömmu eins og frændsystkini mín gerðu, þangað til mér skildist að það væri ekki við hæfi og frek- ar en að kalla hana nöfnu mína, þá fannst mér Frænka viðeigandi. Einhvern veginn festist þetta við hana og við erum ófá sem köll- uðum hana alltaf Frænku. Það var eðlilega mikill sam- gangur á milli hæða og það var alltaf einhver heima. Það var al- veg ljóst hver stjórnaði hópnum, það var að sjálfsögðu Frænka. Til hennar gátum við leitað þegar eitthvað bjátaði á og það var alltaf tími til að setjast niður við eldhús- borðið, ræða málin og stundum var boðið upp á bræddan mysing með rúgbrauði. Henni var annt um þá sem minna máttu sín og að- stoðaði og huggaði þegar eitthvað bjátaði á. Að sama skapi hvatti hún okkur til dáða þegar vel gekk og hún var sérlega stolt af kon- unum í ættinni. Hún sagði mér oft sögur af velgengni frænkna okk- ar og henni var umhugað um að menntavegurinn væri fetaður. Sjálf hafði hún ætlað sér að læra til hjúkrunar en varð frá að hverfa vegna veikinda. Það komu margir við á Hoft- eignum hjá Frænku og Matta. Heimilið var miðstöð frændfólks sem var á ferðinni. Þarna var mikið skrafað, lífsgátan rædd og vel tekið á móti öllum. Síminn var mikið notaður og í minningunni eyddi Frænka mörgum síðkvöld- um í spjall við vini og ættingja. Við krakkarnir máttum ekki allt- af hlusta en gátum greint á hljóm- fallinu hversu alvarlegs eðlis mál- efnið var og jafnvel á röddinni einni saman hver viðmælandinn var. Það voru margir sem treystu henni fyrir sínum leyndarmálum og hún var traustsins verð. Frænka var fylgin sér og þau verkefni sem hún tók að sér voru í góðum höndum. Andleg málefni voru henni mjög hugleikin og við áttum ótal rökræður um ljósálfa og náttúrulyf. Þó að við værum ekki alls kostar sammála um alla hluti og jafnvel stundum svolítið stórar upp á okkur hvor við aðra, þá risti slíkt dægurþras aldrei djúpt. Fjölskyldurnar áttu saman venjur og hefðir, þar sem loft- kökubakstur og laufabrauðsgerð voru grafalvarlegt mál og ekkert breytti því. Það er komið að kveðjustund og Frænka er farin frá okkur. Hún skilur eftir sig ótal minning- ar um sterka konu sem hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og til- verunni báðum megin lífs og dauða. Hún mun halda áfram að vaka yfir okkur og ef hún fær ein- hverju um það ráðið þá mun hún halda áfram að segja okkur eitt- hvað til verka áfram. Takk fyrir samfylgdina. Guðrún Dóra Gísladóttir. Elsku frænka. Í barnæsku minni varst þú líkt og þriðja amma mín og tengslin mikil frá fyrstu stundu. Ég á margar og góðar minningar af Hofteignum. Heimsóknir þangað voru alltaf jafn yndislegar og ýmsar minn- ingar reika um hugann þegar ég hugsa þangað. Á haustin tíndum við rifsber úti í garði á meðan þú varst inni með harðlokaða hurð til að forðast býflugur og geitunga. Fyrir jól var laufabrauð skorið út og steikt af miklum myndugleika undir þinni stjórn. Á jóladag kom öll stórfjölskyldan saman og iðu- lega spiluðum við eitthvert gott spil í lok kvölds. En svo eru svo margar hversdagslegri minning- ar líka, eins og að fá weetabix með sykri í pössun og bleika teið sem mér fannst ómissandi í hverri heimsókn. Þegar ég fullorðnaðist breyttust þessar heimsóknir í lengri samtöl um daginn og veg- inn og smám saman lærði ég meira um lífshlaup þitt. Það er svo skrítið hvað maður lærir í raun og veru lítið um sína nánustu ættingja þegar maður er lítill svo það var ómissandi að fá að þekkja þig líka aðeins inn í fullorðinsárin mín. Síðustu ár voru langdregin og erfið og ég trúi því innilega að þú hafir verið hvíldinni fegin, elsku frænka. Hvíldu í friði. Arna Pálsdóttir. Það var alltaf mjög skemmti- legt að hitta hana Nunnu. Hún fékk mann til að hlæja, jafnvel þó að umræðuefnið væri ekkert endilega fyndið. Tilsvörin hennar voru einhvern veginn á þá leið. Ýmislegt rifjast upp þegar við kveðjum hana í hinsta sinn. Við höfum þekkt Nunnu frá því við vorum litlar stelpur í sveitinni á Kastalabrekku. Jón frændi og Nunna dvöldu þar gjarnan um nokkurra daga skeið og oft var Guðrún Jóna frænka okkar með í för. Við munum eftir fjörugum samræðum þar sem Nunna lá nú heldur betur ekki á skoðunum sínum. Eitt sinn, þegar verið var að drekka miðdagskaffið, vildi svo til að mús uppgötvaðist í eldhúsinu. Hafði hún smyglað sér á óvenju- legan hátt inn. Það fór ekki fram hjá neinum að mýs voru ekki í uppáhaldi hjá Nunnu – sem jafn- framt gildir nú um okkur - en við gleymum atburðarásinni seint sem þessi litla mús kom af stað og getum alltaf hlegið þegar við rifj- um þennan atburð upp. Okkur blöskruðu viðbrögðin, en það þurfti nú töluvert til. Við tókum líka eftir því sveita- stelpurnar, hvað Nunna var mikil skvísa. Hún var alltaf vel tilhöfð með langar og lakkaðar neglur. Ávallt smart í tauinu. Þegar við vorum í heimsókn í borginni minnumst við skemmti- legra sundferða með Jóni og Nunnu. Jón og Nunna tengdu okkur einnig við menningu sem var ekki svo aðgengileg í sveit- inni, til dæmis fór Nunna með okkur systurnar og Guðrúnu Jónu á óperusýningu, 12-13 ára gamlar, þetta var meiriháttar upplifun fyrir okkur. Nunna var mjög frændrækin og hafði afar gaman af því að koma í veislur. Hún kom síðast í fermingu Arnbjörns Óskars fyrir ári. Þá naut hún sín að hitta fólkið og spá og spekúlera í hver væri hvers og hvað allir væru að gera. Ætíð voru Nunna og Jón rausn- arleg í gjöfum, en ekki síður þótti okkur vænt um hve mikla hlýju og virðingu þau sýndu okkur og áhuga á því sem við vorum að gera hverju sinni Elsku Tóta og Steini, Guðrún Jóna, Ester, Ástþór og fjölskyld- ur! Vottum ykkur innilega samúð. Minningin um hina stórbrotnu og skemmtilegu Nunnu lifir. Hjördís og Jóna Sigurðardætur. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir missir nú með rúmlega mánaðar millibili bæði föðurmóður og föður og er því mikið á hana lagt á þess- um tímum. Helgi kynntist fyrir nokkrum árum hinni ítölsku Paolu. Paola er mikill Íslandsvinur og Helgi ferð- aðist með henni vítt og breitt um landið. Hann fór líka að ferðast til útlanda og þá helst til Ítalíu. Þessi vinátta var honum mikils virði og þau áttu góða tíma saman. Æskuvinkonur mínar kynntust Helga vel þegar við vorum að alast upp. Þeim þótti öllum undurvænt um hann frænda minn og minnast hans með hlýju. Elsku Helgi minn! Ég veit að mamma tekur vel á móti þér í Sum- arlandinu sem og foreldrar þínir. Ég á eftir að sakna þín mikið og líf- ið verður aldrei eins án þín. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu. Elsku Óli minn, Katý, Bríet Ósk, Helgi Sigurjón, Siggi frændi og all- ir þeir sem vænt þótti um Helga, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Minningin um góðan mann lifir. Unnur Birna. Skáklistin stóð með allmiklum blóma á Ísafirði um og upp úr 1960. Hópur karla kom saman til að tefla tvisvar í viku og mörg ungmenni æfðu skák. Að vísu aðeins dreng- irnir; stúlkur og konur létu ekki sjá sig við skáborðið. Þeir áhugasöm- ustu og þeir sem náð höfðu nokk- urri leikni fengu að mæta á æfingar með hinum fullorðnu. Nokkrir fremstu skákmennirnir fóru oft suður um páska til að tefla á Skákþingi Íslands; þeir betri í meistaraflokki en aðrir í lægri flokkum. Ísfirðingar áttu aldrei fulltrúa í besta flokknum sem var landsliðsflokkur og þar sem teflt var um Íslandsmeistaratitilinn. Við sem heima vorum fylgdust spennt- ir með skákmótunum og þekktum nöfn flestra sterkustu skákmanna þjóðarinnar. Um páskana 1964 gerðist þó það að við könnuðumst ekki við nafn eins keppandans í landsliðsflokki. Hann hét Helgi Ólafsson og vann meira að segja mótið og varð Íslandsmeistari. Þegar þeir komu heim, sem farið höfðu suður, fengum við að vita að- eins meira um þennan nýja meist- ara. Þetta væri ungur maður, eða strákur, af Suðurnesjum, sem hefði komið, séð og sigrað mörgum að óvörum. Upp frá þessu mundi ég nafn Helga Ólafssonar og hugsaði stundum um að gaman væri að hitta þennan óvenjulega hæfileika- ríka mann. Af honum frétti ég næst löngu síðar að hann væri fluttur til Hólmavíkur þar sem annar fyrrverandi Íslandsmeistari bjó einnig. Helga hitti ég svo fyrst þegar alþjóðlegt skákmót var haldið á Ísafirði í kringum 1990. Þar var Helga boðin þátttaka, sem hann þáði þrátt fyrir litla æfingu og stóð sig með prýði. Helgi flutti svo í kringum alda- mótin til Ísafjarðar og tókust þá strax með okkur góð kynni í kring- um skákina. Ég tók við sem for- stöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða árið 2001 og gegndi því starfi til ársins 2017. Mestan þann tíma átti Helgi sæti í fulltrúaráði miðstöðvarinnar, lengst af sem formaður. Á vettvangi fræðslu- málanna áttum við Helgi mikið samstarf og var ómetanlegt að eiga hann að. Helgi var ávallt hvetjandi og lausnamiðaður og átti auðvelt með að ná sáttum um mál- efni. Þá spillti ekki hve glettinn hann var og átti auðvelt með að sjá hið spaugilega í málunum. Fræðslumiðstöðin fór um all- mörg haust í hringferð um Vest- firði til að hitta fólk og kynna starf- semi sína. Með í þeim ferðum voru fulltrúar frá nokkrum aðilum sem störfuðu á fjórðungsvísu svo sem frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Helgi var ávallt þeirra fulltrúi. Það var athyglisvert hvað hann þekkti marga og margir könnuðust við hann. Merkilegast fannst mér þó hvað hann þekkti marga útlend- inga í fiskvinnslunni og öðrum störfum. Í þessum ferðum sá mað- ur hve auðvelt Helgi átti með að ná til fólks og hvað það tók honum vel. Ég held að ekki sé ofsagt að Helgi hafi mokað nýjum félögum inn í Verkalýðsfélagið í þessum ferðum. Ég vil þakka Helga Sigurjóni Ólafssyni fyrir einkar gott sam- starf og vináttu. Aðstandendum hans öllum votta ég innilega samúð. Smári Haraldsson. kveðjur í veikindum og fyrst til að hringja og hrósa þegar eitthvað gekk vel. Hún geislaði af innilegu stolti þegar við færðum henni góð- ar fréttir og það hvatti okkur enn frekar til að ganga í augun á henni. Sama hvernig henni leið sjálfri þá sagði hún alltaf: „Ég lána þér styrk minn og sendi góða strauma“ þegar við barnabörnin upplifðum erfiðar stundir. Þó að minni hennar hafi hrakað síðustu árin var hún alveg klár á smáat- riðunum í okkar lífi, með hnyttn- ina á hreinu og með bros sem gat ekki gert annað en látið manni líða vel. Þegar við hugsum um ömmu sjáum við brosið hennar, heyrum söng hennar og finnum fyrir hlýj- unni hennar. Hún amma mun allt- af eiga hluta í okkur og vera hluti af okkur. Við höldum áfram að reyna okkar besta til að vera manneskjur sem hún getur verið stolt af. Við kveðjum þig með ljóðinu sem þú svæfðir okkur alltaf með, sitjandi við rúmstokkinn og strjúkandi okkur um augun: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Arnbjörg, Bergdís og Hákon Elliði. Elsku amma mín. Hvernig er hægt að útskýra þá gæfu að hafa átt þig að? Að hafa átt manneskju í lífi sínu sem er alltaf tilbúin að hjálpa, veita athvarf og öryggi. Manneskju sem umvefur mann ást og alúð í hvert skipti sem við hittumst. Að eiga samastað sem er alltaf hægt að leita til þegar lífið er erfitt og á móti tekur bros þitt. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því hversu sterk þú varst. Lifðir lífinu samhliða afleiðingum erfiðs sjúkdóms en lést það engan veginn stoppa þig! Á árum áður skildi ég aldrei almennilega af hverju það var svo alvarlegt að þú værir með lömunarveiki. Þú djöfl- aðist í boltaleikjum með mér, breyttir allri stofunni í herstöðvar í tindátaleik, við fórum í göngu- túra, sund og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit að í seinni tíð truflaði það þig þegar hreyfigetan fór minnkandi en þú hafðir alltaf svo margt annað fram að færa. Oftar en ekki labbaði ég til þín eftir skóla og þar beið mín heitt brauð með skinku og osti sem var rennt niður með appelsínusafa úr þykkni, þetta klikkaði aldrei! Þeg- ar heppnin var með manni var boðið upp á heimsins bestu skúffu- köku í eftirrétt og ég man vel hversu svekktir við bræður vorum þegar þú loksins hættir að baka. Þú áttir það sem mér fannst vera stærðarinnar vídeósafn og hjá þér lærði ég riddaramennsku með Ívari hlújárni, amerískan kappakstur með Reyk og bófa, pólitík með „Já ráðherra“ og fleira og fleira. Allra skemmtilegast var þó þegar eitthvert kjánalegt grín var í sjónvarpinu því þá byrjaði hláturinn sem var svo smitandi að allir aðrir byrjuðu að hlæja og ekki leið á löngu þar til við vorum farin að veltast um af hlátri með tárin lekandi niður kinnarnar en enginn mundi hvað hafði verið svona fyndið til að byrja með. Ég sakna þín elsku amma og mun segja Kára sögurnar um þig um ókomin ár. Pétur Darri. Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. september klukkan 11. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Sendum starfsfólki á Engey á Hrafnistu sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Harpa Ólafsdóttir Vörður Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.