Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 46

Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðný HelgaGuðmunds- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. nóvember 1968. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 5. september 2020. Foreldrar henn- ar eru Inga Dóra Þorsteinsdóttir, f. 2. maí 1946, og Guðmundur Helgi Guðjónsson, f. 5. mars 1947. Systur Guðnýjar Helgu eru: 1) Ingigerður Guðmundsdóttir, f. 26. jan. 1966; maki Elías Jó- hannesson, f. 1967. 2) Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, f. 12. febrúar 1976; maki Tryggvi Pét- ursson, f. 1975. Maki Guðnýjar Helgu er Frið- rik Smári Björgvinsson, f. 3. mars 1961. Þau gengu í hjóna- band 25. júní árið 1994. For- eldrar Friðriks Smára eru Daisy Edda Karlsdóttir, f. 1932, og Björgvin Sævar Hjaltason, f. 1932, d. 2015. Synir Guðnýjar Helgu og gossins á Heimaey. Fjölskyldan flutti síðan í Árbæjarhverfi í Reykjavík og þar bjó Guðný Helga lengst af. Guðný Helga gekk í Árbæj- arskóla og síðan í Menntaskól- ann við Sund. Hún flutti sig í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk stúdentsprófi frá þeim skóla árið 1988. Guðný Helga var starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu 1988-1992. Hún varð cand.oecon frá Háskóla Íslands 1997 og löggiltur endurskoð- andi árið 2006. Guðný Helga starfaði hjá KPMG hf. frá árinu 1996 og gerðist meðeigandi í fyrirtækinu árið 2007. Hún var sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG frá 2013 og átti sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðný Helga sinnti gæðaeftirliti fyrir hönd Félags löggiltra end- urskoðenda árin 2007-2008 og var í gæðanefnd félagsins frá 2008 til 2012. Guðný Helga sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur frá árinu 2013. Útför Guðnýjar Helgu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 17. september 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur og vini. Athöfninni verður streymt á https://tinyurl.com/y5bsuw6o/. Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Friðriks Smára eru: 1) Andri, f. 14. nóvember 1990, sambýliskona Hrafnhildur Krist- insdóttir, f. 1992. Dóttir þeirra er Friðrika Hjördís, f. 2018. 2) Gunnar Helgi, f. 18. maí 1993, sambýliskona Svava Stefanía Sævarsdóttir, f. 1993. Þau eiga tvær dætur; Dag- nýju Hörpu, f. 2017, og Sölku Marín, f. 2019. 3) Alexander Elv- ar, f. 13. febrúar 1999, sambýlis- kona hans er Bertha María Smáradóttir, f. 1999. 4) Krist- ófer Máni, f. 13. febrúar 1999, unnusta hans er Kristín Dís Árnadóttir, f. 1999. 5) Stjúpson- ur Emil (sonur Friðriks Smára), f. 8. desember 1982. Börn hans eru Ragnheiður Lilja, f. 30. júlí 2001, og Matthías Ingi, f. 15. desember 2007. Guðný Helga bjó í Vest- mannaeyjum til ársins 1973 en þá fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar í kjölfar Mig langar að minnast elsku dóttur okkar með nokkrum orð- um. Guðný Helga fæddist í Vest- mannaeyjum 22. nóvember 1968. Fyrir áttum við Ingigerði, fædda 1966. Guðný Helga var 4 ára þegar gaus á Heimaey en þá flutti fjöl- skyldan upp á land, fyrst í Hafn- arfjörð og síðan í Árbæinn. Hún gekk í Árbæjarskóla og þar eign- aðist hún vinkonur sem hún hélt vinskap við alla tíð. Guðný var vinamörg og var allt- af mikil gleði í kringum hana. Hún var dugleg að bjóða vinum heim í Fjarðarás en þar var oft glatt á hjalla á neðri hæðinni. Guðný var góð í stærðfræði. Það vissu vin- irnir og nýttu sér það fyrir próf. Stofuborðið var lagt undir kennslu. Hún var ekki bara vina- mörg heldur var hún líka vinnu- söm. Vinnusemi fylgdi henni til æviloka. Þegar hún var 20 ára kynntist hún ástinni sinni honum Friðriki Smára. Þau eignuðust íbúð í Barðavogi og byggðu sér síðar heimili í Viðarási 63 en þar bjuggu þau lengst af með drengjunum sínum fjórum og seinna tengda- dætrum. Guðný fór í Háskóla Íslands og lærði þar viðskiptafræði. Á meðan hún var þar í námi fór Friðrik í lögfræðinám. Með góðu skipulagi og góðri samvinnu luku þau bæði námi. Eftir að tvíburarnir þeirra fæddust fór Guðný í nám í endur- skoðun og vann síðan hjá KPMG til æviloka. Vegna stöðu sinnar þar vann hún mikið þá kom sér vel fyrir hana og drengina að Friðrik var liðtækur í flest, hvort sem það var að baka, þvo þvotta eða annað sem upp á kemur á stóru heimili með fjórum strákum sem allir voru vinamargir og var þar oft líflegt. Þegar hlé kom á löngum vinnu- dögum var tíminn vel notaður með fjölskyldunni. Hún var mikið fyrir fjölskylduna sína. Friðrik og drengirnir hennar voru henni allt. Þegar hún vissi í hvað stefndi fannst henni erfitt að geta ekki fylgst með barnabörnunum sínum vaxa úr grasi, þeim Dagnýju Hörpu 3 ára, Friðriku Hjördísi 2 ára og Sölku Marín eins árs, og geta ekki tekið þátt í gleði og sorg- um sona sinna við hlið Friðriks. Hún lagði mikið upp úr því að styrkja fjölskylduböndin við okkur foreldrana, systur sínar Ingigerði og Kristínu Hrönn og fjölskyldur þeirra. Hún átti stóran þátt í því hvað fjölskyldan hélt vel saman. Hún flutti 4 ára frá Eyjum en hélt mikilli tryggð við Eyjar og var þjóðhátíð ómissandi. Eigum við og fjölskyldurnar góðar minningar frá þjóðhátíð með Guðnýju, Frið- riki og fjölskyldu. Þegar þú átt fjóra syni þá eign- ast þú líka tengdadætur, hún tal- aði um þær af mikilli virðingu og var þeim góð vinkona. Elsku Guðný okkar. Það er sár söknuður í hjörtum okkar. Við eig- um erfitt með að sætta okkur við að þú skulir vera farin og skiljum ekki þetta óréttlæti að ung kona í blóma lífsins þurfi að fara frá eig- inmanni, börnum og ungum barnabörnum sem skilja ekki hvers vegna amma er ekki heima hjá afa. Elsku Guðný Helga okkar, minningin um þig mun lifa með okkur foreldrum þínum sem þótti svo óendanlega vænt um þig. Blessuð sé minning þín elskan okkar. Ástarkveðjur frá mömmu og pabba. Elsku Guðný Helga, það er skrítinn raunveruleiki sem hefur tekið við eftir að þú kvaddir okkur. Þú tókst mér með opnum örmum um leið og ég kom inn í líf ykkar og fyrir það verð ég ávallt þakklát. Á þeim tæpa áratug sem ég hef þekkt þig hefur þú kennt mér svo margt sem ég er þér óendanlega þakklát fyrir. Þú sýndir mér hvers maður er megnugur bara ef mað- ur þorir og svo kynntir þú mig fyr- ir elsku Vestmannaeyjunum þín- um. Afmælisdagurinn hefur æði oft verið á Þjóðhátíð og þá var ávallt slegið upp veislu í hvíta tjaldinu þínu elsku Guðný. Þar varst þú hrókur alls fagnaður, því þú kunnir svo sannarlega að gleðj- ast með öðrum. Þær voru ófáar gleðistundirnar sem við áttum saman og aldrei var leiðinlegt í kringum þig. Þú vissir alltaf um einhverja leiki sem hægt var að fara í til að efla hópinn, enda fædd- ur leiðtogi. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú svo vel og áreynslulaust og alltaf af heilum hug, þótt maður hafi nú stundum þurft að hjálpa mér með þessi blessuðu „afmælisvídeó“. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst svona öflugri konu sem var sannarlega drifkraftur í lífi okkar allra. Það er sárt að okkar tími saman sé kominn á enda en ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum þar til við hittumst aftur. Hvíl í friði elsku Guðný. Hrafnhildur. Guðný Helga frænka var ein- stök manneskja sem skaraði fram úr á svo mörgum sviðum. Í vinnunni naut hún óskoraðs trausts samstarfsfélaga til að gegna forystuhlutverki. Hún var líka í forystu í hópi okkar frænd- systkinanna. Við ólumst upp fyrstu æviárin á Kirkjubæjarbrautinni í Vest- mannaeyjum en Guðný Helga var alltaf mesta Eyjastelpan. Hún elskaði Eyjarnar og voru þau Friðrik búin að koma sér upp fal- legri íbúð í Eyjum og hún hlakkaði alltaf til að heimsækja Eyjuna sína. Við Guðný Helga frænka áttum langt og gott spjall fyrr í sumar. Hún var með ýmsar hugmyndir um hvernig hún ætlaði að nýta sem best tímann í krabbameins- meðferðinni. Hana langaði að nýta yfirgripsmikla þekkingu sína til að skapa eitthvað sem gæti komið ís- lensku athafnafólki til góða. Ég heillaðist af krafti frænku minnar sem stóð frammi fyrir einni stærstu áskorun sem einstakling- ur getur staðið frammi fyrir. Hún ætlaði sér að sigra og halda áfram. En svo náði meinið yfirhöndinni og allt of fljótt kvaddi þessi kraft- mikla og klára frænka mín. Inga Dóra frænka og Helgi for- eldrar Guðnýjar Helgu léku ein- stakt hlutverk í uppvexti okkar systkinanna í Eyjum. Þau voru unga parið á Kirkjubæjarbraut- inni, sem passaði okkur þegar mamma og pabbi brugðu sér af bæ. Það hefur alltaf verið einhver sérstakur strengur á milli okkar systkinanna og Ingu Dóru og Helga. Svo fylgdumst við með fjöl- skyldu þeirra stækka; fjölskyldu sem var glæsileg, einstaklega samrýnd og glöð saman. Strákarnir þeirra Guðnýjar Helgu og Friðriks áttu hug þeirra og hjörtu. Glæsilegir einstakling- ar sem munu segja börnum sínum í framtíðinni sögur af einstakri og skemmtilegri ömmu. Það er erfitt en falleg minning Guðnýjar Helgu lifir hjá stórum hópi vina og fjöl- skyldu. Við Halldóra biðjum góðan Guð að geyma minningu Guðnýjar Helgu og halda þéttingsfast um stórfjölskylduna. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við Friðriki, strákunum og allri fjölskyldu þeirra Guðnýjar Helgu. Þá send- um við Ingu Dóru og Helga, Ingi- gerði og Kristínu Hrönn og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Þór Sigfússon. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Guðnýju sem vinkonu og fengið þann tíma með henni sem okkur gafst. Tólf ára gekk ég niður í Hraunbæ eftir að foreldrar mínir höfðu flutt í Árbæ, þekkti engan en óraði ekki fyrir því að hitta þessa yndislega stelpu þá. Urðum við strax óaðskiljanlegar vinkonur og eyddum nær öllum tíma okkar saman. Nefndi við hana einmitt nýlega að við vorum ekkert eðli- legar hlustandi á Dúmbó og Steina í plötuspilaranum hennar Guðnýj- ar og spilandi 21. Síðar þegar tafl- tímabilið fór af stað byrjuðum við að tefla hvor við aðra. Kannski eft- ir á hyggja er ekki skrítið að hún varð síðar endurskoðandi en ég hjúkrunarfræðingur, hún vann nær alla leikina nefnilega. Svo klók, góðhjörtuð og góð vinkona sem hugsaði vel um vini sína. Eins og gengur og gerist á lífsleiðinni varð rof á okkar vinskap um tíma þegar lífið tók við, en eftir að við tókum upp þráðinn aftur hittumst við reglulega með mökum okkar. Það sem kannski tengdi okkur mikið síðar var að við eigum báðar fjóra yndislega stráka, þar af tví- burastráka, og var því mikið að ræða. Þótti henni sérstaklega vænt um Orra og Darra, sem eru mínir tvíburar, og mér þótti sér- staklega vænt um Alexander og Kristófer, hennar tvíbura. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og mun ávallt hugsa til hennar. Ég votta fjölskyldu hennar mína innileg- ustu samúð. Þín Árný Sigríður Daníelsdóttir (Addý). Stelpur, má ég skipuleggja? Heyrðist ósjaldan frá Guðnýju, hvort sem ferðinni var heitið til út- landa, í sumarbústað, á þjóðhátíð eða bara að hittast á pallinum. Guðný ferðaðist mikið og vildi að aðrir sem henni voru kærir fengju sömu dásamlegu upplif- unina og nutum við þess ósjaldan með henni. Guðný var falleg að innan sem utan, hörkudugleg, ákveðin, já- kvæð, hress og skemmtileg, mjög hjálpsöm og klár. Hún var um- fram allt traustur vinur og alltaf gátum við vinkonurnar leitað til hennar. Guðný hélt vel utan um fjölskylduna sína sem var henni allt og var hún mjög stolt af Frikka sínum, strákunum, tengdadætrum og litlu yndislegu ömmustelpunum. Við eigum eftir að sakna sam- verustundanna okkar, takk fyrir allt, elsku besta Guðný. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Elsku Frikki og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur. Þínar vinkonur, Sigrún, Lovísa, Rósa, Fanný og Elín. Það er komið að kveðjustund elsku Guðný Helga. Það var á Kirkjubæjarbraut í Vestmannaeyjum sem við frænk- urnar kynntumst og ólumst að miklu leyti upp saman. Báðar fæddar í Eyjum í nóvembermán- uði en með árs millibili og mæður okkar systur með sínar fjölskyld- ur í Eyjum. Þótt það væru 16 ár á milli mæðra okkar þá var ég svo heppin að vera á sama reki og þið Ingigerður og mér fannst ég svo rík að eiga ykkur að. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég mun varðveita alla tíð, allt frá göngutúrunum okkar um Eyjarnar með litlu dúkku- vagnana að tína upp hundasúrur til sumarbústaðaferðanna sem unglingar með ömmu og afa. Eld- hús ömmu Ingu í Goðasteini var okkar samkomustaður og alltaf var skjól hjá ömmu og afa fyrir okkur. Eftir gos flutti svo megnið af stórfjölskyldunni til Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar en áfram héldum við frænkurnar að hittast og árið 1976 bættist yndislega Kristín Hrönn í systrahópinn sem gaman var að knúsa og burðast með. Guðný Helga kláraði viðskipta- fræði og stýrði endurskoðunar- sviði KPMG af mikilli festu í nokk- ur ár. Þar lágu leiðir okkar saman að nýju þar sem við unnum saman í þrjú ár. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir að hafa fengið þann tíma með Guðnýju. Hún hafði svo góða nærveru, gleði og húmor og ýtti því auðvitað undir að við myndum klæða okkur í búninga á öskudag og þá var bara setið í risastórum bangsabúningum í vinnunni allan daginn eins og ekkert væri, það var alltaf gaman í kringum Guð- nýju. Ég sendi ástvinum Guðnýjar og fjölskyldu dýpstu samúðarkveðj- ur og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Sif Sigfúsdóttir. Guðný Helga er látin eftir stutt veikindi. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan hún var að vinna með okkur af fullum krafti, einn af stjórnendum KPMG, sem lagði ávallt sitt af mörkum við að takast á við ný og krefjandi verkefni. Við Guðný Helga kynntumst þegar hún hóf störf hjá KPMG á árinu 1996. Það kom fljótt í ljós að hún var á réttum stað og starfsvett- vangurinn sem hún valdi sér hent- aði henni vel. Eftir nokkurra ára starfsreynslu öðlaðist hún löggild- ingu til endurskoðunarstarfa. Mér er minnisstætt þegar hún kom á minn fund og sagðist hafa ráðið sig hjá einum af okkar stærri við- skiptavinum. Við áttum langt og gott spjall og ég vona að það hafi átt sinn þátt í því að henni snérist hugur og hún ákvað að halda áfram störfum sínum hjá KPMG bæði henni og félaginu til heilla. Á árinu 2007 varð hún einn af eig- endum KPMG. Við unnum náið saman, meðal annars að endur- skoðun á sumum af stærstu fé- lögum landsins en einnig í fram- kvæmdarstjórn félagsins frá árinu 2013 þegar hún tók við forystu endurskoðunarsviðs. Það var gott að starfa með Guðnýju Helgu sér við hlið. Guðný Helga var afburða- fagmaður og sinnti hlutverki sínu ávallt af miklum heilindum. Hún var flaggberi allra þeirra gilda sem KPMG stendur fyrir, góður stjórnandi, ljúf í samskiptum, harðdugleg, virk í félagsstarfi og síðast en ekki síst vel liðin af við- skiptavinum sínum með einstaka þjónustulund. Við vinirnir og sam- starfsmennirnir hjá KPMG kveðj- um Guðnýju Helgu með söknuði og hlýju og minnumst hennar sem yndislegrar konu og frábærs sam- tarfsmanns með þakklæti fyrir samfylgdina. Það fór ekki á milli mála að fjölskyldan skipaði stóran sess hjá Guðnýju Helgu og var gaman að sjá og heyra hversu stolt hún var af strákunum sínum og ömmuhlutverkinu. Við vottum Friðriki Smára, sonum þeirra og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd KPMG, Jón S. Helgason. Elsku glæsilega, lífsglaða Guðný Helga er farin frá okkur svo allt of fljótt. Ég var svo heppin að eiga í henni frábæra samstarfs- konu og trúnaðarvin. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust er haft eftir gríska heimspek- ingnum Epikúros. Þessi viska, sem er meira en tvö þúsund ára Guðný Helga Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA LÁRUSDÓTTIR, Sæviðarsundi 8, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. september kl. 15. Allir velkomnir en einnig verður streymt frá athöfninni á https://www.facebook.com/groups/olafialarusdottir. Eiríkur Ellertsson Jóhannes Ellert Eiríksson Jódís Ólafssdóttir Lárus E. Eiríksson Gróa Karlsdóttir Kristín Eiríksdóttir Trond Solberg Guðlaug Eiríksdóttir Ólafur Stefánsson Ragnhildur Eiríksdóttir Þorgrímur Þráinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN ARNFJÖRÐ MAGNÚSSON, fyrrverandi tollfulltrúi, áður til heimilis á Háaleitisbraut 40, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 12. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hallfríður Dagmar Þórarinsdóttir Munsch Friðrik Sölvi Þórarinsson Þórunn Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL EIRÍKSSON bóndi í Vatnshlíð, Austur-Húnavatnssýslu, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum sunnudaginn 6. september. Útför hans fer fram frá Löngumýrarkapellu í Skagafirði laugardaginn 26. september klukkan 14. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, þökkum hlýju og samúð. Margrét Þórhallsdóttir Kristín Karlsdóttir Heiðdís Karlsdóttir Skarphéðinn Jónas Karlsson Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir Anna Sóley Karlsdóttir Róbert Gils Róbertsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.