Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
gömul, hefur staðist tímans tönn
því trúnaðarsamband milli
tveggja vina er ómetanlegt og í
okkar krefjandi starfi var það sér-
staklega dýrmætt. Ég sakna þess
mikið að geta ekki lengur tekið
spjall yfir kaffibolla þar sem málin
voru krufin, stundum voru fagleg
málefni tekin fyrir, stundum
mannleg málefni og stundum bara
eitthvað allt annað sem okkur lá á
hjarta þá stundina.
Það var gott að ræða málin við
Guðnýju, hún var fordómalaus og
lausnamiðuð og kom oftar en ekki
auga á nýja fleti þar sem við fórum
yfir hin ýmsu málefni. Hún var
fagmaður fram í fingurgóma og
góður leiðtogi. Umhyggja fyrir
samstarfsfólkinu var henni alltaf
ofarlega í huga og hún átti ein-
staklega auðvelt með að koma
auga á og virkja bestu hliðarnar á
fólkinu í kringum sig.
Ég kveð með söknuði kæra vin-
konu og er óendanlega þakklát
fyrir vináttu okkar.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til þín elsku
Frikki, strákanna ykkar og fjöl-
skyldunnar allrar.
Auður.
Elsku Guðný, við kveðjum þig
með þessu ljóði.
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður
hann svíður þó að dulin séu tár
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan
hljómar
svo hrygg við erum því við söknum
þín.
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér
við sálu þína biðjum Guð að geyma
þín göfga minning okkur heilög er.
(GEV)
Hafðu þökk fyrir allt. Guð
geymi þig og veiti Friðriki og fjöl-
skyldunni allri styrk á rauna-
stundu.
Daisy, Ragnheiður,
Guðrún Jakobína
(Gunna Bína), Björgvin,
Þórir, Heimir, Helgi og
fjölskyldur.
Í dag kveðjum við yndislega
vinkonu. Vinkonu sem bjó yfir svo
miklum töfrum að leitun er að
öðru eins. Djúpt skarð hefur
myndast í vinkonuhópinn okkar
og einn bjartasti demanturinn
skín ekki lengur. Hugurinn leitar
ósjálfrátt í minningabankann sem
geymir svo ótrúlega margt fallegt,
gleðilegt og þakkarvert. Þessi vin-
konuhópur er svolítið sérstakur að
því leyti, að hann á rætur að rekja
til samveru í gegnum fótboltaiðk-
un sona okkar, sem reimuðu bros-
andi á sig sína fyrstu takkaskó og
mættu á æfingar hjá Fylki fjög-
urra til fimm ára árið 2004. Fót-
boltamót, hvatning, samvera,
gleði og sorg, sigrar og töp voru
fastir liðir. Það varð mjög snemma
ljóst að mömmurnar í hópnum
náðu einstaklega vel saman og
strax mynduðust sterk tengsl sem
hafa verið órjúfanleg síðan. Pabb-
arnir í hópnum bundust að sjálf-
sögðu vinaböndum líka en sameig-
inlegt markmið hópsins var að
leggjast á eitt við að styðja þessa
ungu drengi á fótboltaferli þeirra.
Þeir hafa nú flestir lagt skóna á
hilluna en eftir stendur samheld-
inn og góður hópur sem sér með
söknuði á eftir dásamlegri vin-
konu. Guðný var með einstaklega
stórt hjarta og hennar nálgun og
umhyggja fyrir strákunum og
okkur fullorðna fólkinu var eftir-
tektarverð. Hún var hlý, lausna-
miðuð og framtakssöm í öllu og
það var smitandi. Það var allt
sjálfsagt mál og hlutunum var
fyrirvaralaust reddað. Alltaf voru
Guðný og Friðrik með í öllu, vand-
fundnar betri og öflugri fyrir-
myndir. Hláturinn, hlýjan, áhug-
inn, húmorinn. Hún var boðin og
búin í öllu og sá lausnir, ekki
vandamál. Þau hjónin buðu okkur
Fylkishópnum heim eitt síðsum-
arkvöld árið 2009 í Amazing Race-
leik og kvöldverð og við mættum
að sjálfsögðu galvösk og spennt,
grunlaus um hvað var í vændum.
Þetta kvöld markaði upphaf að ár-
legri keppni sem var endurtekin
fimm ár í röð. Hópurinn hljóp
sveittur og hlæjandi um Árbæinn
og nærsveitir, leysti þrautir sem
Guðný hafði útbúið af mikilli hug-
sjón og háði æsispennandi keppni
sín á milli. Kvöldið endaði svo með
grillmáltíð og hlátrasköllum fram
á nótt. Guðný var í essinu sínu
þarna. Oft var hún spurð hvort
hún vildi ekki vera með í keppn-
inni og við myndum skiptast á um
að halda þetta en nei, þetta var
hennar. Þetta kunni Guðný og
þetta var það sem gerði þennan
foreldrahóp svo einstakan og sam-
ofinn og fyrir það erum við óend-
anlega þakklát. Minningar frá
kvennakvöldum Fylkis liggja líka í
bankanum. Þar var Guðný hrókur
alls fagnaðar; fyrirpartí, undir-
búningur, mikið dansað, hlegið og
spjallað. Stór hluti vinkonu-
hópsins hittist síðast sumarið 2019
og ekki lét Guðný sig vanta. Við
áttum dásamlega kvöldstund sam-
an, þar sem við hlógum svo inni-
lega að okkur verkjaði í kjálka og
kvið lengi á eftir. Eftir það kvöld
ákvað Guðný að hún myndi skipu-
leggja nýja keppni, endurvekja
hefðina, en lífið tók því miður
óvænta stefnu og eftir situr minn-
ingin um ógleymanlega tíma. Guð-
nýjar er sárt saknað og erum við
full þakklætis fyrir allar minning-
arnar sem við geymum í hjarta-
stað og fyrir allt það sem hún
gerði fyrir okkur. Hún var tekin
frá okkur langt fyrir aldur fram en
bergmál hláturs og gleði Guðnýjar
mun hljóma í huga okkar um
ókomin ár. Við tökum nú við kefl-
inu, elsku Guðný, og lofum að gera
þig stolta, halda hópinn og minn-
ingu þinni hátt á lofti um ókomna
tíð. Elsku Friðrik, Alli, Krissi,
Andri, Gunnar Helgi og fjöl-
skylda. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar. Hvíl í friði, elsku vin-
kona. Fyrir hönd Amazing-hóps-
ins,
Margrét Backman, Anna
Margrét Einarsdóttir,
Carola Ida Köhler.
Kveðja frá Golfklúbbi
Reykjavíkur
Á vormánuðum bárust okkur í
stjórn GR þær fréttir að Guðný
væri að heyja erfiða baráttu. Þótt
útlitið væri ekki sérstaklega bjart
bjóst ekkert okkar við því að tím-
inn sem hún ætti eftir yrði svona
stuttur.
Guðný hafði setið í stjórn Golf-
klúbbs Reykjavíkur frá árinu 2013
og sinnt þar hlutverki gjaldkera.
Því hlutverki skilaði hún með
þeim sóma sem einkennt hafði öll
hennar störf. Samviskusemi og
nákvæmni eru orð sem lýsa henni
vel. Góðir eiginleikar í mannlegum
samskiptum voru þó sennilega
hennar stærstu kostir og aldrei
féll skuggi á samstarfið við hana
innan stjórnar GR.
Við vottum fjölskyldu Guðnýjar
okkar dýpstu samúð um leið og við
þökkum fyrir allt það góða starf
sem hún vann fyrir GR. Þar verð-
ur hennar sárt saknað. Megi Guð
gefa Friðriki, sonum og fjölskyldu
hennar allri styrk á þessum sorg-
artímum.
F.h. stjórnar Golfklúbbs
Reykjavíkur,
Björn Víglundsson.
Fleiri minningargreinar
um Guðnýju Helgu Guð-
mundsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
19. mars 1925,
kennd við Húsavík.
Hún lést 5. sept-
ember 2020 á hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík.
Foreldrar Guð-
rúnar voru þau Jón
Auðunsson, fæddur
á Eyrarbakka 12.8.
1891, dáinn 15.3. 1975, og Sig-
ríður Jónsdóttir, fædd í Selvogs-
hreppi 29.11. 1888, dáin 19.6.
1980. Guðrún var fjórða í röð
átta systkina. Þau eru Sigríður,
f. 1918, d. 1948; Borgþór, f.
1922, d. 1968; Jóna Alda, f. 1923,
d. 2015; Jón Vídalín, f. 1926; Ís-
leifur, f. 1928, d. 2008; Ingi-
björg, f. 1929, d. 2016; Sigurður,
f. 1930, d. 2014.
Hinn 31. desember 1951 gift-
ist Guðrún Jóni Sveinssyni, f.
Ragnar Þór. Börn þeirra: Diljá
Líf, f. 1998, og Salka Rán, f.
1999.
Guðrún ólst upp í Vestmanna-
eyjum og lauk þaðan barna-
skóla. Hún vann aðallega við
fiskvinnslu í Vestmannaeyjum
en fór 18 ára gömul til að vinna
sumartíma á hóteli á Kirkjubæj-
arklaustri. Árið 1948 flutti Guð-
rún alfarið til Reykjavíkur og
bjó á Hringbraut ásamt Öldu
systur sinni. Guðrún hóf störf í
bakaríi við Frakkastíg en bauðst
svo vinna í sælgætisgerðinni
Freyju þar sem hún vann til árs-
ins 1955. Árið 1980 hóf hún störf
á ný við Landspítalann við
Hringbraut og lét svo þar af
störfum 65 ára gömul.
Guðrún og Jón stofnuðu sitt
fyrsta heimili í Hólmgarði 60, en
reistu sér síðar hús á Rauðalæk
24. Árið 1965 fluttust þau í Ljós-
heima 2 og bjuggu þar í 53 ár
eða þar til þau fóru á hjúkrunar-
heimilið Grund.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Áskirkju í dag, 17. september
2020, klukkan 15.
1925, d. 2018. For-
eldrar hans voru
þau Sveinn Jóns-
son bóndi á
Þykkvabæjar-
klaustri, f. 1880, d.
1959, og Hildur
Jónsdóttir ljós-
móðir, f. 1890, d.
1981.
Guðrún og Jón
eiga eina dóttur,
Þórunni Ósk, f. 15.
júní 1951. Maki Þorsteinn Guð-
mundsson, f. 25. nóvember 1951.
Börn þeirra: Ástþór Ragnar, f.
1973. Ester f. 1975, sambýlis-
maður Jens Ívar. Barn þeirra er
Jón Albert, f. 2010. Ester á Þor-
stein Gretti, f. 1995, og Rann-
veigu, f. 1998, með fyrrverandi
eiginmanni, Óla Kristjáni. Þór-
unn á dóttur með fyrrverandi
sambýlismanni, Hinriki Ólafi
Thorarensen, f. 1948, d. 1975,
Guðrúnu Jónu, f. 1970, maki
Tengdamóðir mín, Guðrún
Jónsdóttir, er nú komin aftur í
faðm mannsins síns, Jóns
Sveinssonar heitins. Þar verða
fagnaðarfundir.
Ég minnist þess þegar ég
kom fyrst á heimili þeirra hjóna
og var samkvæmt nýjustu tísku
í svokölluðum sjömílnaskóm.
Guðrún hváir við þegar hún sér
útlitið á nýja kærastanum í
támjóu skónum og segir upp-
hátt að þessi ráðahagur sé
henni ekki vel að skapi. Þrátt
fyrir þennan fyrsta dóm varð
ég tengdasonur Guðrúnar og
varð okkur vel til vina. Hún gat
oft verið ansi ákveðin og á
stundum hvöss en alltaf var
fljótt úr henni.
Oft var glatt á heimili þeirra
í Ljósheimum tvö þar sem Guð-
rún stjórnaði sem húsfreyja
með myndarbrag. Þar kom
stórfjölskyldan saman um
páska og jól og svo á haustin
var hin ógleymanlega slátur-
gerð.
Einnig var skyldumæting í
hádegislærið á sunnudögum að
hætti mömmu.
Í sumarbústaðnum hennar í
Eilífsdal í Kjós var Guðrún
drottningin sem sá um mat og
kaffi á meðan aðrir unnu úti-
vinnu. Hún sá einnig til þess að
allir fengju sinn bita í öll mál.
Þess á milli ef sól var á lofti
notaði hún tækifærið og naut
stundar í sólinni en alla tíð var
hún mikill sóldýrkandi.
Ég kveð kæra tengdamóður
mína og þakka hennar sam-
verustundir og stuðninginn í
gegnum árin.
Megi hún fara í friði.
Þorsteinn Guðmundsson.
Elsku amma, nú ert þú farin
til afa. Þú varst svo góð við mig
og allar sjóferðirnar með þér
og afa svo skemmtilegar, sér-
staklega tívolíferðirnar. Í Ljós-
heimana var gott að koma og fá
sér malt og appelsín með þér
og ekki verra að kíkja í kjall-
arageymsluna þar sem sælgæt-
ið var. Nú er ég búinn að búa í
Noregi síðan árið 2000 og í
hvert skipti sem ég kom til
landsins heimsótti ég þig elsku
amma. Þetta ár er undarlegt,
það skall á heimsfaraldur og
því erfitt fyrir mig að koma til
Íslands, koma til að kveðja þig.
Því er ég svo þakklátur fyrir að
hafa átt góðar stundir með þér
um jólin, verið með þér á að-
fangadag. Ég mun sakna þín og
þú mátt skila kveðju til afa.
Hvíldu í friði elsku amma.
Ástþór Ragnar.
Guðrún Jónsdóttir var
Nunna amma mín.
Hún var stór hluti af mínu
lífi en ég hef búið við þau for-
réttindi að eiga spræka ömmu í
fimmtíu ár. Það er ekki öllum
gefið og fyrir samleið okkar
verð ég alltaf þakklát.
Amma ólst upp í stórum hópi
systkina í Vestmannaeyjum.
Hún flutti til Reykjavíkur um
tvítugt.
Hún giftist Jóni Sveinssyni
vélstjóra, en þeim varð ekki
barna auðið. Þau tóku systur-
dóttur Nunnu, Þórunni Ósk
Jónsdóttur, móður mína, í fóst-
ur þegar hún var fjögurra ára.
Mamma átti því tvær mömmur
og ég átti tvær ömmur.
Ömmurnar mínar bjuggu við
ólík skilyrði. Nunna amma
hafði möguleika á að bjóða mér
í ferðir og gefa mér gjafir. Við
fórum í langar sjóferðir með
afa á vöruflutningaskipinu Laxá
þar sem við sigldum á milli
bæja hér heima og borga í Evr-
ópu. Amma gerði allt sem hún
gat til að við ættum góðan tíma
í káetunni en þar sátum við
löngum stundum, við amma og
afi. Á þeim tíma var hvorki sími
né sjónvarp um borð í skipum.
Við áttum því gæðastundir
þar sem við spiluðum, lituðum
og töluðum saman eða drukk-
um gosdrykkinn Fanta.
Ég fór með ömmu og afa í
veiðiferðir. Við dvöldum líka
góðan tíma í sveitinni hjá syst-
ur afa, Steinunni Sveinsdóttur í
Kastalabrekku, en þær amma
voru alltaf tryggar vinkonur.
Það sem þær gátu brallað og
hlegið saman.
Fjölskyldan tók ákvörðun um
að byggja saman sumarbústað í
Eilífsdal í Kjós. Þar áttu afi og
amma góðar stundir þar sem
unnið var að uppbyggingu og
ræktun nánast alla daga. Fjöl-
skyldan átti margar dýrmætar
samverustundir og naut ís-
lenskrar náttúru saman á Jón-
steinsstöðum.
Barnabörnin og barna-
barnabörnin elskuðu að eiga
samverustundir með ömmu og
afa í Kjósinni.
Amma fæddist fyrir nærri
einni öld. Á þeim tíma bjuggu
konur ekki við sömu réttindi
eða tækifæri og við þekkjum í
dag. Henni sárnaði að hafa ekki
fengið tækifæri til menntunar
og að vera sett skör lægra en
bræður sínir sem allir nutu
menntunar.
Amma var hölt og setti það
henni erfiðar skorður. Ég
ímynda mér að þær hafi haft
áhrif á sjálfsmynd hennar þeg-
ar hún var barn og ung kona og
eflaust hefur þessi fötlun átt
þátt í að móta hörku sem hún
átti til að sýna í samskiptum við
aðra.
Amma hafði skoðanir á flest-
um hlutum og fylgdist vel með
málefnum líðandi stundar. Oft
fann hún fyrir takmörkum sín-
um og sárnaði þá í samræðum.
Þá varð hún enn harðari á sinni
hlið málsins.
Þær systur, Inga amma og
Nunna amma, áttu sérstakt
samband. Oft var togstreita
þeirra á milli sem var þungt
fyrir mömmu, fjölskylduna alla
og ekki síður þær sjálfar. En
einhvern veginn tókst þeim að
láta samskiptin ganga. Nunna
amma sagði: „Lífið tekur og líf-
ið gefur, við afi þinn gátum
ekki eignast börn en okkur var
samt gefið að eiga öll þessi
börn. Hana mömmu þína, þrjú
barnabörn og fimm barna-
barnabörn.“
Nunna amma skildi við í
faðmi ástvina sinna og á
kveðjustundinni lágu þær
mamma saman vanga við
vanga. Falleg og mikilvæg
stund fyrir þær.
Guðrún Jóna Thorarensen.
Sit og skrifa nokkur orð um
þig, elsku amma. Hlusta á plöt-
una hans Bjögga „Ég syng fyr-
ir þig“ en kassettan rúllaði allt-
af í Passatinum þegar við
fórum upp í bústað, fallega bú-
staðinn sem pabbi og afi
byggðu. Þar var gott að vera,
við tvær að lita og dúllast á
meðan afi hamaðist úti við. Ég
man enn eftir tilfinningunni
þegar ég fékk að koma til þín
og gista. Næturgistingarnar
voru ófáar og skipulagið hjá
okkur var gott og eftir okkar
höfði. Ólsen-ólsen og svartipét-
ur í eldhúskróknum, appelsín,
smartís og dagskrá RÚV og
ekki verra þegar gamanmynd
var á dagskrá því hláturinn
þinn var svo smitandi. Þegar afi
var í landi þá var farið í Laug-
ardalslaugina og svo í bakaríið í
Álfheimakjarnanum. Mér leið
alltaf svo vel hjá ykkur, fékk
endalausa jákvæða athygli.
Þegar ég var tvítug fékkstu
fyrsta barnabarnabarnið þitt,
hann Þorstein Gretti. Þú og afi
eigið alltaf pínu í honum og þú
varst dugleg að rifja upp stund-
irnar þegar þig sóttuð hann og
fóruð með hann til Kristínar
dagmömmu. Svo eignaðist ég
Rannveigu og vorum við dugleg
að koma í heimsókn til ykkar
og ávallt hélt dekrið áfram.
Fyrir tíu árum fjölgaði svo
langömmubörnum þegar Jón
Albert kom og veitti hann þér
og afa nafna sínum mikla gleði.
Hann vildi alltaf koma með á
Grund í heimsókn til þín og þú
varst alltaf jafn glöð að sjá
hann, þótt hann hefði sítt hár,
en slíkt var ekki í þínum bók-
um, strákar með sítt hár. Hann
náði að koma til þín og kyssa
og knúsa í síðasta sinn og var
hann með hárið sitt í tagli.
Þú sagðir honum hve falleg-
ur og flottur strákur hann væri
og spurðir hvort hann væri bú-
inn að klippa hárið en þá sýndi
hann stoltur taglið og þú bara
hlóst.
Mér þykir svo vænt um að
búa í Goðheimum, finnst ég
vera nálægt þér og afa, nálægt
Ljósheimum, nálægt Álfheima-
kjarnanum, nálægt öllum minn-
ingunum okkar.
Elsku amma, þú varst mér
svo kær og svo góð við mig. Þú
vildir allt fyrir mig og börnin
mín gera og varst svo stolt af
okkur.
Ég veit að afi tekur á móti
þér í afmæliskaffi og það er
örugglega ein góð hnallþóra
líka en eflaust ekki eins góð og
þín.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þín
Ester.
Það eru ekki allir svo heppn-
ir að eiga á fullorðinsárum
langömmu og langafa. Hvað þá
að fá að njóta samveru þeirra
yfirhöfuð.
Það vorum við barnabarna-
börnin fimm.
Langamma var ákveðin,
fyndin og klár. Það var alltaf
mikil gleði að fá að koma í
Ljósheima 2 og fá langömmu-
knús, malt og appelsín og
nokkra Mackintosh-mola. Við
lékum okkur mikið í stofunni en
þurftum þó að passa að rekast
ekki í fínu kristallana hennar
langömmu, annars fékk maður
aldeilis að heyra það. Jólaboðin
hjá langömmu og langafa í
Ljósheimum voru alltaf
skemmtilegust. Þá fengum við
að dansa með langafa og leika
okkur með uppblásna jólasvein-
inn sem mömmur okkar léku
sér með sem börn. Við frænk-
urnar fengum hver og ein gjöf
frá langömmu og langafa, það
voru dúkkuhús sem langafi
hafði smíðað. Þá hafði hann
einnig dundað sér við að smíða
öll húsgögnin inn í húsin og
langamma saumaði litlar gard-
ínur og sængur. Þessi dúkku-
hús eru okkur svo mikilvæg og
munum við ávallt passa vel upp
á þau.
Langamma stóð alltaf á sínu,
þó aðrir væru annarrar skoð-
unar. Hjá henni var alltaf stutt
í hláturinn, enda sá hún alltaf
spaugilegu hliðarnar á lífinu.
Jón Albert litli elskaði að heim-
sækja langömmu á Grund og fá
að horfa á sjónvarpið og stelast
í nammið hennar.
Við munum aldrei gleyma
smitandi hlátrinum þínum, sög-
unum um Vestmannaeyjar og
fallegu litabókunum sem þú
varst svo dugleg að lita í. Takk
fyrir allt, elsku langamma, við
elskum þig.
Fyrir hönd okkar barna-
barnanna,
Rannveig
Þorsteinn Grettir
Diljá Líf
Salka Rán
Jón Albert.
Guðrún Jónsdóttir
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744