Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 49

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Klúbburinn breyttist síðan í gönguklúbb þar sem við hitt- umst á sunnudagsmorgnum klukkan tíu. Heilsan var þá ekki alltaf upp á það besta hjá sum- um klúbbfélögum, en eftir göngu í tvo tíma í nágrenni Hafnarfjarðar var landið farið að rísa. Gufu- og gönguklúbb- urinn voru öðrum þræði matar- klúbbar. Áttum við okkur sér- staka söngbók. Þar voru lög sem sjaldan sáust í venjulegum söngbókum. Sveinn tók miklu ástfóstri við eitt lag sem varð síðan hans einkennislag. Lagið var Svantes lykkelige dag. Svenni var ekki besti söngvar- inn en söng lagið með þvílíkum tilþrifum og túlkun að allir sem á hlýddu skemmtu sér konung- lega. Svenni var af Kassahúsætt- inni í Hafnarfirði. (Af einhverj- um ástæðum dróst að setja þak- ið á húsið þar sem Svenni bjó og var því eins og kassi í laginu.) Eitt sinn var Svenni á einhverju heimsþingi. Þar kynnti Svenni sig sem Guðbjartsson. Það gat enginn borið þetta nafn fram svo hann breytti kynningunni; Sven von Kasenhausen. Það nafn gátu allir munað og borið fram. Fólkið af Kassahúsættinni er mjög listrænt. Góðir ljósmynd- arar eru þar fyrirferðarmiklir. Ólafur Elíasson, sem hannaði hjúpinn um Hörpuna, er af Kassahúsættinni. Sjálfur var Svenni mjög listhneigður. Tvö orð lýsa Svenna vel; lífs- kúnstner og húmoristi. Svenni kunni að meta lífsins lystisemd- ir, mikill matmaður og aldrei hafði hann neitt á móti víni. Það var aldrei leiðinlegt að vera í ná- vist Svenna. Svenni átti lengi við mikla vanheilsu að stríða. Við sem þekktum hann sögðum að húm- orinn héldi í honum lífinu. Mikið til í þeirri speki. Læt í lokin fylgja með eina sögu af okkur Svenna. Einu sinni var ég að vegsama tré- mynd eftir Svenna sem var listavel gerð. Þetta var mynd af konu sem hóf hendurnar upp eins og hún væri að taka flugið. Þegar ég hafði dáðst að lista- verkinu um stund sagði Svenni: „Já Guðmundur minn, þetta er mynd af konunni þinni.“ Ég varð hvumsa við og sagði: „En Svenni, konan er kviknakin!“ „Hafðu engar áhyggjur, Guð- mundur minn, konan þín sat ekki fyrir hjá mér nakin, nei ekkert svoleiðis. Ég gerði þessa mynd af henni algjörlega eftir minni!“ Mér létti auðvitað stórum við að heyra þetta. Sveinn var trúmaður og pre- dikaði oft í messum. Hafði hug á að verða prestur en sagðist hafa hætt við af því hann hefði ekk- ert garantí fyrir því að hann yrði biskup. Við ferðalok þakka ég fyrir að hafa eignast Svenna fyrir vin og samferðamann. Ljúfur, örlátur, hjálpsamur og skemmtilegur. Maður friðarins. Takk fyrir samfylgdina kæri vin. Ástvinum Svenna sendum við hjónin innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að veita þeim styrk og huggun í sorginni. Meira: mbl.is/andlat. Guðmundur Óskarsson. Á sjálfan 60 ára afmælisdag JC-hreyfingarinnar á Íslandi er mér ljúft að setjast niður og minnast yndislegs JC-félaga, Sveins Þ Guðbjartssonar, sem lést 1. september sl. Þegar ég ásamt fleirum vor- um að safna saman öllum JC- gögnum til skráningar og af- hendingar á Þjóðaskjalasafn Ís- lands, frétti ég af Sveini og hans yndislegu konu, Svönu. Ég hafði samband við Svein og bar upp erindi mitt hvort ég mætti hitta hann og safna fróðleik frá hon- um og gögnum. Ekkert sjálf- sagðara voru svör hans. Ég lagði síðan leið mína til þeirra hjóna í Hafnarfjörðinn, ekki einu sinni heldur oft. Sveinn var landsforseti JC- hreyfingarinnar árin 1967-1968. Hann gegndi mörgum störfum áður innan landstjórnarinnar og var senator nr. 9089. Þvílíkur hafsjór af sögum og atburðum innan hreyfingarinn- ar sem ég fékk. Sveinn átti kist- ur með gömlum JC-gögnum, í þessu fékk ég að blaða og skammtaði hann mér gögn til að taka ljósrit af. Auðvitað fékk ég ekki að taka gögnin með til ljós- ritunar nema með því skilyrði að skila þeim aftur. Því voru ferðirnar til Sveins fleiri en ég bjóst við. Í hvert skipti sem ég kom var tekinn til nýr skammt- ur af gögnum og síðan skilað. Katrínu dóttur hans fannst að pabbi sinn ætti bara að afhenda öll gögnin til varðveislu á Þjóð- skjalasafni. Nei, Sveinn var ákveðinn, best að geyma þetta hjá honum. Sveinn átti líka myndaalbúm með JC-myndum, ferðir þeirra hjóna á erlend þing, landsþing, fundi og skemmtanir. Sveinn var nú ekki alveg viss um alla á myndunum eða atburðina en þá kom Svana sterk inn, mundi alla og ekki síst atburðina. Þessar heimsóknir til þeirra voru dásamlegar stundir, Sveinn var víðfróður, sagði mér sögur af mannlífinu í Hafnar- firði á árum áður. Einnig í hvað nefndum og ráðum hann hafði tekið þátt í gegnum ævina. Hann var lunkinn útskurðar- meistari og fékk ég að líta safn hans af afrakstrinum. Eftir að Sveinn og Svana fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði skrapp ég í heimsókn til þeirra í spjall. Það var ævinlega yndis- legt að sitja með þeim og fræð- ast um allt, en ekki síst árin í JC-hreyfingunni. Það er með sorg en þakklæti í hjarta að ég kveð Svein Þ. Guð- bjartsson. Blessuð sé minning hans. Katrínu dóttur hans og fjöl- skyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um yndislegan mann mun lifa í hjarta mínu. Rannveig Sigurðardóttir. Það er með miklum hlýhug að ég minnist Sveins Guðbjarts- sonar en kynni mín af honum voru um árabil í gegnum dóttur hans Katrínu og Sparisjóðinn þar sem við Katrín báðar stig- um okkar fyrstu skref á vinnu- markaði. Seinna lágu leiðir okk- ar saman í fjölskylduboðum hjá Kötu og Rúna og í Sjálfstæð- isflokknum þar sem Sveinn var einn af máttarstólpum flokksins um áraraðir. Sveinn var um ára- bil forstjóri Sólvangs og lét sig málefni stofnunarinnar varða alla tíð. Þegar ákveðið var að reisa nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi stóð ekki á honum að leggja lið með hvatningu og já- kvæðu hrósi eins og honum ein- um var lagið. Hann fylgdist vel með verkefninu frá fyrsta degi og áttum við góð samtöl reglu- lega um framvindu á verkinu. Sveinn tók svo þátt í vígsluat- höfninni sem fór fram á síðasta ári og flutti þar erindi ásamt ráðherra og fleiri góðum gest- um. Sveinn Guðbjartsson er nú látinn aðeins sex mánuðum á eftir elskulegri eiginkonu sinni, henni Svönu, og ég votta fjöl- skyldunni, Katrínu, Kristjáni Rúnari, Hildi Dís, Svönu Lovísu, tengdasonum og barna- börnum innilega samúð mína. Minningin um góðan dreng mun lifa. Helga Ingólfsdóttir. Elsku Svenni er farinn þang- að sem við öll stefnum, til Aust- ursins eilífa. Oft höfum við hald- ið að hann væri að búa sig undir ferðalagið, en þegar að því kom, kom það á óvart. Það var stutt á milli þess að vinir okkar, Svana og Svenni, kvöddu þennan heim. Þau hafa alltaf verið hluti af okkar til- veru, enda foreldrar okkar og þau miklir vinir og fjölskyld- urnar búið hvor sínum megin á Klettahrauninu í tugi ára og gera enn. Samgangurinn var mikill og ósjaldan sem farið var yfir göt- una á góðra vina fund. Garð- rækt var mikið áhugamál hjá foreldrum okkar og Svenna og Svönu og garðarnir báru þess glöggt merki. Samverustundir yfir kaffi- bolla í görðunum voru því margar. Ljóslifandi í dýrmætri minningu eru skiptin þegar Svenni kom yfir og fór beint inn í eldhús til mömmu, sem stóð yfir pottunum, lyfti pott- lokinu og bragðaði á matnum. Skipti engu hvort Svenni var nýbúinn að borða eða ekki. Pabba fannst þetta alltaf jafn skemmtilegt því hann vissi sem var að Svenni var mikill matmaður. Við ferðuðumst líka mikið saman fjölskyldurnar, yfirleitt vorum við systkinin og Katrín dóttir Svenna og Svönu með og oft fleiri fjölskyldur úr vina- hópnum. Oftar en ekki var ferðinni heitið í veiði í Gljúf- urá, Hlíðarvatn eða Hauka- dalsá. Við ferðuðumst líka saman til útlanda og heimsótt- um m.a. frændfólk Svenna í Danmörku. Þetta voru góðar stundir. Svenni var mikill fagurkeri og einstakur listamaður á mörgum sviðum. Hvort sem það var myndlist, tónlist, ræðumennska eða veiði. Við systkinin heyrðum t.d. jazz í fyrsta skipti hjá Svenna. Her- dís mamma hans var ljósmynd- ari og þó svo Svenni hafi ekki starfað við ljósmyndun þá var hann alltaf með myndavélina á lofti og var góður ljósmyndari. Hann teiknaði líka og málaði í frístundum sínum og mynd- skreytti eina ljóðabókina hans pabba. Það þykir okkur mjög vænt um. Í seinni tíð átti út- skurður úr tré hug hans og eft- ir hann liggja listaverk á því sviði. Hann var líka mikill safnari og hefur Katrín sagt okkur ófáa brandara af því hvað leyndist í fórum Svenna, en inn á milli liggja þvílíku gullmolarnir sem við sem eldri erum gleðjumst nú yfir, enda búin að gleyma að hefðu verið til. Þegar maður hugsar um Svenna getur maður ekki ann- að en brosað og hlýnað um hjartarætur. Svenni var ekki bara einn mesti húmoristi sem við höfum kynnst heldur var hann með þannig svip að það kom manni alltaf í gott skap að hitta hann. Hann var alltaf já- kvæður og glaðvær. Þegar Svenni sagði hlutina, þó hversdagslegir og ófyndnir ættu að teljast, brást það ekki að allir í kring veltust um af hlátri og setningar, sem Svenni sagði urðu fljótt að orðatiltækjum hjá okkur. Þegar komið er að leiðarlok- um þökkum við fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða samferða Svenna og fá að njóta alls þess besta sem hann hafði að geyma. Við þökkum líka fyrir hversu vel Svenni og Svana reyndust pabba í veikindum mömmu. Við sendum Katrínu og fjöl- skyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sveins Þorkels Guðbjartssonar. Lovísa, Finnur og Ingibjörg.  Fleiri minningargreinar um Sveinn Þ. Guðbjarts- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Heiðbjört Jó-hannesdóttir fæddist 26. júní 1932 á Brúnastöð- um í Skagafirði. Hún lést 3. sept- ember 2020 á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki. Foreldrar henn- ar voru Ingigerður Magnúsdóttir hús- móðir, f. 20. júní 1888, d. 7. júlí 1971, og Jóhannes Blöndal Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri, f. 7. okt. 1892, d. 13. ágúst 1970. Bræður Heiðbjartar voru: 1. Jóhann Magnús Jóhannesson járnsmiður, f. 30. jan. 1920, d. 4. maí 1982. 2. Indriði Jóhannesson, bóndi Reykjum, f. 4. ágúst 1924, d. 20. maí 2002. 3. Kristján Jóhannesson, mars 1990, og Sigurd, f. 18. ágúst 1993. Barn Heiðu Karine er Sturle Johannes, f. 8. okt. 2019. 2) Þóra Ingigerður Sigurjóns- dóttir, f. 17. nóv. 1957, búsett í Kanada. Gift Rune Vibegaard. Börn hennar eru: Auður Jó- hanna Blöndal, f. 22. mars 1982, Anna Heiða, f. 17. mars 1987, og Elín Þóra, f. 14. des. 1989. 3) Elín Helga Blöndal Sigur- jónsdóttir, bóndi Reykjum, f. 13. ágúst 1961, d. 18. ágúst 2018. Börn hennar eru: Dagur, f. 16. júní 1990, Jóhannes Ingi, f. 10. maí 1993, giftur Valgerði Bjarnadóttir, f. 1992, Kristín Rós, f. 15. nóv. 1999, og Ingi- gerður Blöndal f. 22 nóv. 2002. Heiðbjört ólst upp á Brúna- stöðum til 12 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit. Heiðbjört og Sigurjón maður hennar byggðu upp nýbýlið Hamrahlíð frá 1956 og bjuggu þar allan sinn búskap með sauðfé og hross. Útför Heiðbjartar fer fram frá Reykjakirkju í dag, 17. sept- ember 2020, og hefst athöfnin kl. 14. bóndi Reykjum, f. 4. ágúst 1924, d.19. jan. 2004. Eiginmaður Heiðbjartar var Sigurjón Sig- urbergsson, bóndi í Hamrahlíð, f. 28. mars 1931, d. 24. feb. 2004. Hann var sonur hjónanna Þóru Guðmunds- dóttur, húsfreyju í Svínafelli, f. 24. sept. 1908, d. 21. nóv. 2002 og Sigurbergs Árna- sonar, bónda Svínafelli, f. 9. des. 1899, d. 10. júní 1983. Heiðbjört og Sigurjón eign- uðust þrjú börn: 1) Jóhannes Blöndal Sigurjónsson verkfræð- ingur, f. 16. jan. 1956, búsettur í Noregi, giftur Kari Elise Mobeck myndlistarkonu, f. 4. maí 1960. Þau eiga þrjú börn: Heiðu Kar- ine, f. 7. maí 1987, Magnús, f. 4. Að taka lagið Þá ertu farin frá okkur, mamma, eða Heiða amma eins og við sögðum oftast á seinni árum. Það er margt sem við hefðum þurft að rifja upp saman, en kannski ertu einhvers staðar nærri okkur og minnir okkur á. Þú sagðir okkur oft frá atburðum og skemmtilegu fólki á þinni lífs- leið, og hafðir þín eigin máltæki á takteinum. Ég man eftir því að þú sagðir stundum, ef það passaði: „Mph, mph. Svona eru nú augun í fólk- inu, bara keypti ég skófluna af því að skaftið var grænt.“ Við vissum náttúrlega að hér varstu að vitna í Þorlák nokkurn, kall- aðan Láka, sem kom oft í Brúna- staði þegar þú varst lítil. Hér var skringilegt orðalag orðið að lífs- visku. Þegar þú varst tólf ára flutti fjölskyldan í Reyki og þú varst fljótlega liðtæk og gekkst til allra verka bæði úti og inni. Á Reykj- um er kirkjustaður og þú byrj- aðir fljótlega í kirkjukór Lýtings- staðahrepps ásamt bræðrunum Indriða og Kidda og fleira góðu söngfólki. Ég sá nýlega mynd af kórnum þar sem þú stendur í fremstu röð, flott unglingsstelpa sem ekki þorir að líta á ljósmynd- arann. Þú sagðir mér einhverntíma að þér hefði fundist þú vera svo stór og ólánleg þegar þú varst ung- lingur og þú hefðir reynt að heykja þig niður og láta lítið á þér bera. Söngurinn og kórstarfið fylgdi þér síðan allt lífið og feimn- in og hlédrægnin eiginlega líka. Í Húsmæðraskólanum á Löngumýri eignaðist þú nýjar vinkonur, varðst þér úti um gítar. Þegar ég seinna fór að fikta við gítar tókstu fram söngbókina frá Löngumýri og rifjaðir upp gömlu lögin: „Lækur tifar létt um máða steina.“ Þið vinkonurnar sunguð nokkur lög á sameiginlegri skemmtun Húsmæðraskólans og Bændaskólans á Hólum. Þar var Sigurjón, ungur bóndasonur úr Hornafirði sem seinna varð mað- ur þinn. Það var gott að alast upp hjá ykkur í Hamrahlíð og ég minnist sérstaklega þess að við sungum lögin úr gömlu söngbókinni þeg- ar við systkinin fórum að geta raulað með: „Komdu og skoðaðu í kistuna mína.“ Ég man eftir fjallgöngum þeg- ar þið pabbi voruð með á bíl og þú eldaðir kvöldmat handa gangna- mönnum. Þá hljómaði söngurinn í Buga- kofa: „Ætti ég hörpu hljóma- þýða.“ Rökkurkórinn var mikill gleði- gjafi fyrir ykkur pabba þegar hann var stofnaður. Þetta var metnaðarfullur kór sem tók fyrir mikið af skagfirsku efni. Ég veit að þú hélst mikið upp á ljóð eftir Sigurð Hansen: „Lífið rennur sem lækur …“. Svo liðu árin og pabbi féll frá fyrir aldur fram. Þú lagðir ekki árar í bát og varst alltaf tilbúin að taka lagið. Síðustu árin þín á dvalarheim- ilinu voru líka björt því þú hafðir gítarinn hjá þér og gast alltaf sungið. Ég minnist þess að við komum í heimsókn til þín í nóvember í fyrra með fyrsta langömmubarn- ið. Þú sast í stól frammi á gangi og þegar þú sást okkur byrjaðir þú að syngja: „Það liggur svo makalaust ljómandi á mér.“ Við komum til með að hugsa oft til þín og sérstaklega þegar við tökum lagið. Ég hef trú á því að þú sért búin að hitta Sigurjón þinn í öðrum heimi og raulir fyrir hann: „Þegar rökkvar við finn- umst sem forðum, og fylgjumst um kunnuga slóð.“ Jóhannes Blöndal Sigurjónsson. Þegar við kveðjum Heiðu í Hamrahlíð er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt einlæga vináttu þessarar sannkristnu heiðurskonu. Á langri ævi stóð hún af sér storma sem lagt hefðu margan að velli. Hún var ein af þeim sem bættu heiminn. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðrar konu. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Stephansson) Þóroddur Árnason. Heiðbjört Jóhannesdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Okkar ástkæra KRISTÍN H. PÁLSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Skipalóni 24, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 23. september klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánusta fjölskylda og vinir verða viðstaddir en athöfninni verður streymt á https://www.sonik.is/kristin. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rjóðrið, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn: 0513-26-22241, kt. 640394-4479. Guðmundur Friðrik Sigurðsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir Michael Ted Lawson Páll Arnar Sveinbjörnsson Henny María Frímannsdóttir Þröstur Sveinbjörnsson Valgerður Jóna Jónbjörnsd. Jónas Hagan Guðmundsson Jóhanna Sævarsdóttir Magnús Friðrik Guðmundss. Becky Guðmundsson og barnabörnin tólf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.