Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30
Veitingamenn athugið!
Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús
Spínat lasagna
Athugið að þessi uppskrift er frekar stór,
ef þið viljið hafa hana minni er gott að
helminga hana
Spínatlag
30 g smjör
2 msk. extra virgin-ólífuolía
1 stór skallotlaukur eða 1/2 bolli ca. 50 g
6 marin hvítlauksrif
salt og pipar
900 g ferskt spínat
Ostalag
2 egg
120 g rifinn parmesan-ostur
1 tsk. múskat (ekki sleppa gefur svo
gott bragð)
900 g kotasæla
Hvít sósa
60 g smjör
40 g hveiti
3 bollar nýmjólk
200 g rifinn mozzarella-ostur
200 g rifinn cheddar-ostur
Annað
1 poki rifinn mozzarella til að dreifa
ofan á
1 poki rifinn cheddar-ostur til að hafa
ofan á
2 pakkar fersk lasagna-blöð frá Pastella
paprikuduft
Spínatlag
Hitið olíu og smjör á pönnu.
Skerið skalottlauk smátt og merjið
hvítlauk.
Setjið á pönnuna en hafið vægan
hita á svo laukarnir mýkist og soðni
en mega ekki verða brúnir.
Saltið og piprið og byrjið að bæta
spínati smátt og smátt á pönnuna,
ykkur gæti fundist magnið af spínat-
inu líta út fyrir að vera allt of mikið en
það mun hjaðna og minnka um meira
en helming.
Haldið áfram að bæta við spínatinu
á pönnuna smátt og smátt þar til það
er allt orðið eins og blautt og búið að
minnka um meira en helming og salt-
ið aftur ögn og piprið.
Færið þá spínatið yfir í sigti yfir
skál og ýtið á það með sleif til að ná
öllum umfram vökva úr því, látið svo
standa áfram í stigtinu meðan ostalag
er útbúið.
Ostalag
Blandið öllu innihaldinu saman í
blandara eða matvinnsluvél, þ.e. eggi,
osti, múskat og kotasælu.
Ýtið á pulse-takkann og maukið
þar til verður fallegt og hvítt.
Setjið svo yfir í stóra skál og saltið
örlítið.
Reynið að ná sem mestu úr bland-
aranum en þurfið ekkert að skola
hann á milli, setjið næst spínatið úr
sigtinu í blandarann og ýtið á pulse
þar til er orðið eins og fallegt grænt
pesto.
Setjið spíantið svo í skálina með
kotasælu-ostalaginu og hrærið var-
lega saman með sleif og leggið til hlið-
ar.
Hvít sósa
Hitið smjör á pönnu og bætið svo
hveitinu út í þegar það er alveg
bráðnað.
Hrærið vel í allan tímann en leyfið
því að sjóða saman í eins og eina mín-
útu til að ná úr öllu hveitibragði.
Bætið þá einum bolla af mjólk út í í
einu og hrærið vel í á meðan þar til öll
mjólkin er komin í og sósan orðin að-
eins þykkari. Saltið þá ögn og piprið.
Takið þá af hellunni og bætið út í
200 g af Mozzarella og 200 g af chedd-
ar og hrærið þar til þetta er orðin
eins og þykk hvít ostasósa.
Samsetning á lasagna
Byrjið á að hita ofninn í 200°C
blástur.
Setjið svo í stórt eldfast mót hvíta
sósu á botninn, svo lasagna-plötur of-
an á.
Næst er sett spínat/ostalagið ofan
á það og svo hvít sósa og plötur.
Haldið svona áfram þar til allt er
búið en endið efst á hvítu sósunni og
stráið svo mozzarella rifnum og rifn-
um cheddar-osti yfir allt og gott er að
setja smá paprikuduft yfir ostinn en
má líka sleppa.
Eldið í ofni í 25 mínútur.
Takið svo út og leyfið að standa á
borði í 20-30 mínutur, jafnvel lengur.
Berið fram með fersku salati og
hvítlauksbrauði.
Punktar
Ykkur gæti fundist eins og magnið
af spínatinu sé allt of mikið en spínat
er mjög fljótt að minnka við eldun svo
ekki láta ykkur bregða við magnið.
Best er að leyfa þessu lasagna að
standa í alla vega 20-30 mín. á borði
áður en þess er neytt en það má einn-
ig bera það fram sjóðandi heitt en þá
á það til að leka eins og annað la-
sagna. Einnig er það gott kalt daginn
eftir eins og t.d. í nesti.
Spínat-lasagna
löðrandi í osti
María Gomez á Paz.is er hér með pastauppskrift sem er svo yfirgengilega
girnileg að leitun er að öðru eins. Fyrir þá sem eru fordómafullir í garð
grænmetis þá vill svo skemmtilega til að það er fátt betra en gott grænmetis-
lasagna og mörgum þykir það jafnvel betra en hefðbundið lasagna. Við
hvetjum ykkur til að prófa þessa dásemd sem leikur við bragðlaukana.
Ljósmynd/María Gomez
Sjúklega gott Þessi lasagna-uppskrift þykir með þeim betri.
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið
Nordic Wasabi heldur áfram sig-
urgöngu sinni um heiminn en ferskt
íslenskt wasabi hefur ítrekað ratað
inn á matseðla þekktustu veit-
ingastaða Skandinavíu. Má þar
nefna Noma og AOC í Kaupmanna-
höfn, Frantzén í Stokkhólmi og RE-
NAA í Noregi.
Að auki er Nordic Wasabi í sam-
starfi við einn þekktasta mat-
aráhrifavald Skandinavíu, Anders
Husa, sem tók wasabi fyrir og
kenndi hvernig á að meðhöndla það
auk þess að elda úr því dýrindis-
konomyaki og nota ferskt íslensk
wasabi til að búa til wasabi-mæjó
með. Anders Husa, ásamt maka sín-
um Kaitlin Orr, hefur um árabil
rekið eitt virtasta og áhrifamesta
matarblogg Skandinavíu og telur
fylgjendafjöldi þeirra vel á fjórða
hundrað þúsund auk þess sem þau
halda úti vinsælli YouTube-rás og
öflugu Instagrammi.
Íslensk sjálfbærni
Það gerir árangur Nordic Wasabi
þeim mun einstakari en um er að
ræða íslenskt frumkvöðlafyrirtæki
sem hefur hægt og rólega verið að
hasla sér völl hér heima og erlendis.
Nordic Wasabi er hreint wasabi
og er ræktað á sjálfbæran máta á
Íslandi. Ræktunin fer fram í há-
tæknigróðurhúsum á Egilsstöðum
þar sem jarðhiti og rafmagn eru
nýtt til framleiðslunnar.
95% af wasabi er ekki wasabi
Wasabi er japönsk planta sem
hefur einstakt bragð og er mjög
ríkjandi í japanskri matargerð.
Kúnstugt er að rækta plöntuna og
því er yfirleitt brugðið á það ráð að
bjóða upp á gervi-wasabi sem er í
reynd verksmiðjuframleidd vara
unnin úr piparrót með grænum
matarlit. Reiknað er með að um
95% af öllu wasabi í heiminum sé
gervi-wasabi.
Á Íslandi má meðal annars finna
Nordic Wasabi á veitingastöðunum
Sushi Social, Fiskfélaginu og Moss í
Bláa lóninu og á Sjálandi í Garða-
bæ, en einnig er það selt í Krónunni
á Granda og ýmsum sælkeraversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu ásamt
því að hægt er að panta beint í
gegnum vefverslunina www.nor-
dicwasabi.is.
Heimsþekktir veitingastaðir
nota Nordic Wasabi
Ljósmynd/Nordic Wasabi