Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 58

Morgunblaðið - 17.09.2020, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Lág kolvetna PURUSNAKK Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa fyrir það sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar veturinn nálgast, dag- arnir styttast og kuldinn læðist að okkur. Því ætlum við á K100.is að byrja allar vikur á því að bjóða fólki að hrósa þeim sem eiga það skilið. Það var samfélagsmið- astjarnan Erna Kristín hjá Ernulandi sem hóf hrósbylgjuna á því að hrósa henni Andreu Ey- land fyrir Kviknar. „Ég myndi vilja byrja á því að hrósa Kviknar – Andreu Eyland, fyrir frábært samfélag for- eldra og umönnunar- aðila barna. Þar opnar hún fyrir alls konar umræður, bæði fallegar, erf- iðar og krefjandi sem hjálpa okk- ur að vera til staðar sem for- eldrar. Hún er með þættina Líf kviknar og Líf dafnar og þetta er svo frábært í alla staði og svo mikilvægt!“ Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar alla mánudaga og ekki gleyma að hrósa hvert öðru og sjálf- um ykkur. Andrea Andrea skrifaði bók- ina Kviknar. Erna Sam- félagsmiðla- stjarnan Erna Kristín hrósar Andreu Eyland. In st ag ra m /E rn ul an d Hrós vikunnar alla mánudaga á K100.is Mikilvægt að hrósa fólki Steinunn Svavarsdóttir pantaði sér á dögunum sérstakan háralit til þess að lita hundinn sinn Monsu sem er af tegundinni Toy Poodle. Liturinn bleikur varð fyrir valinu og keypti Steinunn einnig sérstakt bleikt naglalakk fyrir hana. Í viðtali við K100.is segir Stef- anía að liturinn sé tímabundinn og alveg skaðlaus dýrum. Hún segir hundalitun vinsæla í Ameríku en að hún viti ekki til þess að neinn hundasnyrtir geri svona hérlendis. Steinunn segir Monsu hafa feng- ið mikla athygli út á litinn og að í hvert skipti sem hún hafi farið með hana út að ganga sé starað á eftir þeim. Hægt er að lesa við- talið við Steinunni í heild sinni á K100.is. Litaði hundinn sinn bleikan Monsa Príma- donna af tegund- inni Toy Poodle. Skaðlaust efni Aníta Estíva Harðardóttir anita@k100.is Guðjón Ari og Eiður Axelsson Weld- ing vinna saman að því að upplýsa fólk um málefni sem þeim þykir þörf á að ræða. Vinirnir mættu saman í þáttinn Ísland vaknar í vikunni og deildu því með hlustendum hvað það er sem þeir eru að gera. Eiður fæddist með Cerebral Palsy (CP) sem á íslensku kallast heilalöm- un. Hann, ásamt Guðjóni, heldur um þessar mundir fyrirlestra þar sem hann útskýrir fyrir fólki hvernig það er að lifa með slíka fötlun. Á fyrir- lestrunum ræðir Guðjón um innihald bókar sinnar en hann segist alltaf hafa velt því fyrir sér hvers vegna fólk hegði sér á ákveðinn hátt. Þann 6. október næstkomandi er alþjóðadagur heilalömunar og segir Eiður fötlunina fá litla athygli hér á Íslandi miðað við það að hún sé sú al- gengasta. „Við ætlum að halda fyrirlestur þar sem við ætlum að vekja athygli á þessari fötlun og þessum degi. Hvern- ig það sé að vera með CP í þessu sam- félagi sem við lifum í í dag. Þetta er ákveðið róf eins og einhverfurófið og fólk getur verið með mjög væga fötl- un en líka mjög mikla,“ segir Eiður sem lætur fötlun sína ekki stoppa sig. Eiður fæddist með Cerebral Palsy sem á íslensku kallast heila- lömun. Hann lætur fötlun sína þó ekki stoppa sig og heldur nú fyrirlestra til þess að vekja athygli á henni. Lætur fötlunina ekki stoppa sig CP fær litla athygli Vinirnir Guðjón Ari og Eiður halda fyrirlestra saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.