Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 www.flugger.is Mött Gæðamálning í öllum litum Auðvelt að þrífa „BÍDDU? ERT ÞAÐ EKKI ÞÚ SEM ERT ALLTAF AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ EIGI AÐ VERA SKEMMTILEGT AÐ VERSLA?” „VIÐ GETUM EKKI HANGIÐ HÉR Í ALLAN DAG. ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA BILAÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera alltaf með hann í huga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! JÓN SKILUR BRAND AR- ANA MÍNA EKKI HELDUR SANNLLEIKURINN MUN FRELSA YÐUR! SKILNAÐUR GÆTI FRELSAÐ MIG … SANNLEIKURINN KEMUR MÉR BARA Í VANDRÆÐI! Ólöf stundað stundakennslu bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík auk nefndasetu fyrir Stjórnarráðið. Ingibjörg Ólöf hefur mjög gaman af fjallgöngum, klifri, skíðum, vatna- íþróttum, köfun, sjósundi og stang- veiði. Einnig stundar hún bæði jóga og pílates. „Síðan er alveg bráðnauð- synlegt að fara reglulega á æskuslóð- irnar í Hrútafirðinum því hvergi er betra að hlaða batteríin en í firðinum fagra.“ Þá er fjölskyldan og sam- verustundir með vinum eitt helsta áhugamálið þessa dagana, enda hef- ur nýfædd dóttir bæst í fjölskylduna. Fjölskylda Sambýlismaður Ingibjargar Ólaf- ar er Otto Henrik Klerck Nilssen, f. 31.10. 1977. Hann er sjálfstætt starf- andi ráðgjafi. Foreldrar hans eru Nils Bjørn Nilssen, f. 9.8. 1939, og Anna Margaret Nilssen, f. 7.3. 1944. Dóttir Ingibjargar Ólafar og Ottos Henriks er Anna Margaret Ólöf Ingi- bjargardóttir-Nilssen, f. 3.9. 2020. Fyrir átti Otto dótturina Charlotte Juliu Nilssen, f. 20.2. 2007. Systkini Ingibjargar Ólafar eru Benedikt Sævar, f. 13.9. 1948, búsett- ur í Kópavogi, Ingi Björn, f. 20.6. 1952, d. 3.12. 1954, Jón Ólafur, f. 20.6. 1952, búsettur á Selfossi, Atli, f. 12.7. 1961, eigandi bifreiðaverkstæðisins Betri bíla, Skeifunni, búsettur í Reykjavík, og Birna, f. 1.10. 1963, kennari við Kópavogsskóla, búsett í Reykjavik. Foreldrar Ingibjargar Ólafar eru Vilhjálmur Ólafsson, f. 31.7. 1922, d. 8.1. janúar 2007, og Ólöf Björns- dóttir, f. 14.12. 1926, búsett í Reykja- vík. Þau voru bændur á Kollsá II í Hrútafirði þar til þau brugðu búi árið 1995. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir Ólöf Helgadóttir bóndi og húsfreyja í Huppahlíð í Miðfi rði Jón Jónsson frá Kollafossi, bóndi í Huppahlíð í Miðfi rði Ingibjörg Jónsdóttir frá Huppahlíð í Miðfi rði, húsfreyja í Reynhólum í Miðfi rði Ólöf Björnsdóttir bóndi og húsfreyja á Kollsá II í Hrútafi rði, síðar í Reykjavík Björn Guðmundsson frá Reynhólum í Miðfi rði, reglulegur greinarhöfundur í Húna Þorbjörg Jónasdóttir húsfreyja Reynhólum í Miðfi rði Guðmundur Jóhannesson síðast bóndi á Reynhólum í Miðfi rði Kristín Ólafsdóttir Feldís Lilja Óskarsdóttir lögmaður Megin lögmannsstofu Jóhannes BjörnssonBjörn Jóhannesson lögmaður Megin lögmannsstofu Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja á Valdasteinsstöðum í Hrútafi rði Jón Jónsson bóndi á Stóru-Hvalsá í Hrútafi rði, lengst búsettur á Valdasteinsstöðum Jóna Jónsdóttir frá Stóru-Hvalsá í Hrútafi rði, húsfreyja á Hlaðhamri í Hrútafi rði Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson bóndi á Hlaðhamri í Hrútafi rði, síðast búsettur í Bæjarhreppi Ingibjörg Bjarnadóttir bóndi og húsfreyja á Hlaðhamri í Hrútafi rði Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Hlaðhamri í Hrútafi rði Úr frændgarði Ingibjargar Ólafar Vilhjálmsdóttur Vilhjálmur Ólafsson bóndi á Kollsá II í Hrútafi rði, síðar í Reykjavík Margar eru „furður veraldar“og vel kveðið á Boðnarmiði, - Kristján H. Theódórsson yrkir: Margan sá ég mann á beit, merar bílum aka. Moggann las ein galvösk geit, gerð var þessi staka. Ólafur Stefánsson segir í pósti til mín: „Í Íslandssögu Hriflu-Jónasar, sem við lærðum í barnaskóla, segir að Jónas Hallgrímsson hafi gengið um götur Reykjavíkur á sunnudög- um klæddur heiðbláum frakka með gylltum hnöppum. Slíkt gleymist ekki. Annars las ég stælingu Steins, „Skáld er ég ei og innblástrunum fækkar“, áður en ég þekkti Huldu- ljóð. Hér er enn ein stæling“: Í Öxnadalnum enn þeir muna skáldið, sem orti’ um Huldu og smalann fegurst ljóð, og Eggert sem var afturgenginn dáldið en ennþá náði’ að heilla þrýstið fljóð. Ef ennþá Jónas arkar þessa móa, á últrabláum frakka’ með hnappafjöld, eins og fyrrum finnur harma nóga, sem fylgja okkur inn í nýja öld. Mér er rótt, því Mogginn ekki lýgur, munda penna, renni mér á flot, í mærðarljóði, meðan krónan sígur, og mæddur ferðabransinn óttast þrot. Veiruskrattinn skelfir allt sem lifir skuldahalinn lengist endalaust, heimsbyggðinni hangir stöðugt yfir, heimtar fórnir, sumar, vor og haust. Á Boðnarmiði vísar Sigurlín Her- mannsdóttir í frétt í Mbl.: „Kim seg- ir mér allt. Sagði mér allt,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, - „Á trúnó“: Í Kóreu Kim Jong-un stynur á knén hann til skrifta nú hrynur. Við ljótustu málin þá losna mun sálin því Trump er hans trúnaðarvinur. Gunnar J. Straumland kveður „hringhend og oddhend sléttubönd um veðurhorfur á afréttum“: Bylur gólar, frerans fól fimbul tólin hafa. Dylur sólu skuggans skjól, skaflar bólin grafa. Lesin afturábak: Grafa bólin skaflar, skjól skuggans sólu dylur. Hafa tólin fimbul fól, frerans gólar bylur. Gömul vísa í lokin: Útá sjó við ýtum nú öldukjóa státnum. Við skulum róa vaskan þrjú vel á mjóa bátnum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Furður veraldar og heiðblár frakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.