Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 stjórann. Hann hafði aðra skoðun á málinu. „Veiga,“ sagði hann. „Þú hefur allt þitt líf synt á móti straumnum; það er því táknrænt að þú róir rangsælis umhverfis Ísland.“ Þar með var það slegið. Hugsaði sig ekki um tvisvar Skipstjórinn birti í framhaldinu mynd af Veigu á samfélagsmiðlum og greindi frá áformum hennar. Myndin vakti nokkra athygli og þar sem Veiga var stödd skömmu síðar í bókabúð á Ísafirði hringdi síminn. Það var Óskar Páll Sveinsson kvikmyndagerðarmaður að kanna af- stöðu hennar til þess að hann gerði heimildar- mynd um ferðalagið. „Ég þekkti Óskar ekki neitt en leist strax vel á hugmyndina enda hafði ég sjálf hugsað að sniðugt gæti verið að gera mynd af þessu tagi. Fyrir vikið þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar,“ segir Veiga. Þau biðu ekki boðanna og fyrstu upptökur voru gerðar strax haustið 2018. Þær síðustu í mars á þessu ári. – Var þessi róður kringum Ísland ekki hættu- för? „Það má alveg segja það. Ísland er eitt af erf- iðustu löndunum sem þú getur róið kringum. Það gerir suðurströndin, þar sem bæði er brim- lending og farið út í brimi. Þarna eru engir firðir til að leita skjóls og erfitt að komast að manni þurfi maður á aðstoð að halda enda engir vegir niður að strönd. Það tók mig átta daga að róa frá Þjórsá að Vík en ég þurfti að gera hlé á róðr- inum um tíma vegna veikinda.“ Hún kveðst einu sinni hafa velt alvarlega fyr- ir sér hvort hún ætti að biðja um aðstoð frá Landhelgisgæslunni. „Þá ætlaði ég í land við eina jökulána en það er þannig að maður verður að velja réttu ölduna til að fara í land af því það koma alltaf nokkrar litlar, svo koma tvær, þrjár stórar og ekki vill maður lenda í þeim. Maður verður að sörfa inn á öldunum og þær eiga það til að snúa bátum ef þær eru nógu stórar og það gerðist hjá mér þarna; ég var komin á hlið í öld- unni þar sem ég var í brotinu en þegar ég sá strauminn frá ánni koma á móti mér sneri bátn- um á augabragi í 180º og var skyndilega komin með vinstri hliðina að landi og hvolfdi næstum því. Ég lenti á endanum á sandeyju í miðri jökulánni og stórar sandöldur komu inn af hafi. Mér leið eins og ég væri stödd á lítilli eyðieyju í miðri ánni. Þessu lauk með því að ég kíkti á flóðatöflu og sá að það var að detta í háfjöru. Þurfti þó að bíða í tvo tíma eftir að það hækkaði nægilega mikið í sjónum til að öldurnar færu yf- ir bakkann sem var þarna fyrir utan áður en brotið minnkaði nægilega mikið til að ég kæmist út.“ Hvað er ég að þvælast? Öðru sinni komst Veiga í hann krappan þegar hún var að fara fyrir fontinn á Langanesi í svartaþoku, þannig að hún sá varla klettana, og hátt í tveggja metra undiralda úr norðaustri mætti henni. Aldan skall á klettaveggnum og kastaðist til baka þannig að þetta var eins og að vera í suðupotti í miklum straumi. „Þetta var svo sem aldrei tvísýnt en nóg til þess að ég fór að velta fyrir mér hvern andskotann ég væri að þvælast þarna. En um leið og maður hleypir efa og ótta inn þá fer maður að stífna í skrokknum sem er ekki gott í kajakróðri. Þá fer maður að missa jafnvægið. Ég gerði því bara öndunar- æfingar og átti góðar samræður við sjálfa mig.“ Óskar Páll beið eftir Veigu í landi og ætlaði að freista þess að ná góðu myndefni af róðrinum á þessum slóðum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu vegna þess að hann sá Veigu aldrei enda þótt hún væri ekki nema fimmtíu metra frá landi. Stundum beið Óskar eftir Veigu með tökuvél- ina á lofti. „Kannski verður hann ekkert glaður að heyra það en það erfiðasta við þessa ferð var heimildarmyndin. Það tók mig tvo tíma að gera mig klára á morgnana, síðan reri ég kannski í þrettán tíma og þurfti svo aðra tvo til að ganga frá öllu og gera klárt fyrir svefninn. Þá var ekki auðvelt að lenda í viðtali; um kynleiðrétting- arferlið, konuna mína fyrrverandi og annað slíkt. Enda sagði ég oft við Óskar í gríni: Enginn karlmaður hefur grætt mig eins mikið og þú!“ Hún hlær. Annars fór einkar vel á með Veigu og Óskari og þau fóru langt á húmornum; ekki síst hvort fyrir öðru. „Við skutum látlaust hvort á annað meðan á gerð myndarinnar stóð og þá helst varðandi það hvort Ísafjörður eða Skagafjörður sé betri en Óskar er þaðan. Innst inni veit hann að ég hef rétt fyrir mér þó svo að hann sé ekki tilbúinn að viðurkenna það. Einu sinni lagði Pét- ur Einarsson, sem framleiðir myndina, til að við leituðum til hjónabandsráðgjafa.“ Hún hlær aftur. Allt svo einfalt Gleðin var þó erfiðleikunum yfirsterkari og hún fólst ekki síst í einfaldleikanum. „Allt var svo einfalt á þessu ferðalagi. Það eina sem ég gerði var að róa, skoða veðurspá, sofa og borða. Það er yndislegt líf.“ Ég heyri hana brosa gegnum símann. – Nú ertu komin með ákveðna fjarlægð á þetta ferðalag. Hvernig hugsarðu um það í dag? „Ég er enn þá að átta mig á því að ég hafi klárað þetta verkefni. Fólki finnst þetta vera af- rek en mitt stærsta afrek í lífinu er að hafa farið gegnum kynleiðréttingarferlið. Áður en ég lagði af stað var ég að vona að róðurinn yrði erfiðari en hann var það ekki; hann var barnaleikur mið- að við leiðréttingarferlið. Gerðist róðurinn mér erfiður þá gat ég bara tekið mér hvíld. Það gerir maður ekki í hinu ferlinu. Maður ýtir ekki á pásu og tekur sér frí frá tilfinningum sínum; allra síst þegar þyrmt hefur yfir mann. Kynleið- réttingarferlið var ofboðslega stórt og allt breyttist í lífinu.“ – Er einhver leið að búa sig undir slíkt ferli? „Nei, engin leið. Þú hefur ekki hugmynd um út í hvað þú ert að fara og veist ekki hvernig aðrir koma til með að taka þessu. Í mínu tilfelli var stærsti óttinn við annað fólk. Missi ég börn- in mín, fjölskylduna og vini? Munu allir snúa baki við mér? Með öðrum orðum voru mínir mestu fordómar mínir eigin fordómar. Ég gerði öðrum sífellt upp skoðanir.“ – Sneri einhver baki við þér? „Nei. Ég átti þrjú hundruð vini á Facebook áður en ég fór í leiðréttinguna, núna eru þeir tvö þúsund,“ svarar hún hlæjandi. „Nei, að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki misst nokkra mann- eskju úr mínu baklandi.“ Ekkert tískufyrirbrigði – Hefur fólk sem er að íhuga kynleiðréttingu leitað til þín? „Já, það hefur komið fyrir. Ég hef líka fengið skilaboð frá transfólki með þakklæti fyrir að vera sýnileg, síðast í gær fékk ég langan póst frá konu sem býr í Kanada, þar sem hún þakk- aði mér fyrir allt sem ég væri að gera. Það skiptir miklu máli fyrir fólk í þessum sporum að hafa fyrirmyndir. Það sem vakti fyrir mér með róðrinum var að vekja athygli á því að transfólk er bara venjulegt fólk. Sumir virðast halda að það sé eitthvert tískufuyrirbrigði að leiðrétta kyn sitt en ég get fullvissað fólk um að þetta ferli er mjög flókið og enginn ætti að leggja af stað í þessa vegferð nema að vandlega ígrund- uðu máli.“ Að sögn Veigu hefur viðmót fólks breyst til hennar eftir að hún varð kona. Þannig hringdi hún einu sinni á bifreiðaverkstæði, kynnti sig og sagði að bíllinn hennar hefði brætt úr sér. Bað um tæknilegar ráðleggingar vegna viðgerðar. Ekki var viðlit að fá þær fyrr en hún lét þess getið að hún hefði unnið sem rennismiður í tutt- ugu ár. „Maðurinn hafði greinilega enga trú á því að kona gæti leyst þetta mál ein síns liðs. Eftir þetta kynni ég mig ekki og nota bara gömlu röddina mína þegar ég hringi í erindum sem þessum,“ segir hún hlæjandi. Sitthvað fleira hefur drifið á hennar daga. „Ég hef verið spurð hvort ég hafi lækkað í laun- um og mér boðin aðstoð við að skipta um ljósa- peru á bensínstöð – sem gerðist aldrei áður. Alls konar aðra herramennsku mætti nefna,“ segir Veiga en tekur fram að mikill munur sé á við- móti fólks á Ísafirði, þar sem allir þekkja hana og hennar sögu, og annars staðar. Og svo er það and-herramennskan. „Það hef- ur alveg verið flautað á eftir mér og ég klipin í rassinn eða kjólnum mínum lyft upp. Ekki það sem ég var að sækjast eftir. Sumir karlar ætla seint að venja sig af þessu.“ Búum greinilega í karlaveldi Hún segir reynslu transstráka, sem hún þekkir, þveröfuga. „Þeir tala um að betur sé á þá hlust- að en áður. Við búum greinilega enn þá í karla- veldi.“ Er meiri pressa á konum í samfélaginu en körlum? „Já, ég myndi segja það, hvað varðar ákveðna hegðun og útlit. Það er pressa sem sumar konur eiga erfitt með að lifa með, sérstaklega meðan þær eru unglingar.“ Að sögn Veigu eru sumir boðnir og búnir að ráða henni heilt um það hvað hún megi og hvað ekki fyrst hún sé orðin dama. „Þetta truflar mig svo sem ekki mikið. Ég ætla bara að gera það sem ég vil. Til að byrja með klæddi ég mig alltaf upp og gat ekki farið út úr húsi án þess að mála mig. Það var vegna þess að ég sá alltaf karl- manninn í speglinum og þurfti að mála yfir hann. Eftir því sem hormónarnir eru farnir að virka betur og sjálfstraustið hefur aukist þarf ég ekki lengur á þessu að halda; það er alveg hending ef ég klæði mig upp og mála mig í dag, ég er bara í útivistargallanum. Það er minn lífs- stíl og þannig líður mér best.“ Hún gerir stutt hlé á máli sínu. „Í dag er ég komin á þann stað, ætli það hafi ekki gerst fyrir svona einu til tveimur árum, að það sem aðrir segja skiptir mig ekki lengur máli. Í því felst ofboðslegt frelsi,“ heldur hún áfram. „Ég var einu sinni spurð að því á fyrir- lestri sem ég hélt hvort mikið væri horft á mig. Nei, svaraði ég um hæl. Vinkona mín, sem var með mér, kvaddi sér þá hljóðs og benti á, að fólk horfði alveg á mig; ég tæki bara ekki eftir því lengur. Við erum allt of upptekin af áliti ann- arra.“ Enginn tími fyrir samband Spurð í lokin um sína persónulegu hagi upplýsir Veiga að hún sé einhleyp. „Ég leigi með vinkonu minni en hef verið ein í fimm ár og líður vel þannig, þó svo að ég hafi deitað aðeins. Ég er ekki að leita að sambandi en ef það gerist þá bara gerist það. Eins og er hef ég ekki tíma fyr- ir samband, það er svo mikið að gera hjá mér. Næsta verkefni er að róa kringum Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Ég var búin að skipuleggja og fjármagna Danmerkurferðina í vor en kór- ónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir áform rétt áður en ég lagði í’ann. Það voru mikil vonbrigði en vonandi næ ég að gera þetta á næsta ári. Mitt lífsviðurværi eru fyrirlestrar sem ég ef ekki getað haldið að undanförnu vegna farald- ursins. Þannig að ég hef aldrei átt eins lítið og aldrei þénað eins lítið og núna en samt hefur mér aldrei liðið betur og aldrei verið eins ham- ingjusöm. Mitt markmið er að lifa í núinu og njóta lífsins.“ Veiga er útivistarmanneskja fram í fingurgóma. Ljósmynd/Isley Veiga á kajaknum. Hún segir mikilvægt að hleypa hræðslunni ekki inn á ferðalagi sem þessu. Ljósmynd/Veiga Veiga kann best við sig í úti- vistarfötum en klæðir sig þó upp til hátíðarbrigða. Ljósmynd/Isley ’Það var mjög skrýtin til-finning að setjast ein niðurog horfa á níutíu mínútnamynd um sjálfa sig. Á heild- ina litið skemmti ég mér bara vel; hló oft en varð líka klökk. En að sýningu lokinni var all- ur vindur úr mér og ég hrein- lega brotnaði niður úti í bíl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.