Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Page 19
Fyrirsætan Iris Law tekur sig vel út með Peekaboo töskuna. Ofurfyrirsætan Natalia Vodianova elskar Fendi. vörur þar sem styrkleiki er gefinn upp og hef tekið eftir sjáanlegum mun eftir að ég byrjaði að nota The Ordin- ary-vörurnar. Ekki skemm- ir fyrir hve sanngjörn verð- lagningin á þeim er.“ Hvað gerir þú til að dekra við þig? „Ég er ekki mikið fyrir þetta klassíska dekur en mér finnst andlegt dekur mikilvægast. Ég passa að gefa mér tíma til þess að fá frið frá vandamálum heims- ins og öllum hlutunum sem ég þarf að sinna frá degi til dags. Það gæti hljómað óraunhæft en ég hef fundið fullkomna leið til þess, ég spila reglulega hlutverkaspilið Dun- geons & Dragons í góðra vina hópi. Það gerir mikið fyrir and- legu heilsuna að kúpla sig út af og til.“ Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni? „Vörur sem fara vel með húð- ina. Ég reyni að nota farða og aðrar snyrtivörur sem þurrka ekki húðina upp eða eru fullar af einhverjum eit- urefnum. Þegar ég þarf að kaupa nýja snyrtivöru kynni ég mér vel innihaldslýsingar og skoða umsagnir. Það slær alltaf í gegn hjá mér þegar vörur endast vel, sitja á allan daginn og fara vel með húðina og umhverfið.“ Uppáhaldssnyrtivaran? „Ég get eiginlega ekki valið á milli Hour- glass-pallettunar og Laura Mercier Secret Camouflage-hyljarans. Það gerist of oft að ég fæ ekki nægan nætursvefn og þá er þessi hylj- ari algjör guðsgjöf en pallettuna er hægt að nota á svo fjölbreyttan hátt. Ég nota hana á hverjum degi og fyrir öll tilefni og er hún alveg ómissandi.“ Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudd- una? „Salicylic-sýru til þess að bæta við húðrút- ínuna og Zao-varaliti en þeir koma í áfyll- anlegum umbúðum. Ég er mjög áhugasöm um umbúðaþróunina í snyrtivöruheiminum þessa dagana, þar sem áhersla er sett á að minnka óþarfa úrgang og rusl sem fylgir vörunum. Ég nota til dæmis handsápu, augnblýant og fleira sem hægt er að fylla á. Ég er mjög meðvituð um að kaupa ekki snyrtivörur sem ég þarf ekki á að halda, ég á nóg af varalitum sem ég þarf að klára áður en ég kaupi mér nýja.“ Una Hildardóttir á um- hverfisvæna snyrtibuddu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Una notar hár- vörur frá Bruns sem hún kaupir á Grænu stofunni. Ljósmynd/brun- sproducts.com Una notar oft rauðan varalit frá Benecos. Ljósmynd/Benecos 13.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.