Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020
LÍFSSTÍLL
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Tokyo línan
komin í sýningasal
Moorthy, eins og hann er kallaður á Ís-landi, er frá Suður-Indlandi. Hannhefur búið hér í 22 ár en hingað kom
hann ungur maður í ævintýraleit, þá 26 ára
gamall.
Sá í fyrsta sinn snjó
„Ég elska Ísland. Áður en ég kom hingað vann
ég á fimm stjörnu hóteli á Suður-Indlandi. Ég
er lærður kokkur,“ segir hann og segist hafa
komið hingað fyrir tilstilli vinar síns.
„Vinur minn var á Íslandi og bauð mér vinnu
þannig að ég sló til. Það var frábært að koma
hingað, ungur og ókvæntur. Ég sá þá í fyrsta
sinn á ævinni snjó,“ segir Moorthy sem segist
aldrei hafa ferðast áður en hann kom til Ís-
lands.
„Ég kom svo einhvern tímann í heimsókn til
Akureyrar og féll fyrir bænum og hef verið hér
síðan, en ég bjó fyrstu sjö árin í Reykjavík.“
Til Indlands í konuleit
Moorthy fer árlega heim til Indlands að heim-
sækja fjölskylduna og í eitt skipti kom hann til
baka með eiginkonu.
„Ég fór til Indlands þegar ég var 32 ára til
að finna mér konu,“ segir hann og hlær.
„Foreldrar mínir fundu konu fyrir mig og
við hittumst nokkrum sinnum áður en við
giftumst. Fjölskyldur okkar þekkjast. Jot-
himani var alveg til í að flytja til Íslands. Það
var líka í fyrsta skipti sem hún fór út fyrir
landsteinana. Við komum svo beint til Ak-
ureyrar og hún vinnur með mér hér á veit-
ingastaðnum.“
Það var svo á því herrans góðærisári 2007 að
Moorthy og Jothimani ákveða að opna ind-
verskan „take-away“-stað í Hafnarstræti. Fyr-
ir tveimur árum fluttu þau sig um set og opn-
uðu veitingastaðinn Indian Curry House sem
stendur við Ráðhústorg.
„Maturinn hér er blanda af mat frá Suður-
og Norður-Indlandi. Mér finnst tandoori-
lambið best,“ segir hann og segir Íslendinga
mjög hrifna af matnum.
„Við notum mikið cumin, chilli og kórían-
derkrydd,“ segir Moorthy og segist sjálfur
flytja inn kryddin beint frá Indlandi.
„Við kaupum alltaf ný og fersk krydd í hvert
sinn sem við förum til Indlands og komum með
þau heim í ferðatöskum. Við komum heim með
tuttugu, þrjátíu kíló í hvert sinn,“ segir hann.
„Mamma og pabbi hjálpa okkur að þurrka
kryddin,“ segir hann og segir foreldra sína
ekki hafa komið til Íslands því þeim finnist of
kalt hér.
„Mér finnst ekki of kalt hér. Á Indlandi er of
heitt; það getur farið í 40-45 gráður,“ segir hann.
Hjónin eiga þrjú börn, fjórtán, tíu og átta
ára, og er töluð tamílska á heimilinu. Fyrstu
tvö börnin bera indversk nöfn en sú yngsta
heitir Svanhildur.
„Það er bara svo fallegt nafn.“
Ég elska Akureyri
Jothimani birtist inn um dyrnar og er drifin í
viðtal.
„Ég kom hingað árið 2005 og ég elska Ak-
ureyri. Við höfum kynnst mörgu fólki hér.
Ég vinn með Moorthy og er líka kokkur,“
segir hún og segist hafa lært af ellefu ára
reynslu í eldhúsinu á veitingastað þeirra
hjóna.
„Hún er mjög góður kokkur,“ skýtur
Moorthy inn í.
„Ég hef haft mikið að gera síðan ég kom;
eignast þrjú börn og svo vinnan,“ segir hún og
segist una hag sínum vel á Íslandi.
Morgunblaðið/Ásdís
Með töskur fullar af kryddum
Hjónin Moorthy og Jothi-
mani hafa fært Akureyr-
ingum og ferðamönnum
Indland á diski í áraraðir.
Ilmandi lykt af indverskum
mat leggur út á Ráðhústorg
Akureyrar en þar má finna
Indian Curry House. Sathiya
Moorthy Muthuvel og kona
hans Jothimani elda mat frá
ýmsum svæðum Indlands.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
4 laukar
saxað kóríanderlauf
2 stk. karrýlauf, söxuð
1 hvítlauksrif
½ grænt chilli
1 tsk. fennelfræ
salt
1 tsk. cumin-krydd
1 tsk. chilliduft
2 dl Besan-hveiti (gram
flour sem er til í Nettó)
2-3 msk. vatn
olía til djúpsteikingar
Skerið lauk í þunna
strimla.
Saxið kóríander,
karrýlauf, fennel, hvít-
lauk og chilli og bland-
ið saman við laukinn.
Kryddið með salti,
cumin, turmerik og
chillidufti. Blandið
öllu vel saman með
höndunum.
Setjið hveitið í skál,
hellið vatninu saman
við, það þarf alls ekki
mikið og deigið má
ekki vera of blautt.
Veltið lauknum upp úr
deiginu og búið til litl-
ar kökur.
Setjið kökurnar út í
heita olíu og steikið í
3-4 mínútur eða þar
til kökurnar eru brún-
ar. Þetta tekur smá
stund og það er ágætt
að snúa kökunum við
nokkrum sinnum og
gætið þess að snúa
þeim við varlega, þær
eru svolítið við-
kvæmar.
Þerrið á eldhús-
pappír og kryddið
með salti.
Berið strax fram.
Lauk-pakoda