Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Síða 28
HEILUN Málmbandið Papa Roach er í hljóð- veri um þessar mundir að semja og taka upp nýja plötu. Í samtali við bandarísku útvarps- stöðina WEBN segir Jacoby Shaddix söngvari rífandi gang í verkefninu og að efnið sé fun- heitt. Þar á meðal er lag, No Apologies, sem Shaddix tileinkar föður sínum. „Tilgangurinn er að fyrirgefa allt sem gengið hefur á í lífi okkar feðga en af einhverjum ástæðum höfum við ekki tengt. Í þessu fólst mikil heilun fyrir mig. Ég get ekki beðið eftir að hafa uppi á gamla manninum og spila þetta lag fyrir hann og gera um leið upp okkar sakir. Tónlistin gefur okkur það tækifæri.“ 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 LESBÓK Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Fjarðarkaup, Melabúðin, Frú Lauga, Matarbúr Kaju Akranesi BÆKUR Fyrsta opinbera bókin um breska málmbandið Judas Priest er væntanleg með haustinu og byrjað var að taka við pöntunum á föstu- daginn var. Bókin heitir einfaldlega „Judas Priest - 50 Heavy Metal Years“ og leggja allir núverandi bandingjar sitt lóð á vogarskálarnar. Bókin er mikil vöxtum, alls 648 síður í stóru broti (óskiljanlegt að menn hafi ekki bætt við átján síðum) og er eftir David Silver, Ross Halfin og Jayne Andrews. Ekki fylgir sögunni hvað KK Downing, fyrr- verandi gítarleikara Judas Priest, finnst um gjörninginn en hann hefur um skeið staðið í deilum við sína gömlu fé- laga. Rob Halford söngvari gerir það hins vegar ekki endasleppt en sjálfsævisaga hans, „I Confess“, kemur út 29. september næstkomandi. Geistlegar bókmenntir Ritræpa rann á Rob Halford. AFP Semur um samband sitt við föður sinn Jacoby Shaddix hlakkar til að hitta pabba gamla. AFP Billy Piper leikur aðalhlutverkið. Allt í hakki VESEN Leikkonan og söngkonan Billie Piper hefur verið að fá góða dóma fyrir frammistöðu sína í bik- svartri kómedíu, I Hate Suzie, sem byggist á lífi hennar sjálfrar. Piper leikur þar söng- og leikkonu, Suzie Pickles, sem er á hraðri uppleið en magalendir harkalega þegar ein- hver hakkar sig inn í símann henn- ar og dreifir myndum af henni í æsilegum ástarleikjum með manni sem er alls ekki eiginmaður henn- ar. Að vonum snýst veröld Suzie á hvolf og góð ráð eru dýr. Lucy Prebble skrifar handritið, eins og þegar Piper fór með aðalhlutverkið í annarri biksvartri kómedíu, Se- cret Diary of a Call Girl, fyrir heil- um þrettán árum. Það myndi ég nú ætla,“ flýtirTómas Þór Þórðarson, rit-stjóri Enska boltans í Sjón- varpi Símans, sér að segja þegar ég velti því upp hvort það beri ekki hæst í sjónvarpsdagskránni um helgina að keppni í úrvals- deildinni sé að hefjast á ný eftir óvenju stutt hlé. „Þetta leggst bara vel í mig,“ heldur hann áfram. „Alla vega bet- ur en það gerði þegar við hættum í sumar; maður var orðinn býsna lúinn þá enda var lokaspretturinn á því tímabili eins og við þekkjum ofboðslega skrýtinn og for- dæmalaus. Enginn hefur lent í öðru eins.“ Þar vísar hann vitaskuld til heimsfaraldursins sem skar mótið í sundur í mars og hafði þær af- leiðingar að meistarar, sem unnu mótið með metfjölda leikja eftir, voru ekki krýndir fyrr en um há- sumar, löngu síðar en menn eiga að venjast. „Við náðum að hefja þetta mót í ágúst og ljúka því í júlí. Það verður líklega aldrei leik- ið eftir. Ekki nóg með það, okkur tókst líka að gera Liverpool að meisturum, fyrst allra áskrift- arstöðva hér á landi. Þannig að þetta var óvenju viðburðaríkt tímabil og ekki laust við að kom- inn sé dúndrandi fiðringur í mann að byrja aftur.“ – Það þarf væntanlega ekki að segja ykkur eftir þennan fyrsta vetur sem sýningarrétturinn var hjá Sjónvarpi Símans að allt getur gerst? „Heldur betur. Það er enginn viðbúnari en við og engin leið að koma okkur á óvart,“ svarar hann sposkur. Spurður um nýjungar á tíma- bilinu sem nú fer í hönd svarar Tómas Þór því til að stöðugleiki sé vanmetin auðlind í íþrótta- sjónvarpi. „Þetta verður með mjög áþekku sniði og á síðasta tímabili. Við verðum með Völlinn á sama tíma, beint eftir seinasta leik á sunnudögum, og áhorfendur munu sjá sömu andlitin, Eið Smára Guð- johnsen, Margréti Láru Viðars- dóttur og Bjarna Þór Viðarsson. Freyr Alexandersson mun líka kíkja á okkur reglulega og Gylfi Einarsson, sem kom stundum í heimsókn á síðasta tímabili, verður fastur maður í vetur enda eru hans menn, Leeds United, aftur komnir á sinn stað í úrvalsdeild- inni.“ Hann nefnir einnig nýja tölvu- tækni sem geri hópnum kleift að búa til meira efni inn á mbl.is og samfélagsmiðla í beinni útsend- ingu. „Þarna getum við búið til lengri hala á leiki og haldið um- ræðum um þá gangandi. Þannig að þjónustan við áhorfendur verður enn þá betri.“ Tókst að gera Liverpool að meisturum Enda þótt keppni í ensku úrvalsdeildinni sé rétt lokið þá hefst hún að nýju um helgina. Veturinn leggst vel í Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmann Enska boltans í Sjónvarpi Símans, og hann vonast eins og fleiri eftir jafnara móti að þessu sinni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tómas Þór Þórðarson segir viðtökur í Sjónvarpi Símans hafa verið góðar. Sjónvarp Símans/Ari Magg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.