Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 24
auðvelt að sannfæra fjölskylduna. Svo árið 2017 fluttum við norður og ég opnaði kaffihúsið 2018. Ég vissi ekkert um rekstur eða endurbætur á húsum þannig að ég fór á mörg námskeið og fékk alls kyns ráðlegg- ingar,“ segir María. „Einn ráðlagði mér að vera ekki að setja mig í skuldir heldur ætti ég bara að gera það sem ég kann; fara í búning, segja sögur, búa til kaffi. Ég tók þann pól í hæðina, safnaði á Kar- olinafund og sótti um alla styrki sem ég komst í. Ég bauð Ólafi Ragnari Grímssyni í kaffi, því ég frétti að mamma hans hefði fengið berkla. Honum fannst þetta frábær hug- mynd og styrkti verkefnið bæði með fjármagni og sögu móður sinnar sem er mögnuð og verður sögð á sýning- unni,“ segir hún. Maríu tókst svo að safna nóg til þess að standsetja kaffihúsið og safnið en þar eru sagðar sögur af missi, sorg, einangrun og örvænt- ingu en ekki síður von, æðruleysi, lífsþorsta og rómantík. Hrúgað í stofurnar „Hér á Akureyri var verið að höggva fólk við berklum. Það var hrikaleg aðgerð. Þetta var neyðarúrræði; þá var skorið í bakið, í staðdeyfingu, kjötið skrapað af beinunum, og tvö og upp í níu rifbein klippt úr til að leggja lungað saman endanlega og þá náði berklasárið að gróa. Svona voru margir höggnir og lögðust svo inn á Kristnes,“ segir hún og upp- lýsir blaðamann að berklahælið Kristnes hafi verið opnað árið 1927 en Vífilsstaðir árið 1910. „Ástandið var hrikalegt og vantaði hæli og því var þetta opnað með pláss fyrir fimmtíu og það fylltist strax, en mest voru áttatíu sjúkling- ar hér. Þá var hrúgað í stofurnar. Árið 1950 komu lyfin og þá var þetta ekki jafnmikill dauðadómur,“ segir hún og segist hafa fengið mikinn stuðning úr samfélaginu við gerð safnsins. Bæði voru sveitungar, vinir og vandamenn duglegir að gefa vinnu sína og einnig streymdu sög- ur, myndir og munir frá fólki. „Fólk er enn að senda mér alls kyns hluti og bréf því það er svo ánægt að finna þessu stað,“ segir María og ákvað að opna einnig kaffi- hús og er Hælið opið allar helgar frá tvö til sex. Tilvalið er að rölta um safnið og setjast svo niður yfir kaffi og kökusneið. „Hjónabandssælan er æðisleg og svo er ég með heimsins bestu parta og rúgbrauð sem tengdamóðir mín gerir; skúffuköku, apríkósuköku og vöfflur.“ Flugur á vegg Fleira er á prjónunum hjá Maríu því henni tókst að sameina leiklistar- ástríðuna við safnið sitt. Leikritið Tæring var frumsýnt 19. september og verður sýnt í allt haust. „Við vorum að frumsýna sviðs- listaverkið Tæringu í leikstjórn Völu Ómarsdóttur. Þetta er magnað verk þar sem leiknum senum er blandað við hljóðverk og vídeóverk. Allt unnið upp úr og innblásið af sögu berklanna. Gestir mega bara vera tíu í senn og eru þeir leiddir um Hælið, í gegnum verkið. Það verða tvær sýningar á dag, fimmtudaga, föstudaga og laug- ardaga. Þetta verður dásamlegt,“ seg- ir María sem er framleiðandi verksins. „Áhorfendur sitja ekki, heldur eru eins og flugur á vegg.“ Morgunblaðið/Ásdís Mögulega voru not fyrir fínan kjól á berklahælinu, því oft dvaldi fólk þar mánuðum og árum saman. Kíkt er ofan í ferðatösku sjúklings og má sjá bók, ljósmynd og fatnað. Fróðlegt er að ganga um safnið, skoða her- bergi, myndir og muni. Átakanlega sögu af barni má finna á Hælinu. Hér má sjá herbergi þar sem farið var í ljós, en í gamla daga voru börn gjarnan sett í ljós til þess að fá D-vítamín. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 LÍFSSTÍLL Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.